Morgunblaðið - 14.03.1995, Page 49

Morgunblaðið - 14.03.1995, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 49 FRETTIR Ur dagbók lögreglunnar Sérstaklega hugað að ökuhraða næstu daga 10.-13. mars LÖGREGLAN þurfti um helgina að hafa afskipti af 65 einstakling- um vegna ölvunar, auk fjölmargra annarra í því ástandi er komu við sögu ýmissa mála, s.s. hávaða og ónæðis innan dyra og utan, lík- amsmeiðinga, umferðaróhappa, ölvunaraksturs og skemmdar- verka. Af 420 skráðum tilvikum í dagbók eru um 130 tengd ölvuðu fólki með einum eða öðrum hætti en það mun þó vera óvenju lágt hlutfall eftir helgi. 34 gistu þó fangageymslumar um helgina. Tilkynnt var um 47 umferðar- óhöpp. Af 7 tilvikum var um að ræða meiðsli á fólki og í tveimur tilvikum eru ökumenn grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Afskipti vom höfð af 12 öðram ökumönnum er grunaðir voru um ölvun við akstur. Spor þjófsins rakin Snemma á mánudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í söluturn í Vesturbænum. Innbrotsþjófur- inn var á brott þegar lögreglan kom á staðinn, en sjá mátti greini- leg spor í nýföllnum snjónum. Þau var auðveldlega hægt að rekja að tilteknu húsi og þar var maður handtekinn en hann hefur nokkr- um sinnum áður komið við sögu mála hjá lögreglu. Maðurinn hafði ekkert upp úr krafsinu að þessu sinni. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um að maður hefði lent í hrakn- Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson TVEIR óeinkennisklæddir lögreglumenn leiða bíl- þjófinn, sem stal bíl á Gunnarsbraut, af vettvangi. ingum í Bláfjöllum. Hann hefði komist í skála Breiðabloks og brotið sér þar leið inn til að kom- ast í skjól. Maðurinn hafði verið á ferð um Bláfjallaveg í átt að Suðurlandsvegi þegar hann festi bifreið sína í skafli skammt norð- an gatnamótanna. Hann hafði reynt í þtjár klukkustundir að losa bifreiðina úr festunni en án árangurs. Þá hafði hann tekið ákvörðun um að ganga í átt að skíðasvæðinu til að fá aðstoð. Björgunarbifreið var send á stað- inn. Rúmri klukkustund eftir að maðurinn hringdi barst honum aðstoð. Hann var síðan fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Vont veður var og gekk á með hvössum og dimmum éljum. Stal sér mat Á laugardagsmorgun var til- kynnt um innbrot í geymslu fjöl- býlishúss við Yrsufell. Þar hafði þjófur komist í frysti og stolið sér mat, s.s. lambaskrokk og hangi- kjötslæri. Auk þessa var tilkynnt um 15 önnur innbrot um helgina. Skömmu eftir miðnætti á laug- ardag var tilkynnt um að maður lægi í götunni við tiltekið hús við Flókagötu. I ljós kom að þar hafði maður, sem stolið hafði bifreið, ekið á tvær mannlausar bifreiðir og skemmt þær. Hann hafði tek- ið bifreiðina ófrjálsri hendi á Gunnarsbraut, en eigandinn hafði orðið hans var. Sá hafði elt þjóf- inn á annarri bifreið og náð til hans á Flókagötu. Manninum tókst þar að hefta för þjófsins. Þjófurinn, sem virtist undir áhrif- um áfengis, var færður á lög- reglustöðina og boðin næturgist- ing á vegum hins opinbera. Um nóttina sást til tveggja manna vera að reyna að komast inn í fyrirtæki við Skipholt. Þeir voru handteknir þar skammt frá og vistaðir í fangageymslu. Á 118 í hálkunni Á laugardagsmorgun varð harður árekstur á gatnamótum Hringbrautar og Snorrabrautar. Þar skullu saman strætisvagn og fólksbifreið. Ökumenn beggja ökutækjanna voru fluttir á slysa- deild. Þrátt fyrir takmarkað færi var ökumaður mældur á 118 km hraða á Sæbraut á laugardags- kvöld en leyfilegur hámarkshraði við bestu aðstæður þar er 60 km/klst. Ökumaðurinn var færð- ur á lögreglustöðina og sviptur ökuréttindum. Næstu daga mun lögreglan á Suðvesturlandi huga sérstaklega að ökuhraða á vegum á svæðinu. Þeir ökumenn, sem aka yfir leyfileg hámarkshraða- mörk, geta búist við að vera stöðvaðir, áminntir, sektaðir eða sviptir ökuréttindum, allt eftir atvikum. Ökumenn eru því hvatt- ir til að aka ekki hraðar en leyfi- leg mörk segja til um eða eftir aðstæðum eins og vera ber. Rétt er að minna á að marsmánuður hefur verið með mjög hátt óhappahlutfall og því full ástæða fyrir ökumenn að fara varlega um þessar mundir. Bifreið valt á Þingvallavegi Aðfaranótt laugardags varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið í Lækjargötu. Hann var fluttur á slysadeild. Á föstudag varð harð- ur árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Ökumáður einnar þeirra var fluttur á slysadeild. Þá var síðdegis tilkynnt um um- ferðaslys á Þingvallavegi við Seljabrekku. Þar valt bifreið, en ökumaðurinn fór sjálfur á slysa- deild. Samþykktir vegna kennaraverkfallsins Komið verði í veg fyrir rösk- un á menntun MORGUNBLAÐINU hafa borizt samþykktir vegna kennaraverkfalls- ins. I þeim flestum er þess getið, að verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjölda fjölskyldna í landinu og hafi komið róti á börn og unglinga. Er skorað á samninganefndir kenn- ara og ríkisins “ að sýna þá ábyrgð gagnvart nemendum og foreldrum að ganga af fullri einurð til samn- inga.“ Einnig hafa kennarar fundað til styrktar málstað sínum og þeim borist stuðningsyfírlýsingar. Hér á eftir verður getið um nokkrar sam- þykktir af þessu tilefni. Komið verði í veg fyrir röskun á menntun Skólanefnd Klébergsskóla á Kjal- arnesi harmar það ástand sem ríkir í skólamálum og þau varanlegu áhrif sem það mun hafa á það skólafólk sem verður fyrir truflunum á mennt- un þess vegna. Þá segir og: “Jafn- framt er þess krafist að gerðar verði þær ráðstafanir að komið verði í veg fyrir að röskun verði á menntun barna og unglinga á næstu árum því slíkt grefur undan virðingu nem- enda fyrir kennurum og samstarfi kennara og foreldra." Stuðningur við kennara Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga styður kennara í kröfum sínum fyrir bættum kjörum og breyttu skipulagi í skólastarfi. Skólahald verði hins vegar ekki bætt nema launakerfi kennara verði endurskoð- að og styðja hjúkrunarfræðingar kröfur kennara um hækkun grunn- launa og um launahækkanir vegna breytinga á skólastarfi. Fundur kennara á Austurlandi segir m.a., að verði ekki samið tafar- laust muni hljótast af því óbætanlegt tjón á skólastarfi í landinu. Það er álit kennara að stjórnvöld beri höfuð- ábyrgð á því ófremdarástandi sem skapast heffur og þeir bera fullt traust til samninganefndar kennara og hvetja hana til að hvika ekki frá þeirri stefnu sem mótuð hefur verið. Frá Verkfallsstjórn Vesturlands Kennarar á Vesturlandi héldu sinn fund á Akranesi. í samþykkt þeirra segir m.a. ,að nú sé kominn tími til að ríkisvaldið standi við fögru orðin sem látin hafa verið falla og bæti kjör kennara strax. Fundurinn lýsti ánægju með frammistöðu samninga- nefndar kennara og hvatti til að ekki verði slegið af kröfum um bætt laun og kjör kennara. Velferð barnanna verði leiðarljós Stjórn foreldrafélags Langholts- skóla hvetur til samningagerðar með velferð barnanna að leiðarljósi og skólanefnd Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi lýsir áhyggjum sín- um yfir því ástandi sem skapast hefur vegna verkfalls kennara og þeim ófyrirsjáanlegu afleiðingum sem það kann að hafa á skólastarf vorannar. Predikanir Billys Grahams samtímis í 150 löndum HALDNAR verða samkomur á vegum hins þekkta predikara Billy Graham samtím- is í 150 löndum með hjálp nýjustu gervi- hnattatækni 16.-18. mars nk. (fimmtudag, föstudag og laugar- dag). Hér á landi verða samkomurnar haldnar í nýju íþróttahúsi Fram við Safamýri og í Glerárkirkju á Akur- eyri og hefjast kl. 20. Samkomunum er fyrst og fremst ætlað Billy Graham að höfða til almenn- ings sem sjaldan sækir kirkju og hefur takmarkaða reynslu af kristilegu starfi. Þar munu augu og eyru fólks beinast til San Juan á Púertó Ríkó með hjálp breiðtjalds og nýjustu gervi- hnattatækni. Auk predikunar Bil- lys Graham munu samkomugestir njóta tónlistarflutnings margra af VINNINGSTOLUR LAUGARDAGINN 11.03.1995 1 W 29)(38 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 0 8.923.433 2.piús5^ 100.710 3. 4af 5 171 7.110 4. 3af 5 5.494 510 Heildarvinningsupphæö: 13.646.153 m ; BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR ÍTALSKI BOLTINN 10. leikvika , I2.mars 1995 Nr. 1. 2. 3. ~T 5. 6. 7. 8. 9. "ÍÖ7 11. 12. 13. Leikur: Röðin: Parma - Sampdoria l - - Roma-Torino -X- Bari - Inter - - 2 Cremonese - Cagliari 1 - - Juventus - Foggia' 1 - - Genoa - Brescia 1 - - Milan - Padova 1 - - Fiorentina - Reggiana - X - Ancona - lldincsc - - 2 Palermo - Perugia Pescara - Piaccnza Como - Fid.Andria Venezia - Verona 1 - - - - 2 1 - - Heildarvinningsupphæðin: 17 milljón krónur 13 réttir: | 382.130 kr. 12 réttir: 6.530 kr. 11 réttir: 570 kr. 10 réttir: | 180 kr. fremstu tónlistar- manna kristilega geir- ans, segir í fréttatil- kynningu. Rétt er að geta þess að allt efni sem kemur að utan verður túlkað á ís- lensku. Hér er samkirkju- legt samkomuátak að ræða. Þjóðkirkjan, með leikmannahreyf- ingar eins og KFUM og KFUK, Ungt fólk með hlutverk, Hjálp- ræðisherinn og Kristniboðssamband- ið innanborðs, stendur að átakinu í góðri samvinnu við hvítasunnumenn og Veginn, kristið samfélag. Aðgangur að samkomunum er ókeypis en samskot verða meðal samkomugesta 'til að mæta kostn- aðinum sem er samkomunni fylgj- andi. 10. leikvika, 11. mars 1995 Nr. Leikur: Röðin: Livcrpool - Tottcnham - - 2 C. Palace - Wolves - X - Coventry - Blaekburn - X - Chelsea - Leeds - - 2 Lciecster - Notth For. - - 2 Sheff. Wed - Wimblcdor - - 2 West Ham - Norwich - X - Bolton - Middlcsbro 1 - - Notts Cnty - Shcff. Utd 1 - - Southcnd - Luton 1 - - Burnlcy - Oldham 1 - - Sunderland - Stoke 1 - - Charlton - Portsmouth 1 - - llcildarvinningsupphæðin: 105 milljón krónur 13 réttir: ] 14.056.070 12 réttir: 146.280 11 réttir: j™ 10.310 10 réttir: [ 2.580 1 kr. kr. kr. kr. Fræðslufundur um áfallahjálp FÉLAG leiðbeinenda í skyndihjálp heldur í samvinnu við Rauða kross íslands fræðslufund um áfallastreitu - sálræna skyndihjálp 15. mars nk. á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, og hefst fundurinn kl. 20. Fyrirlesarar eru þau Rúdólf Adolfs- son, geðhjúkrunarfræðingur, og Borghildur Einarsdóttir, geðlæknir. Mótöld í úrvali lnnbyggð og utanáltggjandi I*C - Macintosh - PCMCIA14100 band - 28S00 baud frákr. 14.221,- > i n v> >11 > > I" H V *BQÐEIND- Austurströnd 12. Síini 561-2061. Fax 561-2081

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.