Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 15
FRÉTTIR
Morgunblaðio/bvemr
UNGU fólki, sem þarf að standa undir þjóðfélaginu með sínu atvinnuframlagi, fjölgar hægar en hinum eldri, „með öðrum orðum;
það verða færri, sem sjá um fleiri,“ sagði Friðrik Sophusson meðal annars á fundi með ungu fólki.
Friðrik Sophusson á fjölmennum fundi með ungu fólki á Kaffi Reykjavík
Fjárfestum í hugmynd-
um og eflum frumkvæði
UNGA fólkið fer þangað sem lífs-
kjörin eru best og þess vegna er
mikilvægt fyrir ísland að dragast
ekki aftur úr öðrum þjóðum, sagði
Friðrik Sophusson varaformaður
Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráð-
herra á fundi með ungu fólki á
Kaffi Reykjavík sl. miðvikudags-
kvöld.
Friðrik lagði fram níu atriði, sem
leggja ætti áherslu á að hans mati,
en viðurkenndi fúslega að ekki
væri um neinar töfralausnir að
ræða, heldur gömul sannindi, sem
allt of sjaldan væru skoðuð, sem
nauðsynleg tæki til að ná árangri.
Atriðin eru: Frelsi í viðskiptum,
markaðsaðgerðir til að örva sam-
keppni, uppbygging þekkingarþjóð-
félags, að átta okkur á því að meiri
framleiðni fjölgar störfum en fækk-
ar þeim ekki, mikilvægi gróðafyrir-
tækja, nýskipan í ríkisrekstri, að
líta á umhverfismál sem atvinnu-
mál, að finna lausn á jafnréttismál-
um og með því að láta byggðina
þróast með eðlilegum hætti á ís-
landi.
Samkeppni verður að örva
Við viljum lægra verð og meiri
gæði; þess vegna eigum við að örva
samkeppni, hélt Friðrik fram. „Á
Islandi er engin samkeppni í raforku
eins og til dæmis í Noregi. Hér á
landi er það ríkið, sem á tvo við-
skiptabanka og flesta sjóðina. Sam-
göngumannvirki, flugvellir, hafnir
og vegir, eru í eigu ríkisins á meðan
víða erlendis eru einkaaðilar farnir
að reka slík mannvirki,“ sagði hann
og bætti við að sem betur fer væri
núna að aukast samkeppni í fjar-
skiptum og „í landbúnaðinum, sem
hefur verið mjög háður opinberum
aðgerðum getum við komið við sam-
keppni og þurfum að gera í framtíð-
inni. Þarna eru miklir möguleikar
til að ná fram meiri og betri lífskjör-
um.“
Fjárfesta í hugmyndum en
ekki steinsteypu
Að mati Friðriks, sem skipar ann-
að sætið á lista Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík, vantar í námid að efla
frumkvæði og sköpunargáfu fólks.
Það er stundum þannig að þeir, sem
hafa sköpunargáfu og brydda upp
á nýjungum fá ekki að njóta sín
staðhæfði hann. Og þegar þetta
fólk leitaði eftir fjármagni til að
framkvæma hugmyndirnar ætti
frekar að lána á grundvelli þess
hvort hugmyndin væri arðbær en
ekki að spytja bara hvort viðkom-
andi ætti hús til tryggingar láninu.
Um háskólamál sagði Friðrik að nú
færi meira tii háskólastarfs en nokk-
urn tíma áður; peningarnir færu
bara ekki allir til Háskóla íslands;
mikil uppbygging hefði til dæmis
verið í Háskólanum á Akureyri.
Miklum fjármunum sé einnig varið
í Þjóðarbókhlöðuna og í rekstur
hennar fari nú á annað hundrað
milljónir á ári umfram það, sem fór
til allra safnanna áður.
Auðveldara nú að hugsa fram
í tímann
„Forsendur hafa skapast til lang-
tímahugsunar," sagði Friðrik. Hann
sagði að íslendingar byggju nú við
efnahagslegan stöðugleika, verð-
bólga væri lág og sem þjóð værum
við að greiða niður erlendar skuldir.
Hann lagði áherslu á að íslendingár
ættu að vera góðir í því, sem þeir
væru bestir í. „Framtíðin byrjar
strax eftir þennan fund,“ sagði Frið-
rik Sophusson að lokum.
Meirihluti
treystir
Jóhönnu
MEIRIHLUTI kjósenda, eða
58,3%, treyStir Jóhönnu Sigurð-
ardóttur sem stjómmálamanni.
Hins vegar segjast 31,6% ekki
treysta henni og 10,1% eru hlut-
lausir.
Þetta eru svör við spurningu,
sem Félagsvísindastofnun Há-
skóla íslands lagði fyrir 2.-6.
marz síðastliðinn. Spurt var að
ósk Þjóðvaka og kemur þetta
fram í fréttatilkynningu frá
flokknum.
Spurt var: „Treystir þú Jó-
hönnu Sigurðardóttur sem
stjómmálamanni?“ Spurningin
var lögð fyrir þá 860, sem náð-
ist til af 1.200 manna úrtaki í
könnuninni.
Konur treysta Jóhönnu
fremur
Fram kemur í niðurstöðunum
að mun fleiri konur, eða 65,8%
kvenkyns svarenda, treysta Jó-
hönnu en karlar; 50,1% þeirra
sögðust treysta Jóhönnu. Þá fer
traust á Jóhönnu minnkandi
með hækkandi aldri.
Kjósendur Sjálfstæðisflokks-
ins treysta Jóhönnu sízt, en
stuðningsmenn Þjóðvaka
standa nánast einhuga að baki
henni.
## Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
UM TVO hundruð manns mættu í Valaskjálf til að hlýða á frambjóðendur.
Framboðsfimdur á Egilsstöðum
EgilsstSðum. Morgunblaðið.
Ríkisútvarpið stóð fýrir sameigin-
legum framboðsfundi þeirra stjóm-
málaflokka sem bjóða fram til Al-
þingiskosninga í Austurlandskjör-
dæmi, í Valaskjálf á Egilsstöðum
sl. mánudag. Mikill fjöldi fólks sótti
fundinn og fylgdist með frambjóð-
endum.
I fyrstu umferð voru framsögur
frambjóðenda og töluðu eftirtaldir:
Þuríður Backmann fyrir Alþýðu-
bandalag, Yrsa Þórðardóttir fyrir
Kvennalista, Melkorka Freysteins-
dóttir fyrir Ijóðvaka, Hermann Ní-
elsson fyrir Alþýðuflokkinn, Arn-
björg Sveinsdóttir fyrir Sjálfstæðis-
flokk og Kristjana Bergsdóttir fyrir
Framsóknarflokk.
Fundarstjórar voru Inga Rósa
Þórðardóttir og Haraldur Bjarnason
og stýrðu þau pallborðsumræðum,
þar sem Halldór Ásgrímsson, Fram-
sóknarflokki, Hjörleifur Guttorms-
soh, Alþýðubandalagi, Gunnlaugur
Stefánsson, Alþýðuflokki, Egill
Jónsson, Sjálfstæðisflokki, Snorri
Styrkársson, Þjóðvaka, og Salóme
Guðmundsdóttir, Kvennalista, tóku
þátt og svöruðu fýrirspurnum sem
beint var til þeirra.
Fundur um
menntamál
BANDALAG íslenskra sér-
skólanema, Félag framhalds-
skólanema, Félag nemenda
við Háskólann á Akureyri,
Iðnnemasamband íslands,
Samband íslenskra náms-
manna erlendis og Stúdenta-
ráð Háskóla íslands efna til
útifundar á Ingólfstorgi
föstudaginn 31. mars kl.
15.30. i
Með fundinum vilja náms-
menn undirstrika mikilvægi
menntunar og leggja sitt af
mörkum til að tryggja að
menntamál verði jafn ofar-
lega á baugi eftir kosningar
og þau hafa verið fyrir þær.
Fundurinn er haldinn undir
yfirskriftinni: Ég kýs um
menntamál.
Opinn stjórn-
málafundur
ÞJÓÐVAKI verður með opinn
stjórnmálafund í veitingahús-
inu Kænunni í suðurhöfninni
í Hafnarfirði föstudaginn 31.
mars kl. 9.30. Frummælend-
ur verða Ágúst Einarsson og
Lilja Á. Guðmundsdóttir.
Bændafund-
ur í Kjós
OPINN bændafundur verður
haldinn á vegum Sjálfstæðis-
fiokksins í Félagsgarði í Kjós
laugardaginn 1. apríl kl. 14.
Dagskrá fundarins er
þannig að Árni M. Mathiesen
alþingismaður ræðir um
stöðu landbúnaðarins, Krist-
ján Oddsson, bóndi í Neðra-
Hálsi, fjallar um nýsköpun í
landbúnaði og Baldvin Jóns-
son ræðir um markaðstæki-
færi á nýjum forsendum.
Fundarstjóri verður Guð-
mundur Jónsson, bóndi á
Reykjum.
Fundur um
launamisrétti
HÓPUR kvenna boðar til
stjórnmálafundar í Hlaðvarp-
anum, Vesturgötu 3, laugar-
daginn 1. apríl og hefst hann
kl. 14.
Á fundinum munu fulltrúar
6 stjórnmálaflokka sem bjóða
fram lista í komandi alþingis-
kosningum greina frá til
hvaða aðgerða flokkar þeirra
ætla að grípa á komandi kjör-
tímabili til að uppræta launa-
misrétti hér á landi.
Fulltrúar flokkanna eru:
Magnús Árni Magnússon,
Alþýðuflokki, Ögmunur
Jónasson, Álþýðubandalagi,
Siv Friðleifsdóttir, Fram-
sóknarflokki, Þórunn Svein-
bjarnardóttir, Kvennalista,
Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðis-
flokki og Lára V. Júlíusdótt-
ir, Þjóðvaka.
Opið hús hjá
Kvennalista
OPIÐ hús verður á kosninga-
skrifstofu Kvennalistans í
Reykjavík laugardaginn 1.
apríl frá kl. 12-17. Fram-
bjóðendur flytja ávörp á heila
tímanum. Heitt á könnunni.
Óvæntar uppákomur, glens,
grín og gaman.