Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 17 ERLENT Bankainnstæð- ur hryðjuverka- samtaka frystar Sýrlendingar segja stefnu Israela or- sök sprengjutilræðisins í Netanya Damaskus, Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hef- ur látið frysta bankainnstæður tóif hryðjuverkasamtaka frá Mið-Aust- urlöndum í Bandaríkjunum og átján einstaklinga sem taldir eru tengjast þeim. Mike McCurry, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði að um væri að ræða hópa er reyndu að spilla fyrir friðarþróuninni í Mið- Austurlöndum. Meðal þeirra eru Hamas, Hizbollah, Heilagt stríð, samtök Abu Nidals, Svarti septem- ber, Byltingarráð Fatah og gyðinga- samtökin Kach. McCurry sagði að ákvörðunin væri niðustaða ítarlegrar rannsókn- ar á því hvemig hægt væri að beij- ast gegn hryðjuverkum. Markmiðið væri að torvelda þessum samtökum að fjármagna starfsemi sína með því að koma í veg fyrir að þeim bærust framlög frá Bandaríkjunum. Hann sagði forsetann einnig vera að undirbúa herta löggjöf gegn hryðjuverkum. Leiðtogar tveggja öfgasamtaka Palestínumanna, Jihad og Lýðræð- isfylkingarinnar um frelsun Palest- ínu, gerðu í gær lítið úr þessari ákvörðun Bandaríkjaforseta. Sögð- ust þeir ekki eiga neinar bankainn- stæður í Bandaríkjunum eða öðmm löndum. Þá sögðu þeir fordæmingu Clintons á sprengjutilræðinu á sunnudag innihaldslausa og til þess eins að fá atkvæði gyðinga. Sýrland láti af stuðningi Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hefur þrýst á Sýrlendinga um að hætta stuðningi við arabísk hryðjuverka- samtök. Átti hann símtal við utan- ríkisráðherra Sýrlendinga, Farouq al-Shara, þar sem hann lagði áherslu á þetta. Sýrlenska dagblaðið al-Thwara, málgagn sýrlensku stjórnarinnar, sagði á þriðjudag að stefna ísra- elskra stjómvalda gagnvart Frelsis- samtökum Palestínumanna (PLO) hefði leitt til sjálfsmorðssprenging- arinnar í Netanya í ísrael á sunnu- dag en hún kostaði 19 manns lífíð. Segir í blaðinu að andstaðan muni halda eins lengi áfram og hersetan. Beiskja Gorbatsjovs eftir Reykjavíkurfund Staðgreiðsluverð 12.996 kr. Söludeildir í Armúla 27 sími 563 6680, Kirkjustræti sími 563 6670, Kfinglunni sífni 563 og á póst- og símstöðvum um állt land. PÓSTUR OGSÍMI jt 2* r <■» “***>".*» 4» ! Kallaði Reagan forseta lygara Boston. Morgunblaðið. MIKHAIL Gorbatsjov, fyrrum Sov- étleiðtogi, lagði mikið undir í við- ræðum sínum við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta á leiðtogafund- inum í Reykjavík haustið 1986. Vonbrigði hans að fundinum lokn- um voru slík að á miðstjórnarfundi tíu dögum síðar líkti hann Banda- ríkjastjóm við hóp stigamanna, Reagan við „lygara" og spáði svartnætti milli risaveldanna með þeim orðum „að það að koma á eðlilegum samskiptum milli Sovét- manna og Bandaríkjamanna verð- ur nú verkefni komandi kynslóða"! Dagana eftir leiðtogafundinn, sem haldinn var 11. og 12. októ- ber, ríkti spenna í samskiptum risaveldanna. Bandaríkjamenn ráku 55 sovéska stjórnarerindreka úr landi um miðjan október í fram- haldi af brottvísunum, sem átt höfðu sér stað fyrir leiðtogafund- inn. „Atburðarásin eftir Reykjavík ber því vitni að „vinir“ okkar í Bandaríkjunum hafa ekkert upp- byggilegt fram að færa og gera allt til að eitra andrúmsloftið," sagði Gorbatsjov á miðstjórnar- fundinum, sem haldinn var 22. október. „Að auki koma þeir mjög dónalega fram og hegða sér eins og stigamenn." Lygar og svik Gorbatsjov sagði, samkvæmt leyndarskjali sem nú er komið fram, að Sovétmenn yrðu að sýna „rósemi, en ákveðni" í samskiptum sínum við Bandaríkjamenn: „Mað- ur getur aðeins reynt að ímynda sér hvernig þeir munu umgangast önnur ríki, ef þeir koma með þess- um hætti fram við Sovétríkin." Síðar á fundinum talaði Gorb- atsjov um að afhjúpa þyrfti „lygar þeirra og undirferli" og sýna heim- inum að „Bandaríkjastjóm ber fulla ábyrgð á því að ekki náðist samkomulag í Reykjavík og beitir svikum til að snúa út úr staðreynd- um og afvega- leiða þjóðfé- lagið. Atburð- irnir eftir Reykjavíkur- fundinn sýna að Reagan hef- ur enga stjórn á sínum mönn- um.“ Fundargerð- in frá þessum miðstjórnarfundi birtist fyrir jólin ’í tímariti, sem Woodrow Wilson stofnunin í Was- hington gefur út sem hluta mann- kynssöguverkefnis um kalda stríð- ið. Af lestri fundargerðarinnar er síður en svo hægt að ætla að á næstu tveimur árum myndu risa- veldin ná meiri árangri í samninga- viðræðum, en þau höfðu gert frá því að heimsstyrjöldinni síðari lauk, og Gorbatsjov og Reagan verða hinir mestu mátar. Biturleik- inn, sem lesa má af orðum fundar- manna, gefur fremur til kynna að í vændum hafí verið frostavetur í samskiptum risaveldanna. Miðstjómarfundinn sátu meðal annarra Borís Jeltsín, núverandi forseti Rússlands, Andrej Grómíkó, forseti Sovétríkjanna, og Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Gorbatsjovs, og voru allir viðstadd- ir sammála um það að velgja þyrfti Bandaríkjamönnum undir uggum með áróðri og diplómatískum að- gerðum. Kveðjur í Reykjavík Andrúmsloftið á miðstjórnar- fundinum kallar fram kveðjuorð Gorbatsjovs við Reagan í Reykja- vík: „Við munum ekki sjást aftur." George Shultz, utanríkisráðherra Reagans, kveðst í bók sinni Turm- oil and Triumph, hafa vitað að Sovétleiðtoginn ætti þar aðeins við að ekki yrði af frekari fundum á íslandi. Miðstjórnarfundurinn gef- ur til kynna að meira hafi búið undir þessum orðum Gorbatsjovs. Gorbatsjov Kolbeinn Gíslason. stodtækjafræöingur viö greiningarbúnaöinn. STOÐTÆKNI Gísli Ferdinandsson hf. Lækjargata 4, Reykjavík ■Tímapantanlr í síma 551 4711 Hafnarstræti 88, Akureyrl -Tímapantanir í síma 96 24123 Patrekur Jóhannesson, handboltamaður: „Áður gat ég varla gengið eftir æfíngar og leiki vegna hrikalegra verkja í tánum sem komu vegna brjóskeyðingar í táliöunum. Núna hef ég verið í nær 5 ár með sérsmíðuð innlegg frá Stoðtækni, sem hafa hjálpað mér rosalega mikiö. Ég er laus við verkina og get beitt mér mun betur!" Fjárfesting í betri heilsu og vellíðan!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.