Morgunblaðið - 28.03.1995, Síða 56

Morgunblaðið - 28.03.1995, Síða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Stangir og plötur. Suðuþráður o.fl. Vandað efni. Gott verð. Kunststoffe Plastics • Plastiques Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN SMIÐJUVEGUR 70, KÓP. SlMI 564 4 711 • FAX 564 4725 SANYL m Þakrennur fyrir íslenska veðráttu f ÁLFAÐORG ” KNARRARVOGI 4 • * 686755 KVEÐJUR 5 l NUPO LÉTT NAMSKEIÐ - Vélritunarnám - Visual Basic forritun Upplýsingar og skráning í síma 561 6699. ____lg Tölvuskóli Revkiavíkur m Boröartúni 28. sími 561 6699 Þvottatölva - sbr. skrifstofutölva j fyrirheimili og fjölbýlishús Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands Aðalfundur deildarinnar verður haldinn í Átthagasalnum, Hótel Sögu, þriðjudaginn 4. apríl kl. 18.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Léttur kvöldverður. 4. Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður, segir frá fjarlægum löndum. Mjög áríðandi er að tilkynna þátttöku í síma 568 81 88 í síðasta lagi daginn fyrir fundardag. Stjórnin. D heimílistæki Örugg, auðveld í notkun og endist lengur SuOurlandsbraut 22,108 Rvík, sími 588 0200. I DAG BRIDS Umsjón Guöm. Páll Arnarson KANADAMAÐURINN Eric Kokish er með sagn- fróðari mönnum. Hann hef- ur um langt skeið skrifað um sagnvísindi í bridstíma- rit og hefur aúk þess getið sér gott orð sem þjálfari bestu spilara heims. Kokish hefur umsjón með föstum þætti í riti bandaríska brids- sambandsins, þar sem hann svarar spumingum lesenda um sagnir. Venjulega hefur eitthvað farið úrskeiðis. í sögnum og menn spyrja Kokish: „Var þetta ekki örugglega makker að kenna?“ Hér er nýlegt dæmi. NS spila bút þar sem þeir eiga heima í geimi eða jafnvel slemmu: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁD105 V 8643 ♦ G865 ♦ 6 Suður ♦ K3 ? 7 ♦ ÁKD93 ♦ ÁG853 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 tígull 1 hjarta Dobl' 2 hjörtu 3 lauf Pass Pass 3 tígiar Pass Pass ‘ neikvætt og lofar 4-lit í spaða Hvað hefur hér farið úr- skeiðis? Kokish veltir fyrst fyrir sér þriggja laufa sögn suð- urs: „Vissulega á suður styrk í fjögur lauf,“ segir hann, „en eftir þá sögn verða þijú grönd aldrei spiluð. Þijú lauf er því rétta sögnin." Næst tekur Kokish á þremur tíglum vesturs: „Þótt norður eigi góðan tígulstuðning, stendur aðeins bútur ef suður á lágmarks- opnun. Þrír tíglar er því rétt sögn, enda gefur hún opnara annað tækifæri." Og þá er það lokapassið: „Það er rangt,“ segir Kok- ish, „suður á að segja fjögur lauf, jafnvel Qögur hjörtu (sp]inter).“ í lokin ræðir Kokish um sagnteóríu sem töluvert er að ryðja sér til rúms í stöðum sem þessum. Samkvæmt henni lofar suður góðri opn- un með þremur laufum, því með sömu skiptingu og veik- ari spil ætti hann að segja tvö grönd fyrst. Sú sögn bið- ur makker um að segja þijú lauf, sé hann spilanlegur þar. Þá sýnir opnari sitt rétta andlit: Passar með lauf eða breytir í þijá tígla, sem myndu þá sýna iágmarks- opnun með sexlit í tígli. Sem sagt: Frjáls sögn á þriðja þrepi er sterk, en vilji opnari beijast á veikari spil, byijar hann á tveimur gröndum. Nokkurs konar „Lebensohl". HOGNIHREKKVISI TdAUbt Uée>/ sétz HJ*i-PAfZ.SlKZIN.' VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Skýr svör óskast VEGNA alþingiskosn- inganna 8. apríl nk. spyr ég Davíð Oddsson for- sætisráðherra og Þor- stein Pálsson dóms- málaráðherra eftirfar- andi spurninga: Hvað hafið þið gert og ykkar ráðuneyti sl. fjögur ár til að aðstoða Sophiu Hansen í erfíð- leikum hennar á er- lendri grund þar sem mannréttindi hafa ít- rekað verið brotin á henni og dætrum henn- ar af erlendu dómsvaldi? Hvers vegna hefur dómsmálaráðherra ekki staðið við hlið hennar í dómsal? Heyrst hefur að hann hafí ekki staðið sig sem skyldi í upphafí þessa erfiða forræðis- máls. Hvers vegna upplýsir dómsmál aráðuneyti okkur Islendinga og nágrannaþjóðir okkar ekki stöðugt um gang mála vegna þessara mannréttindabrota? Með þögninni aðstoðar ráðuneytið aðila sem fótum troða rétt ís- lenskra ríkisborgara. Hvers vegna tekur dómsmálaráðuneytið ekki alfarið í sínar held- ur fjármálin í þessu erf- iða máli þar sem móðir- in er farin að heilsu og gjaldþrota eftir fimm ára þrotlausa baráttu? Þó hefur hún fengið góða hjálp frá hinum almenna borgara. Hrafnhildur Guðmundsdóttir Tapað/fundið Armband tapaðist ARMBAND úr hvíta- gulli með níu steinum tapaðist 16. febrúar eða aðfaranótt þess 17., ann- aðhvort inni á Hótel Borg eða í leigubíl þaðan og að Birkigrund 67. Hafí einhver fundið arm- bandið er hann vinsam- lega beðinn að láta vita í síma 38271. Anna Ól- afsdóttir. Gleraugu töpuðust GLERAUGU töpuðust síðdegis sl. miðvikudag, annaðhvort á Grettis- götu eða á Laugavegi nálægt Sjónvarpshúsinu. Finnandi vinsamlega hringi í síma 813138. Hjól tapaðist GULT reiðhjól af gerð- inni Kynast hvarf frá Bústaðakirkju á milli kl. 8 og 10 að morgni sl. fimmtudags. Viti einhver hvar hjólið er niðurkomið er hann vinsamlega beð- inn að hringja í síma 5532999 eða vinnusíma 5688090. Giftingarhringur tapaðist GIFTINGARHRINGUR konu tapaðist á milli jóla og nýárs. Hugsanlegir staðir eru Fjarðarkaup, Garðakaup eða Kjöt og fiskur í Mjódd. Inni í hringnum stendur „Þinn Siguijón“. Hafí einhvér fundið hringinn er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 652596. Armband fannst GULLARMBAND fannst í Logalandi í Fossvogi fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 685169. Víkverji skrifar... TÓNNINN er að harðna í kosn- ingabaráttunni, eins og sjá mátti í fréttum ríkissjónvarps á sunnudagskvöld, þegar Davíð Oddsson krafðist þess, að Ólafur Ragnar legði fram fyrir kosningar þau drög að nýjum stjórnarsáttmála vinstri stjórnar, sem formaður Al- þýðubandalagsins kveðst hafa látið semja í samráði við sérfræðinga, þar sem m.a. séu tilgreindar fyrstu aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar á fyrstu 100 dögum hennar. Jafnframt gaf forsætisráðherra í skyn, að leynilegar viðræður kynnu að hafa farið fram um stjóm- armyndun á milli vinstri flokkanna. Sögusagnir um slíkt hafa verið á kreiki síðustu daga. Ekkert skal fullyrt um, hvort eitthvað er hæft í þeim en ólíklegt er, að þar hafi verið um formlegar viðræður að ræða. Hins vegar er sennilegt, að veik staða Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum að undanförnu ýti undir hugmyndir um vinstri stjórn. Ólafur Ragnar getur hins vegar búizt við því, að talsmenn Sjálf- stæðisflokksins krefjist þess dag hvern fram að kosningum, að hann leggi fram þau drög að stjórnarsátt- mála vinstri stjórnar, sem hann kveðst hafa tilbúin. Það voru mistök hjá formanni Alþýðubandalagsins frá hans sjónarhóli séð að upplýsa um tilvist þessa skjals. Frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins eiga auðvelt með að hagnýta sér þessi ummæli til þess að benda kjósend- um á, að vinstri stjórn sé yfirvof- andi hætta. xxx KOSNINGABARÁTTA Sjálf- stæðisflokksins byggist mjög á Davíð Oddssyni sjálfum og hann hefur ekki sýnt þess nokkur merki frá því á föstudag, að hann hafi áhyggjur af veikri stöðu flokksins í skoðanakönnunum. Raunar fer ekki á milli mála, að forsætisráð- herra er útsjónarsamur baráttu- maður í kosningum. Stjórnmála- flokkar eiga nokkuð auðvelt með að hagnýta sér slæma útkomu í skoðanakönnunum til þess að hleypa auknum baráttuanda í liðs- menn sína. Það gerði Alþýðubanda- lagið t.d. mjög myndarlega fyrir kosningarnar 1983, þegar skoðana- könnun í Morgunblaðinu benti til þess, að flokkurinn mundi bíða af- hroð í kosningum. Þá könnun not- uðu Alþýðubandalagsmenn með góðum árangri til þess að snúa vörn í sókn. Það geta Sjálfstæðis- menn einnig gert nú. xxx STAÐA Alþýðuflokksins í könn- unum nú sýnir einnig að skjótt skipast veður í lofti í stjórnmálum. Sl. haust höfðu menn nánast af- skrifað Alþýðuflokkinn sem afl í íslenzkum stjórnmálum. Það viðhorf var enn ríkjandi um síðustu ára- mót. Nú er staðan gjörbreytt. Þegar haft er í huga, að fyrrum varafor- maður flokksins og ráðherra í mörg ár, Jóhanna Sigurðardóttir, klauf flokkinn og stofnaði nýja stjórn- málahreyfingu er í raun og veru ótrúlegt hvað Alþýðuflokkurinn hefur náð sér mikið á strik í kosn- ingabaráttunni. Það sama á við um kosningabar- áttu Alþýðuflokksins og Sjálfstæð- isflokksins, að kratar leggja lang- mesta áherzlu á formann flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, sem átti mjög í vök að veijast fyrir nokkrum mánuðum en hefur nú náð upp umtalsverðum krafti í kosningabar- áttu flokksins. Það hefur sannast, sem Hannes Hólmsteinn Gissurar- son sagði í grein í DV fyrir nokkrum mánuðum, að Jón Baldvin er mikill baráttumaður í kosningum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.