Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 5 Tómas Lupinski 1 á grafinn í snjóflóðinu í Súðavík í sólarhring Morgunblaðið/Þorkell * Eg varð ofsalega hræddur „ÉG HÉLT fyrst að snjóflóðið hefði bara farið yfir okkar hús og næsta hús. En þegar ég sá hvernig hin húsin voru varð ég ofsalega hræddur. Snjóflóð- ið var hræðilegt og ég hef séð í sjónvarpinu hvernig allt er orðið í Súðavík," sagði Tómas Lupinski, tíu ára, frá Súðavík. Hann fannst í snjóflóðarústun- um í Súðavík um sólarhring eftir að snjóflóðið féll á bæinn í síðustu viku. Tómas fluttist frá Póllandi til Súðavíkur fyrir tveimur árum. Hann sagðist hafa búið í útjaðri borgar i Póllandi og því hafi umskiptin ekki verið svo mikil. „En í Póllandi eru engin fjöll. Veturinn getur ver- ið kaldari en hér og á sumrin getur hitinn komist upp í 40 stig,“ sagði hann. Hann sagði að sér hefði líkað vel að búa í Súðavík og ætti marga vini þaðan. Þegar snjóflóðið féll var Tómas í fastasvefni eins og flestir Súðvíkingar. Hann seg- ist lítið ráma í hvað gerðist í kjölfarið. „Ég man samt að mér fannst ég vera með eitthvað í munninum, eins og ég væri að kafna. Ég reyndi að öskra en svo var ég þreyttur og hætti. Ég veit síðan ekki hvað gerð- ist, fyrr en ég fann að einhver hafði stungið einhverju í mig. Ég byijaði að öskra aftur og veifa hendinni. Hún var uppúr snjónum. Ég vissi ekki hvar ég var og spurði björgunarmenn- ina. Þeir sögðu mér að ég væri í Súðavík. En ég var eiginlega að meina hvort ég væri úti eða ekki. Ég hélt kannski að snjór- inn hefðj komist inn i herberg- ið mitt. Ég spurði mennina líka hvort ég ætti að fara í skólann í dag. Snjóflóðið hafði hent mér úr rúminu mínu í vatnsrúm í öðru húsi. Ofan á mér var skáp- ur með fötum, sem hlýjuðu mér fyrst, og þar ofan á var vegg- ur,“ sagði Tómas. Tómas segist ekki vita hvað snjóflóðið hafi borið hann langa leið og hann segist ekki muna eftir að hafa séð eða heyrt neitt. „En mér var ekki kalt. Mér var eiginlega alveg mátulega heitt og vissi ekkert um að ég hafði lent í snjóflóði fyrr en mér var bjargað. En ég var auðvitað bara í náttföt- um og þegar þeir fóru að moka frá mér varð mér kalt. Síðan var farið með mig í frystihúsið og með skipi til Isafjarðar. Ég varð frekar sjóveikur á skipinu og fyrst þegar ég fór að æla ældi ég bréfi. Kannski hefur það verið bréfið sem fór upp í mig þegar mér fannst ég vera að kafna.“ Tómas segir að hann og mamma hans flytji til Reykja- víkur. Hann viti hins vegar ekki hvenær. Hann er enn á sjúkrahúsinu á ísafirði að jafna sig eftir meiðsl sem hann hlaut í spjóflóðinu. Ætla að bjóða fram kristi- legan lista FOLK úr ýmsum kristnum söfnuð- um á íslandi hyggjast bjóða fram lista í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum, sem fyrirhug- aðar eru 8. apríl. Búið er að sækja um listabókstafinn K til dóms- málaráðuneytisins og verður stofnfundur haldinn 4. febrúar, að sögn Árna Björns Guðjónssonar húsgagnasmíðameistara, sem að líkindum mun skipa fyrsta sæti K-listans í í Reykjavík. Árni Björn, sem einkum hefur starfað í Veginum, segist hafa byijað að kynna þá hugmynd hér- lendis árið 1992, eftir búsetu er- lendis, að kristið fólk ætti að hafa meiri áhrif á þjóðmálin. „Guðs vilji á að framkvæmast meðal þjóðar- innar og vilji hans á að ná fram að ganga. Við eigum að búa í kærleikssamfélagi og sleppa þeirri ágirnd sem er ríkjandi," segir hann. „Það er verið að vinna að undir- búningi framboðs í öllum kjör- dæmum sem stendur. Við ætlum að reyna að ná þeim lágmarks- fjölda á lista sem tilskilinn er fyr- ir hvert kjördæmi. Mesta vinnan hefur farið fram hér sunnanlands og komnir menn í efstu sæti í Reykjavík og á Reykjanesi,“ segir Árni Bjöm. Að hans sögn mun séra Guð- mundur Örn Ragnarsson skipa efsta sæti listans í Reykjaneskjör- dæmi. „Svo geri ég ráð fyrir að verða sjálfur í efsta sæti hér í Reykjavík. En það er komið fullt af fólki á lista og verið að biðja fyrir framhaldinu." Veiðileyfagjald og aukin friðun Aðspurður segir Árni Björn stefnuskrá listans koma út í næstu viku. „Við viljum átak í þessum málum á öllum sviðum þjóðfélags- ins. Fyrst og fremst leggjum við áherslu á siðfræði, þá þjóðarátak í atvinnumálum. Einnig viljum við gjörbreyta stefnu í sjávarútvegs- málum sem við teljum óréttláta og taka upp veiðileyfagjald og auka á friðun fiskistofna því við stöndum á tímamótum hvað fram- tíð þeirrar auðlindar varðar. Ennfremur viljum við að fisk- vinnslufyrirtæki breyti um stefnu, að við förum að fullvinna vöruna og skapa miklu meiri verðmæti. Auk þess viljum við sexfalda iðn- framleiðslu á næstu tíu árum og nota þá visku sem felst í gæða- stjórnun í stað pólitískrar henti- stefnu. Við viljum sjá hér ham- ingjuríkt, réttlátt og vel stöndugt þjóðfélag,“ segir Árni Björn að lokum. Ríkisendurskoðun um sjúkrahús úti á landi Sjúklingum mis- munað varð- andi gjaldtöku í SKÝRSLU Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluendurskoðun emb- ættisins hjá sjúkrahúsum Húsa- víkur o g Vestmannaeyja og sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðár- króki kemur fram að sjúklingum hef- ur verið mismunað þegar um er að ræða svokölluð ferliverk, en það er sú læknismeðferð sem sjúklingum er veitt á læknastof- um eða á sjúkra- húsum og krefst ekki innlagnar á sjúkradeild nema í undantekningartil- fellum. Samkvæmt reglugerð ber sjúk- lingum að greiða gjald vegna ferli- verka í samræmi við reglugerð um hlutdeild sjúkra- tryggðra í kostnaði vegna heilbrigðis- þjónustu og gildir þá einu þótt næturdvöl kunni að reynast nauðs.ynleg í einstökum tilfellum. Hluti sjúklings felldur niður í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að reyndin sé sú að sjúkling- um hafi verið mismunað í þessu sambandi. Hluti þeirra sjúklinga sem gangast undir aðgerðir sem flokkast sem ferliverk hafi borið nokkurn kostnað, þ.e. fari læknar eftir settum reglum. Ef á hinn bóginn séu sjúklingar lagðir inn á sjúkrahús í tengsl- um við aðgerðina hafi veruleg brögð verið að því að sjúklingshlutinn sé felldur niður. Ríkið beri þá allan kostn- að af aðgerðinni auk kostnaðar vegna legu sjúkl- ingsins, þar með talinn lyíjakostnað, sem sjúklingur utan spítala ber sjálfur. Samræmingu í rekstri verulega áfátt I skýrslunni seg- ir að svo virðist sem læknum sé nánast í sjálfsvald sett hvorn háttinn þeir hafa á, og að mati Ríkisendurskoðunar sé að þessu leyti verulega áfátt samræmingu í rekstri sjúkrastofnana. Ekkert umræddra þriggja sjúkrahúsa hafi innheimt greiðslur fyrir ferliverk, og eigi þau það jafnframt sameig- inlegt að innlagnir séu nokkuð algengar í tengslum við aðgerðir sem á höfuðborgarsvæðinu væru gerðar utan spítala. Sjúklingum ber að greiða gjald vegna ferliverka. Heimilismatur á Hótel Sögu -einfaldur, íslenskur og gúður! í Skrúði á Hótel Sögu er hefðbundinn íslenskur heimilismatur á boðstólum í hádeginu alla virka daga. Á hverjum degi er í boði aðalréttur með súpu eða eftirrétti fyrir aðeins 930 kr. Komdu í Skrúð og fáðu þér íslenskan og góðan mat. ^ /4' ***,, *******„ fe***s*/> r°g,i fyöt S,^ ^4 <»1 -þín saga!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.