Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Verkfall hafið á Höfn í Homafirði Tillaga um frest- un verkfalls felld TRÚNAÐARMANNARÁÐ verka- lýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Homa- fírði felldi í gærkvöldi tillögu um frestun verkfalls verslunarmanna á Höfn. Tillagan kom fram eftir að stjómendur Kaupfélags A-Skaftfeli- inga og starfsmenn þess höfðu náð samningum um kauphvatakerfi. Verkfall um 100 verslunarmanna hófst því á miðnætti í nótt. Pálmi Guðmundsson kaupfélags- stjóri sagði að KASK væri ekki til- búið til að semja um meiri kaup- hækkanir en samið var um í samn- ingunum sem ASÍ og vinnuveitendur gerðu 21. febrúar sl. Það væri hins vegar tilbúið til að gera sérstaka samninga við starfsfólk sitt um sér- stakan kauphvata. Samningur um það hefði verið undirritaður í gær. Hann sagði að samningurinn hefði Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði Hlutafé auk- ið um 50 milljónir Fáskrúðsfjðrður. Morgunblaðið. Á HLUTHAFAFUNDI í Loðnu- vinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði í gærkvöldi, var ákveðið að auka hlutafé fyrirtækisins úr 250 milljón- um króna í 300 milljónir samkvæmt kröfu Landsbankans. Þeim hluthöf- um sem fyrir eru í fyrirtækinu var boðið að auka hlut sinn eins og heimilt er, en á fundinum kom fram að Lífeyrissjóður Austurlands ætlar ekki að auka sinn hlut. Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar hefur hins vegar lýst jrfir að það muni auka sinn hlut. verið gerður í samráði við samninga- nefnd verkalýðsfélagsins. Ekki hefði verið hægt að gera samninginn við félagið beint þar sem utn innanhúss- samninga væri að ræða. Þeir sem stóðu að gerð kaupfélagssamning: anna gerðu ráð fýrir að ASI/VSI samningamir yrðu aftur bomir undir atkvæði nk. mánudag. í gærkvöldi ríkti óvissa um hvort það yrði niður- staðan. Vinnuveitendur á Höfn bera brigð- ur á að trúnaðarmannaráð Jökuls hafi haft umboð til að taka afstöðu til tillögunnar um frestun verkfalls þar sem í því sitji fulltrúar allra deilda félagsins. Það sé hins vegar verslun- ardeild Jökuls senx-hafí boðað verk- fall. Seint í gærkveldi var boðaður fundur með vinnuveitendum og öllum verslunarmönnum á Höfn . Berglind fegurðar- drottning Reykjavíkur Fegurðardrottning Reykjavíkur var valin í gærkvöldi Berglind Ólafs- dóttir, 17 ára Hafnfirðing- ur, dóttir Sigrúnar Stein- grímsdóttur og Óiafs S. Vilhjálmssonar. Fegurðarsamkeppnin fór fram á Hótel íslandi og kepptu fimmtán stúlkur af Stór-Reykjavíkursvæð- inu um titilinn. Ljósmyndafyrirsæta var valin Hrafnhildur Haf- steinsdóttir, 19 ára, og vin- sælastan stúlkan í hópi keppenda var kjörin Bryndís Ásmundsdóttir, sem einnig er 19 ára. Verkfalli Flugfreyjufélagsins lokið Flugfreyjur funda um framhaldið FLUGFREYJUR hófu störf að nýju á miðnætti, eftir þriggja sól- arhringa verkfall. Flugfreyjufé- lagið var með verkfallsvörslu á Keflavíkurflugvelli og Reykjavík- urflugvelli í gær, en engar vélar voru stöðvaðar. Sáttafundur hefur ekki verið haldinn í deilunni frá því á mánudag. Gunnlaugur Gunnlaugsson, stjómarmaður í Flugfreyjufélagi íslands, sagði að félagið hefði haldið uppi almennri verkfalls- vörslu í gær og afhent farþegum dreifibréf með upplýsingum um kjarabaráttu félagsmanna. „Eng- inn sáttafundur hefur verið boðað- ur enn, en stjóm og trúnaðar- mannaráð Flugfreyjufélagsins mun funda til að ræða hvað nú tekur við,“ sagði Gunnlaugur, sem sagði að það skýrðist vonandi í dag, föstudag, hver verði næstu skref félagsins. „Við emm ekki hætt,“ sagði hann. Flogið samkvæmt áætlun Flugfreyjur hófu strax störf á miðnætti, því ijórar áhafnir vom í útlöndum og flugu hingað heim í nótt. Reiknað var með að innan- landsflug og millilandaflug yrði komið í samt lag í dag. Einar Sig- urðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að í gær hefði verið tíðinda- laust í fluginu og það gengið í samræmi við áætlanir. Flugfreyjur hefðu ekki reynt að fara inn á flug- braut á Reykjavíkurflugvelli, líkt og í fyrradag, til að stöðva flug, heldur látið sér nægja að afhenda dreifibréf sín. Berglind Ólafsdóttir FLUGFREYJUR afhenda farþegum I Leifsstöð dreifibréf í gær. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Stækkun álversins í Straumsvík Minnkandí líkur á þátttöku ríkisins LIN tek- ur tillit til verk- fallsins STJÓRN Lánasjóðs íslenskra námsmanna samþykkti í gær tillögur um sérstakan viðauka við úthlutunarreglur náms- lána vegna verkfalls kennara. Tillögumar gera ráð fyrir að tekið verði sérstakt tillit til þeirrar röskunar sem orðið hefur á námi lánþega í verk- fallinu. Reiknað er með að menntamálaráðherra sam- þykki reglumar í dag eða eftir helgi. Allir sem klára eiga kost á láni Tillögumar miða að því að gera námsmönnum kleift að fá námslán út allt skólaárið, en búið er að taka ákvörðun að skólalok verði ekki fyrr en um hvitasunnu, sem er nokkm síðar en venjulega. Allir lánsþegar sem klára önnina eiga kost á láni. Þeir sem ákveðið hafa að hætta námi verða að tilkynna LIN það fyrir 12. apríl ásamt stað- festingu viðkomandi skóla á því að þeir hafi verið í námi. Meginreglan er sú að þeir sem hætta fá lán út febrúar. Tekið verður tillit til þarfa nemenda ef þeir eiga ekki kost á að nýta sér það aukna námsframboð sem skólamir bjóða upp á það sem eftir er skólaársins. Námsmenn tóku fullan þátt í að móta tillögumar og varð sátt í stjóminni um þær. Ekki er vitað með vissu hvað tillögumar kosta, en gengið er út frá því að þær þýði um 20 milljónir króna í aukin lán hjá LÍN. Húsavík Bærinn vill ekki selja hlut sinn í Höfða hf. BÆJARRÁÐ Húsavíkur hafnaði í gærkvöldi tilboði Helga Kristjánssonar í hlut bæjarins í útgerðarfyrirtæk- inu Höfða hf. á Húsavík. Helgi er skrifstofustjóri Höfða og bauð tvöfalt nafn- verð fyrir hlutabréfin. Bærinn á um 50% í Höfða og bauð Helgi Kristjánsson 60 milljónir fyrir hlutinn. Fiskiðjusamlagið á 37% hlutafjár í fyrirtækinu og em 13% í eigu ýmissa hluthafa. VIÐRÆÐUNEFND íslendinga hefur nefnt þann möguleika við Alusuisse-Lonza (A-L) að íslend- ingar yrðu með einhverjum hætti þátttakendur í stækkun álvers þeirra í Straumsvík, t.d. við bygg- ingu kerskálans. Að sögn Jóhann- esar Nordals, stjómarformanns Landsvirkjunar, var þessu velt upp í sambandi við þá vinnu sem nú fer fram við að meta hagkvæmni stækkunarinnar. Hann segir að þetta komi enn til greina en telur þó að vaxandi áhugi Alusuisse og annarra erlendra fyrirtækja hafí dregið úr líkunum á því að til þess komi. Talsmaður A-L segir að hag- kvæmniathugun á hugsanlegri stækkun álversins muni væntan- lega Ijúka á næstu tveimur vikum. Fram hefur komið að áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 10 milljarðar kr. Kurt Wolfensberger, sem hefur yfírum- sjón með athuguninni, sagði að líkumar á jákvæðri niðurstöðu væru góðar. Ekki hefur verið ákveðið hveijir munu standa að framkvæmdinni en Theodor M. Tschopp, forstjóri A-L, hefur sagt í samtali við Morgunblaðið að hann vildi heist að Alusuisse stæði sjálft að henni ef af henni verður. „Enn er of snemmt að segja hvort af stækkun verður en líkumar hafa aldrei verið meiri en nú,“ sagði hann. Ákveðið á fyrri hluta ársins Alusuisse mun væntanlega ákveða á fyrri hluta þessa árs hvort fyrirtækið ræðst í stækkun álversins. Það hefur dregið vem- lega úr álframleiðslu á undanföm- um árujn en gæti aukið framleiðsl- una á íslandi ef gott orkuverð er í boði. „Það er betra fyrir íslend- inga að fá eitthvað fyrir orkuna en að hafa hana ónotaða," sagði Wolfensberger. Ýmsir möguleikar í sambandi við hugsanlega stækkun álversins hafa verið fyrir hendi síðan hag- kvæmniathugunin hófst. Alusu- isse gæti stækkað álverið sjálft, innlendir eða erlendir aðilar gætu staðið að stækkuninni en rekstur- inn verið í höndum Alusuisse eða nýir aðilar gætu hafíð álfram- leiðslu við hlið Alusuisse í Straumsvík. Síðasti kosturinn er ólíklegastur. Tschopp tók því ólík- lega í samtali við Morgunblaðið að ál yrði framleitt í Straumsvík fyrir aðra en Alusuisse. Ekki ágreiningur Einar Njálsson bæjarst sagði í samtali við Morg blaðið í gær að ekki hafí \ ið ágreiningur í bæjarráði hafna tilboðinu, hafi það \ ið samþykkt samhljc „Menn líta á fleira en ge bréfanna. Þetta er hluti stærri heild. Framkværr sjóður Húsavíkur á meirihl í Fiskiðjusamlaginu. Þai aftur meirihluta í tveii hlutafélögum sem reka útgerð. Þessi fyrirtæki \ verið rekin undir einni st; undanfarin misseri og mati bæjarráðs var ekki ( legt að rýra hópinn með að selja eitt hlutafélagic úr honum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.