Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Lionskon-
ur leggja
Laufás-
presti lið
KONUR úr Lionsklúbbnum
Ösp á Akureyri heimsóttu
séra Pétur Þórarinsson
sóknarprest í Laufási við
Eyjafjörð og færðu honum
peningagjöf í söfnun sem stað-
ið hefur yfir síðustu daga um
kaup á dráttarvél. Pétur dvel-
ur á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri, en á síðasta ári
missti hann báða fætur af
völdum sjúkdóms sem hrjáð
hefur hann lengi. Sóknar-
presturinn hefur alla tíð haft
ánægju af bústörfum og
stundað þau jafnhliða prest-
skap. Hann lét hafa eftir sér
í viðtali að hann ætti þann
draum að eignast dráttarvél
Morgunblaðið/Rúnar Þór
W JHg.,.
sem hægt væri að stjórna með
höndunum svo hann gæti
áfram tekið þátt í heyskap og
var í kjölfarið efnt til söfnun-
ar til kaupa á slíkri dráttar-
vél. Hefur Pétur síðustu daga
verið að skoða fýsilegar vélar
og var einmitt að skoða gögn
um eina slíka þegar Lionskon-
ur heimsóttu hann á sjúkra-
húsið, en við hlið hans á mynd-
inni er eiginkona hans; Ingi-
björg Siglaugsdóttir. A hinni
myndinni eru Lionskonurnar
Bára Ingjaldsdóttir, Lovísa
Ásgeirsdóttir, Hulda Eggerts-
dóttir og Ingunn Jónsdóttir
að afhenda gjöfina.
Formaður atvinnumálanefndar telur
bjartari tíð framundan í atvinnumálum
Atvinnulífið
er að vakna
GUÐMUNDUR Stefánsson for-
maður atvinnumálanefndar Akur-
eyrar sagði á fundi bæjarstjórnar
í fyrradag það vera ánægjulegt að
svo virtist sem atvinnulífið í bæn-
um væri að vakna. Eftir langt
tímabil stöðnunar væru teikn á
lofti um breytingar og því bæri að
fagna.
Atvinnumál komu til umræðu á
fundi bæjarstjórnar eftir að Ásta
Sigurðardóttir, Framsóknarflokki,
benti á að nauðsynlegt væri fyrir
bæjarfulltrúa að vita hvað væri á
bak við atvinnuleysistölur.
Heimir Ingimarsson, Alþýðu-
bandalagi, sagði það álög að gögn
frá stjómamefnd vinnumiðlunar
bærast ekki bæjarfulltrúum, þannig
hefði það verið kjörtímabil eftir
kjörtímabil, þrátt fyrir umkvartanir.
Ógnvekjandi tölur
Formaður atvinnumálanefndar
sagði að vissulega væri orðrómur
á kreiki í bænum um að fólk á
atvinnuleysisskrá væri í svartri
vinnu eða vildi ekki vinna. Þá
væru sögur um smábamamæður
sem skráðu sig atvinnulausar til
að fá bætur þó svo þær ætluðu
að vera heima um tíma og sinna
börnum sínum. „Þetta hefur allt
verið nefnt í mín eyru, en ég get
ekki dæmt um sannleiksgildið, því
ég þekki svona dæmi ekki,“ sagði
Guðmundur, „en ég tel hins vegar
að þó svo að hinar meintu smá-
barnamæður sem eru á atvinnu-
leysisbótum vildu fara að vinna
fengju þær ekki vinnu. Atvinnu-
leysið er því miður staðreynd. Og
við eram að horfa á ógnvekjandi
háar tölur í því sambandi."
Vonir um bjartari tíð
Nefndi Guðmundur að ef til vill
yrði þar breyting á og nefndi nýleg
atvinnutilboð fisksölufyrirtækj-
anna, Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna og íslenskra sjávaraf-
urða, í tengslum við viðskipti með
afurðir Utgerðarfélags Akur-
eyringa sem dæmi. „Þau gætu
fært okkur veralega úrbót í okkar
atvinnumálum, en það hefur líka
ýmislegt annað verið að gerast
jákvætt í atvinnulífinu," sagði
Guðmundur. Benti hann á nýlegan
samning Samheija og Royal
Greenland um pökkun á rækju í
neytendaumbúðir, sem skapað
gæti tugi starfa í bænum, opinber-
ir aðilar væru að bjóða út ýmis
verkefni, umfangsmiklar hafnar-
framkvæmdir væra í gangi ogþá
hefði tekist samkomulag milli UA
og Krossaness um frystingu á
loðnuafurðum. Einnig hefðu
smærri fyrirtæki flust til bæjarins,
m.a. ígulkerið hf. frá Svalbarðs-
eyri, veiðistjóraembættið hefði ver-
ið flutt frá Reykjavík og tæki til
starfa innan skamms.
-----»■ ♦ ♦-----
Skemmdir
í húsum
vegna leka
Eyjafjarðarsveit.
EFTIR óveðurshvellinn mikla í síð-
ustu viku kom í ljós að allmörg
hús hér í byggðarlaginu stóðust
ekki fyllilega veðrahaminn og hef-
ur snjór náð að smjúga inn á háa-
loft húsanna og hefur síðan verið
að leka niður loft og veggi. Afleið-
ingar hafa orðið þær að málning,
parket og teppi hafa sumstaðar
skemmst.
Þetta hefur komið eigendum
húsanna í opna skjöldu þar sem
ekki hefur áður borið á leka í þeim.
Samkvæmt upplýsingum hjá
tryggingafélögum era slík tjón
ekki bótaskyld þar sem um utanað-
komandi vatn er að ræða. Fjöl-
margar fyrirspurnir hafá borist
tryggingafélögunum um þetta efni
á undanförnum dögum.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Bakkabræður hnýta flugur
ÁHUGAMENN um fluguhnýting-
ar á Akureyri hafa blásið nýju
lífi í fluguhnýtingaklúbbinn
Bakkabræður sem eitt sinn var
öflugur félagskapur um þetta
áhugamál en lagðist svo nánast í
dvala. Klúbburinn var endurvak-
in á dögunum og var strax drifið
í að efna til námskeiðs í flugu-
hnýtingum. Leiðbeindi Ólafur
Ágústsson á Akureyri félögum
sinum á þessu fyrsta námskeiði
og hafa þeir án efa orðið margs
fróðari á eftir. Á myndinni má
sjá hina áhugasömu en listamað-
urinn Guðmundur Ármann er
einn Bakkabræðra og sést fyrir
miðri mynd einbeittur mjög.
* >
Ahnf þess að UA myndi skipta um fisksölufyrirtæki
Bæjarstjórn fær drög
tveggja skýrslna í dag
FRUMDRÖG skýrslna varðandi
áhrif þess að flytja sölu afurða
Utgerðarfélags Akureyringa frá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
yfir til íslenskra sjávarafurða
liggja fyrir í dag. Skýrslurnar era
einu gögnin sem á vantar að mati
bæjarstjórnarmanna til að unnt
verði að taka ákvörðun í ÚA-mál-
inu svokallaða.
Tveir aðilar voru fengnir til að
meta hver áhrifin af slíkum flutn-
ingi verða, Nýsir hf. ráðgjafaþjón-
usta og Andri Teitsson rekstrar-
ráðgjafi. Gert er ráð fyrir að loka-
skýrslur liggi fyrir um næstu
helgi.
Valkostir metnir
Viðræðuhópur bæjarstjómar
Akureyrar hefur rætt við þá sem
sýnt hafa áhuga á hlutabréfum
bæjarins í ÚA. Hópurinn hittist á
fundi í gærkvöld þar sem farið var
yfir stöðuna og valkostir bæjar-
stjórnar í málinu vora ræddir. Sem
kunnugt er hafa íslenskar sjávar-
afurðir lýst yfír vilja til að flytja
höfuðstöðvar sínar til Akureyrar
fái fyrirtækið að selja afurðir ÚA
og SH hefur boðist til að tryggja
allt að 80-100 störf á Akureyri
verði sala afurða ekki flutt frá
Sölumiðstöðinni.
Bæjarráð kemur saman til fund-
ar í dag þar sem málið verður rætt.
Kvennalistinn opnar
kosningaskrifstofu
KVENNALISTINN á Norðurlandi
eystra opnaði kosningaskrifstofu
sína í Gamla Lundi við Eiðsvöll á
Akureyri nýlega og leit fjöldi fólks
inn af því tileftii. Elín Antonsdóttir
bauð gesti velkomna, Danfríður
Skarphéðinsdóttir yfírkosninga-
freyja Kvennalistans og Anna 01-
afsdóttir Bjömsson þingkona fluttu
erindi og Sigrún Stefánsdóttir
sagði frá starfinu framundan.
Kosningaskrifstofan verður
opin alla virka daga frá kl. 15.00
til 18.00. Öll fimmtudagskvöld
verður soðin súpa í Gamla Lundi
og flutt erindi um ýmis málefni,
ferðamál, lífstíl, barnaheill,
kvennaguðfræði og fleira.