Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 23 Tilvísanakerfi Tilvísanakerfi er brot í heilbrigðis- þjónustunni í FRAMHALDI af fyrirhugaðri upptöku tilvísanakerfis hefur enn á ný vaknað um- ræða um kosti og galla þess að beita tilvísun- um vegna koma til sér- fræðinga. Af umfjöllun í fjölmiðlum virðast tvö meginsjónarmið takast á. Annars vegar full- yrðingar lækna og þá aðallega sérfræðinga um að kerfið feli í sér skerðingu á valfrelsi sem almenningur sætti sig illa við og geti einn- ig haft aukinn kostnað í för með sér. Hins vegar það við- horf heilbrigðisyfirvalda að með þessu fyrirkomulagi sé mögulegt að spara umtalsverðar fjárhæðir. Fá óyggjandi svör virðast þó liggja fyrir um kostnaðarhlið málsins eða hvernig almenningur metur val- frelsi á þessu sviði. Fróðlegt getur verið til að öðlast innsýn í þetta mál að skoða heilbrigðisþjónustuna frá hagfræðilegu og skipulagslegu sjónarhomi. Þau lögmál sem eiga við á venjulegum markaði, segir Olafur Gunnars- son, eiga vart við um heilbrigðisþjónustu. Almennt á það við þegar neyt- andi kaupir vöru eða þjónustu á markaði að hann er best fær um að ákveða kaupin og greiðir síðan fullt verð fyrir vömna eða þjón- ustuna. í stómm dráttum má segja að heilbrigðisþjónusta sé frábrugðin vörum sem seldar eru á markaði að tvennu leyti, í fyrsta lagi hafa neytendur hennar ekki næga þekk- ingu til að taka ákvarðanir um kaup á þjónustunni og því er valið að mestu leyti í höndum lækna. Þann- ig er það ekki sami einstaklingur sem nýtur þjónustunnar og tekur ákvörðun um hvort og hversu mikið af henni skal notað. í öðru lagi greiðir neytandi heilbrigðisþjónustu almennt ekki fullt verð hennar held- ur er það að hluta eða öllu leyti greitt af opinberu fé. Þessi sérstaða gerir það að verkum að þau lögmál sem eiga við á venjulegum markaði eiga vart við um heilbrigðisþjón- ustu. Tilvísanakerfi snýst um það hvert einstaklingur skuli leita fyrst þegar vandamál tengd heilsu gera vart við sig. í ljósi séraðstæðna á „mark- aði“ fyrir heilbrigðisþjónustu verður að skoða valfrelsi á þessu stigi heil- brigðisþjónustu í nokkuð öðm ljósi en almennt gerist. í fyrsta lagi hefur hver einstaklingur oft ekki næga þekkingu til að tengja saman einkenni og sjúkdóm og þar með til hvers konar sérfræðings hann skal leita. í öðm lagi hefur einstakl- ingurinn takmarkaðar forsendur til að meta hæfileika lækna. Litlar og tilviljanakenndar upplýsingar ber- ast til almenning um hæfi lækna og ekki mögulegt að bera lækna saman á raunhæfan hátt á gmnd- velli þessara upplýsinga. í þriðja lagi greiðir einstaklingurinn aðeins hluta kostnaðar vegna komu og því byggir ákvarðanataka hans ekki á raunverulegum kostnaði sem að baki liggur. Menntun lækna hér á landi er góð og eftirlit með störfum þeirra gott. A því sjúklingur að geta treyst því að hver læknir sé hæfur til að sinna þeim læknisverk- um sem hann vill taka að sér. Einn- ig má geta þess að eins og tilvísanakerfið hef- ur verið kynnt getur einstaklingur valið sér heimilislækni og leitað beint til sérfræðings ef greitt er fullt verð fyrir þjónustuna. Þannig er valfrelsi til staðar í því tilvísanakerfi sem til stendur að koma á en það er takmörkunum háð. Til að ná hámarks- nýtingu takmarkaðra fjármuna heilbrigði- skerfisins þarf skipting fjármuna milli aðila innan kerfisins að vera þannig að ávinningur af hverri krónu sé svip- aður alls staðar innan kerfisins. Ef hægt er að færa fjármuni til þann- ig að meira notagildi fáist fyrir krónuna má auka árangur fyrir sömu fjármuni. Ef yfirvöld hafa ekki stjóm á því hvar fjármagnið er nýtt takmarkast möguleikar þeirra til að ná bestu nýtingu fjár- muna. Ef þannig er hægt er að stofna til útgjalda án aðhalds á ein- um stað í kerfinu en strangt aðhald ríkir á öðrum stöðum er ólíklegt að fjármunir verði nýttir á hag- kvæmasta hátt. Líta má á tilvísana- kerfi sem leið til að stýra nýtingu fjármuna heilbrigðiskerfísins á því sviði heilbrigðisþjónustunnar sem hvað erfíðast er að veita aðhald. Með tilvísanakerfí er sjúklingi í fyrstu beint til heimilislæknis sem bæði getur sinnt algengum kvillum og hefur einnig öðlast sérhæfíngu í að beina sjúklingi áfram um heil- brigðiskerfið. Þau verk sem heimil- islæknir tekur að sér kosta almennt minna en ef sérfræðingur vinnur verkið. Þá getur heimilislæknir ef hann er vel upplýstur notað stöðu sína til að stuðla að hagkvæmri nýtingu íjármuna í heilbrigðisgeir- anum. Með tilvísanakerfí fara sam- skipti sjúklinga og heilbrigðiskerfis í ákveðinn farveg og mál hvers sjúklings verða frekar á einni hendi þar sem heimilislæknirinn heldur utan um mál sinna sjúklinga, þetta getur auðveldað yfírsýn yfír mál hvers einstaklings innan heilbrigði- skerfísins. Tilvísanakerfi getur í sumum til- fellum haft í för með sér meiri kostnað og óþægindi en ef kerfíð væri ekki til staðar og geta tilvísan- ir því haft áhrif bæði til aukningar og minnkunar kostnaðar vegna mála einstakra sjúklinga. Hvort já- kvæð eða neikvæð áhrif kerfisins vega þyngra virðist hins vegar óljóst og snúast deilur m.a. um hvort er. Tilvísanakerfi þarf ef það er vel útfært ekki að leiða til verri heil- brigðisþjónustu. Kostnaðarlegur ávinningur af því er hins vegar óljós. Ekki eru heldur ljós viðhorf almennings hvað varðar tilvísana- kerfí og áhrif þess á valfrelsi. Því virðist ekki óraunhæft ef ekki er mögulegt að meta áhrif tilvísana- kerfis á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að taka upp tilvísana- kerfi í ákveðið reynslutímabil og nota þann tíma til að athuga kostn- aðarleg áhrif þess og önnur áhrif eins og á flæði sjúklinga um heil- brigðiskerfið. í upphafi þyrfti þó að meta forsendur t.d. varðandi það hvort heimilislæknar geti annað þessu aukna hlutverki án umtals- verðs viðbótarkostnaðar. Að loknu þessu tímabili væri hægt að meta árangur á sviði sparnaður og kom- ast að því hvort almenningur teldi hann réttlæta þá takmörkun á vali sem kerfið felur í sér. Ólafur Gunnarsson á landsfundarsamþykkt Sj álfstæðisflokksins ÞAÐ ER AÐ sjálfsögðu markmið stjórnvalda í heilbrigðismálum, að gæta aðhalds og spamaðar í rekstri heilbrigðisstofnana. Komið hefur í ljós að hlutfall þjóðartekna sem er fer í þennan málaflokk fer lækk- andi og stöndum við þar betur að vígi, en t.d. frændur okkar á Norð- urlöndum. Það er því farsælt mark- mið að auka gæði fýrir minni til- kostnað. Þá ber að efla öflugt for- varnastarf, sem hefur skilað veru- legum árangri. Allar þjóðir hafa gert sér ljóst að draga þarf úr allri miðstýringu á þessum sviðum og þess í stað að dreifa ábyrgðinni og auka sjálfstæði einstakra stofnana og héraða. Mikilvægt er fyrir hjartasjúklinga, að mati Sigurðar Helgasonar, að hafa beinan aðgang að sérfræðingum. Þvert á framangreindar hug- myndir ganga endurvaktar tillögur um áðumefnt tilvísanakerfi. Af hálfu stjórnvalda er ekkert samráð haft við sjúklinga eða neytendur og ljóst er að tillögumar muni auka miðstýringu og réttur sjúklinga til ákvörðunar stórskertur og gæti slík ákvörðun stórskaðað góðan árarng- ur í heilbrigðismálum. Það vekur ef til vill mesta undmn að þessi ákvörðun gengur þvert á einróma landsfundarsamþykkt Sjálfstæðis- flokksins, sem hafnaði þessu tilvís- anakerfi einróma. Er ekki kunnugt að slíkt hafí gerst áður og vekur hér enn meiri undmn að það skuli gert rétt fyrir kosningar til Alþing- is. Af hálfu heilbrigðisyfirvalda er ekki hægt að sýna frám á neinn beinan sparnað, en þau telja að nýja kerfíð muni leiða til spamaðar miðað við vissar forsendur. Fyrri reynsla um sparnað með tilvísun er þó víti til varnaðar. Mikilvægt að ná sem fyrst til sérfræðings Við íslendingar höf- um náð mjög góðum árangri í heilbrigðis- málum, sem vakið hef- ur mikla og verðskuld- aða athygli um heim allan. Kemur þetta fram í því að við erum í röð fremstu þjóða með hæsta meðalævi bæði karla og kvenna. Þess- um góða árangri má ekki síst þakka að mjög auðvelt hefur verið að fá læknisþjónustu og við höfum greiðan aðgang að sjúkrahúsum og á að skipa frábær- um læknum og hjúkrunarfólki. Þá hafa ný meðöl haft mikil áhrif á þessa farsælu þróun. Viðhorf sjúkl- inga til þess að endurvekja tilvís- anakerfíð vegna sérfræðinga geta verið breytilegar með hliðsjón af þeim sjúkdómi sem er til umfjöllun- ar, en í meginatriðum fara hags- munamál þeirra saman. Skal þetta nánar skýrt. Við hjartasjúklingar sem veikst höfum af hjartasjúkdómum og fengið hjartaáfall erum flest svo lánsöm að ná heilsu okkar aftur, en við þurfum þó stöðugt að taka meðöl og erum undir eftirliti hjarta- sérfræðings, oftast tvisvar til þrisv- ar á ári og flest fara þá samhliða í nokkrar rannsóknir. Algengt er að við þurfum að fá upplýsingar símleiðis er snerta heilsuna svo og lyfseðla og er aldrei greitt fýrir þá þjónustu að því best er vitað. Þá er það mín reynsla og flestra er ég hef rætt við um þessi mál að mjög auðvelt er að ná til hjartalæknisins, sem er mjög mikilvægt. Með hinu nýja tilvísanakerfi ber okkur að leita fyrst til heimilislæknis og fá frá þeim tilvísun til sérfræðings. Hugmyndir að tilvísun gildi vissan tíma eru ruglingslegar. Gera verður ráð fýrir því að þetta sé gert til þess að heimilislæknar neiti um til- vísun, þar sem þeir telja sig vita betur. Getur slíkur réttur verið mjög mis- notaður og verður því að vera fyrir hendi réttur sjúklinga til þess að fá hlutlaust mat lækna, eins og er í gildi á öllum Norðurlöndun- um. Þá vill það gleym- ast að nær ógerlegt er að ná til flestra heim- ilislækna vegna anna. Ég hef um nokkurt skeið ætlað að skipta um heimilislækni og leitað að nýjum. Mér hefur verið vísað á sí- matíma, sem venjulega er hálfur tími á dag, en þrátt fýrir stöðugar tilraunir var árangur eng- inn. Þetta hef ég reynt með sex heimlislækna og aldrei tekist. ósk um að þeir hringi hefur aldrei verið sinnt. Ékkert liggur fyrir að kannað hafi verið, hvort þeir hafí tíma til að sinna umræddum verkefnum. Ofstjórn aldrei til góðs Núverandi heilbrigðisráðherra hefur gengið rösklega fram í mörg- um málum og hefur náð árangri í aðhaldi og sparnaði í rekstri heil- brigðisstofnana. En í þessu máli fer hann offari og er á rangri ■ braut. Við fögnum að sjálfsögðu lækkun kostnaðar á sjúklingum og vegur þar lyfja- og lækniskostnaður miklu. Það ætti þó öllum að vera ljóst að ef sjúklingar eigi fyrst að fara til heimilislækna til þess að fá tilvísun hefur það engan sparnað í för með sér heldur eykur útgjöld og fýrirhöfn. Lögð er áhersla á, að heimilislæknar hafa mjög mikil- vægu hlutverki að gegna og allir munu að sjálfsögðu fara fyrst til þeirra í veikindum og annast þeir flest almenn læknisstörf. Að lokum er lögð áhersla á þá staðreynd að ekkert eftirlit er betra með verðlagi og góðri þjónustu, en neytandinn sjálfur eða sjúklingarnir í þessum tilvikum. Höfundur er form. Landssamtaka hjartasjúklinga. Sigurður Helgason Höfundur er hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.