Morgunblaðið - 14.03.1995, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 14.03.1995, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVlK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Vegurinn 1 Jökuldal tepptist 200 m breitt snjóflóð Vaðbrekku. Jökuldal STÓRT snjóflóð féll á þjóðveginn í Arnórsstaðahvammi í Jökuldal í um það bil eins kílómetra fjarlægð frá bænum Arnórsstöðum síðdegis í gær. Ekki er vitað til að snjóflóð hafi fallið á þessum slóðum áður. Snjóflóðið olli ekki tjóni en vöru- bíll með snjóplóg sem var að ryðja þjóðveginn inn í Jökuldal í gær var nýfarinn hjá þegar flóðið féll og • er talið að það hafi farið af stað vegna titringsins frá bílnum. Snjóflóðið sem var 200 metra breitt og tæplega tveggja metra þykkt féll úr brekku við þjóðveg- inn. Kallað var á aðstoð veghefils til að opna veginn að nýju og var hann fullar þrjár klukkustundir að hreinsa snjóinn af veginum. Fólksbíll og sendibíll lentu saniaii á Hellisheiði Mæðgin og ófætt bam létust UNG KONA, tveggja ára sonur hennar og ófætt barn létust í bíl- slysi á Suðurlandsvegi fyrir ofan Skíðaskálann í Hveradölum á sunnudag. Konan var komin rúm- lega átta mánuði á leið. Eiginmaður hennar slasaðist mikið og liggur á gjörgæsludeild Borgarspítala. Fjölskyldan var á austurleið um tvöleytið á sunnudag þegar skyndi- lega skullu á dimm él með mjög takmörkuðu skyggni. Að sögn Þor- gríms Óla Sigurðssonar hjá rann- sóknardeild lögreglunnar á Selfossi virðist bílnum þá hafa verið beygt til vinstri yfir á öfugan vegarhelm- ing og fyrir sendibíl sem kom að austan. Sendibíllinn lenti á aftan- verðri vinstri hlið fólksbílsins. Strax kallað á sjúkrabíl Tveir fullorðnir og eitt barn voru í sendibílnum. I þeim bíl var bíla- sími og lét bílstjórinn strax vita um slysið. Fólkið var flutt með lögreglu á heilsugæslustöðina á Selfossi en fékk að fara að rannsókn lokinni. Sjúkrabíll frá Selfossi var kominn á slysstað innan hálftíma eftir að slysið varð og var fjölskyldan úr fólksbílnum flutt til Reykjavíkur. Talið er að mæðginin hafi látist samstundis. Ekki tókst að bjarga lífi barnsins ófædda. Ástand mannsins stöðugt Að sögn Ólafs Ólafssonar, lækn- is á gjörgæsludeild Borgarspítala, er hinn slasaði maður, Þorsteinn Þorkelsson, með fjöláverka. Hann gekkst undir aðgerð á sunnudag og er ástand hans nú stöðugt. Hon- um er haldið sofandi í öndunarvél. Konan sem lést hét Hafdís Hall- Morgunblaðið/Júlíus BÍLLINN, sem fjölskyldan var í, er gjörónýtur. Sendibíllinn er einnig talsvert skemmdur. Mjög slæmt skyggni var þegar slysið varð. Hafdís Halldór Birkir Halldórsdóttir Þorsteinsson dórsdóttir frá Brekkum í Mýrdal. Hún var 29 ára gömul. Sonur henn- ar hét Halldór Birkir Þorsteinsson. Hann hefði orðið þriggja ára í næsta mánuði. Þau voru til heimilis að Spóarima 13 á Selfossi. Morgunblaðið/RAX Þröng á þingi LOÐNUGANGAN er komin norður fyrir Snæfellsnes og voru um tuttugu skip á miðunum skammt frá Rifi í prýðilegu veðri síðdegis í gær. Veiðin gengur þokkalega en 303.660,215 tonn af loðnu eru komin á land á vetrarvertíð 1995. Heildarveiðin á loðnuvertíðinni 1994-95 er því orðin 514.628,215 tonn en endanlegur kvóti er 837.879 tonn samkvæmt upplýs- ingum Fiskistofu. Eftirstöðvar loðnukvótans eru því 323.250,785 tonn. Hólmaborg SU hefur borið mesta loðnu á land á vertíðinni 1994-95eða rösklega 19.500 tonn en Orn KE kemur næstur með tæp 19 þúsund tonn. Hrað- frystihús Eskifjarðar er sú loðnu- vinnsla sem fengið hefur mestan afla til vinnslu á vetrarvertíðinni eða liðlega 38.600 tonn en SR mjöl á Seyðisfirði hefur tekið á móti rösklega 35.200 tonnum. Von er á gagn- tilboði frá kenn- urum í vikunni SAMNINGANEFND kennara mun í vikunni leggja fram gagntil- boð í kennaradeilunni. Stjórn og kjararáð Kennarasambands ís- lands gaf samninganefnd félags- ins í gær heimild til að leggja slíkt tilboð fram. Stjórn HÍK hafði áður gefið samninganefnd félagsins samskonar heimild. Formenn kennarafélaganna, Eiríkur Jónsson og Elna K. Jóns- dóttir, vildu í gær ekki greina frá efni gagntilboðsins, en staðfestu að það yrði lagt fram fljótlega. Eiríkur sagði að eftir væri að ganga frá útfærslu á nokkrum atriðum í tilboðinu. Hann sagði að á stjórnarfundi KÍ í gær hefði verið farið yfír stöðuna í kjaradeil- unni almennt og leiðir til að koma hreyfingu á samningaviðræður. Elna sagði að kennarar hefðu gjarnan viljað sjá stjórnvöld taka ákveðin skref í átt til sjónarmiða þeirra áður en gagntilboðið væri lagt fram. Hún sagði að kennarar gerðu sér grein fyrir að samninga- nefnd ríkisins hefði ekki umboð til að stíga slík skref, en ráðherrar sem með málið færu gætu gert það. Forystumenn kennarafélag- anna hittu fjármálaráðherra eftir útifund kennara í byijun síðustu viku. Elna sagði að á þeim fundi hefði fjármálaráðherra rætt um að hitta kennara aftur, en af því hefði ekki orðið enn. Stuttur árangurslaus samn- ingafundur var í kennaradeilunni í gær. Nýr fundur hefur verið boðaður í dag. Verkfall kennara hefur staðið í 25 daga. Rúmar 220 milljónir á mánuði Danskir framhaldsskólakennar- ar gáfu 33 milljónir í verkfallssjóð HÍK í gær. Gerir þetta félaginu kleift af greiða bætur úr sjóðnum í hálfan mánuð. Alls greiða kenn- arafélögin tvö félögum sínum rúm- ar 220 milljónir í verkfallsbætur á mánuði. ■ HÍK fær 33 milljónir/2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.