Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MINNINGAR t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, MARGRÉT ERLINGSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum 29. mars. Bótólfur Sveinsson, börn og tengdabörn. t Faðir minn og tengdafaðir, KRISTJÓN ÓLAFSSON húsgagnasmíðameistari, Dalbraut 27, er látinn. Jóhanna Kristjónsdóttir, Ingvi J. Viktorsson. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, MAGNÚS G. KJARTANSSON framkvæmdastjóri, Furubyggð 30, Mosfellsbæ, lést miðvikudaginn 29. mars sl. Auður Kristmundsdóttir, Kristmundur Magnússon, Margrét Magnúsdóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, . SÆVAR ÍSFELD, Boðaslóð 3, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardag- inn 1. aprfl kl. 16.00. Sigurborg Sævarsdóttir, Gretar ísfeld, Árni Gíslason, Helen Hansdóttir, Hafþór Bragason Alda Guðný Sævarsdóttir, og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA JÓELSDÓTTIR, Grettisgötu 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag, föstudaginn 31. mars, kl. 13.30. Arngrímur Ingimundarson, Ingileif Arngrimsdóttir, Sigmar Ægir Björgvinsson, Jóhanna Arngrímsdóttir, Snorri B. Ingason, Sigriður Arngrímsdóttir, Grettir Jóhannesson, Gíslunn Arngrímsdóttir, Gunnlaugur S. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginkonu minnar, sonar og ófæddrar dóttur, dóttur okkar, tengdadóttur og barnabarna, HAFDÍSAR HALLDÓRSDÓTTUR HALLDÓRS BIRKIS°ÞORSTEINSSONAR, Spóarima 13, Selfossi, fer fram frá Skeiðflatarkirkju f Mýrdal laugardaginn 1. apríl kl. 14.00. Blóm og kránsar éru vinsamlegaat afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnaet hinna látnu, er bent á Ingólf, björgunar- sveit Slysavarnafélagsins f Reykjavík. Sætaferðir frá BSÍ kl. 10.30, með viðkomu í Fossnesti á Selfossi. Þorsteinn Þorkelsson, Halldór Jóhannesson, Þorkell Þorsteinsson, Guðlaug G. VHhjátmsdóttir, Guðrún Pétursdóttir og f jölskyldur. + Bergþóra Jóels- dóttir, húsmóð- ir og kaupkona, fæddist í Reykjavík 29. október 1913. Hún lést á Land- spítalanum 25. mars síðastliðinn 81 árs að aldri. For- eldrar hennar voru hjónin Sigríður Kristjánsdóttir frá Grafarbakka í Ytri- Hreppi og Jóel Sumarliði Þorleifs- son frá Efstadal i Laugardal. Systk- ini hennar eru Guðbjörg, f. 7.10. 1904, d. 30.5. 1984; Krist- ján Þorleifur, f. 7.1. 1906; Þor- leifur, f. 5.11. 1908, d. 23.4. 1925; Gréta María, f. 31.1. 1910, d. 4.7. 1991; Jónína Jó- dís, f. 26.7. 1919, d. 23.3. 1920; Sveinbjöm, f. 23.11. 1923, d. í sept. 1941. OKKUR langar til að minnast í fáum orðum móður og tengdamóð- ur okkar og þakka allar þær ánægjustundir sem við áttum sam- an, því hún var lífsglöð og ánægð með allt og alla. Hún lifði í ham- ingjusömu hjónabandi með eftirlif- andi eiginmanni sínum Amgrími, því þau voru allt í senn; hjón, vinnu- félagar og einlægir vinir. Saman ráku þau stórt heimili, prjónastofu og verslunina Vörðuna sem þau keyptu 1958 og ráku fyrstu árin á Laugavegi 60. Tíu árum síðar fluttu þau á Grettisgötu 2 sem varð hvort tveggja í senn heimili þeirra og vinnustaður. Þar hófum við búskap undir vemdarvæng og í skjóli þeirra og bjuggum þar í sjö ánægjuleg ár. Bergþóra unni mjög útiveru og ferðalögum og einnig hafði hún mikla ánægju af hestun- um eftir að þeir komu til sögunnar 1979. Árið 1981 festi fjölskyldan kaup á jörðinni Dalsmynni í Bisk- upstungum sem varð sælureitur ijölskyldunnar. Varði fjölskyldan þar öllum sínum frítíma og átti sam- an margar ánægjustundir. í huga hennar ríkti ávallt mikil tilhlökkun þegar fara skyldi í Dalsmynni. Síð- ustu tvö árin var hún bundin við þjólastól en ekki minnkaði ferða- gleðin þrátt fyrir þessa Ijötra. Að leiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti fyrir löng og náin kynni. Lífsgleðin og heiðarleikinn var hennar leiðarljós í gegnum þykkt og þunnt. Megir þú hvíla í guðsfriði með þökk fyrir allt og allt. Snorri, Jóhanna og börn. Með nokkram fátæklegum orð- um langar mig að þakka samfylgd- ina. Kynni okkar Bergþóra hófust fyrir liðlega aldaríjórðungi er ég raddist inn í fjölskylduna. Ég er ekki viss um að hún hafí verið yfir sig ánægð með þennan strákling í fyrstu, en okkar samband í gegnum tíðina hefur verið mjög ánægjulegt. Stórfjölskyldan flutti árið 1968 Hinn 14. júlí 1945 giftist Bergþóra eftirlifandi eigin- manni sínum Arn- grími Ingimundar- syni frá Höfn í Fyótum, f. 23.11. 1912. Börn þeirra eru Ingileif, f. 4.9. 1946, gift Sigmari Ægi Björgvinssyni, f. 14.6. 1948; Jó- hanna, f. 6.11.1948, gift Snorra Björg- vin Ingasyni, f. 1.4. 1947; Sigríður, f. 30.8. 1950, gift Gretti Kristni Jóhannessyni, f. 11.5. 1946; Gíslunn, f. 13.11. 1951, gift Gunnlaugi S. Sig- urðssyni, f. 17.7. 1953. Bama- börnin eru fjórtán og barna- barnabörnin sjö. Útför Bergþóru fer fram frá Hallgrímskirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. af Rauðalæknum niður á Grettis- götu þar sem dætumar komu sér upp heimilum. Allir bjuggu undir sama þaki og stelpumar unnu þar í verzluninni. Gjaman vora sameig- inlegar máltíðir fyrir alla og sáu Bergþóra og Arngrímur um þær. Heimilishaldið var nokkuð sérstakt. Ekki er hægt að segja að þar hafi alltaf verið eintóm lognmolla. Kvenfólkinu liggur nokkuð hátt rómur. En þrátt fyrir allt er þetta einstaklega samheldin fjölskylda. Allir fóra saman út að skemmta sér með Bergþóra og Arngrím í broddi fylkingar. Hestamennska hefur verið töluvert stór þáttur í lífí ijölskyldunnar. Hin síðari ár hefur hún átt griðastað í Dals- mynni og hefur oft verið líf og fjör í tuskunum. Margar góðar stundir höfum við átt þar saman, sérstak- lega í kring um heyskapinn. Allur skarinn hefur notið sín þar við leik og störf. Fyrir hönd ijölskyldu minnar vil ég senda bestu þakkir. Nú baðar sólin hin björtu tún og blómin þau fljóta í tárum, og foldin í ljósið lyftir brún að læknuðum vetrar-sárum. En djúpið er svart: Það svífur að fley, og sorgin stafar á bárum. Svo huggi vor andvörp heit og klökk þau hjörtun, er sárast !:ða. Og tak nú við hennar hinztu þökk, þú hetjan vor sorgum-fríða! - Svo vígir þeim drottinn vopnin góð, sem vasklega þarf að stríða. (M. Joch.) Blessuð sé minning Bergþóru. Gunnlaugur. Elsku amma. Við systumar söknum þín svo mikið. Það var allt- af svo gaman í sveitinni þegar þú varst í fótbolta með okkur krökkun- um. Og mikið þótti þér vænt um að sjá og skoða nýköstuð folöldin. Það vantar mikið þegar þú ert nú farin. Guð blessi minningu þína. Kæri afi, megi guð blessa þig og styrkja. Bergþóra og Guðbjörg. Ljósar nætur lyfta sér í ljómann prúða. Hjúpast tindar skarlatsskrúða. Skjálfa blóm í daggarúða. Liðin era nú nærfellt 35 ár frá því, er fyrst ég kynntist Bergþóra Jóelsdóttur. Á góðviðrisvordegi átti ég erindi við Amgrím bónda hennar. Þau bjuggu þá í húsi númer 29 við Rauðalæk. Þegar ég gekk heim að húsinu var kallað úr gar'ðinum og ég beðinn aðstoðar. Húsmóðirin var að nota góðviðrið til gluggaþvotta. Stiga notaði hún til athafna og þurfti nú hjálp til að færa hann. Þama var Bergþóra, dugnaðarkon- an, glaðleg, áköf og einbeitt. Þann- ig kom hún mér fyrir sjónir við fyrstu kynni. Þannig var hún ætíð. Hún var ákaflega hlý manneskja, sem ekkert mátti aumt sjá. Stór- myndarleg húsmóðir og umhyggju- söm móðir fjögurra dætra. Árin líða, Gunnlaugur sonur okk- ar gekk að eiga yngstu dótturina, Gíslunni. Jukust þá kynni fjöl- skyldnanna og mynduðust traust tengsl. Síðari árin má segja að Bergþóra hafí verið húsmóðir á tveim stóram heimilum, Grettisgötu og Dals- mynni í Biskupstungum. Þá jörð eignuðust þau 1982 og rekur Ám- grímur þar stórt hrossabú. Þar er náttúrafegurð mikil og þar undi Bergþóra sér vel. Hún var mikill náttúruunnandi og hafði næmt auga fyrir fegurð landsins og lífríki þess. Fyrir fáum áram fékk hún áfall og var bundin við hjólastól síðan. Ekki kom það þó í veg fyrir að hún færi austur eða að hún hefði sam- skipti við annað fólk. Aðdáanlegt var að sjá umhyggju bónda hennar, sem annaðist hana og fór með hana í ökuferðir daglega. 24. mars hitt- ust fjölskyldumar í afmælisfagnaði hjá Gíslunni og Gunnlaugi. Berg- þóra í stólnum sínum brosandi og augun geisluðu er hún leit yfir hóp- inn sem fyrir var. - Þetta var henn- ar fólk. - Daginn eftir var hún öll. Við Dúa og fyölskylda okkar sendum Arngrími og öllu þeirra fólki okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Bergþóru Jóelsdóttur. Megi hún í friði fara. Sigurður Gunnlaugsson. Með söknuði kveð ég ömmu í hinsta sinn. í gegnum árin hafa samverastundir verið með fjöl- breyttasta hætti. Allt frá því þegar ég var lítill polli þar til maður var farinn að sendast fyrir afa og ömmu og einnig með ömmu í bæ- inn. Mér fannst það svolítið sér- stakt hvernig hún heilsaði öllum og gaf sig jafnan á tal við fólk. Þar sem fjölskyldan er mjög sam- rýnd voru afmæli, jóla- og áramóta- veislur stórviðburðir. Eftir að ég fór að vinna meira fyrir afa bæði í versluninni og við sveitastörf í Dalsmynni var það oft svo að ég fór erinda bæði fyrir og með ömmu. Amma Bergþóra hafði mjög gaman af ferðalögum og bfltúrum og tók þá gjarnan mikið af myndum. Fyr- ir tæpum tveimur áram fékk hún áfall og bfltúrunum fjölgaði. Ég á margar minningar frá þeim ferð- um. Bessastaðir, Kjalames, Gljúf- rasteinn, Þingvellir og sveitirnar fyrir austan §all voru þeir staðir sem farið var mest um. Amma var alltaf þakklát ef maður gerði eitt- hvað fyrir hana. Daginn fyrir andl- átið fórum við amma í bfltúr er byrjaði á sendiferðum í bænum og síðan keyrðum við að Gljúfrasteini í ljómandi fallegu veðri og síðan í hesthúsið til afa þar sem kaffibolli beið ömmu er henni þótti ákaflega gott að fá. Síðar um kvöldið var hún í afmælisveislu okkar systkin- anna. Fréttin um andlát hennar var því mjög óvænt. Ég bið guð að varðveita hana. Sigurður. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fyigi útprentuninni. Auðveld- ust cr móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld ! úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGNÝ WESSMAN, lóst í Landspítalanum 30. mars. Ib Wessman, fna Petersen, Dagga Lís Kjœrnested, Wilhelm Wessman, Ragnar Wessman, Inga Wessman, Cristian Petersen, Harrý Kjærnosted, Ólöf Wessman, Alda Wessman, Anna SigrfAur Wessman, Helgi Hálfdánarson, barnabörn og barnabarnabörn. BERGÞORA JÓELSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.