Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 29 LISTIR Norræna húsið Sýningar- loká tveimur sýningum SÝNINGARLOK eru á tveim- ur sýningnm í Norræna hús- inu nú um helgina. Sýningu á verkum finnska hönnuðar- ins Antti Nurmesniemi og danska ljósmyndarans Nönnu Bisp Búchert. Yfirlitssýning á verkum finnska hönnuðarins Antti Nurmesniemi í sýningarsal Norræna hússins lýkur nú sunnudaginn 2. apríl. Sýning þessi er farandsýning á veg- um Design Forum Finland, sem sett var saman í tilefni af 40 ára starfsafmæli Nurm- esniemis 1992. Sýningin spannar verk hans á þessu tímabili og gefur góða yfirsýn yfir fjölbreytni og hæfileika hans. Sýningu Nönnu Bisp Búchert ljósmyndara „Síð- degi — ljósmyndir frá Anda- lúsíu“ í anddyri Norræna hússins lýkur einnig á sunnu- dag. Ljósmyndirnar eru tekn- ar í gömlu andalúsísku fjalla- þorpi í Granadahéraði. Nanna leitast við að koma því hugar- ástandi sem skila sem húsið, staðurinn og ekki síst þögnin koma henni í, segir í kynn- ingu. Sýningarsalur Norræna hússins er opinn daglega kl. 14-19. Sýning Nönnu í and- dyri Norræna hússins er opin daglega kl. 9-19, nema á sunnudag kl. 12-19. Ljóða- og tón- listarkvöld í Hafnarfirði LJÓÐA- og tónlistarkvöld verður haldið í kvöld, föstu- dagskvöld, í kaffihúsinu Súf- istanum, Strandgötu 9, Hafn- arfirði, og hefst það kl. 21. Fram koma Birgir Svan Símonarson, Hjörtur Pálsson, Anna S. Björnsdóttir, Eiríkur Brynjólfsson, Þorgerður Sig- urðardóttir og Helga Bach- mann. Um tónlistina sjá Þorvald- ur Öm Árnason og Ragnheið- ur Elísabet Jónsdóttir og er fólk hvatt til að mæta og taka með sér gesti. Kynnir verður Starkaður Öm Amarson. Frá Monte- verdi til Heklu SÖNGLEIKHÚSIÐ víðkunna Drottningholms Slottsteater í Svíþjóð hefur birt sumardag- skrá sína og er sala að- göngumiða hafin. Sýningar og konsertar verða 37 í sum- ar. Listrænn stjórnandi er söngkonan Elisabeth Söd- erström. Meðal þess sem boðið er upp á í vor, nánar tiltekið 17. júní, em tónleikar sem nefn- ast Frá Monteverdi til Heklu- fjalls (Frán Monteverdi till Monte Hekla). Á tónleikunum koma fram Sverrir Guðjóns- son kontratenór og hljóð- færaleikararnir Snorri Örn Snorrason og Guðrún Óskars- dóttir. Sameiginleg- ir strengja- tónleikar Húsavík. Morgunblaðið. STRENGJASVEITIR Tónlistarskól- anna á Akureyri, Húsavík, Egils- stöðum og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í Reykjavík, héldu um síðustu helgi sameiginlega tónleika á Akureyri og Húsavík. Þar létu 80 nemendur til sín heyra í fyrsta skipti, en strengjaleikaram- ir vom á aldrinum 8-14 ára. Hljóm- sveitimar enduðu tónleikana á sam- leik allra sveitanna sem spiluðu og sungu, ljóð Huldu og lag Emils Thoroddsen „Hver á sér fegra föður- land“. HARPA Harðardóttir, Reynir Jónasson og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir. Gömul ís- lensk dægur- lög í Kaffi- leikhúsinu ÍSLENSK „gullaldar“dægurlög verða í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum næstkomandi sunnudagskvöld kl. 21 þar sem sópransöngkonumar Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Harpa Harð- ardóttir ásamt harmonikuleikaranum Reyni Jónassyni koma fram. Á söngdagskránni er að fínna lög sem urðu vinsæl um miðbik aldarinn- ar í íslenskri dægurlagatónlist. Söngdagskráin hefst eins og fyrr segir kl. 21 en húsið opnar kl. 20 og verður boðið upp á veitingar. Jafnar greiðslur Óverðtryggð lán til allt að 5 ára með jöfnum greiðslum allan lánstímanni íslandsbanki vill stuðla að stöðugleika í fjármálum heimilanna og býður nú nýjan lánamöguleika. Óverðtryggð lán til allt að 5 ára með jöfnum greiðslum allan lánstímann. Leitaðu upplýsinga í ncesta útibúi bankans. ÍSLAN DSBAN Kl - / takt við nýja tíma! *Um er oð rœba jafngreibslulán. Greibslubyrbi þessara lána verbur jöfn út lánstímann á meban vextir breytast ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.