Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNBllAÐIÐ FRÉTTIR Ríkisendurskoðun um ferðalög ríkisstarfsmanna Uppgjör á kostnaði víða ófullnægjandi 500 í bein- þynningar- mælingu RÚMLEGA 500 konur hafa geng- ist undir beinþynningarmælingu á Borgarspítala, á því hálfa ári sem liðið er frá því að nýtt tæki til mælinganna var tekið í notkun á spítalanum. Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir, segir að meirihluti þeirra biðji sjálfar um slíka rannsókn, en aðr- ar komi að læknisráði. Beinþynning er miklu algengari í konum en körlum og verður eink- um eftir tíðahvörf. Gunnar segir að notkun tækisins gefi mikilvæga vísbendingu um hvort ráðleggja beri konum hormónameðferð eftir tíðahvörf, þrátt fyrir að önnur ein- kenni tíðahvarfa séu ekki fyrir hendi. Ný lyf rannsökuð Gunnar sagði að um þessar mundir tæki Borgarspítalinn þátt í rannsókn á annars konar lyijum en hormónalyíjum til að meta árangur þeirra í sambandi við beinþynningu. „Nýja tækið kemur þar að góð- um notum, því með því er auðvelt að fylgjast með árangri meðferð- ar,“ sagði hann. „Niðurstöður þeirra rannsókna fást hins vegar ekki fyrr en að 1-3 árum liðnum.“ UPPGJÖR á kostnaði vegna ferða- laga ríkisstarfsmanna, bæði innanlands og utan, er víða ófull- nægjandi, að mati Ríkisendur- skoðunar. Reglur ríkisins mæla fyrir um að slíkur kostnaður sé gerður upp á sérstökum ferða- reikningi en í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um endurskoðun ríkis- reiknings fyrir 1993 segir að ýmist séu ferðareiknigar ekki gerðir upp, aðeins hluti kostnaðar færðir á þá, úr hömlu dragist að ljúka uppgjöri eða greidd séu útgjöld sem starfs- maður eigi ekki rétt á að fá endur- greidd. Skrásetningu eigna víða ábótavant Ríkisendurskoðun gerir fjöl- margar athugasemdir í sambandi við bókhald og fjárreiður ríkis- stofnana í skýrslu sinni. M.a. er bent á að skrásetningu á eignum stofnana sé í mörgum tilfellum áfátt, kostnaðarreikningar séu ekki áritaðir af til þess bærum aðila áður en þeir eru greiddir, hjá Bókhaldi víða áfátt og* viðvera starfsmanna ekki skráð með stimpilklukku sumum stofnunum þurfi að vanda betur til færslu bókhalds og við- vera starfsfólks hjá mörgum stofn- unum sé ekki skráð með stimpil- klukku þó lög mæli fyrir um að svo skuli gert. Full þörf á að endurskoða launakerfi ríkisins „Hjá ríkinu tíðkast yfirborganir launa í all nokkrum mæli og eru þær útfærðar með ýmsu móti. í ljósi þessa sýnist full þörf á að endurskoða launakerfí ríkisins í því skyni að tengja greiðslur þess- ar með eðlilegum hætti í kjara- samningum eða öðrum lögform- legum kjaraákvörðunum hjá ríkinu og tryggja samræmi. Það kemur fyrir að stofnanir greiði kostnað sem telja verður óviðkomandi rekstri þeirra, eink- um ýmiskonar styrki, gjafír og risnu,“ segir í skýrslu Ríkisendur- skoðunar. Ekki lagður virðisauka- skattur á starfsemi sem er í samkeppni við einkaaðila Þá er gerð athugasemd við að ýmsar stofnanir, sem hafa með höndum starfsemi sem undanþeg- in er virðisaukaskattskyldu, leggja ekki virðisaukaskatt á hliðarstarf- semi sem er í samkeppni við sam- bærilega þjónustu einkaaðila. Er m.a. bent á rekstur mötuneyta fyrir starfsfólk og útselda sér- fræðiþjónustu sem dæmi um það. Þá telur Ríkisendurskoðun að rétt hefði verið að tekjufæra sölu hlutabréfa ríkissjóðs í SR-mjöli hf. á árinu 1994 en ekki á árinu 1993 eins og gert er í ríkisreikningi fyrir það ár. Sjómenn fá vsk. af flotg’öllum ALÞINGI samþykkti við fjár- lagaafgreiðsluna í lok síðasta árs að endurgreiða sjómönn- um virðisaukaskatt af vinnu- flotgöllum. „Þetta hefur verið baráttu- mál víða um land og meðal annars stofnuð baráttufélög eiginkvenna sjómanna til_ að stuðla að þessu,“ sagði Arni Johnsen alþingismaður, en hann lagði fyrir nokkrum árum fram þingsályktunartil- lögu, ásamt öllum þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins, um að fella niður virðisaukaskatt af vinnuflotbúningum sjó- manna. Sanna gildi sitt Vinnuflotgallar kosta um 23-30 þúsund krónur sam- kvæmt upplýsingum úr versl- unum og þar af nemur virðis- aukaskattur um 4.500-5.400 krónúm. Ámi Johnsen sagði að ekki lægi fyrir hvernig end- urgreiðslan færi fram. Að öll- um líkindum yrði það á hönd- um sýslumanna og þar gætu sjómenn framvísað reikning- um og fengið skattinn endur- greiddan. Pl • 1 f' Vigdís til Frakk- lands o g Spánar FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, situr mannrétt- inda- og jafnréttisráðstefnu Evr- ópuráðsins, sem haldin verður í Strassborg í Frakklandi dagana 8.-12. febrúar. Hlutverk forsetans verður að fylgja skýrslu ráðsins um þessi málefni úr hlaði. Þá fer frú Vigdís til Spánar í lok mars, þar sem hún opnar norræna menningarhátíð í Madrid og svokallað íslandstorg í Barcelona. Ræðumaður á jafnréttisráðstefnu Evrópuráðsins Yfirskrift ráðstefnu Evrópuráðsins er „Jafnrétti og lýðræði: Útópía eða aðkallandi verkefni?" Frú Vig- dís verður ræðumaður á ráðstefn- unni, eða „general rapporteur" og fylgir skýrslu ráðstefnunnar úr hlaði. Skýrslan verður meðal ann- ars lögð fram á kvennaráðstefn- unni í Peking í haust. Umfangsmikil norræn menningarhátíð á Spáni Norræna menningarhátíðin er sú umfangsmesta sem haldin hef- ur verið á Spáni, samkvæmt up_p- lýsingum skrifstofu forseta Is- lands. Hátíðin verður opnuð í Madrid og stendur þar dagana 28.-30. mars. Þar verður fjallað ítarlega um menningu og listir Norðurlandanna. Vigdís opnar menningarhátíðina fyrir hönd þjóðhöfðingja Norðurlandanna. Þá fer frú Vigdís einnig til Barc- elona í lok mars og verður við- stödd opnun torgs, sem hlotið hef- ur nafnið íslandstorg, en horn- steinn að torginu var lagður á lýð- veldisafmælinu 17. júní í fyrra. Fjöldi manns um allan heim sendir kveðjur vegna hamfaranna á Súðavík Samúðarkveðj- ur á Internetinu Nota danskar auglýsing- ar á ensku NOKKRA athygli hefur vakið að verslanirnar Vera Moda og Jack & Jones auglýsa útsölur sem nú standa yfir með erlend- um auglýsingum í gluggum verslananna. Að sögn Sigurrósar Hrólfsdóttur, verslunarstjóra Vera Moda á Laugavegi, er skýr- ingin á þessu sú að verslanimar eru hluti af danskri verslana- keðju og koma allar gluggaaug- lýsingar og innkaupapokar sem hér eru notaðir frá höfuðstöðv- unum í Danmörku, en texti aug- lýsinganna er á ensku. Sagðist Sigurrós ekki hafa orðið vör óánægju meðal viðskiptavina verslunarinnar vegna dönsku auglýsinganna. ENN berast samúðarkveðjur vegna snjóflóðsins í Súðavík til landsins. Lára Stefánsdóttir kennslustjóri Kennaraháskóla ís- lands er umsjónarmaður alþjóð- legs póstlista á Intemetinu sem heitir Kidlink (kidfor- um@vml.nodak.edu). Hún var stödd í Brussel þegar snjóflóðið skall á Súðavík og kom heim skömmu síðar. Fánar blöktu hvar- vetna í hálfa stöng og sorgin grúfði yfír landinu. Lára skrifaði stuttan pistil, sem birtist í Kidlink, um hörmungarnar í Súðavík og lýsti þar tilfínningum sínum og landsmanna. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og samúðarkveðjur til Súðvíkinga og annarra lands- manna hófu að streyma til Kidlink. Nemendur Systur Dianne Mollica, IHN, og frú Savino í Skóla hins flekklausa getnaðar, í New Jersey, Bandaríkjunum, sendu alls 22 samúðarbréf. Til dæmis skrifar Susan Smith í 6. bekk: „Kæra Lára, mér þykir mjög leitt að heyra um landið þitt. Kennarinn las bréf- ið þitt og það snerti okkur djúpt. Ég fæ næstum sektarkennd yfir því að fólkið þitt þjáist en við höf- um það gott. Þið eruð í bænum okkar daglega. Þinn vinur, Susan Smith.“ Frá Guatemala skrifar Claudia de Jarquin meðal annars: „Um allan heim er fólk sem þjáist, jafn- vel í landi mínu þjást margir. Ég varð fyrir þeirri slæmu reynslu að missa manninn minn í slysi fyrir tveimur árum. Nú finnst mér að þegar maður missir einhvern þá sé það erfítt og sorglegt og ekki auðvelt að sætta sig við ákvörðun Guðs, en samt ertu á lífí og getur gert eitthvað gott fyrir þá sem einnig lifa og þarfnast þín... Guð blessi þig og landið þitt og varð- veiti ykkur héðan í frá.“ Jane Coffey í Dutcher grunn- skólanum í Turlock í Kaliforníu segir íbúa þar hafa reynt margar ólýsanlegar hörmungar undanfar- in ár, jarðskjálfta, flóð, þurrka og marga skógarelda. Hún skrifar: „Bréfið þitt vakti djúpa samúð og kærleika hjá bömunum í skólan- um. Við skiljum hryggð ykkar, hvernig þetta íþyngir ykkur og við sendum þér og landsmönnum öll- um okkar bestu óskir... Látið okk- ur vita ef við getum hjálpað á ein- hvern hátt.“ Frá Helsinki í Finnlandi skrifar Aarno Ronka: „Ég vil lýsa minni dýpstu samúð með þér og öðrum íslendingum vegna þessara sorg- legu atburða.“ Norma A. Horan í skóla Heil- agrar Agötu í Ohio skrifar: „Gríp- andi frásögn þín af snjóflóðinu frá íslandi kemur einmitt þegar bekþurinn minn er að læra um pólsvæðin. Við höfum dáðst að fegurð snjókomanna og íssins, - sem er svo fjarri okkur í Colum- bus, Ohio - en gleymt því að stundum krefst náttúran grimmi- legra fórna... Bænir okkar eru með ykkur á þessum sorgartímum." Suzie Wetzell skrifar meðal annars: „Ef til vill minnumst við syrgjendanna best með því að læra að meta hvern dag og kærleikann sem fjölskyldan veitir okkur... Ég bið þess að þjáningin verði skammæ fyrir þá sem hafa þjást svo mjög.“ Elanor Ennis skrifar frá Bandaríkjunum: „Engin orð fá breytt þeim harmi sem snjóbyljirn- ir ollu, en ef til vill er það einhver huggun fyrir ykkur að vita að aðrir láta sér annt um ykkur og biðja fyrir ykkur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.