Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 39 FRÉTTIR Framboðslistar Alþýðubandalags í þremur kjördæmum Boðið fram með óháð- um á tveimur stöðum FRAMBOÐSLISTAR Alþýðubanda- lagsins í þremur kjördæmum hafa verið ákveðnir að undanfömu. í sumum tilvikum býður flokkurinn fram með óháðum frambjóðendum og er til athugunar að listinn á lands- vísu verði undir merkjum Alþýðu- bandalagsins og óháðra. í Norður- landskjördæmi vestra hafa tvö efstu sætin verið ákveðin í forvali. H[jörleifur efstur á Austurlandi Kjördæmis Alþýðubandalagsins á Austurlandi hefur samþykkt ein- róma framboðslista að tillögu upp- stillingarnefndar: 1. Hjörleifur Guttormsson, 2. Þuríð- ur Backman, 3. Guðmundur Beck, 4. Sigurður Ingvarsson, 5. Einar Sol- heim, 6. Anna Björg Björgvinsdóttir, 7. Aðalbjöm Bjömsson, 8. J[ón Halldór Guðmundsson, 9. Ingólfur Öm Amar- son og 10. Þorbjörg Arnórsdóttir. Óháður í 2. sæti á Norðurlandi eystra Framboðslisti Alþýðubandalags- ins á Norðurlandi eystra var ein- róma samþykktur af kjördæmisráði í fyrradag. Árni Steinar Jóhannsson formaður Þjóðarflokksins skipar annað sætið á framboðslistanum og segir Jón Haukur Brynjólfsson framkvæmdastjóri kjördæmisráðs, að væntanlega verði ákveðið í fram- haldi af því að listinn heiti Alþýðu- bandalagið og óháðir og er til at- hugunar að listinn beri það nafn á landsvísu. Þó verður ekki um sam- starf Alþýðubandalagsins og Þjóð- arflokksins að ræða á Norðurlandi eystra heldur kemur Árni Steinar inn á listann sem einstaklingur. Listann skipa: 1. Steingrímur Sigfússon, 2. Árni Steinar Jóhannsson, 3. Sigríður Stef- ánsdóttir, 4. Örlygur Hnefill Jónsson, 5. Svanfríður Halldórsdóttir, 6. Hildur Harðardóttir, 7. Steinþór Hreiðarsson, 8. Margrét Ríkharðsdóttir, 9. Aðal- steinn Baldursson, 10. Jóhanna M. Stefánsdóttir, 11. Kristján E. Hjartar- son og 12. Kristín Hjálmarsdóttir. Svavar, Bryndís og Ögmundur leiða listann í RÍeykjavík Tillaga kjörnefndar að skipan G-listans, lista Alþýðubandalagsins og óháðra í Reykjavík við alþingis- kosningarnar 1995 var samþykkt á fundi kjördæmisráðs Alþýðubanda- lagsfélaganna í Reykjavík sl. þriðju- dagskvöld. Listinn er þannig skip- aður: 1. Svavar Gestsson, alþingsimaður, 2. Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræðing- ur ASÍ, 3. Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, 4. Guðrún Helgadóttir, alþingismaður, 5. Guðrún Siguijóns- dóttir, sjúkraþjálfari, 6. Svanhildur Kaaber, kennari, 7. Björn Grétar Sveinsson, form. Verkam.sambands íslands, 8. Bjöm Guðbrandur Jónsson, umhverfismálaráðgjafi, 9. Linda Ósk Sigurðardóttir, starfsm. Fél. starfsf. í veitingahúsum, 10. Garðar Mýrdal, eðlisfræðingur, 11. Jóhannes Sigur- sveinsson, verkamaður, 12. Rannveig Jóna Hallsdóttir, nemi, 13. Kristinn H. Einarsson, framkv.stj. félagsíbúða iðnnema, 14. Halldóra Kristjánsdóttir, sjúkraliði, 15. Tryggvi Friðjónsson, framkv.stj. Vinnuheimilis Sjálfsbjarg- ar, 16. Stefán Pálsson, menntaskóla- nemi, 17. Kristrún Guðmundsdóttir, kennari, 18. Sigurður Bessason, verkamaður, 19. Helga Steinunn Torfadóttir, tónlistarmaður, 20. Einar Gunnarsson, form. Félags blikksmiða, 21. Unnur Jónsdóttir, leikskólastjóri, 22. Guðmundur M. Kristjánsson, skip- stjóri, 23. Elín Sigurðardóttir, prent- smiður, 24. Percy Stefánsson, forst.m. byggingasjóðs verkamanna, 25. Lilja Guðrún Þorvalsdóttir, leikari, 26. Kristján Thorlacius, kennari, 27. Sig- urrós M. Siguijónsdóttir, form. Sjálfs- bjargar í Reykjavík, 28. Margrét Bjömsdóttir, verkakona, 29. Sjöfn Ingólfsdóttir, form. Starfsm.fél. Rvk., 30. Leifur Guðjónsson, verkamaður, 31. Silja Aðalsteinsdóttir, rithöfundur, 32. Helgi Seljan, félagsmálafulltrúi ÖBÍ og fyrrv. alþingism., 33. Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur og fyrrv. borgarfulltrúi, 34. Kári Arnórs- son, fyrrv. skólastjóri, 35. Kristbjörg Kjeld, leikari, 36. Siguijón Pétursson, trésmiður og fyrrv. borgarfulltrúi. Forval á Norðurlandi vestra Forval um framboðslista Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi vestra var haldið í tveimur umferðum og var það bindandi fýrir tvö efstu sætin. Ragnar Arnalds fékk flest atkvæði í fyrsta sætið og Sigurður Hlöðversson í annað sætið og munu þeir skipa þessi sæti á framboðslist- anum. I þriðja sæti var Anna Krist- ín Gunnarsdóttir og Vaigerður Jak- obsdóttir í fjórða sæti. Kjördæmis- ráð tekur endanlega afstöðu um uppstillingu listans en kjörnefndinni var falið að koma með hugmynd að framboðslista fyrir kjördæmis- þing. STJÓRN ísfirðingafélagsins 1991-1995. Fremri röð f.v. Rann- veig Magnúsdóttir, ritari, Einar S. Einarsson, formaður og Guðfinnur R. Kjartansson, varaformaður. Aftari röð f.v.: Gunn- ar Sigurjónsson, gjaldkeri, Helga Bjarnadóttir, umsjónarmaður Sóltúna, Bjarni Brynjólfsson, ritstjóri Vestanpóstsins og Jóhann- es Jensson, meðstjórnandi. Sólarkaffi og afmælis- hátíð ísfirðingafélags Á ÞESSU ári fagnar ísfirðingafé- lagið 50 ára afmæli sínu, en það var stofnað í Reykjavík 22. apríl 1945. Af því tilefni gengst félagið fyrir sérstakri afmælishátíð sam- hliða sínu árlega sólarkaffi sem haldið verður að Hótel íslandi, föstudagskvöldið 27. janúar nk. Hátíðarræðu kvöldsins flytur Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra. Isfírskir tónlistarmenn verða í aðalhlutverkum: Villi Valli, Bjössi Finnbjarnar og hljómsveit Baldurs Geirmundssonar, auk fjöþdá leynigesta og söngvara. Áður en hátíðardagskráin hefst mun sr. Örn Bárður Jónsson minn- ast atburðanna í Súðavík og flytja samúðarkveðju og flutt verður tón- list. Sala aðgöngumiða að sólarkaff- inu er að Hótel íslandi milli kl. 13-17 alla daga. í tilefni 50 ára afmælis ísfírðinga- félagsins hefur verið gefín út sérstök afmælisútgáfa af félagsriti þess, Vestanpóstinum, 120 bls. að stærð. Ritstjórar hans eru Bjami Brynjólfs- son og Guðfinnur R. Kjartansson. Þá hefur verið hannað sérstakt af- mælis- og auðkennismerki félagsins, en höfundur þess er Kristín Þorkels- dóttir, auglýsingahönnuður og myndlistarkona, kennd við AUK. Formaður ísfírðingafélagsins er Ein- ar Sigurður Einarsson. SKÁK Afmælismót í haust FRIÐRIK Ólafsson er sextugur í dag, 26. janúar, og er afmælis- mót honum til heiðurs fyrirhugað í haust. Það er jafnframt afmælis- mót Skáksambands íslapds sem var stofnað árið 1925. Á mótinu munu tefla fjórtán stórmeistarar og verða væntanlega allir íslensku stórmeistararnir átta þar á meðal. Þá hafa Vassilí Smyslov, fyrrum heimsmeistari, Bandaríkjamaður- inn Robert Byrne, Svetozar Glig- oric frá Júgóslavíu og Hollending- urinn Jan Timman þekkst boð um að vera með, en þeir hafa háð marga hildina við Friðrik á skák- borðinu. Þá er vonast til þess að Daninn Bent Larsen verði á meðal keppenda, en hann er í hugum okkar íslendinga höfuðandstæð- ingur Friðriks. Larsen hefur átt við veikindi að stríða að undan- förnu og óvíst um þátttöku hans en málið skýrist væntanlega þegar hans eigið afmælismót fer fram í Danmörku í vor. Talan verður síðan fyllt með stórmeistara af ungu kynslóðinni, væntanlega Englendingnum Michael Adams eða þá Lettanum Aleksei Shirov. Fyrsti stórmeistari íslands Skipulögð taflmennska hófst ekki á íslandi fyrr en á þessari öld og vorum við öldum og áratug- um á eftir öðrum Evrópuþjóðum. En íslenskir skák- menn voru furðufljót- ir að ná sér á strik og Friðrik vann sjálf- um sér og íslandi sess í hinum alþjóðlega skákheimi með sigri í Hastings um áramót- in 1956—57 og ár- angri sínum á milli- svæðamótinu í Port- oroz 1958. Þá varð hann í 5.-6. sæti ásamt Bobby Fischer og komst í áskor- endakeppni átta manna um réttinn til að skora á heims- meistarann Botvinn- ik. Þetta var ótrúlegur árangur sem bar miklum hæfileikum vitni, enda var Friðrik lengi í hópi bestu skákmanna heims. Hann er afar vinsæll í skákheiminum og var forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE á árunum 1978—82. Friðrik hefur verið skrifstofustjóri Alþing- is um tíu ára skeið og lítið getað sinnt taflmennsku samhliða því starfi. Leiftrandi skákstíll Það er ekki nokkur vafi á því að vinsældir skáklistarinnar á ís- landi má mjög rekja til glæsilegrar taflmennsku Friðriks og æsi- spennandi skáka hans. Hann hefur haft mikil áhrif á yngri skákmenn íslenska sem flestir hafa þaullesið bækur hans þijár. Það er mikill fengur í því að 50 valdar sóknarskákir hans komust á bók árið 1976, þar sem Friðrik á afar auðvelt með að útskýra skák- ir þannig að allir skilji. Undirritaður man til dæmis orðrétt margar leiðbeiningar hans í útvarpi og sjónvarpi á árunum 1972-74. Yngsta kynslóð ís- lenskra skákmanna hefur ekki séð Friðrik tefla á skákmóti þannig að afmælis- mótið verður henni mikill fengur. Við skulum rifja upp tvær skákir Friðriks sem báðar eru tefldar nokkru eftir að skáka- safn hans kom út. Bent Larsen var einn allra bestu skákmanna heims þegar eftirfar- andi skák var tefld. Það er hrika- leg meðferðin sem höfuðandstæð- ingurinn fær. Það var líka alltaf eins og Friðrik ynni Larsen mjög sannfærandi, en þegar hann tap- aði fyrir honum, þá var það ein- hver bölvaður klaufaskapur: Hvítt: Friðrik Ólafsson Svart: Bent Larsen Reykjavík 1978, Aljekinsvörn 1. e4 - Rf6 2. e5 - Rd5 3. d4 - d6 4. Rf3 - g6 5. Bc4 - Rb6 6. Bb3 - Bg7 7. Rg5 - d5 8. 0-0 - Rc6, 9. c3 - Bf5? Lars- en yfirsést milliieikur hvíts í 11. leik og lendir í afar þröngri stöðu í miðtaflinu. 10. g4 - Bxbl? 11. Df3! - 0-0 12. Hxbl - Dd7 13. Bc2 - Rd8 14. Dh3 - li6 Friðrik hefur byggt upp sóknar- stöðu þar sem andstæðingurinn er mótspilslaus og hann gerir sér betur grein fyrir því en flestir aðrir hvað má leyfa sér undir slík- um kringumstæðum. Þarna sést mikilvægi stöðutilfinningar. Tölva gæti ekki leikið næsta leik hvíts. 15. f4!! - hxg5 16. f5 - Re6 17. fxe6 — Dxe6 18. Bxg5 — c5 19. Khl - cxd4 20. cxd4 - Hfc8 21. Bf5! - gxf5 22. gxf5 - Dc6 23. Hgl - Dc2 24. Hbel - Kf8 25. f6 og Larsen gafst upp. Eftirfarandi skák er einstæð að því leyti að þetta er eina skiptið sem íslendingur hefur sigrað ríkj- andi heimsmeistara. Ég hef ávallt haft miklar mætur á þessari skák, ekki bara vegna úrslitanna, heldur sýnir hún einnig vel hornsteinana í styrkleika Friðriks. Henn er ótrú- lega fljótur að reikna og skynja aðalatriði stöðunnar. Er líka salla- rólegur i eigin tímahraki og þegar heimsmeistarinn verður of veið- bráður smellur gildran aftur: Hvítt: Friðrik Ólafsson Svart: Anatólí Karpov Buenos Aires 1980, enski leikur- inn, 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. g3 - c5 4. Rf3 — cxd4 5. Rxd4 — Dc7 6. Dd3 - a6 7. Bg2 - Rc6 8. Rxc6 — dxc6 9. 0-0 — Be7 10. Db3 - e5 11. Be3 - Rd7 12. Rc3 - Rc5 13. Dc2 - Bg4 14. b4 - Rd7 15. b5!? Eftir rólega byijun blæs Friðrik til atlögu, en Karpov reynist vand- anum vaxinn. 15. — 0-0 16. bxc6 — bxc6 17. Habl - Be6 18. Da4 - Hfc8 19. Hfcl - Rc5 20. Dc2 - g6! 21. Re4 - Bf5 22. Bxc5 - Bxc5 23. Hb3 - Be7 24. Hcbl - Hab8 25. h4 - a5 26. Kh2 - Hb4! Á sinn dæmigerða hátt tekst Karpov að valda hvíti hámarksó- þægindum í rólegri stöðubaráttu. 27. a3 - Hxb3 28. Dxb3 - Hd8 29. e3 - Dd7 30. Dc3 - Dc7 31. Hb2! — Hdl? a b c d • I o h Það besta sem svartur átti var 31. — Bxe4 32. Bxe4 — f5 og á þá örlítið betra tafl. Karpov vill meira, enda átti Friðrik aðeins tvær mínútur á næstu níu leiki. En þá teflir hann alveg óaðfínnan- lega. Eftir næsta leik hans verður svartur að gefa peð. 32. c5! - Be6 33. Hb6 - Bd5 34. Dxa5 — Dd7? 35. Da8+ - Kg7 36. Hb7 - De6 37. De8 - Bxe4? Tapar manni, en svarta staðan var töpuð. 38. Bxe4 - Df6 39. Dxe7 - Dxf2+ 40. Bg2 og Karpov gafst upp. Þessa skák er að finna með afar ýtarlegum skýringum í tíma- ritinu Skák, 3. tölublaði 1981. Margeir Pétursson Fríðrik Ólafs- son sextugnr Friðrik Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.