Morgunblaðið - 14.03.1995, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.03.1995, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Páll Sigurðsson Nýjar bækur • ÚT er komin ný bók eftir dr. Pál Sigurðsson prófessor við Lagadeild Háskóla íslands. Nefn- ist hún Leiguréttur I - Megin- reglur íslensks réttar um leigu- samninga auk nokkurra sér- sviða. Er hér um að ræaða fyrra bindi af heilstæðu verki - fræði- legri handbók - um íslenskan leigurétt, sem er hið fyrsta rit sinnar tegundar hér á landi. Leiguréttur er sú fræðigrein lögfræðinnar, sem fjallar um réttarstöðu aðila að leigusamning- um, þ.e. leigusala og leigutaka, bæði samkvæmt lagaákvæðum og á grundvelli annarra réttarheim- ilda svo sem dómsúrlausna. í þessy fyrra bindi ritsins er fjallað ítarlega um þau atriði, sem talist geta einkenni á öllum leigu- samningum - þ.e. öllum tegundum þeirra - nema lög mæli fyrir á annan veg, en margvíslegra af- brigða er einnig getið. Ilok bókarinnar, sem er 228 síður ogprentuð í Gráskinnu, eru skrár um ritheimildir, dóma og lagagreinar, sem vísað ertil} svo ogítarleg atriðisorðaskrá. Utgef- andi bókarinnar er Háskólaút- gáfan. í síðara bindi ritsins, sem Jó- hannes K. Sveinsson héraðsdóms- lögmaður er höfundur að, verður einvörðungu fjallað um húsaleigu- samninga, einkum á grundvelli nýrra laga um húsaleigu, nr. 36/1994, sem tóku gildi 1. janúar 1995. Er útgáfu þessa bindis að vænta innan fárra mánaða. Dansandi sólstafir LISTPANS Þjóðleikhúsið GRANH0J DANSLEIKHÚS PER JONSSON ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Danshöfundar: Palle Granhoj, Per Jonsson, Nanna Ólafsdóttir. Tón- list: Ko De Regt, Hjálmar H. Ragn- arsson, Þorkell Sigurbjörnsson. Leikmynd og búningar: Per Victor, Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Helga Rún Pálsdóttir. Lýsing: Páll Ragn- arsson og Björn B. Guðmundsson (Til Láru), Arni Baldvinsson (Evri- dís). Dansarar: Palle Granhaj, Mal- ene Hertz, Peter Groes, Soren Sundby, Lára Stefánsdóttir, Hany Hadaya, David Greenall, Birgitte Heide, Sigrún Guðmundsdóttir. Þjóðleikhúsið, 7. og 8. mars 1995. Aðgangseyrir kr. 1.500 SÓLSTAFIR, norræna menning- arhátíðin bíður uppá tvær listdans- sýningar. Sú fyrri var í Þjóðleikhús- inu 7.-8. mars, þar sem fram komu fulltrúar Danmerkur, Svíþjóðar og Islands. Anægjulegt framtak, sem vonandi verður framhald á. Palle Granhej dansleikhús hóf leikinn með tveimur hlutum af þrem- ur úr þríleiknum Bodyfluid, sem samið var á síðasta ári. Gaman hefði verið að fá alla þrjá hlutana til ís- lands, en ekki varð úr þvi. Bodyfluid samanstendur af Sallinen, H.H.H.; og loks Fluid, sem höfundur kallar „lifandi videó“, en Fluid var ekki sýnt hér. Sallinen er dansað af einum dans- ara, danshöfundinum Palle Granhoj, sem snýr að áhorfendum, en á milli þeirra og dansarans sitja fjórir selló- leikarar og snúa nöktu baki út í sal. Sallinen er kóreógrafísk install- ation, sem fer hægt af stað, en nán- ast dáleiðir og tekur áhorfandann inní það orkuflæði, sem er hugmynd- in að baki verkinu. Þetta var hógvær en sterk opnun á kvöldinu. Það er staðreynd, að ef nekt selur ekki, vekur hún að minnsta kosti athygli. Dansverkið H.H.H. var kynnt í Dagsljósi Sjónvarpsins kvöldið fyrir frumsýningu. Þar mátti sjá tvær naktar manneskjur standa og þreifa á hvor annarri með aðstoð þriðja aðila. Þetta var e.t.v. aðeins hugsað til að vekja athygli. Eitt er víst, að þessi fyrsti þáttur H.H.H. gaf ekki rétta mynd af verkinu í heild. Að fyrsta hluta loknum klæð- ast dansararnir fötum og þá upp- hefst sterkt samspil tveggja ein- staklinga. Palle Granhoj hefur samið mjög sterkan og óhefðbundinn tví- dans, sem krefst mikils styrks og einbeitingar. Margar myndir, sem upp koma eru nýstárlegar og þau Malene Hertz og Peter Groes gera hlutverkunum frábær skil. H.H.H. er mjög spennandi verk, með mynd- rænum stöðum, styrk og krafti. Verkin H.H.H. og Sallinen skilja eftir sig spor í huga áhorfandans sem hann tekur með sér úr leikhús- inu. Það er mikill heiður fyrir sérhvem listamann, ef verk er samið fyrir hann og tileinkað. Það var því með töluverðri eftirvæntingu að beðið var frumflutnings verksins Til Láru, sem ekki minni maður en Per Jonson samdi fyrir Láru Stefánsdóttur, en hann hefur hlotið mjög góða dóma fyrir dansverk sín. Hjálmar H. Ragn- arsson samdi tónlistina, sem var flutt af tveimur pákuleikurum á sviðinu. Vonbrigðin voru því nokkur, þegar verkinu virtist lokið. Hvað var dans- höfundurinn að fara? Hvert var ljósahöfundurinn að fara og var Lára samferða þeim? Átti Lára að dansa í ljósinu eða skugganum? Á sviðinu frumsýningarkvöldið birtist manni ómarkvisst verk, með truf- landi lýsingu. Svo bara allt í einu var allt búið. Lára Stefánsdóttir er dansari með mikla útgeislun. En þrátt fyrir túlkunarhæfileika sína, útgeislun og kraft, tókst varla að glæða verkið neinni sál. Engum dansara hefði tekist það. í stuttu máli sagt olli Til Láru mér nokkrum heilabrotum. En þar með er ekki öll sagan sögð. Þannig er, að þegar fylgst er með frumflutningi á dans- verki (og tónlist) er ekki hægt að Mennturi - undirstaða framfara Fundur Alþýöubandalagsins og óháöra um menntamál, Kornhlööuloftinu þriöjudaginn 14. mars kl. 20:30. Dagskrá: Nú er lag til sóknar Svavar Gestsson alþingismaður Grunnskóli á krossgötum Guörún Ebba Ólafsdóttir varaformaöur Kennarasambands íslands Hvernig er starfsmenntun metin í atvinnulífinu? Dr. Geröur G. Óskarsdóttir kennslustjóri Háskóli og háskólastig: Tvö hugtök í mótun Þorsteinn Vilhjálmsson þrófessor 0-listinn í Reykjavík Jafnrétti til náms Dagur B. Eggertsson fráfarandi form. Stúdentaráðs Háskóla íslands Fyrirspurnir og almennar umræður Fundarstjóri: Ögmundur Jónasson formaöur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. vera búinn að undirbúa sig með því að t.d. lesa handrit eða hlusta á tón- list eða skoða fyrri uppfærslur. Mað- ur verður einfaldlega að trúa því, sem birtist á sviðinu og að það sé eins og það á að vera. Undirritaður vildi sannreyna upplifun sína frá frumsýningarkvöldinu, með því að skoða flutninginn seinna kvöldið. Þá kemur annað í ljós. Vegna „tækni- legra mistaka", sem voru þau, að sakir rangra ljósa, sáu pákuleikarar ekki á nótnablöðin, féll kafli úr tón- verkinu. Tölvukeyrð ljósin léku nán- ast lausum hala. Allt var þetta sak- ir tímaskorts við tæknilega vinnslu. Hvernig getur Þjóðleikhúsið boðið uppá svona vinnubrögð? Hvar er metnaðurinn? Hvar var danshöfund- urinn? Það vakna endalausar spurn- ingar. Eftir að hafa séð seinni sýn- inguna af myndbandi („skoðað handritið") er reynslan allt önnur. Frumsýningin var kennslubókar- dæmi um það, hvemig tæknilegt fúsk og tímahrak geta drepið heilt verk. Aðallega er það hlutur Láru, sem fengið hefur uppreisn æru og ekki ástæða til annars en að óska Láru til hamingju með dansverkið, eins og það var sýnt seinna kvöldið. Evridís eftir Nönnu Ólafsdóttur í flutningi íslenska dansflokksins var síðast á efnisskránni. Það hefur ver- ið sýnt áður og var framlag íslenska dansflokksins til Sólstafa. Verkið er byggt á goðsögninni um Orfeif og Evridísi og er við tónlist Þorkels Sigurbjörnssonar. Verkið býr yfir mikilli myndrænni frásögn og sam- spil tónlistar og kóreógrafíu einn helsti kostur þess. Hany Hadaya var nú í hlutverki Orfeifs og dansaði það samfærandi og vel. Efst ber þó af- burðatúlkun Láru Stefánsdóttur [Evridís] og stórfenglega frammi- stöðu David Greenall (Goð undir- heima). Þetta skynjuðu leikhúsgest- ir, sem fögnuðu sýningunni vel. Ólafur Ólafsson Morgunblaðið/Sverrir SAGNAMENN og konur fyrsta sögnkvöldsms. Sögukvöld í Kaffileikhúsinu SÖGUKVÖLD verður haldið í Kaffiieikhúsinu i Hlaðvarpanum næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 21 og er það fyrsta sögukvöld- ið sem er samvinnúverkefni Rit- höfundasambands íslands og Kaffileikhússins. Tilgangur er sá að fá fólk til að koma saman og segja og hlýða á góðar sögur og rækta um leið þá sagnahefð sem býr með þesari þjóð, segir í kynn- ingu. Sagnamenn og konur fyrsta sögukvöldsins verða; Matthías Bjarnason alþingismaður, Einar Kárason rithöfundur, Kristjana Samper myndlistarkona, Einar Thoroddsen læknir og vínfröm- uður, Guðrún Hallgrímsdóttir matvælafræðingur og Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur. Ennfremur segir: „Þetta er fólk af ólíkum toga og sögur þeirra sömuleiðis. Skemmtisögur að vest- an, hrakfallasögur rithöfunda og lækna, Ijótar sögur, fallegar sög- ur, prakkarasögur, hjónasögur og bernskusögur eru einhverjar þeirra sagna sem heyrast munu á þessa fyrsta sögukvöldi. Meining- in er að hafa kvöldið óformlegt og verður það í raun spunnið af fingrum fram. Allir áhugamenn um sagnamennsku eru hvattir til að mæta og finni þeir þjá sér þörf til að stíga á stokk og segja sögu er það velkomið.,, Sögukvöldin í Kaffileikhúsinu verða annaðhvert miðvikudags- kvöld fram á sumar, það næsta 29. mars. Boðið verður upp á veit- ingar á kvöldunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.