Morgunblaðið - 04.03.1995, Page 47

Morgunblaðið - 04.03.1995, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARZ 1995 47 MINNINGAR BJÖRN JÓNSSON ÁSGRÍMUR STEFÁN BJÖRNSSON + Björn Jónsson var fæddur á Sauðárkróki 21. maí 1920. Hann lést í Kanada 19. febrúar síðastliðinn. Hann var til grafar borinn í Swan River hinn 23. febrúar sl. ÍSLENDINGAR í útlöndum eru fljót- ir að leita hver annan uppi og halda einatt hópinn. Þegar við komum til Winnipeg haustið 1992 til tímabund- innar dvalar höfðum við ekki verið þar lengi þegar Björn Jónsson lækn- ir í Swan River hafði samband við okkur en kynnti sig þó bara sem Bjössa bomm. Þótt hann byggi býsna langt frá Winnipeg lét hann sig ekki muna um að skreppa í bæinn öðru hvoru, einkum þegar eitthvað var um að vera á vegum íslenskudeildar háskólans. Þá orti hann vísur af kappi undir stýri. Eiginlega bauð Bjössi sér sjálfur í mat til okkar í einni ferðinni til Winnipeg og varð það upphaf góðrar vináttu. Hann var svo hrifinn af íslengku kjötbollunum sem hann fékk að það varð venja að hafa kjötbollur á borðum þegar hann var á ferð. Hann fór ekki með veggjum, hár, grannur og kvikur í hreyfingum, ákafamaður við hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur. Enginn komst hjá hlutdeild í hugðarefnum hans, stjarnvísitúlkunum á Eddu eða litrík- um Skagfirðingum fyrri alda. Um hitt var þó meira vert, að hann naut þess að umgangast fólk og veitti óspart af lífsreynslu sinni, fjöiskrúð- ugri þekkingu og hlýju viðmóti. Þennan vetur áttum við von á þriðja barninu. Bjössi var þraut- reyndur læknir og hafði tekið á móti óteljandi börnum, enda var eins og hann vissi nákvæmlega um hvað þungaðar konur vildu helst ræða og fræðast. Hann var fljótur að ná vin- áttu barna okkar og sendi þeim reglulega barnasíður þeirra íslensku blaða sem honum áskotnuðust, kort með skringilegum vísum frumsömd- um og gaf þeim viðurnefni sem þeim þótti upphefð að. Bjössi gat verið smástríðinn, en stríðnin var græsku- laus, í ætt við viðmótið sem honum fylgdi, glaðværa bjartsýni, fjarri öll- um barlómi og kvörtunum. Þegar hann sótti okkur heim í fyrsta skipti var þijátíu stiga gaddur. Hann var hálftíma að leita að húsinu, ekkert allt of vel klæddur, fann að lokum síma og hringdi. Þegar við skutumst út í frostið að finna hann stóð hann undir götuskiltinu, hló glaðlega og sagði að það væri vonlaust að finna þetta. Stjarnvísirannsóknir þær sem hann er þekktur fyrir eru ekki í al- faraleið norrænna fræða og áhugi fræðimanna eitthvað eftir því. Um það kærði hann sig kollóttan, ásak- aði engan, sagðist bara vilja koma þessu frá sér í bókarformi áður en hann hrykki upp af. Þá myndi tíminn vinna með honum, kenningarnar myndu öðlast viðurkenningu ef ein- hver glóra væri í þeim. Þegar hann var að gefa út bók sína, „Star Myths of the Vikings“, var honum efst í huga að ljúka því sem fyrst, því hann vissi að til beggja vona gat brugðið með heilsuna. Hann kvaðst reyndar hafa sett 'saman íslenska gerð ritsins í dauðans ofboði fyrir nokkrum árum, því þá hélt hann að hann ætti bara fáa mánuði ólifaða. Það var bókin „Stjarnvísi í Eddum“. Ekki var að finna að dauðabeygur þjakaði hann þrátt fyrir veilt hjarta. Nú þegar Björn er allur undrumst við hálft í hvoru hve mikið rúm hann hefur í hugum okkar eftir stutt kynni. Söknuðurinn er sár og tóm- leikinn mikill. Við áttum von á hon- um til íslands næsta sumar og vorum farin að hlakka til að sjá hann gustmikinn og kátan. Þá hefði hann verið í essinu sínu, þessi glaðlyndi útlagi sem var ef til vill íslenskari en flestir aðrir íslendingar. I fari hans mátti sjá þá stríðandi eiginleika sem einkenna svo marga íslendinga; grallaraskap sem víkur fyrir festu þegar á reynir, barnslegan ákafa og hlýja nærgætni, leiftrandi gáfur og leikandi hugmyndaflug. Enda naut hann mjög samneytis við íslendinga vestra, naut þess að tala íslensku, segja íslenskar sögur, leika sér að hljómi og merkingu íslensks máls. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst manni eins og Bjössa og eig- um lengi eftir að njóta minninganna um hann. Við vottum aðstandendum hans austan hafs og vestan okkar innilegustu samúð. Viðar, Anna Guðrún og börn. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Björns Jónssonar (Bjössa Bomm). Þegar ég lítill drengur flutti með foreldrum mínum úr Blönduhlíð í Skagafirði út á Sauð- árkrók, varð fyrsta heimili okkar þar í húsi sem hét Villa Npva. Það mun hafa stafað af J)ví að Álfheiður fóstra Bjöms og Árný móðir mín voru vinkonur. Við Björn áttum því eftir að búa í sama húsi um stundar- sakir. Ég minnist þess, þó ungur væri, að sögur gengu fram í sveitinni um þennan dreng. Hann átti að vera hinn mesti prakkari og tiltektir hans hinar fjölbreytilegustu, þó ekki væri hár í loftinu. Nokkuð mun hafa ver- ið til í því. Ég kveið því nokkuð, saklaus sveitapilturinn, að hitta þennan strák. Sá kvíði reyndist þó með öllu ástæðulaus. Þó við værum í ýmsu ólíkir, urðum við strax hinir mestu mátar. Minningar frá þeim tíma sem við vorum leikfélagar, koma oft upp í hugann, því þetta voru einhveijar bestu stundir æsku minnar. í bók hans Glampar á götu, sem út kom 1989, lýsir hann okkar samskiptum á skemmtilegan hátt. Það gladdi mig að sjá hvað vel hann mundi eftir þessum sæludögum okk- ar á Króknum. I bókinni fjallar hann um æskuár sín og mannlífið á Sauð- árkróki í þá daga. Með ólíkindum er, hvað hann lýsir þessum löngu liðnu atburðum á ljóslifandi hátt. Það kemur fram í bókinni að hann hefur mjög snemma farið að skrifa dagbók. Bókinn er skrifuð í gaman- sömum ýkjustíl, sem gerir hana skemmtilegri aflestrar. Eftir út- komu bókarinnar fóru nokkrar bréfaskriftir á milli okkar Björns. Það var síðan í júlí 1992 sem hann kom í heimsókn til mín í Keflavík. Við höfðum þá ekki sést í áratugi. Því miður va_r þetta stuttur stans hjá honum. Ég fór þó með hann hringferð um Reykjanesið. Mér fannst sem hann hefði gaman að því. Bláa lónið vakti þó mesta at- hygli hans. Þegar ég var að hripa þessar lín- ur, barst mér bréf frá Birni. Það er dagsett rúmri viku fyrir andlát hans. Bréfið er skrifað á stórt kort með mynd af málverki eftir bróðir hans Jóhannes Geir. Myndefnið er úr Skagafirði. Enda var hann Birni kær. I bréfinu segist hann vera önnum kafinn við að semja nýju bókina um Grafar Jón. Þann önd- vegisskúrk, eins og hann kemst að + Karl Harrý Sveinsson fædd- ist í Hafnarfirði 14. apríl 1945. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 27. febrúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 3. mars. ÁSTKÆR bróðir minn er horfinn til austursins eilífa. Það var seint á mánudagskveldi sem síminn hringdi og sambýliskona bróður míns tilkynnti mér um skyndilegt andlát hans. Um stund átti ég bágt með að trúa þessum staðreyndum, en eftir smá stund skaut þeirri hugsun að mér, því í ósköpunum, af hvetju núna, hann ekki orðinn fimmtugur. Mér komu síðan í huga upphafslínur ljóðsins „Liðinn er orði. Á öðrum stað segir hann orð- rétt: Hugsanlegt ég komi til Fróns í sumar, en óákveðið. Ef beint flug hefst, er mér ekkert að vanbúnaði. Þá sjáumst við. Enginn veit sína ævina fyr en öll er. Ekki verður af því að við hittumst í sumar. Að minnsta kosti ekki hérnamegin. Því kveð ég nú þennan æskuleikfélaga minn að sinni. Ég votta öllum hans nánustu samúð mína. Skarphéðinn Agnars. Nú er mikill merkismaður fallinn frá. Maður sem geislað af lífsgleði og atorku, sem unni mjög fjölskyldu sinni, starfi og föðurlandi. Fyrstu kynni mín af Birni (Dr. Jónssyni) og konu hans Iris voru er ég hafði verið skiptinemi í Kanada í einn mánuð. Hann hafði frétt að ég byggi í Swan River og vildi ólmur fá að hitta landa sinn. Þau hjónin tóku mér opnum örmum strax frá upphafí og var augljóst að þeim þótti verulega vænt um komur mínar til þeirra. Það var sem ég hafði eignast nýja ömmu og afa sem ég gat leitað til, hvenær sem var og ef bjátaði á. Heimsóknir mínar til þeirra voru tíðar það sem eftir var af ári mínu í Kanada. Það var svo gott að koma til þeirra hjóna í hollan íslenskan mat og lesa sjúsk- uð og þaullesin dagblöðin, sem Björn fékk reglulega send frá ís- landi. Ég gat setið heilu kvöldstundirn- ar og hlustað á þennan fróða mann þylja upp úr viskubrunni sínum um heima og geima og allt þar á milli. Af þessu þótti mér athyglsiverðast- ar ícenningar hans um goðafræðina og tengsl hennar við stjörnufræðina sem ég tel að eigi við mikil rök að styðjast. Aðfangadagskvöldinu 1992 eyddi ég með Birni og hans yndis- legu og samrýndu fjölskyldu. Ég hefði ekki getað valið betra fólk til að eyða þessu helga kvöldi með, því þau hughreystu mig og kættu, sem og dróg það mjög úr heimþrá minni. Björn hafði unun af útiveru og matseld og var hann í sífelldri leit að meiri fróðleik. Hann markaði spor í götu mína og kvatti mig ein- dregið til að gera það sem mig lang- aði til og fá það sem ég vildi út úr lífinu. Björn var með fróðustu og góðhjörtuðustu mönnum sem ég hef kynnst og hjá honum var hlátur- inn aldrei langt undan. Ég veit að Björn mun vera fyrir- mynd mín um aldur og ævi og væru fleiri menn í heiminum eins og Björn var^ væri hann betri staður að búa á. Ég mun sárt sakna hans. Vil ég votta konu hans Iris, fjölskyldu og vinum mína dýpstu samúð og bið guð um að blessa þau öll. í minningu þinni Fróðleiksfús og fræðimaður mikill, fróður um allt og næstum því alla og þú hélst fast í þína íslensku siði. Hittumst seinna hress, ef til vill. Heyrðu nú æðsta valdið á þig kalla. Vertu því sæll og hvíl þú í friði (J.Ý.P.) Jenný Yrr Benediktsdóttir. dagur ...“ Já, þessi mánudagur var liðinn, mánudagurinn, sem hann eyddi ásamt föður okkar, sem átti afmæli þann dag. Aðeins ör- litlu áður áttum við bræður sam- tal, þar sem hann tjáði mér hve dagurinn hefði verið þeim dýrmæt- ur, og einnig að fundist hefðu lausnir á ýmsum málum sem höfðu verið honum erfið í vetur sem leið, og að nú liti hann mun bjartari dag framundan en í langan tíma. Af hveiju fékk hann ekki að njóta þessa? Bróðir minn var að mörgu leyti vel af Guði gerður, þannig var vart hægt að finna hjartahlýrri mann, einlægari og hjálpsamari. Ófá voru þau viðvikin sem hann innti af hendi eftir bestu getu, jafn- vel hin síðari ár, þótt hann ætti við + Ásgrímur Stefán Björnsson fæddist í Reykjavík 14. des- ember 1922. Hann lést á Land- spítalanum 13. febrúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 23. febrúar. STÓRT skarð hefur verið rofið í raðir slysavarnafólks á íslandi, og það skarð verður erfitt að fylla. Ásgrímur var tryggur og traustur slysavarnahugsjóninni og bar hann hana ofar öllu. Má með sanni segja að hann hafí komið mörgum málum til leiðar sem varða öryggi sjó- manna og allra landsmanna. Hann var ekki einn af þeim sem þóttist hafa gert allt sjálfur. Var hann lít- illátur og hógvær alla tíð. Þegar verk hans og skrif eru skoðuð er hægt að sjá hvað hann hugsaði langt fram í tímann þótt hugmynd- ir hans væru stundum stórtækar miðað við stað og stund. Orð hans og skrif hafa orðið að staðreyndum og sumt á eftir að rætast. Ferðirnar út á Faxaflóa voru margar til björgunar eða aðstoðar sæfarendum á björgunarbátum SVFÍ, Gísla J. Johnsen, Jóni E. Bergsveinssyni og Henry A. Hálf- dánarsyni, og einnig leysti hann af skipstjóra á s/s Sæbjörgu, skóla- skipi SVFÍ. í útköllum eða_ aðstoð á björgunarbátunum sýndi Ásgrím- ur alltaf stillingu og áræði við hvaða aðstæður sem var. Þótt á sjötugs aldur væri kominn lét hann sig lítið muna um að vippa sér á milli báta og skipa þótt veður væri slæmt eða bátar á fullri ferð. Þegar heim úr vel heppnuðum ferðum var komið gerði hann aldrei neitt að eigin sögn. Það voru strákarnir sem gerðu þetta sagði hann. Slík hóg- værð og lítillæti ætti að vera okkur + Karl Þórólfur Berndsen var fæddur í Karlsskála á Skagaströnd 12. október 1933. Hann lést á Akureyri 12. febrú- ar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 18. febrúar. SUNNUDAGSMORGUNINN 12. febrúar kom nágrannakona til mín og tilkynnti mér að Kalli Berndsen hefði látist þá um nóttina. Ég verð að játa að ég efaðist mjög um sann- leiksgildi þessarar sögu, enda þótt ég þekki Stínu ekki af öðru en sann- sögli. Það sem fékk mig til að efast var eingöngu, að eftir því sem ég vissi best hafði Kalla aldrei orðið misdægurt. Hann var ímynd hraust- leikans. Kynni okkar Kalla voru alltof stutt og ég held að mér hafi láðst að segja honum hvað mér var hlýtt til hans. langvarandi heilsuleysi að stríða. Bróðir minn var hagleiksmaður á mörgum sviðum, og flestallt lék í höndum hans, þannig var hann oft á tíðum hreinn galdramaður er hann kom einu og öðru í lag. Hin síðari ár starfaði hann í frímúrara- stúkunni Hamri, eftir því sem kraftar hans leyfðu, og er mér ljúft að votta það, að þar fann hann félagsskap við sitt hæfi, enda bar hann hlýjan hug til stúkustarfsins og bræðranna í stúkunni. Mig lang- ar að þakka þeim bræðrum hans, sem hafa í gegnum tíðina stutt hann á ýmsan hátt. Hann tók snemma átfóstri við land sitt, og fjalla- og óbyggðaferð- ir voru honum einkar hugleiknar og trúlega er vart hægt að finna sem eftir erum til eftirbreytni. Mörg hjartans mál voru honum ofarlega í huga, svo sem slysa- varnaskóli sjómanna og þyrlumál landsmanna. Að öryggismálum sjó- manna starfaði hann alla tíð af miklum eldmóði og góðri þekkingu og reynslu. Sá hann fyrir sér skóla fyrir sjómenn í öryggisfræðslu. Þegar upp á borðið kom að SVFÍ gæti fengið v/s Þór, nú s/s Sæ- björg, var hann þar í fremstu línu við að koma því til leiðar, og var hann einn af þeim sem náði í Þór til Straumsvíkur. Vann hann einnig í sjálfboðavinnu ásamt björgunar- sveitum SVFÍ í Reykjavík og ná- grenni við fyrstu breytingar á skip- inu til að koma því í kennslustand. Þyrlumálin voru honum líka mjög hugleikin eins og áður segir. Eru þær ófáar eldræður hans um nauð- syn öflugrar þyrlu á íslandi. Með eldmóði sínum, ræðusnilld og trú hefur hann snúið mörgum mannin- um. Það er í þessu eins og öðru að hann gerði aldrei neitt, að eigin sögn. Sem dæmi má nefna þegar hann sótti fundi með þyrlumönnum Landhelgisgæslunnar til ráða- manna þjóðarinnar þá kallaði hann sig bara lukkutröllið í hópnum. Elsku Camilla og aðrir aðstand- endur. Við í sjóflokknum sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Fyrir rúmum fjórum árum flutti ég ásamt ijölskyldu minni á Skaga- strönd. Við hófum þar atvinnurekst- ur, sem ég verð að játa, að ekki höfðu allir trú á að myndi ganga. En Kalli var okkar fyrsti viðskipta- vinur. Hann heyrði ekki hrakspár annarra. Fyrir það verð ég Kalla að eilífu þakklátur. Læt ég ónefnd öll hin skiptin sem Kalli hreinlega bjargaði mér á sinn sérstaka og ósér- hlífna hátt. Ég hef aldrei farið frá Kalla öðruvísi en með lausn minna mála, þannig var hann bara. Kalli minn, ég samdi lag til þín sem ég leyfi þér að heyra þegar við hittumst aftur. Kæra Fríða, börn, barnabörn og aðrir aðstandendur, verið sterk, við vitum að það hefði hann viljað. Guð geymi ykkur öll. þann stað í byggð sem í óbyggð, sem hann hafði ekki heimsótt á ferðum sínum. Þekking hans á landinu, jafnvel fáförnum og erfið- um slóðum, var með ólíkindum. Uppi til fjalla eða í kyrrð óbyggð- anna naut hann sín hvað best, og þá ekki hvað síst að hlusta á kyrrð- ina í óspilltri náttúrunni. Nú þegar ég með þessum fátæklegu línum kveð bróður minn hinstu kveðju, veit ég að mig skortir orð til að tjá hug minn allan, jafnframt er ég þess fullviss að hann veit hvað ég vildi sagt hafa. Leiðir skiljast um sinn, bróðir minn hefur gengið á 1 mót birtu hins eilífa austurs. Sam- ! býliskonu hans, börnum, tengda- | dóttur og barnabörnum, að j ógleymdum föður okkar sendum j við systkin og makar okkar hlýjj- ustu kveðjur. Jón Sveinsson. Guðlaugur Hjaltason. KARL HARRÝ SVEINSSON Einar Örn Jónsson. KARL ÞÓRÓLFUR BERNDSEN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.