Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Stangir og plötur. Suðuþráður o.fl. Vandað efni. Gott verð. Kunststoffe Plastics • Plastiques Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN SMIÐJUVEGUR 70, KÓP. SlMI 564 4 711 • FAX 564 4725 SANYL m Þakrennur fyrir íslenska veðráttu f ÁLFAÐORG ” KNARRARVOGI 4 • * 686755 KVEÐJUR 5 l NUPO LÉTT NAMSKEIÐ - Vélritunarnám - Visual Basic forritun Upplýsingar og skráning í síma 561 6699. ____lg Tölvuskóli Revkiavíkur m Boröartúni 28. sími 561 6699 Þvottatölva - sbr. skrifstofutölva j fyrirheimili og fjölbýlishús Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands Aðalfundur deildarinnar verður haldinn í Átthagasalnum, Hótel Sögu, þriðjudaginn 4. apríl kl. 18.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Léttur kvöldverður. 4. Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður, segir frá fjarlægum löndum. Mjög áríðandi er að tilkynna þátttöku í síma 568 81 88 í síðasta lagi daginn fyrir fundardag. Stjórnin. D heimílistæki Örugg, auðveld í notkun og endist lengur SuOurlandsbraut 22,108 Rvík, sími 588 0200. I DAG BRIDS Umsjón Guöm. Páll Arnarson KANADAMAÐURINN Eric Kokish er með sagn- fróðari mönnum. Hann hef- ur um langt skeið skrifað um sagnvísindi í bridstíma- rit og hefur aúk þess getið sér gott orð sem þjálfari bestu spilara heims. Kokish hefur umsjón með föstum þætti í riti bandaríska brids- sambandsins, þar sem hann svarar spumingum lesenda um sagnir. Venjulega hefur eitthvað farið úrskeiðis. í sögnum og menn spyrja Kokish: „Var þetta ekki örugglega makker að kenna?“ Hér er nýlegt dæmi. NS spila bút þar sem þeir eiga heima í geimi eða jafnvel slemmu: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁD105 V 8643 ♦ G865 ♦ 6 Suður ♦ K3 ? 7 ♦ ÁKD93 ♦ ÁG853 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 tígull 1 hjarta Dobl' 2 hjörtu 3 lauf Pass Pass 3 tígiar Pass Pass ‘ neikvætt og lofar 4-lit í spaða Hvað hefur hér farið úr- skeiðis? Kokish veltir fyrst fyrir sér þriggja laufa sögn suð- urs: „Vissulega á suður styrk í fjögur lauf,“ segir hann, „en eftir þá sögn verða þijú grönd aldrei spiluð. Þijú lauf er því rétta sögnin." Næst tekur Kokish á þremur tíglum vesturs: „Þótt norður eigi góðan tígulstuðning, stendur aðeins bútur ef suður á lágmarks- opnun. Þrír tíglar er því rétt sögn, enda gefur hún opnara annað tækifæri." Og þá er það lokapassið: „Það er rangt,“ segir Kok- ish, „suður á að segja fjögur lauf, jafnvel Qögur hjörtu (sp]inter).“ í lokin ræðir Kokish um sagnteóríu sem töluvert er að ryðja sér til rúms í stöðum sem þessum. Samkvæmt henni lofar suður góðri opn- un með þremur laufum, því með sömu skiptingu og veik- ari spil ætti hann að segja tvö grönd fyrst. Sú sögn bið- ur makker um að segja þijú lauf, sé hann spilanlegur þar. Þá sýnir opnari sitt rétta andlit: Passar með lauf eða breytir í þijá tígla, sem myndu þá sýna iágmarks- opnun með sexlit í tígli. Sem sagt: Frjáls sögn á þriðja þrepi er sterk, en vilji opnari beijast á veikari spil, byijar hann á tveimur gröndum. Nokkurs konar „Lebensohl". HOGNIHREKKVISI TdAUbt Uée>/ sétz HJ*i-PAfZ.SlKZIN.' VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Skýr svör óskast VEGNA alþingiskosn- inganna 8. apríl nk. spyr ég Davíð Oddsson for- sætisráðherra og Þor- stein Pálsson dóms- málaráðherra eftirfar- andi spurninga: Hvað hafið þið gert og ykkar ráðuneyti sl. fjögur ár til að aðstoða Sophiu Hansen í erfíð- leikum hennar á er- lendri grund þar sem mannréttindi hafa ít- rekað verið brotin á henni og dætrum henn- ar af erlendu dómsvaldi? Hvers vegna hefur dómsmálaráðherra ekki staðið við hlið hennar í dómsal? Heyrst hefur að hann hafí ekki staðið sig sem skyldi í upphafí þessa erfiða forræðis- máls. Hvers vegna upplýsir dómsmál aráðuneyti okkur Islendinga og nágrannaþjóðir okkar ekki stöðugt um gang mála vegna þessara mannréttindabrota? Með þögninni aðstoðar ráðuneytið aðila sem fótum troða rétt ís- lenskra ríkisborgara. Hvers vegna tekur dómsmálaráðuneytið ekki alfarið í sínar held- ur fjármálin í þessu erf- iða máli þar sem móðir- in er farin að heilsu og gjaldþrota eftir fimm ára þrotlausa baráttu? Þó hefur hún fengið góða hjálp frá hinum almenna borgara. Hrafnhildur Guðmundsdóttir Tapað/fundið Armband tapaðist ARMBAND úr hvíta- gulli með níu steinum tapaðist 16. febrúar eða aðfaranótt þess 17., ann- aðhvort inni á Hótel Borg eða í leigubíl þaðan og að Birkigrund 67. Hafí einhver fundið arm- bandið er hann vinsam- lega beðinn að láta vita í síma 38271. Anna Ól- afsdóttir. Gleraugu töpuðust GLERAUGU töpuðust síðdegis sl. miðvikudag, annaðhvort á Grettis- götu eða á Laugavegi nálægt Sjónvarpshúsinu. Finnandi vinsamlega hringi í síma 813138. Hjól tapaðist GULT reiðhjól af gerð- inni Kynast hvarf frá Bústaðakirkju á milli kl. 8 og 10 að morgni sl. fimmtudags. Viti einhver hvar hjólið er niðurkomið er hann vinsamlega beð- inn að hringja í síma 5532999 eða vinnusíma 5688090. Giftingarhringur tapaðist GIFTINGARHRINGUR konu tapaðist á milli jóla og nýárs. Hugsanlegir staðir eru Fjarðarkaup, Garðakaup eða Kjöt og fiskur í Mjódd. Inni í hringnum stendur „Þinn Siguijón“. Hafí einhvér fundið hringinn er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 652596. Armband fannst GULLARMBAND fannst í Logalandi í Fossvogi fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 685169. Víkverji skrifar... TÓNNINN er að harðna í kosn- ingabaráttunni, eins og sjá mátti í fréttum ríkissjónvarps á sunnudagskvöld, þegar Davíð Oddsson krafðist þess, að Ólafur Ragnar legði fram fyrir kosningar þau drög að nýjum stjórnarsáttmála vinstri stjórnar, sem formaður Al- þýðubandalagsins kveðst hafa látið semja í samráði við sérfræðinga, þar sem m.a. séu tilgreindar fyrstu aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar á fyrstu 100 dögum hennar. Jafnframt gaf forsætisráðherra í skyn, að leynilegar viðræður kynnu að hafa farið fram um stjóm- armyndun á milli vinstri flokkanna. Sögusagnir um slíkt hafa verið á kreiki síðustu daga. Ekkert skal fullyrt um, hvort eitthvað er hæft í þeim en ólíklegt er, að þar hafi verið um formlegar viðræður að ræða. Hins vegar er sennilegt, að veik staða Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum að undanförnu ýti undir hugmyndir um vinstri stjórn. Ólafur Ragnar getur hins vegar búizt við því, að talsmenn Sjálf- stæðisflokksins krefjist þess dag hvern fram að kosningum, að hann leggi fram þau drög að stjórnarsátt- mála vinstri stjórnar, sem hann kveðst hafa tilbúin. Það voru mistök hjá formanni Alþýðubandalagsins frá hans sjónarhóli séð að upplýsa um tilvist þessa skjals. Frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins eiga auðvelt með að hagnýta sér þessi ummæli til þess að benda kjósend- um á, að vinstri stjórn sé yfirvof- andi hætta. xxx KOSNINGABARÁTTA Sjálf- stæðisflokksins byggist mjög á Davíð Oddssyni sjálfum og hann hefur ekki sýnt þess nokkur merki frá því á föstudag, að hann hafi áhyggjur af veikri stöðu flokksins í skoðanakönnunum. Raunar fer ekki á milli mála, að forsætisráð- herra er útsjónarsamur baráttu- maður í kosningum. Stjórnmála- flokkar eiga nokkuð auðvelt með að hagnýta sér slæma útkomu í skoðanakönnunum til þess að hleypa auknum baráttuanda í liðs- menn sína. Það gerði Alþýðubanda- lagið t.d. mjög myndarlega fyrir kosningarnar 1983, þegar skoðana- könnun í Morgunblaðinu benti til þess, að flokkurinn mundi bíða af- hroð í kosningum. Þá könnun not- uðu Alþýðubandalagsmenn með góðum árangri til þess að snúa vörn í sókn. Það geta Sjálfstæðis- menn einnig gert nú. xxx STAÐA Alþýðuflokksins í könn- unum nú sýnir einnig að skjótt skipast veður í lofti í stjórnmálum. Sl. haust höfðu menn nánast af- skrifað Alþýðuflokkinn sem afl í íslenzkum stjórnmálum. Það viðhorf var enn ríkjandi um síðustu ára- mót. Nú er staðan gjörbreytt. Þegar haft er í huga, að fyrrum varafor- maður flokksins og ráðherra í mörg ár, Jóhanna Sigurðardóttir, klauf flokkinn og stofnaði nýja stjórn- málahreyfingu er í raun og veru ótrúlegt hvað Alþýðuflokkurinn hefur náð sér mikið á strik í kosn- ingabaráttunni. Það sama á við um kosningabar- áttu Alþýðuflokksins og Sjálfstæð- isflokksins, að kratar leggja lang- mesta áherzlu á formann flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, sem átti mjög í vök að veijast fyrir nokkrum mánuðum en hefur nú náð upp umtalsverðum krafti í kosningabar- áttu flokksins. Það hefur sannast, sem Hannes Hólmsteinn Gissurar- son sagði í grein í DV fyrir nokkrum mánuðum, að Jón Baldvin er mikill baráttumaður í kosningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.