Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Samkeppnisstaða ís- _____________AÐSEMPAR GREINAR Samkeppnisstaða og gengisskráning HÉR VERÐUR gerð að umtals- efni athyglisverð grein sem birtist í Morgunblaðinu 30. nóvember sl. eftir Ingólf Arnarson, þar sem hann rakti niðurstöður saman- burðar á íslenskum og norskum fiskvinnslufyrirtækjum á árunum 1988-1992. Verkefnið var unnið fyrir norsku Byggðastofnunina og hagfræðideild Sjávarútvegshá- skólans í Tromso. Yfirburðir norskrar fiskvinnslu Í athuguninni voru bornar sam- an yfir tuttugu lykilstærðir úr rekstrar- og efnahagsreikningi fyrirtækjanna og niðurstaðan var þessi: „I stuttu máli sagt komu íslensk fiskvinnslufyrirtæki verr út í öllum þeim liðum sem athug- aðir voru. Ekki aðeins verr, heldur töluvert miklu verr. Til dæmis sýnir athugunin að framleiðni í íslenskum fískvinnslufyrirtækjum fyrir árin 1988-1992 er að meðal- tali 15% lægri heldur en í norsk- um. Þessi mikli mismunur á fram- leiðni er enn merkilegri þegar þess er gætt að norsk fískvinnslufyrir- tæki á þessu tímabili greiddu hærra verð á hráefniskíló til út- gerðar (fískvinnslan í Noregi fær ekki ríkisstyrki og skekkja því rík- isstyrkir Norðmanna ekki dæmið). Einnig greiddi norsk fískvinnsla á sama tímabili hærri tímalaun til verkamanna en íslensk fyrirtæki." Það er greinilegt að Norðmenn græða lítið á þessari skýrslu. Þeir áttu fyrirfram von á að geta lært eitthvað af íslendingum um það, hvemig bæta mætti rekstur nor- skra fiskvinnslufyrir- tækja en niðurstaðan er þessi: „Fljótt á litið virðist því að Norð- menn geti lítið lært af íslenskri fískvinnslu annað en að þeir þurfí lítið að óttast sam- keppni úr þeirri átt.“ Leitað orsaka Rétt er að taka skýrt fram að hér er ekki vakin athygli á þessum ógnvekjandi niðurstöðum í þeim til- gangi að gera lítið úr okkar fískiðnaði enda er ólíklegt að aðrar atvinnugreinar kæmu betur út úr svona saman- burði. Tilgangurinn er sá að vekja athygli á orsökum lítillar fram- leiðni í íslensku fískvinnslufyrir- tækjunum. Hér var nefnilega ekki aðeins um einfaldan samanburð að ræða, heldur var reynt að finna orsakir lélegrar frammistöðu eða samkeppnisstöðu íslensku fyrir- tækjanna. Skoðaðar voru fjórar hugsanlegar skýringar: 1. Meira er um hringorm í íslensk- um físki en norskum. 2. Lélegri vinnubrögð og meiri frátafír íslenskra starfsmanna en norskra. 3. Mikið lagt í gæði framleiðsl- unnar miðað við þann tekju- auka sem fæst. 4. Stjómvaldsaðgerðir, einkum of há gengisskráning íslensku krónunnar. Auðvitað er að einhverju marki um að ræða samverkandi þætti, en niðurstaðan er engu að síður skýr: „Tilgáta númer fjögur er líklegust þar sem hún skýrir bæði sam- anburð á íslenskri fiskvinnslu og vinnslu annarra þjóða“. Það er eina skýringin á því að Norðmenn geta boðið hærra verð fyrir hráefnið (t.d. Rús- safisk), boðið lægra verð fyrir afurðirnar og borgað hærri laun en Islendingar gera. Þetta kemur engum á óvart sem þekkir til í íslenskum iðnaði sem er eins og flestir vita undir nákvæmlega sömu sök seldur og fiskiðnaðurinn. Á árunum 1987 og 1988 var raun- gengi íslensku krónunnar í toppi. Innlendur kostnaður hafði m.ö.o. hækkað langt umfram kostnað í helstu viðskiptalöndum okkar, mælt í sömu mynt. Erlendur gjald- eyrir var á útsölu. Dæmi: Banda- ríkjadalur var u.þ.b. 44% ódýrari á árinu 1987 en hann er nú. Þýska markið og danska krónan voru um 50% ódyrari en nú og þannig mætti áfram telja. Gjaldeyrir var á útsölu og það er skýringin á því að þrátt fyrir hátt verðlag á fískafurðum erlend- is var taprekstur á fiskvinnslunni. Fiskvinnslan var neydd til að selja framleiðsluna á útsölu. Hún var nefnilega skyldug til að selja á útsöluverði þann gjaldeyri sem hún fékk fyrir sína framleiðslu. Á sama tíma var innlendur sam- batnað segir Sveinn Hannesson, þeim árangri má ekki glutra niður. keppnisiðnaður murkaður niður af innflutningi sem keyptur var er- lendis og greitt fyrir með útsölu- gjaldeyri. Niðurstöður Niðurstöður höfundar um af- leiðingar þessa eru hárréttar: „Viðbrögð fyrirtækja við hárri gengisskráningu eru að minnka innlendan kostnað ... í fiskvinnslu er þetta hvati til að framleiða ódýr- ari pakkningar sem krefjast minni mannafla ... Há gengisskráning mun einnig hvetja til þess að flytja vinnsluna um borð í skipin ... Lítil og sérhæfð fyrirtæki í fískvinnslu geta ekki keppt á alþjóðamörkuð- um og fiskvinnslufyrirtækin verða stærri og heildarframleiðsla sjáv- arafurða beinist í ódýrari pakkn- ingar ... Há gengisskráning leiðir til minnkandi heildartekna af sjáv- arútvegi, minni vinnuaflsþarfar, minni staðir á landsbyggðinni verða ekki samkeppnishæfir með tilsvarandi byggðaröskun og ann- ar útflutningsiðnaður þrífst ekki.“ Hvað er til ráða? Við þessa greiningu er í raun engu að bæta öðru en því að þeir aðilar, þar á meðal forystumenn í sjávarútvegi, sem oft hafa furðað sig á því hversu illa hefur gengið að byggja upp útflutningsiðnað á íslandi ættu endilega að kynna sér þessar niðurstöður. Hringormun- Sveinn Hannesson um hefur sennilega ekkert fækkað eða kaffítímarnir styst en raun- gengi íslensku krónunnar hefur lækkað verulega frá árinu 1988. En það tekur tíma fyrir iðnað, líka fiskiðnað, að ná sér á strik eftir svona áföll. Það gengur mörgum illa að skilja. Samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja hefur batnað. Þessum árangri megum við ekki glutra niður. Kauphækkanir umfram það sem gengur og gerist í nágranna- löndum okkar munu veikja stöðu okkar og raska því jafnvægi sem er forsenda hagvaxtar og atvinnu- uppbyggingar. í hita leiksins sést mönnum yfir þá staðreynd að grundvöllur aukinnar hagsældar er traust atvinnulíf sem býr við hagstæð og stöðug starfsskilyrði. Stöðugleikinn í okkar efnahags- lífí er ótraustur og honum er auð- velt að kollvarpa með óraunhæfum kjarasamningum út á væntanleg- an efnahagsbata. Vonandi verður spornað af fullri einurð gegn því að sá bati sem þegar er orðinn verði ekki eyðilagður í yfírstand- andi kjarasamningum en það er full ástæða til að óttast að slíkt gerist fyrr eða síðar ef virkri sveiflujöfnun verður ekki komið á. Fiskiðnaðurinn á ekki síður en annar iðnaður framtíð sína undir því að þær efnahagssveiflur sem uppruna eiga í sveiflukenndum og stopulum sjávarafla leggi hér alla aðra atvinnustarfsemi í rúst með nokkurra ára millibili. Það verður enginn iðnaður, heldur ekki físk- iðnaður, byggður upp á íslandi nema komið verði í veg fyrir hroðalegar afleiðingar sveiflna í raungengi sem uppruna eiga í góðæri á borð við það sem gekk yfir sjávarútveginn 1986-1987. Það er forgangsverkefni í efna- hagsmálum íslendinga. Höfundur er fmmkvæmdasljóri Samtaka iðnaðarins. Menningarmiðstöð í Kópavogi VIÐ áramót. gefst oft tími til að setjast niður, láta hugann reika. Margir gera upp hug sinn og strengja áramótaheit. Eitt af þeim málum sem hugur minn staldrar við er fyrirhuguð bygging á Menn- ingarmiðstöð í Kópavogi. Stórhuga áform, sem hafa munu mikil áhrif ef vel tekst til. Á síðastliðnu ári var opnað glæsilegt listasafn í Kópavogi, Listasafn Kópavogs — Gerðarsafn, raunverulegt menningarsetur. Ég veit að ég er ekki einn um þá skoð- un að við þann atburð hafí bærinn breytt um blæ, sjálfsvitund hans breyttist í einu vetfangi. Setrið er fallegt, einkum þegar inn er komið og ailt hið menningarlegasta. Það er skemmst frá að segja að húsið og öll sú starfsemi, sem þar hefur átt sér stað frá opnun, hefur vakið at- hygli langt út fyrir bæjarmörkin og aukið hróður bæjarins. Húsið er frá upphafi hugsað fyrir myndlist og hefur heppnast sem slíkt, en hefur að sjálf- sögðu ýmsar takmark- anir fyrir aðrar list- greinar svo sem tón- iist. Þetta er þekkt og á einnig við um mörg önnur hús sömu gerð- ar, t.d. Kjarvalsstaði og nýendur- reist Listasafn ís- lands. Það breytir ekki því að tónlist ómar í öllum þessum húsum, og þar eru úrvals hljóðfæri. Fyrir rúmu ári heyrði ég að til stæði að reisa Menningarm- iðstöð i Kópavogi í hjarta bæjarins, hið næsta Gerðarsafni. Greinar hafa birst í blöðum og undirbún- ingur er hafínn. Þar stendur til að reisa hús yfír nokkrar mjög mikilvægar menning- arstofnanir, sem starfað hafa í Jónas Ingimundarson Vilt þú taka skref inn í framtíðina? Það eru viðurkennd Novell námskeið framundan. Hafðu samband við okkur núna ef þú vilt auka við menntun þína í Novell netkerfum. Þinn er ávinningurinn! Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664 Fyrir framsýni bæjar- stjórnar Kópavogs má nú sjá á drögum að Menningarmiðstöð, seg- ir Jónas Ingimundar- son, að tónlistarsalur er í sjónmáli í hjarta Kópavogs bænum um árabil, tónlistarskóla, bókasafn, myndlistarskóla, nátt- úrugripasafn og sal — tónleikasal — fyrir um 300 manns, sem virð- ist geta orðið mjög góður hvað hljómburð varðar miðað við nauð- synlegar forsendur, svo sem rúm- mál pr. sæti o.fl. Allt verður þetta tengt miðstöð leiðakerfís almenningsvagna á höf- uðborgarsvæðinu. Ekki er ég í aðstöðu til að meta húsnæðisþörf fyrmefndra stofnana, en mér sýn- ast kostimir augljósir að staðsetn- ing þeirra sé í miðjum bænum, enda þjóna þær öllum bæjarbúum, hvar sem þeir búa. Það var samkomusalur hússins, sem varð til þess að athygli mín glaðvaknaði og hjartað í bijósti mér tók kipp. Myndarlegar menn- ingarstöðvar hafa risið án þess að flutningur tónlistar eignist þar skjól frá hönnunarstigi. Ég hef frá 1970 komið fram á um það bil 50 tónleikum á ári, bæði hérlendis og erlendis og veit nákvæmlega um ástand húsnæðis til tónlistarflutnings á íslandi öllu. Þar er ekki af mörgu að státa og fer af þeim sökum viðkvæm fegurð tónanna oftar en ekki framhjá þeim, sem njóta vilja. Margar tón- elskar sálir hafa aldrei upplifað yndi þess að njóta tónlistar við góð skilyrði, vegna fátæktar okkar og fáfræði á nauðsyn húsnæðis með æskilegum ómtíma. Ég nefndi myndlistarhús í upp- hafi greinarinnar. Engum dytti í hug að sýna myndlist í myrkum sal, eða myndir á grúfu á gólfí. Allir vita hvað leikhús er. Mörg glæsihús hafa verið reist af ýmsu tagi, hús fyrir kvikmynd- ir, fyrirlestra, söfn, kirkjur, skólar, pérlur, ráðhús o.m.fl. I þessi hús eru keypt dýrindis hljóðfæri og fyrir velvilja, hjálpsemi og dugnað starfsfólks og áhuga almennings er tónlist flutt í mörgum þeirra. Tónlist þarf hús! Fyrir framsýni bæjarstjómar Kópavogs má nú sjá, á þeim drögum, sem sýnd hafa verið af Menningarmiðstöðinni í Kópavogi, að tónlistarsalur er í sjónmáli á þessum dýrðarstað í hjarta Kópavogs miðlægt á öllu landinu. Margir hafa lagst á eitt við að byggja upp tónlistarlíf í Kópavogi á undanfömum árum. Tónlist við kirkjurnar, Tónlistarskólinn átti merkisafmæli á síðastliðnu ári, áratugastarf skólalúðrasveitarinn- ar og tónlistarkennsla og kórastarf við skólana, nægir að nefna kór- starf Þórunnar Bjömsdóttur í Kársnesi þessu til sönnunar. Engu að síður hefur Kópavogur verið hálfgert „þurrkasvæði“ hvað tón- leikahald varðar, þó þar sé nú að verða breyting á. „Tónlist fyrir alla“ er uppbygg- ingarstarf, sem hefur hlotið frá- bæran hljómgrunn hjá skólum og bæjaryfírvöldum og ég bíð spennt- ur eftir að sjá hverju það skilar eftir svona 10-15 ár. Tónleikasal- urinn verður þá væntanlega löngu kominn, styrk stoð í tónlistarstarf- semi bæjarins, eftirsóttur af öllum, og hægt að hlýða á tónlistarfólk við góð skilyrði í Kópavogi. Höfundur er píanóleikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.