Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 37 Morgunblaðið/Jófríður Guðjónsdóttir * Morgunblaðið/Dröfn Guðmundsdóttir ÞARNA má sjá íslendingana, 11 ára og yngri, í fyrsta og þriðja sæti, Haraldur VERÐLAUNAHAFAR í flokki 14 til 15 ára. íslendingarnir í 3. og 4. sæti, Ses- Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magnúsdóttir í fyrsta sæti og þeim á vinstri hönd selja Sigurðardóttir og Brynjar Örn Þorleifsson og Elíasabet Sif Haraldsdóttir eru Ragnheiður Eiríksdóttir og Gunnar Hrafn Gunnarsson, sem lentu í 3. sæti. og Sigursteinn Stefánsson í fjórða sæti. Ævintýralegnr árangur í ævin- týralegri ferð Morgunblaðið/Dröfn Guðmundsdóttir ÍSLENSKU þátttakendurnir ásamt Brynjari M. Valdimarssyni formanni Sambands íslenskra áhugadansara og Hermanni Ragnari Stefánssyni danskennara, sem var dómari í keppninni. Frá vinstri Hermann Ragnar Stefánsson, Brynjar M. Valdimarsson, Erla Eyþórsdóttir, Arni Eyþórs- son, Kolbrún Ýr Jónsdóttir, Laufey K. Einarsdóttir, Hafsteinn Jónasson, Berlind Ingvarsdóttir, Benedikt Einarsson, Sesselja Sigurðardóttir, Brynjar Örn Þorleifsson, Anna Björk Jónsdóttir, Gunnar Már Sverrisson, Elísabet Sif Haraldsdóttir og Sigursteinn Stefánsson. Þau sem krjúpa á gólfinu í fremri röð eru: Ragnheiður Eiríksdóttir, Gunnar Hrafn Gunnarsson og norðurlanda- meistararnir Sigrún Ýr Magnúsdóttir og Haraldur Anton Skúlason. DANS Ó ðin s vé í Danmörku NORÐURLANDA- MEISTARAMÓT í DANSI Þátttakendur voru 9 íslenzk keppnispör HÚN VAR ævintýraleg ferð ís- lenskra dansarar héldu í til að keppa í Norðurlandameistaramóti nú á dögunum. Keppnin fór fram í Odense í Danmörku, heimabæ hins heimskunna ævintýraskálds H.C. Andersens. Alls fóru níu keppnispör frá Islandi ásamt fylgd- arliði foreldra og aðstandenda keppenda, en með í för var einnig formaður íslenska áhugamannafé- lagsins, Brynjar M. Valdimarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem íslend- ingar taka þátt í Norðurlanda- meistarmótinu í dansi, sem er mjög skemmtileg tilbreyting í frónsku dansflóruna og er það mín skoðun að tengslin við Norðulöndin mætti efla og styrkja enn frekar, öllum til ánægju og yndisauka og síðast en ekki síst til að víkka út sjóndeild- arhringinn hér á 66° norðlægrar breiddar. Einhver glæsilegasta keppnin Keppnin var haldin laugardag- inn 12. desember sl. og var ákaf- lega glæsileg í alla staði. Að sögn Hermanns Ragnars Stefánssonar, sem fór til Odense sem dómari, var setningarathöfn keppninnar ein- hver sú glæsilegasta sem hann hefur séð. Byrjað var á að tendra flugelda á miðju gólfinu og svo komu allar ævintýrahetjurnar sem við höfum öll lesið um þrammandi inná gólfið, þarna var hægt að sjá fremst í flokki prinsessuna á baun- inni, Óla lokbrá, stígvélaða köttinn, Þyrnirós og nær allar þær ævin- týrapersónur sem nöfnum tjáir að nefna. Öllum þeim sem blaðamaður ræddi við bar saman um það að setningin hafi verið ákaflega menn- ingarleg og falleg skrautsýning. Yngstu keppendurnir hófu keppni Það voru svo yngstu keppend- urnir sem byijuðu keppnina og svo komu hinir aldurshóparnir koll af kolli, en í öllum flokkum voru döns- uð undanúrslit fyrst. Það er alveg óhætt að segja að íslensku pörun- um hafí gengið frábærlega vel og í þremur yngstu flokkunum komust bæði íslensku pörin í úrslit. En í hveijum aldursflokki mega einung- is vera tvö keppnispör frá hveiju landi. Þessum árangri náði ekkert hinna Norðurlandanna, nema Dan- mörk. Einnig áttu íslendingar full- trúa í úrslitum í flokki áhugamanna 18 ára og eldri. Spennan magnaðist hægt og hægt er nær dró úrslitunum og nú var um að gera að sýna sitt besta, sem íslensku pörin gerðu svo sann- arlega. Arangurinn lét heldur ekki á sér standa, því í fyrsta flokknum sem úrslit voru tilkynnt, flokki 12 ára og yngri, í eignuðust íslending- ar sína fyrstu Norðurlandameistara í dansi, þau Harald Anton Skúlason og Sigrúnu Ýr Magnúsdóttur, en þar með var ekki öll sagan sögðu heldur áttum við einnig parið sem lenti í 3. sætinu í þessum flokki NÝLEGA hélt Samband ís- lenskra áhugadansara (SÍÁ) op- inn fund í Templarahöllinni, þar sem ræða átti væntanlegan und- irbúning að inngöngu félagsins í íþróttasamband íslands (ISÍ). Nú eru 3 ár liðin síðan ÍSÍ viður- kenndi dansinn sem íþrótt og síðan hefur nokkuð verið unnið í því að koma SÍÁ inn í samband- ið, m.a. hafa verið stofnaðir dansklúbbar í nær öllum dans- skólum á höfuðborgarsvæðinu. en það voru þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríks- dóttir. Áfram var svo haldið með verðlaunaafhendinguna. í flokki 13-14 komust Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir í 3. sæti og Hafsteinn Jónasson og Laufey Karítas Einarsdóttir í það 5. sem er svo sannarlega stórkostlegur árangur en í þessum flokki voru sigurvegararnir danskir. í flokki 15-16 ára áttum við pör í 3. og 4. sæti, í því 3. voru Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurðar- dóttir og í því 4. voru Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Haralds- dóttir, þetta er einnig glæsilegur Á fundinn mættu fjölmargir áhugamenn um dans, bæði leikir og lærðir svo og framkvæmda- stjóri ÍSÍ, Sigurður Magnússon, sem skýrði fyrir fundarmönnum uppbyggingu og skipulagsþætti ÍSI. Formaður SÍÁ, Brynjar M. Valdimarsson, rakti einnig sögu félagsins og þann góða árangur sem íslenskir dansarar hafa náð á erlendum sem innlendum vett- vangi. árangur svo ekki verði meira sagt, en í þessu flokki komu sigurvegar- arnir frá frændríki og vinaþjóð okkar Noregi. í flokki áhugamanna 19 ára og eldri áttum við eitt par í úrslitum og höfnuðu þau í 5. sæti, en það voru þau Gunnar Már Sverrisson og Anna Björk Jónsdótt- ir. Árangur framar vonum í samtali við blaðamann sagði Brynjar M. Valdimarsson, formað- ur íslenska dansáhugamannafé- lagsins að árangur íslensku par- anna væri framar öllum vonum og hann væri tiltölulega nýkominn Fundarmenn höfðu greini- lega mikinn áhuga á að ganga í ISÍ, en skoðanir voru skiptar um með hvaða hætti ætti að standa að því. Ákveðið var að skipa í nefnd til að fá ýmis at- riði á hreint, sem mönnum þóttu enn of óljós.Fundarmenn voru flestir sammála um það að sam- stöðu um þetta mál þyrfti að ná, bæði meðal leikra og lærðra, aðeins með því móti myndi þetta verða dansinum heillaspor. ofan úr 7. himni. Hann sagði einn- ig að það væri ljóst að við værum komin á hæla hinna Norðurland- anna og værum fyllilega sam- keppnisfær við þau, þá sérstaklega í yngri flokkunum. Þegar heildarárangur íslensku paranna er tekinn þá kemur í ljós að við erum í þriðja sæti á eftir Dönum og Finnum, en erum búin að skjóta bæði Svíum og Norðu- mönnum ref fyrir rass. Af þeim níu pörum sem mættu til keppni héðan komust sjö í úrslit, sem verð- ur að teljast sérlega góður árangur. Að sögn Brynjars er undirbún- ingur fyrir Norðurlandameistara- mótið á næsta ári kominn á fullt skrið, en það verður haldið í Finn- landi. Einnig er byijað að undirbúa Norðurlandmeistaramótið sem halda á hér á landi 1996. „Við megum svo sannarlega vera stollt af þessum glæsilega hóp sem fór til Odense, ekki einungis vegna árangursins, sem er frábær, heldur einnig vegna þess hve þau er kurt- eis og koma vel fyrir í alla staði. Þau voru eins og ákaflega sam- stilltur og skemmtilegur systkina- hópur, aldrei óánægja, þó að á ýmsu hafi gengið. Eg hef unnið mikið með börnum, en svona skemmtilegum hóp hef ég aldrei kynnst.“ sagði Biynjar að lokum. Jóhann Gunnar Amarsson Dansinn á leið inn í ÍSÍ ______BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Suðurlandsmótið í sveitakeppni MÓTIÐj sem jafnframt er undan- keppni Islandsmóts, var spilað dag- ana 21. og 22. janúar sl. í Sólvalla- skóla á Selfossi. Ellefu sveitir tóku þátt í mótinu og keppnisstjóri var Sveinn Rúnar Eiríksson. Sveit ís- landsbanka Selfossi varð öruggur sigurvegari mótsins og í sveitinni spiluðu Stefán Jóhannsson, Ingi Agnarsson, Karl 0. Garðarsson og Kjartan M. Ásmundsson. Efstu þijú sætin í mótinu gefa rétt til spila- mennsku í undanúrslitum íslands- mótsins í sveitakeppni sem spilað verður dagana 17.-19. mars nk. Röð-efstu sveita: íslandsbanki Selfossi 207 HPkökugerð 189 Auðunn Hermannsson 181 Austan6 180 Steinberg Ríkharðsson 180 Byggingarvörur Steinars hf. 180 Aðalsveitakeppni Bridsfélags Selfoss og nágrennis Nú stendur yfir aðalsveitakeppni félagsins, sjö sveitir spila í mótinu. Spilaðir eru 32 spila leikir milli sveita og staðan að loknum tveimur umferðum er þessi: HP kökugerð 39 Bergsteinn Arason 38 Auðunn Hermannsson 35 Garðar & Guðmundur 30 Aðrar sveitir hafa færri stig. Þriðja umferð verður spiluð í kvöld. Að lokum minnum við á að laugar- daginn 4. febrúar nk. förum við til Hafnarfjarðar og spilum þar í ár- legri bæjarkeppni félaganna. Bridsfélag SÁÁ Þriðjudaginn 17. janúarvarspilað- ur einskvölds tölvureiknaður Mitchel! tvímenningur með forgefnum spilum. 18 pör spiluðu 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör í sitt hvorri átt voru: N/S Einar Pétursson - Guðmundur Þórðarson 262 Sigmundur Hjálmarss. - Hjálmar Hjálmarss. - 261 Sigurður Þorgeirsson - Ámi Guðbjörnsson 238 A/V Magnús Sverrisson - Gulaugur Sveinsson 255 Guðni Kolbeinsson - Magnús Torfason 233 Þórir Flosason - Vilhjálmur Sigurðsson 233 Þriðjudaginn 31. janúar og 7. febr- úar verða spilaðir eins kvölds tölvu- reiknaðir Mitchell tvímenningar með forgefnum spilum og veitt verða sér- stök verðlaun fyrir bestan saman- lagðan árangur úr tveimur kvöldum. Spilað er í Ármúla 17a og er spilað öll þriðjudagskvöld kl. 19.30. Góð þátttaka hjá Bridsfélagi Suðurnesja Mjög góð þátttaka er í aðalsveita- keppni félagsins. Spilaðir eru 20 spila leikir og að loknum þremur umferðum eru þrjár sveitir efstar og jafnar. Staðan: Gunnar Siguijónsson *61 Gunnar Guðbjömsson 61 Karl Hermannsson 61 Grindavíkursveitin 54 Garðar Garðarsson 51 Spilað verður nk. mánudagskvöld klukkan 19.45 í Hótel Kristínu í Njarð- víkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.