Morgunblaðið - 26.01.1995, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 26.01.1995, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGAR Dagsöluverkefni Viljum ráða vant sölufólk, 25 ára og eldra, í áskriftasöfnun á daginn. Góð laun fyrir dug- legt fólk. Þarf að hafa bíl til umráða. Upplýsingar gefur Unnur í síma 587-5380 fimmtudag og föstudag milli kl. 9 og 12 f.h. FRÓDI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Ármúla 18, 108 Reykjavík Sjúkrahúsið Vogur Læknir SÁÁ, Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, auglýsa eftir lækni til afleysingastarfa sem fyrst, til a.m.k. sex mánaða, á sjúkrahúsinu Vogi. Sérfræðimenntun æskileg. Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir, í síma 567-6633. Umsóknir sendist til skrifstofu SÁÁ, Ármúla 20,108 Reykjavík, merktar: „Vogur- læknir". Grafískur hönnuður Öflugt og vaxandi þjónustufyrirtæki á höfuð- borgarsvæðinu óskar að ráða grafískan hönnuð. Um er að ræða fjölbreytt starf í krefjandi umhverfi. Viðkomandi þarf bæði að geta unnið sjálfstætt og með öðrum að margvíslegum skapandi verkefnum. Vinsamlegast sendið umsóknir, merktar: „BK - 1000“, til afgreiðslu Mbl. fyrir 6. febrúar. Laust embætti er Forseti íslands veitir Embætti yfirdýralæknis er laust til umsókn- ar. Samkvæmt 5. gr. laga um dýralækna, nr. 77/1981, gildir skipun yfirdýralæknis lengst til 6 ára í senn. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneyt- inu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir 1. mars 1995. Embættið veitist frá 1. júní 1995. Landbúnaðarráðuneytið, 24. janúar 1995. Veiðistjóraembættið óskar að ráða starfsmann Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfsvettvangur er í Hafnarstræti 97 á Akureyri. Starfið felst meðal annars í útgáfu veiði- korta, tölvuvinnslu veiðiskýrslna og annarra gagna, kynningu á lögum og reglugerðum um veiðar og aðrar nytjar af villtum fuglum og spendýrum á íslandi, svo og almennum samskiptum við veiðimenn um allt land. Einn- ig uppgjör á endurgreiðslum til sveitarfélaga á kostnaðarhlut ríkisins vegna eyðingar refa og minka. Reynsla af tölvuvinnslu (gagnagrunnum) og staðgóð þekking á íslenskri náttúru er skilyrði. Háskólapróf í raungreinum er æskilegt. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist Veiðistjóraembættinu, pósthólf465, 602 Akureyri, fyrir 14. febrúar 1995. RAÐ AUGL YSINGAR 4. Rammaáætlun Evrópusambandsins Landbúnaðar- og fiskveiðiáætlun Almennur kynningarfundur á vegum Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna 27. janúar kl. 15.00-17.00 í Borgartúni 6. Dagskrá fundar: 4. Rammaáætlun Evrópusambandsins: Elísabet M. Andrésdóttir, Rannsóknarráði íslands, kynnir almenn atriði áætlunarinnar. Landbúnaðar- og fiskveiðiáætlun ESB: ★ Grímur Valdimarsson, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. ★ Þorsteinn Tómasson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins. ★ Hörður Jónsson, Rannsóknarráði íslands. Líftækniáætlun ESB: Jakob K. Kristjánsson og Ingileif Jónsdóttir kynna þann hluta líftækniáætlunarinnar, sem tengist landbúnaðar- og fiskveiðiáætluninni. Umræður og fyrirspurnir. Kaffiveitingar í fundarhléi. ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuhúsnæði til leigu Til leigu 145 fm skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í Bankastræti 6. Einnig 200 fm á 3. hæð í Brautarholti 2. Upplýsingar veitir Sigurður Karlsson í síma 5628983 eða fax 5628989. HÚSNÆÐIÍBOÐI Lundur - Svíþjóð Til sölu er kaupleiguréttur að 100 fm íbúð í göngufæri við háskólann og háskólasjúkra- húsið í Lundi. íbúðin er laus fyrir 1. maí nk. Nánari upplýsingar veita Björg og Árni í síma 91-36871. fuOlbraotasxóunn BREIÐHOLTI Snyrtifræðingar Förðunarnámskeið verða haldin í Fjölbrauta- skólanum Breiðholti í febrúar nk. Förðun 1: Grunn-, dag-, brúðar- og kvöldförð- un verður dagana 6., 7. og 8. febrúar. Förðun 2: Tískusýninga- og Ijósmyndaförðun verður dagana 13., 14. og 15. febrúar. Námskeiðin hefjast kl. 18.30 og lýkur kl. 23.00. Kennarar eru Alma Guðmundsdóttir og Kristín Stefánsdóttir. Skráning er á skrifstofu skólans kl. 09.00- 15.00 alla virka daga til 31. janúar nk. í síma 557-5600. Hámarksfjöldi þátttakenda er 14 á hvoru námskeiði. Skólameistari. Tjaldaleiga Kolaportsins 70-100% af rekstri Tjaldaleigu Kolaportsins er til sölu vegna skipulagsbreytinga. Útleiga á samkomutjöldum af ýmsum gerðum og stærðum, stólum, borðum o.fl. fyrir hvers konar samkomuhald. Reksturinn hefur geng- ið mjög vel, enda fyrirtækið með sérstöðu á markaðnum. Ákjósanlegt fyrir duglega menn, er vilja hefja eigin atvinnurekstur eða bæta við sig við- skiptum, sem eru mest á tímabilinu apríl til september. Fjárfesting er tiltölulega lítil. Hagstæð greiðslukjör og aðstoð veitt við að byrja. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Ragnar Tómasson, hdl., Kringlunni 4, s. 682511 og 989-62222. WILO hringrásardælur Kynning á Wilo hringrásardælum, ásamt öðrum lagnavörum, verður í húsakynnum SINDRA, Borgartúni 31, Reykjavík, dagana 25.-26. janúar 1995. Þar munu sölufulltrúar Sindra, ásamt fulltrúa Wilo, vera á staðnum til aðstoðar og veita upplýsingar. Sindri, Borgartúni 31, Reykjavík. ~sr~ SJALFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Garðbæingar Sjálfstæðisfélag Garðabæjar heldur fund um bæjarmálin í tónlistar- stofu Garðaskóla í dag, fimmtudaginn 26. janúar, kl. 20.30. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri, flytur framsöguerindi um fjár- hagsáætlun bæjarins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mæta á fundinn og svara fyrirspurnum. Stjórnin. Fundarboð frá upplýsinganefnd Sjálfstæðis- flokksins Opinn fundur fyrir allt áhugafólk Sjálfstæðisflokksins, í dag, fimmtu- daginn 26. janúar, kl. 20.00 á 1. hæð, sal 2, f Valhöll, Háaleitisbraut 1. Málefni fundarins: Áhersluatriði Sjálfstæðisflokksins í upplýsingamálum fyrir alþingiskosningarnar 1995. Vonumst eftir góðri mætingu á fundinn. Stjórnin. ...blaðib -kjarni málsinsl Sjábu hlutina í víbara samhen§i!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.