Morgunblaðið - 14.03.1995, Page 15

Morgunblaðið - 14.03.1995, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 15 AKUREYRI Snjóflóð féll fyrir Múlagöng SNJÓFLÓÐ féll úr Kúhagagili, Ólafsfjarðarmegin við Múlagöng á sunnudagsmorgun og fór fyrir gangamunnann. Snjóflóð hafa fallið áður á þessum sama stað í vetur. Vegna veðurs var ekki reynt að opna veginn frá Ólafsfirði til Dalvíkur á sunnudag. Lögregla dró bíl upp úr flóðinu, en honum hafði verið ekið upp á snjóinn. Um tíu mínútur tók að aka inn í bæinn um 200 metra leið, að sögn lög- reglu í Ólafsfirði. Um 70 börn frá Dalvík voru veðurteppt í Ólafsfirði *en þangað komu þau til að taka þátt í skíða- móti. Aldrei var hægt að hefja mótið vegna óveðurs. Br.yia ] *• WK. . Í V : fi/ 'v'. Morgunblaðið/Rúnar Þór Flugleiðir flugn beint milli Akureyrar og Hornafjarðar Draumur í dós Gífurlegt fann- fergi í Grímsey Fragtin dreginá snjóþotum Grímsey. Morgunblaðið. VEGNA gífurlegs fannfergis og ófærðar hafa tvær síðustu flugferðir Flugfélags Norðurlands til Grímseyj- ar verið afgreiddar frá suðurenda flugbrautarinnar. Þannig háttar til að afgreiðsla Flugfélags Norðurlands er til húsa við Bása sem er við norðurenda brautarinnar. Vegurinn út í Bása hefur ekki verið mokaður síðan seinnipartinn í febrúar. Ragnhildur Hjaltadóttir, af- greiðslukona FN í Grímsey, fékk leyfi hjá forsvarmönnum félagsins til að afgreiða vélarnar við suðurenda brautarinnar. Sagði hún póstaf- greiðslukonuna hjá Pósti og síma hafa verið svo vinsamlega að bjóða henni aðstöðu á pósthúsinu, m.a. til að vigta farangur og eins hafa far- þegar fengið að bíða þar, en pósthús- ið er skammt frá suðurenda flug- brautarinnar. Fragt og farangur. dregið á snjóþotum Hornfirðingar í helgarferð norðan heiða FOKKER flugvél Flugleiða flaug beint frá Akureyri til Hornafjarðar í gærdag, en þessi leið er ekki inni á áætlun félagsins. Ástæðan var sú að tæplega 30 manna hópur Horn- firðinga, starfsmenn í Starfsmanna- félagi Austur-Skaftfellinga, SAS, voru í helgarferð á Akureyri og urðu Flugleiðamenn við beiðni féiagsins um beint flug til og frá Hornafirði. Hornfirðingarnir tóku helgarferð til Akureyrar fram yfir Reykjavíkur- ferð og óskuðu eftir við Flugleiðir að komast beint norður. Bergþór Erlingsson umdæmisstjóri sagði að flogið hefði verið með hópinn frá Hornafirði á föstudag en flugið tek- ur um 35 mínútur. Austfirðingarnir áttu síðan bókað far heim á sunnu- dag en vegna veðurs var ekkert hægt að fljúga. „Viðvera þeirra á Akureyri varð lengri en ætlað var án þess það skaðaði á nokkurn hátt Fjórir árekstrar í djúpum snjógöngum FJÓRIR árekstrar urðu á svipuðum slóðum á Hámundarstaðaháisi sunn- an Dalvíkur á tveimur tímum í gær- morgun. Leiðindaveður var á þessum slóðum. Á öllu árinu hafa orðið þrír árekstrar í umdæmi lögreglunnar á Dalvík, en eru nú orðnir sjö. Allir árekstrarnir urðu með svip- uðum hætti, bílar rákust saman í djúpum snjógöngum á Hálsinum, en þau eru að sögn Iögreglu á Dalvík allt upp í þriggja metra há. Nýbúið var að opna veginn og var vart nema ein bílbreidd í göngunum. Skafrenn- ingur var og lítið skyggni í gærmorg- un, „menn sáu varla í þurrkublöðin" eins og lögreglumaður á Dalvík orð- aði það. Veður var orðið ágætt um hádegi og tókst þá að opna veginn að fullu. líðan þeirra, að mér sýndist," sagði Bergþór. Starfsmenn SAS brugðu sér m.a. á Kvennaskólaævintýrið í Frey- vangsleikhúsinu á föstudagskvöld og borðuðu og dönsuðu á Hótel KEA á laugardagskvöld. „Ég heyri ekki annað en að fólkið sé ánægt með ferðina, það hefur ekki væst um okkur og menn taka því létt að hafa ekki komist heim á réttum tíma,“ sagði Hildur Sigursteinsdóttir, einn Hornfirðinganna úr hópnum. Bergþór sagði að í burðarliðnum væri önnur starfsmannaferð frá Hornafirði eftir hálfan mánuð og þá yrði einnig flogið með hópinn beint til Akureyrar. „Við erum alltaf tilbú- in að mæta þörfum fólks og breyta okkar áætlun innan skynsamlegra marka. Það virðist sem helgarferðir til Akureyrar séu í vaxandi mæli valkostur sem fólk víða af landinu horfir til,“ sagði Bergþór. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu ■kjarni málsins! LEIKFÉLAG Verkmenntaskól- ans á Akureyri, Locos, frumsýnir í kvöld ærslaleikinn „Draum í dós“ eftir Elly Brewer og Sandí Toksvig. Þetta er íslandsfrum- sýning á verkinu sem Guðjón Olafsson þýddi. Fimmtán leikar- ar koma fram í sýningunni, en leikstjóri er Aðalsteinn Bergdal og um dansana sá Asasko Ichi- hashi. Onnur sýning á ærsla- leiknum verður föstudagskvöldið 17. mars, þriðja sýning 18. mars, sú fjórða 21. mars, fimmta sýning verður 23. mars og sjötta og síð- asta sýning í Gryfju Verk- menntaskólans verður 24. mars næstkomandi. Fragt, farangur og póstur er allt dregið á snjóþotum að og frá flugvél- unum, en snjóruðningar við völlinn eru himinháir. Síðast þegar flogið var fékk kona í eynni sjónvarp úr landi og tók talsverðan tíma að koma því úr vélinni og heim í hús, það var dregið á snjóþotu yfir ruðninga við flugvöllinn og súkku konurnar djúpt í hverju skrefi. VE RÐLAUNA- PENINGAR Stærð 42 mm 250 kr./stk* Stærð 52 mm 275 kr./stk* *með áletrun og hálssnúru. Einnig mikið úrval af bikurum og öðrum verðlaunagripum. Afgreiðum fljótt og örugglega hvert á land sem er, burðar- gjaidsfrítt. Pantið tímanlega. Gullsmiðir Sigtryggur & Pétur sf. Brekkugötu 5 - P.O.box 53 - 602 Akureyri Sími 96-23524 - Fax 96-11325

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.