Morgunblaðið - 28.03.1995, Page 17

Morgunblaðið - 28.03.1995, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 17 Morgunblaðið/Rúnar Þór KENNARAR söfnuðust saman á Ráðhústorgi fyrir stjórnmála- fund Davíðs Oddssonar og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á laugardag þar sem þeir báru saman bækur sínar áður en þeir fjölmenntu á fundinn og báru upp fjölda fyrirspurna. Almennur stjórnmálafundur á Akureyri Kennarar fjöl- menntu á fund með forsætisráðherra KENNARAR fjölmenntu á almenn- an stjórnmálafund Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra og frambjóð- enda Sjálfstæðisflokksins á Norður- landi eystra sem haldinn var í veit- ingahúsinu 1929 á Akureyri á laug- ardaginn. Segja má að kennarar hafi yfir- tekið fundinn, nær allar fyrirspurn- ir beindust að stöðu mála í deilu kennarafélaganna og samninga- nefndar ríkisins. Davíð Oddsson sagðist vænta þess að tillaga sáttasemjara yrði til þess að hægt yrði að bijótast út úr þeirri lokuðu stöðu sem deilan væri komin í, en algjört þrátefli væri uppi í deilunni. Vonaðist for- sætisráðherra til að niðurstaða fengist í málið sem allir aðilar sættu sig við. Deilan hefði staðið of lengi, engum til góðs. Hann taldi ríkisvaldið hafa teygt sig verulega til móts við kröfur kennara, lengra en gagnvart öðrum stéttum, það hefði verið talið rétt- lætanlegt því viðurkennt væri að þeir hefðu dregist aftur úr. Það væri hins vegar alveg ljóst að kenn- arar gætu ekki náð til baka leiðrétt- ingu mörg ár aftur í tímann. Undir engum kringumstæðum mætti spilla þeim efnahagsbata sem menn sæju framundan. Staðið verði við þá samninga sem gerðir verða Tómas Ingi Olrich, alþingismað- ur, ræddi einnig á fundinum um deiluna, hann sagði það sína skoðun að laun kennara hefðu versnað til muna eftir að ákvörðun um laun og kjör kennara voru tekin úr kjara- dómi. Lagði hann áherslu á að gerð- ir yrðu samningar sem staðið yrði við. Halldór Blöndal samgöngu- og landbúnaðarráðherra sagði á fund- inum að sér virtist á öllu að meiri bjartýni ríkti á Akureyri en áður, fólk sæi að þar væri hægt að keppa við Reykjavík í mörgum efnum. Ekki síst hefði tilkoma Háskólans á Akureyri gert bæinn byggilegri og gerði m.a. að verkum fólk annars staðar af landinu vildi setjast þar að. FRETTIR_____________________ Alþýðuflokkur ekki með fals- anir um ávinning af EES „ALÞYÐUFLOKKURINN hefur ekki falsað neitt,“ segja forystu- menn Alþýðuflokksins. Flokkurinn mótmælir að hafa falsað tölur um ávinning íslendinga af EES-aðild og hugsanlegri inngöngu í ESB og yfirlýsingum Alþýðubandalags um annað er mótmælt. Aþýðuflokkurinn segir að hann hafi aldrei fullyrt neitt um magn- aukningu á útflutningi, enda slíkt ómögulegt vegná samdráttar í aflakvótum. Hins vegar hafí út- flutningsverðmæti aukist um 8,9%. Tollfrjálsir markaðir hafí opnast fyrir unninn físk og EES þannig þýtt hærra vinnslustig og meiri verðmætasköpun. Evrópa sé orðin heimamarkaður íslenskra fyrir- tækja. Alþýðuflokkurinn nefnir, sem dæmi um breytta samsetningu og meiri fullvinnslu, að tolla- lækkanir hafi skilað sér að fullu í útflutningi á saltfiskflökum til EES, útflutningur á ferskum flök- um hafi aukist um 40,6% á síðasta ári, en þá féll niður 18% tollur og veruleg aukning hafí orðið á blaut- verkuðum saltfiski. Alþýðuflokkurinn bendir á að Þjóðhagsstofnun hafí ítrekað í október sl. að ekkert hafi komið fram sem bendi til að athugun stofnunarinnar frá 1991 gefí ranga mynd af efnahagslegum áhrifum ESS, þegar til lengri tíma sé litið. Þá vitnar flokkurinn til skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans, þar sem segir um ESB-aðild að verð á landbúnaðarafurðum þyrfti að lækka til samræmis við verðlag ESB og neytendur myndu þannig njóta verulegrar lækkunar matar- verðs, almennt á bilinu 35-45%. Ef magnbreytingar verði í neyslu landbúnaðarvara gæti neytenda- ábati af verðlækkuninni numið um 6 milljörðum króna á ári, en hald- ist neyslan óbreytt gæti sparnaður neytenda numið um 5,5 milljörð- um. Loks segir að Alþýðuflokkurinn hafi ekkert sagt um matvælaverð í Svíþjóð eða Finnlandi. Margt bendi þó til að matvælaverð í Sví- þjóð sé 25-30% lægra en hér á landi og í Finnlandi hafí verð mat- vöru frá október/nóvember 1994 til febrúarloka 1995 lækkað um 7%. Þar hafí vöruverð hins vegar verið mun lægra en hér. í Austur- ríki hafí matvælaverð lækkað um 25% við inngöngu í ESB. Alþýðubandalag vinnur að sáttmála vinstri stjómar ■ FRAMBJÓÐENDUR Kvenna- listans í Reykjavík verða til við- tals á kosningaskrifstofu Kvenna- listans, Laugavegi 17 milli kl. 17 og 19. Þriðjudagur 28. mars: Þór- unn Sveinbjarnardóttir og Guð- rún Halldórsdóttir, miðvikudagur 29. mars Guðný Guðbjörnsdóttir og Kristín Ástgeirsdóttir, fimmtudagur 30. mars Jóhanna María Lárusdóttir og Eiín G. Ólafsdóttir, föstudagur 31. mars Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðrún Halldórsdóttir. „ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hóf undirbúningsvinnu við stjómar- sáttmála vinstri stjómar fyrir nokkmm vikum og það gerðum við með það í huga að stjómar- myndunarviðræður gætu tekið skemmri tíma en ella. í þessari vinnu er lögð áhersla á að fínna þá þætti, sem sameina flokkana og við höfum aðallega litið til nú- verandi stjórnarandstöðu. Það er ekki útilokað að við birtum drög að slíkum sáttmála fýrir kosning- ar, en við höfum ekki tekið end- anlega ákvörðun um það,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins. Ólafur sagði að Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hefði sagt að ef núverandi ríkisstjórn félli í kom- andi kosningum tækju við þriggja mánaða stjórnarmyndunarviðræð- ur og upplausn. Undir þessi orð hefði formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, tekið. „Alþýðubandalagið ákvað að hefja undirbúningsjiþmu að stjórnarsátt- mála vinstri flokka og við skýrðum frá þeirri vinnu nú, svo kjósendur gætu séð að val þeirra er ekki eins og Davíð fullyrðir. Árið 1978 tóku stjórnarmyndunarviðræður langan tíma, því þá mættu menn ekki undirbúnir til leiks. Árið 1988 tók myndun vinstri stjórnar hins vegar aðeins eina viku, því þá var undir- búningsvinnan þegar að baki.“ Ólafur Ragnar sagði að undir- búningur Alþýðubandalagsins væri ekki unninn í samvinnu við aðra flokka. „Við vinnum hins vegar úr tillögum Alþýðubandalagsins og óháðra og tillögum annarra félags- hyggjuflokka og fínnum þannig samnefnara fyrir flokkana. Við höfum litið til núverandi stjómar- andstöðuflokka, sem og tillagna Alþýðuflokksins og kappkostum að vinna verkið vel. Að þessu leyti er ég sammála Davíð að draga mörk á milli Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka." Alþýðuflokkurinn efnir til fundar með starfsfólki á heimilnm fyrír fatlaða Starfskjör gleymst í umræðu um fatlaða Morgunblaðið/Kristinn ÁSTA B. Þorsteinsdóttir, 3. maður á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík, og Jón Baldvin Hannibalsson heimsóttu starfsfólk Landspítalans í gær. ÁSTA B. Þorsteinsdóttir, formaður Lands- samtakanna Þroskahjálpar og 3. maður á lista Alþýðuflokks, efndi til fundar með starfsfólki á heimilum og stofnunum fýrir fatlaða í gær á kosningaskrifstofu flokksins, ásamt Rann- veigu Guðmundsdóttur félagsmálaráðherra og Hrefnu Haraldsdóttur, formanni Félags þroskaþjálfa, sem jafnframt skipar 18. sæti listans. Kom fram á fundinum að þjónustu við fatlaða og öryggi þeirra á heimilum væri stefnt í voða vegna lélegra launa, mikilla veikinda starfsfólks vegna aukins álags og örra mannabreytinga sem fylgdu í kjölfarið. Ásta benti á að starfsfólk heimilanna hefði orðið útundan í umræðunni um málefni fatl- aðra en kjör beggja væru samhangandi. Hrefna Haraldsdóttir gat þess á fundinum að Alþýðuflokkurinn hefði sett málefni fatl- aðra á oddinn í stefnuskrá sinni en svo lítið hafi miðað áleiðis í hagsmunamálum þeirra til þessa að þeir hafi jafnvel rætt að stofna stjórnmálaflokk til að koma baráttumálum sínum til leiðar. Fatlaðir þyrftu fulltrúa á þingi til þess að koma hagsmunum sínum áleiðis og leiddi bættur hagur þeirra jafn- framt til betra lífs fyrir aðra og bætts mann- lífs. Léleg launakjör Kom fram á fundinum að helstu vand- kvæði á heimilum og stofnunum, auk lélegra launakjara, væru skortur á starfsfólki, örar mannabreytinga og fjölgun skjólstæðinga sem þurfa mikla umönnun á hverju vistheim- ili. Sagði Ásta B. Þorsteinsdóttir að þróunin á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða væri sú sama og á spítölunum, þeim skjólstæðing- um sem krefðust mikillar umönnunar færi fjölgandi vegna stuðnings og þjónustu sem nú væri hægt að veita utan stofnananna. Einnig nefndi Ásta að ekki væri búið að fínna fullnægjandi úrræði fyrir fatlaða einstaklinga sem náð hefðu háum aldri, en þeim fjölgað jafnt og þétt. Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráð- herra sagði að samstaða ríkti um það að leita þyrfti leiða til að jafna launakjör starfsfólks sem ynni á stofnunum og heimilum fyrir fatl- aða. Sagði hún þess dæmi að þroskaþjálfar væru á lægri launum en sjúkraliðar, þótt þeir ættu lengra nám að baki. Starfsmenn á launum leita til félagsmálastofnunar Steinar Júlíusson trúnaðarmaður í Bjarkar- ási nefndi sem dæmi um launakjör að starfs- maður þar, sem hefur starfsheitið meðferðar- fulltrúi og ber ábyrgð á einni deild heimilis- ins, hefði 60.668 krónur í mánaðarlaun og fengi 49.951 krónu útborgaða við hver mán- aðamót fyrir fulla vinnu. Spurði Steinar hvort við hæfi væri að starfsfólk við stofnanir ör- yrkja væri nauðbeygt til þess að leita til fé- lagsmálastofnana sveitarfélaganna um að- stoð sér til framfærslu, þótt það væri í fullu starfi. Sú væri raunin. Voru fundarmenn á einu máli um að fólk sem ynni við að annast aðrar mannverur væri minna metið en það sem fengist við tölvur eða fjármuni, svo dæmi væru tekin. Vinnuhópur sem félagsmálaráðherra skip- aði 5. maí 1994 til að gera úttekt á ábyrgð og verksviði starfsmanna í Starfsmannafélagi ríkisstofnana (SFR), sem vinna á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða, hefur skilað til- lögum sínum. Þar er lögð áhersla á að endur- skoða starfsheiti á stofnunum og heimilum og nefndi félagsmálaráðherra að ný starfs- heiti gætu orðið grundvöllur að kjarabótum. Einnig nefndi Ranr.veig að auka þyrfti fram- boð og fjölbreytni námskeiða fyrir ófaglært starfsfólk sem hægt væri að meta inn í kjara- samninga. Rannveig kvaðst ganga út frá því að skýrsla vinnuhópsins yrði lögð til grundvallar í kjara- samningum SFR. Einnig var rætt um tilfærslu málaflokks fatlaðra til sveitarfélaganna. Sagði félagsmálaráðherra að það ylti á því hversu vel tækist til við að flytja grunnskólann hvenær málefni fatlaðra yrðu á hendi sveitarfélaganna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.