Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gubni Ágústsson: Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins í Reykjavík Framboðslisti sam- þykktur umræðulítið Felld tillaga um að heimila framboð GG-lista G-LISTI Alþýðubandalagsins og óháðra var samþykktur umræðulítið á fundi kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsfélaganna í Reykjavík á þriðjudagskvöld. „Ég met það svo að menn séu mjög sáttir við þennan lista. Ef hann er skoðaður er þar ákaflega mikið af fóiki sem starfar fyrir laun- þegahreyfinguna og meira en verið hefur í mörg ár,“ sagði Haukur Már Haraldsson formaður kjördæm- isráðsins. Á framboðslistanum eru Svavar Gestsson alþingismaður í efsta sæti, Bryndís Hlöðversdóttir lögfræðing- ur ASÍ í 2. sæti, Ögmundur Jónas- son formaður BSRB í 3. sæti, Guð- rún Helgadóttir alþingismaður í 4. sæti, Guðrún Sigurjónsdóttir sjúkra- þjálfari í 5. sæti, Svanhildur Kaaber kennari í 6. sæti og Björn Grétar Sveinsson formaður Yprkamanna- sambandsins í 7. sæti. Ögmundur og Svanhildur og fleiri frambjóðend- ur á listanum eru í hópi óflokks- bundinna frambjóðenda sem hafa gengið til liðs við Alþýðubandalagið fyrir alþingiskosningarnar. Fellt að leyfa GG Á fundinum var samþykkt að leyfa Sósíalistafélaginu ekki að bjóða fram sérlista í nafni Alþýðu- bandalagsins undir bókstöfunum GG. Beiðni um slíkt lá fyrir .fund- inum en Haukur sagði að stjórn kjördæmisráðsins hefði fjallað um málið daginn fyrir fundinn og sam- þykkt að Jeggja til að beiðninni yrði hafnað. Á kjördæmisráðsfundinum var tillaga stjómarinnar um að leyfa ekki GG-lista samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn þremur. Sósíalistafélagið, sem á aðild að Alþýðubandalaginu, hefur gagnrýnt mjög hvernig staðið hefur verið að framboðsmálum flokksins í Reykja- vík. Fulltrúi félagsins sagði sig meðal annars úr kjörnefndinni sem undirbjó tillögu um framboðslistann og hefur verið gefið í skyn að félag- ið myndi standa að sérframboði. Þorvaldur Þorvaldsson, einn for- svarsmanna Sósíalistafélagsins, sagði við Morgunblaðið í gær að ekki væri búið að taka ákvörðun um hvort félagið stuðlaði að öðru framboði en G-listans í Reykjavík en það yrði rætt bráðlega. „Okkur finnst það í raun og veru slæm nið- urstaða að verða viðskila við þetta framboð en tillagan um GG-Iista kom til vegna þess að við töldum okkur hafa verið útilokaða frá þátt- töku í framboði Alþýðubandalagsins frá upphafi," sagði Þorvaldur. ■ Framboðslisti/39 Fréttabréf Samvinnubréfa Landsbankans um kjaramálin Svigrúm til 3-4% hækkunar hvort árið 1995 og 1996 „í AÐILDARRÍKJUM OECD er reiknað með að almenn laun í einka- geiranum hækki að meðaltali um 3,4% á þessu ári og 4% á því næsta. Lítill munur er á launabreytingum milli landa. Þær eru undantekning- arlítið á bilinu 2-4% á ári þessi tvö ár,“ segir í forsíðugrein í nýjasta fréttabréfi Samvinnubréfa Lands- bankans, þar sem fjallað er um efna- hagsbatann og hvaða svigrúm sé til launahækkana. í greininni er bent á að spáð sé að hagvöxtur verði að meðaltali um 3% hvort árið 1995 og 1996 í löndum OECD. Verðbólgan sé talin verða um 2>/2%. í þessu felist að kaupmátt- ur muni aukast um 1-1 'h% á þessu ári og einnig á því næsta. Greinarhöfundur segir að efri mörk almennra launabreytinga á íslandi liggi á bilinu 3-4% á ári næstu tvö árin. Hagvaxtarhorfur séu ívið lakari hér á landi en að jafnaði í aðildarríkjum OECD en spáð er 2,1% hagvexti á íslandi á þessu ári og nokkru minni vexti 1996 borið saman við um 3% vöxt að meðaltali í OECD. „Kjarasamningar sem fælu í sér allt að 3-4% hækkun launa hvort árið 1995 og 1996 samrýmdust sennilega markmiðunum um áfram- haldandi stöðugleika og minnkandi atvinnuleysi. Jafnframt færðu þeir Iaunafólki meiri kaupmátt. Þessi nið- urstaða leiddi líklega til svipaðrar hagþróunar hér á landi og í nálægum löndum," segir í geininni. Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands Kvöldnámskeið fyrir almenning Ástráður Eysteinsson Endurmenntunar- stofnun Háskóla íslands heldur á hveiju ári ýmis námskeið, sem ætluð eru almenn- ingi. Árið 1990 hófst samstarf Endurmennt- unarstofnunar og heim- spekideildar Háskólans um menningarnámskeið. Fjögurra manna nefnd á vegum heimspekideildar sér um að skipuleggja námskeiðin og á Ástráður Eysteinsson, prófessor, sæti í nefndinni. Hann var inntur eftir því hvaða námskeið væru í boði hjá stofnuninni. „Námskeiðin eru afar ljölbreytt og fjalla um menningu ýmissa landa, myndlist, kvikmyndir, bók- menntir, heimspeki, sagnfræði, tónlist, trúfræðileg málefni, heimsmynd vísindanna og svo mætti lengi telja. Frá hausti 1990 hafa verið haldin 8-12 námskeið á hveiju misseri og eru tungumálanámskeið þar meðtalin, en af þeim hafa nám- skeið í ítölsku verið einna vinsæl- ust.“ Hvers vegna heldur Háskóli íslands slík námskeið fyrir al- menning? „Háskólanum ber ekki aðeins skylda til að annast kennslu og rannsóknir á akademíska svið- inu, heldur einnig að bjóða al- menningi fræðslu. Þessi nám- skeið eru því opin öllum og ekki er gerð nein krafa um fræðilega undirstöðu þeirra sem þau sækja. Við leggjum hins vegar mikla áherslu á að leiðbeinendur á námskeiðunum leggi metnað sinn í að gera þau sem best úr garði. Sumir telja að námskeið á vegum Háskólanum hljóti að vera flókin, en svo er alls ekki. Leiðbeinendurnir eru kunnáttu- menn á sínu sviði, en leggja áherslu á að veita almennan fróðleik á aðgengilegan hátt. Þessi námskeið eru ekki aðeins fróðleg fyrir almenning, því há- skólamenn hafa einnig gott af að taka fræðigrein sína öðrum tökum en þeir gera við kennslu á háskólastigi. Á námskeiðunum eru gerðar aðrar kröfur en í akademísku námi og þátttak- endur þurfa ekki að standast próf að þeim Ioknum.“ Hvaða fólk sækir námskeiðin? „Hingað kemur fólk af báðum kynjum, á öllum aldri og af ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Hins vegar er mín reynsla sú að konur eru í meirihluta, hver sem skýringin á því kann að vera.“ Eru einhver nám- skeið öðrum vinsælli? „Það er óhætt að segja að námskeið Jóns Böðvarssonar, sem haldin eru í samvinnu við Tómstunda- skólann, hafí slegið í gegn, en í þeim fjallar hann um íslenskar fornbókmenntir. í vetur heldur hann námskeið um Hávamál, Völsungasögu og hetjukvæði. Annars hefur aðsókn iðulega verið mjög góð á bókmennta- námskeið og námskeið um tón- list og myndlist. Til dæmis hafa verið haldin námskeið um spænskar bókmenntir, skáldverk Halldórs Laxness og um kyn- ferði og skáldskap, tónlistarná- mskeið um Mozart og um óperu- tónlist og myndlistarnámskeiðin ►Ástráður Eysteinsson, pró- fessor í almennri bókmennta- fræði við Háskóla Islands, fæddist 7. maí árið 1957 á Akranesi. Hann lauk stúdents- prófi frá MH árið 1976, BA- prófi i þýsku og ensku frá HÍ árið 1979 og MA-prófi í bók- mennta- og þýðingafræði frá University of Warwick í Eng- landi árið 1981. Ástráður lauk doktorsprófi í bókmennta- fræði frá University of Iowa í Bandaríkjunum árið 1987 , en stundaði einnig framhalds- nám í þýskum, enskum og norrænum bókmenntum við Kölnarháskóla í Þýskalandi 1980-1982. Hann hefur stund- að kennslu frá 1977, starfað í ýmsum nefndum er varða há- skólamál, bókmenntir og menningu, unnið að þýðingum og ritað fræðigreinar. spanna einnig mjög vítt svið, til dæmis hafa verið sérstök nám- skeið um impressjónisma og um túlkun og tjáningu tilfínninga í myndlist.“ Hefur aðsókn á námskeiðin að einhverju leyti komið ykkur á óvart? „Yfirleitt er aðsókn góð, þrátt fyrir að sum viðfangsefnin geti virst fremur afmörkuð við fyrstu sýn. Það á til dæmis við um námskeið sem fjalla um ákveðin svið heimspeki og hugmynda- sögu. Það er greinilega mikill áhugi á heimsþeki, meiri en okk- ur grunaði. Á hinn bóginn má segja að við höfum orðið undr- andi þegar í ljós kom að sagn- fræðin á dálítið á brattann að sækja. Sem dæmi um það má nefna, að við urðum að fella nið- ur námskeið um sögu Alþingis. Oft hefur verið haft á orði að þjóðin hafi mjög mik- inn áhuga á sögu, en lítinn á heimspeki, en þátttaka í námskeið- unum hjá okkur af- sannar þá kenningu. Nú á vormisseri bjóðum við nám- skeið um heimspeki Nietzsches, en af öðrum námskeiðum, sem framundan eru, má nefna „Heim óperunnar og söngstjörnur“, „Kvikmyndahöfunda nútímans“, „Hátíðir og merkisdaga um árs- ins hring“ og „Afríku-land og sögu“. Hve löng eru námskeiðin? „Námskeiðin standa í 6-10 vik- ur, en kennt er eitt kvöld í viku. Námskeiðsgjald er mishátt, en sem dæmi má nefna að tíu vikna námskeið um evrópska skáld- sagnalist frá 16. öld til sam- tímans kostar 8.800 krónur.“ Aðgengilegur og almennur fróðleikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.