Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Ástarkveðjur og innilegt þakklœti til allra þeirra
er glöddu mig á 75 ára afmœlisdegi mínum.
Ástarkveðjur til ykkar allra.
GuÖmunda Elíasdóttir.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
á hverju fimmtudagskvöldi milli
kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012.
ORATOR, félag laganema.
JEEP GRAND CHEROKEE LTD.
Árg. 1994, ek. 14.000 km.
V8, 5,2 Itr. Leðurinnr.
EINN MEÐ ÖLLU.
Verð 4.800.000,-
NISSAN PATR0L DIESEL 2,8
Turbo. Árg. 1994, ek. 22.000
km. 33” dekk, álfelgur,
upph., vel útbúinn bíll.
Verð 3.900.Ó00,-
<s>
B I LASALAN S K E l F A h
SKEIFGNMI II I 0 8 REYKJAVÍK S ÍMI = 689 555
Pennavinir
FRÁ Ghana skrifar 25
ára stúlka með áhuga á
útivist, bókmenntum,
ferðalögum og tónlist:
Marian Andoh Kes-
son,
P.O. Box 922,
Oguan District,
Ghana.
TVÍTUG Ghanastúlka
með áhuga á kvikmynd-
um, tónlist og dansi:
Jane Quansah,
P.O. Box 124,
Agona Swedru,
Ghana.
EINHLEYP 47 ára ung-
versk kona með áhuga á
sögu, útivist o.fl.:
Marta H. Szendrei,
1027 Budapest,
II. Bem rkp. 33/34,
1.114 Hungary.
SAUTJÁN ára Tanzaníu-
piltur með áhuga á tón-
list, sjónvarpi, póstkort-
um og íþróttum:
Twalib Ramadhan,
c/o Ramadhan M.N.
Dicko,
P.O. box 747 T.T.B.
Ltd.,
Dar-Es-Salaam,
Tanzania.
IDAG
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
Um korta-
farganið
ÞAÐ ER nú svo komið að
fólk er með veskin sín
full af allskonar kortum,
VISA, bankakort, kort
með númeri á bankabók
og fleira. Tapi maður
númeri á reikingi í bönk-
unum og man það ekki
þá fær maður ekki úttekt
á peningunum í bankan-
um. Maðurinn er orðinn
bara númer á nafnskír-
teinum og kennitala er
sett ofar en skímamafn
og persónuskilríki.
Það má hafa um þetta
langt mál, en ég læt þetta
nægja í bili, en krefst þess
að númer og kennitala
verði lögð niður í bönkum,
ríkisstofnunum og að öllu
öðru leyti, og að fólk gefí
í staðinn upp skímamafn
og heimilisfang.
Eggert E. Laxdal,
Hveragerði.
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Karlmannsúr
GRÁTT karlmannsúr
fannst við Langholts-
kirkju í síðustu viku. Upp-
lýsingar í safnaðarheimil-
inu í síma 35750.
Hálsmen
tapaðist
Stórt íslenskt silfurháls-
men með ópalsteini tapað-
ist í eða við Kaffí Reykja-
vík laugardagskvöldið 14.
janúar sl. Skilvís fínnandi
vinsamlega hafí samband
í síma 12035.
Gullhringur
fannst
GULLHRINGUR, sem er
eins og slanga í laginu
með fímm steinum, fannst
neðarlega á Vesturgötu
sl. mánudag. Eigandinn
má vitja hans í síma
630587.
Lyklar fundust
FJÓRIR lyklar, á kippu
fundust í Tómasarhaga sl.
laugardag. Upplýsingar í
síma 21179.
Gæludýr
Norskur
skógarköttur
AF SÉRSTÖKUM ástæð-
um er einstaklega fallegur
norskur skógarköttur í leit
að nýju heimili hjá góðu
fólki. Unplýsingar í síma
10932 eftir kl. 14.
Páfagaukar
ÓSKA eftir páfagaukum,
helst í búri. Upplýsingar
í síma 13633.
Kettlingar
ÁTTA vikna kassavanir
kettlingar fást gefíns.
Upplýsingar á kvöldin í
síma 78422.
/ tilefni af 10 áru ufinxli Samskipta
fræðsla og ráðgjöfsf. bjóðum við 20%
afslátt af nánnskeiðsgjaldi.
Á námskciöinu verður m.a. fjallað um
livcmig forcldrar gcta kennt bömum sínum:
Hugo ÞórÍMon
Sáífræðingur
Wilhelm Xorðfjöró
Að bera ábyrgð Sátfræðingur
Tillitsemi
Að leysa úr ágreiningi þannig
að allir aðilar séu sáttir
Upplýsingar og skráning í síma 56211.12
og 562 66.12 eftir kl. 1S og um lielgar.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
FRIÐRIK Ólafsson hefur
unnið Bobby Fischer tví-
vegis og er eini íslendingur-
Friðriks eru sérlega glæsi-
legar. Sú fyrri, á millisvæða-
mótinu í Portoroz 1958, hef-
ur verið talin með bestu
skákum allra tíma. Hér skul-
um við líta á lok þeirrar síð-
ari, sem var tefld á áskor-
endamótinu í Bled 1959.
Friðrik hefur hvítt og á leik,
en Fischer er með svart.
inn sem lagt hefur ríkjandi
heimsmeistara að velli. Það
gerði Friðrik í Buenos Aires
1980 þegar hann sigraði
Anatólí Karpov.
Það hafa aldrei dugað
nein vettlingatök á Fischer
og báðar vinningsskákir
37. Hal! - Df4+
(Svartur er þvingaður
í tapað endatafl, því
ekki gekk 37. -
Dxal?, 38, Dxg5 og
svartur er óverjandi
mát á g7. 37. - Dd2,
38. Hdl! breytti held-
ur ekki neinu.) 38.
Dxf4 - gxf4, 39. Hfl
- d4, 40. cxd4 -
Kg6, 41. Hxf4 - Bf5,
42. Hf3 - Kxf6, 43.
He3 - Kg5, 44. g3 - Bd3,
45. d5 - Bf5 og Fischer
gafst upp um leið og hann
lék þessum leik.
Friðrik er sextugur í dag
og ámar skákþáttur Morg-
unblaðsins honum heilla í
tilefni dagsins.
Sjá stöðumynd
Farsi
Réttarfars- og
stjórnskipunarnefnd
Sjálfstœðisflokksins "‘^
Breytingar á stjórnarskránni
og kosningalögin
Rabbfundur um breytingar á stjórnarskránni
og kosningalögin, fimmtudaginn 26.
janúar, kl. 20.30 á 1. hæð, sal 1, í
Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Dagskrá:
Breytingar á mannréttindaákvæðum
stjórnarskrárinnar og kosningalögin
- umræður.
Fyrir svörum verða þingmenn
Sjálfstæðisflokksins í viðkomandi
nefndum Alþingis: Geir H. Haarde
og Sólveig Pétursdóttir.
r
Geir H. Haarde
Sólveig Pétursdóttir
Allir velkomnir sem áhuga hafa
á þessum málum.
Stjórnin.
Víkveiji skrifar...
RYGGISHLUTVERK Ríkis-
útvarpsins og þörf fyrir öflug-
an Iangbylgjusendi hefur töluvert
borið á góma undanfama daga.
Nú lítur út fyrir að lóranmastrið
á Gufuskálum fái það hlutverk að
bera langbylgjuloftnet sem mun
bæta hlustunarskilyrði innanlands
og langt út á haf. Víkverji fagnar
þessu og hlakkar til að geta á ný
hlustað á ygömlu Gufuna" hvort
heldur í Isaíjarðardjúpi eða á
Sprengisandi. Víkveiji nýtur góðs
af því að aka á tíu ára gömlum
bil með jafngömlu útvarpi sem
hvorki er með víðómi né segul-
bandi, en hefur langbylgju.
Hins vegar má spyrja hvort
þessi lausn sé fullnægjandi. Flest
nýrri viðtæki í bílum hafa aðeins
FM bylgju og miðbylgju, sama á
við um þorrann af nýrri heimilisút-
vörpum. Er ekki löngu tímabært
að setja sjálfvirkar varaaflstöðvar
við FM útvarps- og sjónvarps-
senda?
xxx
BÍLSÍMAKERFIÐ er mikil-
vægur hlekkur í fjarskiptum
innanlands og við skip á hafí úti,
enda um 20 þúsund farsímar í
landinu. Þegar rafmagnstruflanir
urðu í veðurhamnum á Vestfjörð-
um bárust fréttir af því að farsíma-
kerfíð hafí orðið óvirkt vegna þess
að rafgeymar endurvarpsstöðv-
anna tæmdust. Símtöl í þessu kerfi
eru ekki alveg gefín og varla til
of mikils mælst af farsímanotend-
um að hægt sé að reiða sig á kerf-
ið, þótt rafmagn fari af almenning-
sveitum um lengri eða skemmri
tíma.
xxx
NYLEG frétt hér í blaðinu hef-
ur vakið athygli fólks. Enn
einn skemmtistaðurinn mun taka
til starfa í Lækjargötu innan
skamms. Heitir hann Jazzbarinn
og mun rúma 200 gesti. Þar með
eru veitinga- og skemmtistaðir í
húsunum á hornu Austurstrætis
og Lækjargötu orðnir átta talsins
og hafa leyfi fyrir 1.500 gesti.
Þetta hom er orðið næststærsti
skemmtistaður landsins á eftir
Hótel íslandi.
Vínveitingastöðum í miðborg
Reykjavíkur hefur Qölgað mjög
mikið undanfarin misseri. Teljast
þeir nú vera á áttunda tug og
rúma yfír 16 þúsund gesti. Stjórn
Þróunarfélags Reykjavíkur hefur
fjallað um þetta mál nýverið, sam-
kvæmt grein sem Pétur Svein-
bjamarson framkvæmdastjóri fé-
lagsins skrifar í fréttabréf þess.
Pétur segir í grein sinni að Þróun-
arfélagið fagni fjölgun veitinga-
staða og þeir hafi vakið miðborg-
ina til nýs lífs. En hinu megi ekki
gleyma að svona mikil fjölgun
veitingastaða á jafn litlu svæði
kalli á vandamál sem takast verði
-á við.
Stjórn Þróunarfélagsins hefur
komið þeim sjónarmiðum á fram-
færi að komið verði á kvótareglu
um fjölda og stærð skemmtistaða,
svo jafnvægi ríki á milli verslunar
og íbúðarbyggðar og veitinga-
starfsemi og stærri skemmtistaðir
verði ekki leyfðir nálægt íbúðar-
byggðum. Undir þetta má taka.
XXX
PÉTUR bendir einnig réttilega
á það í grein sinni, að það
gangi ekki lengur að öllum
skemmtistöðum í miðborginni sé
lokað á sama tíma með þeim af-
leiðingum að þúsundir manna hóp-
ist út á götumar á sama tíma með
alkunnum afleiðingum. Þetta er
atriði sem margoft hefur verið
bent á og dómsmálayfirvöld hafa
hummað fram af sér allt of lengi.