Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
/ S/WMANlP V BÖIP J
o O
FMVMie e-iö
Tommi og Jenni
Ljóska
WHEN I WRITE A PAPER, I
TRH' TO 5H0W THE TEACHER
THAT 5HE HA5 50MEH0W
ENRICHEPAWEXPERIENCE..
Þegar ég skrifa á blað, reyni ég
að sýna kennaranum að hún hef-
ur á einhvern hátt aukið við
reynslu mína...
JJvU iá-/rnty/ttþtficrrv
xvt tcok ifAuuiaift.
Þetta er ritgerðin mín um þessa Enn og aftur, hvað veit ég? Hvern-
asnalegu skólaferð sem við fórum ig get ég skrifað þegar þú ert að
í gær. tala?
BREF
TTL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Bláa litinn
á borgina
Frá Guðrúnu Ingadóttur:
VONANDI eru þeir nú ánægðir sem
kusu konuna Ingibjörgu Sólrúnu og
áhangendur hennar.
Þetta fólk er ekki fyrr komið við
stjórn en gjöldin hækka og um leið
setur það út á stjórn Sjálfstæðis-
flokksins.
Tilkynning um greiðslu fast-
eignagjalda kom í póstkassann hjá
mér í vikunni, „litlar" 63.921 króna,
fyrir litla fjögurra herbergja íbúð
(88,5 fm) ásamt bílskúr. Eða
10.656 kr. á mánuði í hálft ár.
Hvernig á fólk að greiða þetta,
eða hækkar e.t.v. greiðsla til félags-
mála vegna þess að reiknað er með
að fleiri þurfi á þeirri þjónustu að
halda m.t.t. hækkunarinnar?
Engin greiðsla er í júlí en sú síð-
asta í ágúst. Er það svo fólk geti
unnið fyrir henni í júlí ? E.t.v. tekið
sumarfríið í það og þá jafnvel borg-
að eldri skuldir.
Nei, má ég frekar biðja um bláa
litinn fyrir borgina mína eða hve-
nær blómstrar hún betur?
, GUÐRÚNINGADÓTTIR,
Eyjabakka 10, Reykjavík.
Fordómalausa fræðslu
um sljörnuspeki
Frá Ólafi Mogensen:
ARI Trausti Guðmundsson jarð-
fræðingur fullyrti í viðtali í Dags-
ljósi mánudaginn 23. janúar sl., að
ekkert væri til í stjörnuspeki og
varaði fólk við því að taka þessi
fræði alvarlega.
Til upplýsingar má geta þess, að
franskur sálfræðingur og tölfræð-
ingur, Dr. Michael Gauquelin, birti
1973 vísindalegar niðurstöður, sem
sýna marktæk tengsl á milli starfs-
vals 25 þúsund þekktra Evrópubúa
og ákveðinnar staðsetningar Mars,
Júpiter, Satúrnus og tunglsins á
himinhvelfingunni á því augnabliki,
sem þeir fæddust.
Með von um upplýstari og fordó-
malausari umræðu um stjörnuspeki
í framtíðinni.
ÓLAFUR MOGENSEN,
Vesturvallagötu 3, Reykjavík.
Upplýsingar um
Internettengingu
við Morgunblaðið
VEGNA fjölda fyrírspurna
varðandi Internet-tengingv
við Morgunblaðið, skal eftir-
farandi áréttað:
Tenging við heimasíAu
MorgunblaAsins
Til þess að tengjast heima-
síðu Morgunblaðsins, sláið inn
slóðina:
http://www.centrum.is/mbl/
Hér liggja ýmsar almennar
upplýsingar um blaðið, s.s net-
föng starfsmanna, upplýsingar
um hvernig skila á greinum til
blaðsins og helstu símanúmer.
MorgunbiaAIA á Internetinu
Hægt er að nálgast Morgun-
blaðið á Internetinu á tvo
vegu. Annars vegar með því
að tengjast heimasíðu Strengs
hf. beint með því að slá inn
sióðina http://www.streng-
ur.is eða með því að tengjast
heimasíðu blaðsins og velja
Morgunblaðið þaðan.
Þessi þjónusta er endur-
gjaldslaus til 1. febrúar nk.
Sending efnis
Þeir sem óska eftir að senda
efni til blaðsins um Internetið
noti netfangið:
mbl@centrum.is. Mikilvægt er
að lesa vandlega upplýsingar
um frágang sem má finna á
heimasíðu blaðsins. Það trygg-
ir öruggar sendingar og einnig
að efnið rati rétta leið í blaðið.
Senda má greinar, fréttir, aug-
lýsingar og myndir eins og
fram kemur á heimasíðu blaðs-
ins.
Mismunandi tengingar
vlA Internet
Þeir sem hafa Netscape/
Mosaic-tengingu eiga hægt um
vik að tengjast blaðinu. Ein-
ungis þarf að slá inn þá slóð
sem gefin er upp hér að fram-
an.
Þeir sem ekki hafa
Netscape/Mosaic-tengingu
geta nálgast þessar upplýs-
ingar með gopher-forritinu.
Slóðin er einfaldlega slegin inn
eftir að forritið hefur verið
ræst.
Mótöld
Heppilegast er að nota
a.m.k. 14.400 baud-mótald fyr-
ir Netscape/Mosaic tengingar.
Hægt er að nota afkastaminni
mótöld með Gopher-forrtinu.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.