Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐALFUNDUR
SJÓVÁ-AUVIENNRA
VERÐUR HALDINN
31. MARS 1995
AÐ HÓTEL LOFTLEIÐUM
Fundurinn verður í Þingsal 1
og hefst kl. 16.00 síðdegis.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
samkvæmt 17. grein félagssamþykkta.
2. Tillaga um arðgreiðslur.
3. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
4. Tillaga um breytingar á samþykktum
s félagsins til samræmis við ákvæði
| hlutafélagalaga nr. 2 /1995.
| Aðgöngumiðar verða afhentir
á skrifstofu félagsins, Kringlunni 5,
frá 27. mars til kl. 12.00 á fundardag.
SlOVAÖgTALMENNAR
Sjóvá-AImennar tryggingar hf. • Kringlunni 5 • Símí 569 2500
4
Morgunverðarfundur
(seinni af tveim "stjórnmálafundum")
miðvikudaginn 15.mars 1995
kl. 08.00 - 09.30, í Átthagasal Hótels Sögu
ISLENSKT ATVINNULÍF
OG PÓLITÍSKT UMHVERFI
- HVERT STEFNUM VIÐ
í SAMKEPPNI ÞJÓÐANNA?
SIJÓRNMÁLAFORINGJAR A palli
MEP IALSMÖNNUM ATVINNULÍFSINS
Forsendur og stefna flokka og framboda
í hnotskurn - 5 mínútna ávörp.
Fríðrík Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins -
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins
Krístín Astgeirsdóttir talsmaður Kvennalistans
Pallborð - spurningar, svör,
snörp sKoðanaskipti
Talsmenn atvinnulífsins:
Jenný Stefanía Jensdóttir, framkvæmdastjóri Plastos hf.
Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar
Ragnar Birgisson, framkvæmdastjórí Opals hf.
Fundarstjóri
Sverrír V. Bernhöft, framkvæmdastjóri Barrs hf.
Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.200.-
Fundurinn er opinn, en tilkynna verður þátttöku fyrirfram
í síma Verslunarráðsins, 588 6666 (kl. 08 - 16).
VERSLUNARRAÐ ISLANDS
VIÐSKIPTI
Pundið á í vök
að veijast
London, Tókýó. Reuter.
PUNDIÐ hélt áfram að lækka í
gær og markið hækkaði enn, en
mesta athygli vekur nú að pund
bætir ekki stöðu sína gagnvart
dollar að sögn sérfræðinga.
Staða punds gagnvart jeni
hefur aldrei verið eins slæm og
sama er að segja um stöðu þess
gagnvart marki. í Tókýó er sagt
að pundið kunni að lækka meir og
fátt geti hjálpað því.
Lægst fór pundið í 142.25 jen,
en áður hafði það farið lægst í
142.85 jen í New York á föstudag.
Pundið seldist á 2.2155 mörk í
Tókýó, lægsta verði til þessa, þótt
það hækkaði lítið eitt á ný. Fyrra
metið var 2.2205 mörk 8. marz.
Sterk staða marks styrkti aðra
gjaldmiðla, þar á meðal dollar, sem
hélt velli í gær.
Veikt gagnvart dollar
Pundinu tókst með naumindum
að halda í horfinu gagnvart dollar.
GENGI PUNDSINS ALDREI
LÆGRA GAGNVART MARKI
FRÁ STRÍÐSLOKUM
Mörk hvert pund
Það seldist á 1.5815 dollara, sem
er lítil sem engin breyting síðan á
föstudag.
Til þessa hefur uppsveifla gagn-
vart dollar vegið upp á móti niður-
sveiflu gagnvart marki, en það á
ekki lengur við. „Staðan hefur
gerbreytzt og nú veldur veikleiki
punds gagnvart dollar áhyggjum,“
sagði sérfræðingur í London.
Lægst hefur pund farið á
1.03000 dollara í febrúar 1985 og
ástandið nú er ekki nálægt því eins
slæmt enn sem komið er. Hins
vegar er pundið hættulega nálægt
mestu lægð, sem það hefur komizt
í á viðskiptavísitölu, 84,0 stigum.
Vísitalan lækkaði í 84,9 stig í gær.
Sérfræðingar í London segja að
aukinnar óvissu gæti vegna veikr-
ar stöðu efnahagsmála og óljósrar
stöðu í stjórnmálum í Bretlandi.
Þeirri skoðun vex fýlgi að draga
muni úr efnahagsbata og að ekki
þurfi að hækka vexti á ný.
Spáð2,5% verð-
bólgu á árinu
Verðbólguspá Seðlabankans til janúar 1996
5,0%
0,0 —-1-1-1-1-1-1.t-1-1-1-1-
J FMAMJ JÁSONDJ
VERÐBOLGAN verður 2,52% frá
upphafi til loka þessa árs, sam-
kvæmt nýrri verðbólguspá Seðla-
bankans. Bankinn hefur endurmet-
ið verðlagshorfur á árinu í fram-
haldi af nýgerðum kjarasamningum
og mælingu vísitölu neysluverðs í
marsmánuði. Einnig hefur verið
lagt fyrsta mat á verðlagshorfur á
árinu 1996.
Gert er ráð fyrir áframhaldandi
lágri verðbólgu á næstu tveimur
árum. Þannig er því spáð að vísi-
tala neysluverðs hækki um 2,3% frá
ársmeðaltali 1994 til meðaltals
1995. Þá er gert ráð fyrir 2,9%
hækkun frá 1995 til 1996. Þetta
er minni verðbólga en spáð er í
OECD-ríkjum á þessu ári og svipuð
og spáð er á því næsta, að því er
segir í frétt frá Seðlabankanum.
Spá bankans byggist á þeirri for-
sendu að nýgerðir Iqarasamningar
milli ASÍ og VSÍ verði fyrirmynd
annarra kjarasamninga í landinu,
en þeir eru taldir fela í sér 3,6%
meðalhækkun launa í upphafi samn-
ingstímans, 3,1% 1. janúar á næsta
ári og 0,15% í desember eða sam-
tals um 7% hækkun á samningstím-
anum. Auk þess er talið að launa-
kostnaður aukist um 0,3% vegna
sérkjarasamninga. Aðrar fosendur
eru þær að gengi haldist stöðugt
og framleiðni aukist um 1% 1996
og 1,5% 1996 og að launaskrið verði
1% hvort ár. Verðbólguspáin og of-
angreindar forsendur fela í sér að
raungengi á mælikvarða verðlags
haldist tiltölulega stöðugt á þessu
og á næsta ári en hækki um 2,5%
á mælikvarða launa.
Hvernig væri að fríska upp á
málakunnáttuna fyrir sumarleyfið?
Málaskólinn Mímir býður upp á stutt markviss
málanámskeið í:
Ensku, þýsku og spænsku fyrir byrjendur og
lengra komna. Einnig er boðið upp á
viðskiptaensku. Kennt er með aðferðum
hraðnámstækni (Accelerated Learning Technique).
Kennt tvisvar í viku í fjórar vikur.
Verð aðeins kr. 9.900.
Kennsla hefst mánudaginn 3. apríl.
Notfærið ykkur þetta einstaka tækifæri til þess
að bæta tjáskipti ykkar á erlendri grund og njóta
sumarfrísins enn betur.
Úrvals kennarar- úrvals kennsluaðferðir
- hagkvæmt verð
Málaskólinn Mímir er í eigu Stjórnunarfélags
íslands. Nánárí upplýsingar í síma 10004.
Hilda Torres, spænska
Barry Green, enska
Reiner Santuar, þýska
Sæplast
greiðir
10% arð
AÐALFUNDUR Sæplasts hf. á
Dalvík sem haldinn var á fimmtu-
dag, samþykkti að greiða hluthöf-
um 10% arð vegna ársins 1994.
Jafnframt var samþykkt að auka
hlutafé félagsins um 10% með út-
gáfu jöfnunarhlutabréfa.
1 stjórn félagsins voru kjörnir
þeir Matthías Jakobssson, Valdimar
Snorrason, Jón Gunnarsson, Pétur
H. Blöndal og Baldvin Valdimars-
son. Varamenn eru Hallgrímur
Hreinsson og Björgólfur Jóhanns-
son.
Hagnaður félagsins á sl. ári nam
liðlega 10 milljónum og velta 361
milljón. Á þessu ári er gert ráð
fyrir 15% veltuaukningu og að
hagnaður verði 10-15% af veltu.