Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Þegar glasa- frjóvgun er eina vonin VEGNA greinar Jóns Hilmars Alfreðs- sonar yfirlæknis sem birtist í Morgunblaðinu þann 28 mars sl. tel ég mig knúna til að skrifa nokkrar línur og leiðrétta manninn. Hvað gengur yfírlækni Kvennadeildar til að skrifa svona grein sem hann hlýtur að vita að ekki er sannleikanum samkvæm? Með því að kynna sér málin örlítið hefði læknirinn, eins og allir sem að málinu koma, séð þörfina á stækkun deildarinnar. Á hveiju ári frá því að deildin opnaði hafa verið skráð 150-200 pör í fyrstu meðferð og sé miðað við 34% árangur þurfa 165 pör af þeim 250 sem komast í meðferð árlega að fara aftur á biðlistann eftir árangurlausa með- ferð. Samtals eru þetta á bilinu 3-400 pör á ári. Það hljóta allir að sjá að þetta gengur ekki upp. Læknirinn segir m.a. í grein sinni „séð í víðara samhengi skertrar þjónustu við þjáða og lasburða ork- ar þessi ráðstöfun tvímælis“. Mig langar að benda lækninum á að ófijósemi er veikindi samkvæmt skilgreiningu landlæknis, sem hijáir um það bil 15% allra para á bam- eignaraldri. Við sem eigum við ófijósemi að stríða erum vissulega þjáð og hann hefur ekki leyfi til að gera lítið úr okkar þjáningum sem annars flokks, sem ekki sé nauðsynlegt að taka tillit til eða reyna að bæta. Læknirinn segir líka „þó virðist biðtíminn ekki hafa lengst vemlega á síðustu missemm". Eg vil benda honum á að fyrir þremur ámm var einungis nokkurra mánaða biðlisti. Þá fómm við sem höfðum efni og aðstæður til í meðferð til Englands og var kostnaður ríkisins meiri á hveija meðferð þá en það sem greitt er í dag, eða kr. 200.000 að meðal- tali þá en er í dag kr. 120- 130.000. Þetta er ekki vegna þess að meðferðin sé miklu ódýrari hér heima heldur greiðum við sem nýt- um þessa þjónustu mismuninn. Á þessum þremur ámm sem deildin hefur starfað hefur biðlistinn lengst um næstum eitt ár fyrir hvert starfsár. Þetta er veruleg aukning og ekki merki um að jafnvægi muni skapast við óbreytt ástand. Læknirinn bendir á að með því að kaupa fósturvísafrysti sparist mikið og muni hann stytta biðtímann vemlega. Loksins getum við verið sammála um eitthvað, þó ég hafi ekki trú á að frystirinn muni stytta biðlistann jafnmikið og hann vill meina, þar sem hann lækkar lyfja- kostnað og álag á konuna vegna lyfiagjafa. Fósturvísafrystir hækkar ekki árangurshlutfall í meðferðum og styttir þar af leiðandi ekki bið- lista. Þeir sem em svo lánsamir að eignast umfram fósturvísa sem hægt er að frysta gætu hugsanlega farið á annan biðlista en það minnk- ar ekki aðsókn að deildinni. Hinsveg- ar talar hann um hæfilega gjaldtöku í því samhengi. Mundu það að við borgum sjálf stóran hluta í meðferð- inni og við emm einu sjúklingamir sem greiða fyrir læknisþjónustu veitta á sjúkrahúsi og ekki er sjálf- gefíð og sjálfsagt að hækka okkar kostnað meðan engir aðrir greiða fyrir líka þjónustu. Læknirinn heldur áfram og seg- ir: „Myndarlega var staðið að þeirri uppbyggingu á Landspítala, nema hvað húsnæði var helst til þröngt frá upphafi." Það sem læknirinn kallar „helst til þröngt" em 72 fer- metrar með biðstofu, göngum, að- stöðu fyrir skrifstofu, auk aðstöðu fyrir aðgerðir og fmmurannsóknar- stofu. í raun er þetta samsvarandi Linda Magnúsdóttir tveggja herbergja íbúð í blokk með geymslu, fyrir utan sameign. Hvað varðar mark- aðssetningu á deildinni erlendis er læknirinn á villigötum. Hafi hann eitthvað kynnt sér þessi mál erlendis, sem mér finnst nú ekki margt benda til, þá veit hann jafnvel og ég að þegar fólk ákveður að fara í glasafijóvgun, hvar sem er í heimin- um, þá horfir það fyrst og fremst á það hvar sé besti árangurinn. einkastofnanir erlendis sem glasafijóvganir hafa tölu- Allar stunda verðar tekjur af erlendum viðskipta- vinum sé árangurinn góður. Hins- vegar er stækkunin ekki gerð fyrir Ályktun mín eftir að hafa lesið þessa grein yfírlæknisins er sú, seg- ir Linda Magnúsdóttir, að hann sem sjálfstætt starfandi sérfræðingnr úti í bæ, hljóti að vera í heilögu stríði við heil- brigðisráðherra vegna tilvísanakerfís. útlendinga eins og læknirinn virðist halda. Vel má nýta þann tíma sem tekur að vinna niður biðlistann til markaðssetningar erlendis, og er Tilvera tilbúin að leggja markaðs- setningunni lið ef um það semst milli aðila. Útlendingar eru ekkert öðruvísi en við, þeir eru tilbúnir að borga aðeins meira fyrir meðferðina og leggja meira á sig þar sem árangur er góður líkt og við gerum með okkar kostnaðarhlutdeild hér heima. Við erum hinsvegar svo lánsöm að það er engin stofnun með betri árangur í heiminum í dag. Þökk sé frábæru starfsfólki sem vinnur í miklum þrengslum og við erfiðar aðstæður. Þess vegna ber að huga vel að okkar stofnun. Ég var á al- þjóðlegri ráðstefnu um glasafijóvg- anir erlendis fyrir nokkru þar sem staddir voru sérfræðingar frá glasa- fijóvgunardeildum víða að úr heim- inum. Þeir voru allir sammála um að árangurinn sem náðst hefur hér á landi sé ótvírætt sá besti sem þekkist í dag og rekstrarform og greiðsluskipting deildarinnar væri til eftirbreytni fyrir aðrar þjóðir. Ef læknirinn heldur að þetta komi ekki til með að vekja eftirspurn erlendis frá þá veit hann greinilega ekki um hvað málið snýst. í tíð Guðmundar Árna Stefáns- sonar sem heilbrigðisráðherra var skipuð nefnd til að fjalla um stækk- un á Glasafijóvgunardeildinni. I þessari nefnd áttu sæti m.a. þrír fulltrúar frá Ríkisspítölunum, tveir frá Heilbrigðisráðuneytinu og einn frá Tilveru. Enginn þessara aðila var sömu skoðunar og yfirlæknir deildarinnar varðandi markaðssetn- ingu á deildinni erlendis. Ályktun mín eftir að hafa Iesið þessa grein yfirlæknisins er sú, að hann sem sjálfstætt starfandi sér- fræðingur úti í bæ, hljóti að vera í heilögu stríði við heilbrigðisráð- herra vegna tilvísanakerfis og sé að slá ryki í augu lesenda Morgun- blaðsins og um leið að gera lítið úr þeirri ákvörðun heilbrigðisráð- herra og þar með Ríkisstjómar ís- lands, að stækka glasafijóvgunar- deild Landspítalans. Öll hans rök hrynja eins og spilaborg þegar þau eru skoðuð. Ég hef ekki hugsað mér að standa í ritdeilum við samheija okkar, Jón Hilmar Alfreðsson yfir- lækni á Kvennadeild Landspítalans. En sú spurning hlýtur að brenna á vömm allra sem til þekkja hvaða tilgangi þessi grein eigi að þjóna. Eins á hann að vita að það fjár- magn sem kom frá Ríkisstjóm ís- lands, kr. 25.000.000, er af ráðstöf- unarfé ríkisstjómarinnar en er ekki tilkomið vegna niðurskurðar á Kvennadeild eða öðmm deildum Ríkisspítala. Af hveiju kemur þetta ekki fram í grein yfirlæknisins? Var einhver ástæða til að fara í felur með þessa staðreynd? Hér í lokin kemur saga Jóns og Gunnu. Þau hófu sambúð fyrir rúm- um 13 ámm, hún tuttugu og sex ára og hann tuttugu og sjö ára. Þá vom þau bæði nýbúin í námi og fóm út á vinnumarkaðinn og keyptu sér íbúð 2 árum síðar. Eftir 6 ára sambúð átti að huga að bameignum. Næstu 2 árin reyndu hjónin án árangurs að eign- ast bam og fóm eftir þann tíma til læknis þar sem aldrei varð þung- un. Eftir rannsóknir og aðgerðir sem tóku 3 ár kom í Ijós að eina leiðin fyrir þau var að fara í glasa- frjóvgun. Þau fóm á biðlistann og þurftu að bíða þar í tvö og hálft ár eftir að komast að. Þau fóm í sína fyrstu meðferð án árangurs, og þurfa því að bíða í tvö og hálft ár eftir næstu meðferð. I rúm ellefu ár hafa þau nú reynt að eignast bam, hún er orðin 39 ára og hann 40 ára. Þegar kona er orðin 42 ára telst hún vera kom- in á aldur og getur þess vegna ekki farið í glasafijóvgun. Gunna á 3 ár í það og getur einungis farið í eina meðferð enn. Vonandi tekst það í næstu tilraun sem er jafnframt sú síðasta. Snúum okkur nú að siðferðinu. Ætlar yfirlæknirinn að taka að sér að segja við þessi hjón að því miður sé ekki siðferðilega rétt að veita þeim þá læknisþjónustu sem þau þurfa í dag, það verði að bíða betri tíma? Að lokum vil ég fyrir hönd Til- vem, samtaka gegn ófijósemi, þakka heilbrigðisráðherra Sighvati Björgvinssyni og öðram ráðhermm ríkisstjómar íslands þann skilning og áræði sem þeir hafa sýnt á málefnum okkar sem eigum við ófrjósemisvandamál að etja, með þeirri ákvörðun að stækka Glasa- fijóvgunardeild Landspítalans. Höfundur erformaður Tilveru, samtaka gegn ófrjósemi. Samkeppnin er ekki á jafnréttís- grundvelli í GREIN minni um skoðun ökutækja sem birtist í Mbl. í janúar var farið nokkmm orð- um um það óhagræði sem hlutlaust skoð- unarfyrirtæki éins og Aðalskoðun hf. og við- skiptavinir þess þurfa að búa við vegna einkaleyfis Bifreiða- skoðunar íslands hf. (BSKÍ) á mörgum þáttum skoðunar og skráningar ökutækja. Hér á eftir verður vikið að nokkmm at- riðum sem endur- spegla þá óánægju sem ríkir á meðal fjölmargra sem að málinu koma auk þess sem neyt- endur geta almennt gert sér grein fyrir hvernig samkeppniskilyrði og starfsumhverfí fyrirtæki sem hasl- ar sér völl á sviði almennrar skoð- unar þarf að búa við. Samningnr um skoðun og skráningu Árið 1987 kom fram nefndar- skýrsla á vegum dómsmálaráðu- neytisins sem lagði það til að Bif- reiðaeftirlit ríkisins yrði lagt niður og skoðun ökutækja yrði breytt til samræmis við nútímaþekkingu og kröfur. Stofnun BSKI var í sjálfu sér ekki hluti af þeirri einkavæð- ingastefnu sem á að skila sér til neytenda og þjóðfélagslegra hags- bóta, heldur aðferð þar sem ríkið tók höndum saman við hagsmunað- ila, með hlutafélagaforminu, að breyta skoðun á ökutækjum. Þá um leið var gerður samningur á milli BSKI og dómsmálaráðu- neytisins sem m.a. tryggir BSKÍ einkaleyfi á skráningum, sérskoð- unum, eigendaskiptum, númera- meðhöndlun, rekstri ökutækjaskrár o.fl. til ársins 2001. Á samnings: tímanum hefur og getur þó BSKÍ getað komið sér upp í skjóli einka- leyfis mjög vænlegri stöðu þannig að mjög erfitt er fyrir aðra aðila að ná sambærilegri stöðu og fyrir- tækið í nánustu framtíð. Álit Samkeppnisráðs að engu haft Sumarið 1994 sendi Sam- keppnisráð frá sér álitsgerð til dómsmálaráðherra þar sem tekið var á aðstöðumun BSKÍ og ann- arra skoðunarfyrirtækja. í álitsgerð Samkeppnisráðs kem- ur m.a. fram að talið er að sam- keppnisstaða skoðunarfyrirtækja Gunnar Svavarsson verði mjög ójöfn því samkeppnisaðilum BSKÍ í skoðun bifreiða hafi ekki verið sköpuð þau samkeppnisskil- yrði að fyrirtækin geti keppt við BSKÍ á jafn- réttisgrundvelli, þar sem ekki hafi verið fellt niður einkaleyfi BSKÍ á fjölmörgum þjónustuþáttum. . Frá því álitið var sent hafa ekki orðið neinar breytingar á markaðs- og stjómun- arlegri yfirburðastöðu BSKI né aðgengi neyt- enda að þjónustunni hjá öðmm skoðunarstofum. Markaðs- og stjórnunarleg yfirburðastaða Ökutækjaskrá er rekin hér á landi til þess að geta auðkennt ökutækin sem eru í umferðinni t.d. Umsýsla ökutækja- skrár, segir Gunnar Svavarsson, hefur veitt Bifreiðaskoðun íslands yfirburðastöðu. vegna gerð þeirra og búnaðar, eig- endaskrániqgar o.fl. Með áðumefndum samningi er BSKÍ tryggt einkaleyfí á rekstri skrárinnar. Það fyrirtæki sér eitt um skráningar inn í kerfið, þrátt fyrir að öðrum sé veittur aðgangur að gögnum í gegnum tölvukerfi Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavík- urborgar (SKÝRR), þá er aðgang- urinn takmarkaður og felur ekki í sér innsláttar- né breytingarheim- ildir á gögnunum, né útprentun á skráningarskírteinum. Með því að sjá um umsýslu skrárinnar er BSKÍ veitt markaðs- og sljómunarleg yfírburðastaða þar sem þeir hafa alla möguleika á að fylgjast algjörlega með öllum hreyfingum bflaflotans og þá um leið sundurgreint markhópa sam- keppnisfyrirtækjanna betur en þau sjálf. Öðram skoðunarstofum er gert skylt að senda niðurstöður skoðana daglega til BSKÍ, sem skráir þær í tölvukerfi sitt. Þessum aðilum er ekki veittur aðgangur að tölvukerfi BSKÍ sem hefur mun fleiri mögu- ^ Fyrirspurn tíl Arna Sigfússonar í TILEFNI af ráðn- ingu nýs borgarritara fékk starfsfólk Reykjavíkurborgar sérkennileg skilaboð frá oddvita sjálfstæð- ismanna í borgar- stjóm fyrr í vikunni. Skilaboðin vom efnis- lega þessi. Aðeins þeir, sem hafa sömu stjómmálaskoðun og ríkjandi valdhafar á hveijum tíma, halda vinnu sinni. Hinir verða reknir. Nú vill svo til, að hjá Reykjavíkurborg starfar fjöldinn allur Alfreð Þorsteinsson af flokks- Áð bundnum sjálfstæðis- mönnum, háum og lágum, sem ráðnir voru í tíð sjálfstæðis- manna. Spuming mín til Áma Sigfússonar er þessi. Á núverandi meirihluti borgar- stjómar að láta reka þetta fólk úr vinnu fyrir þá einu sök að fylgja Sjálfstæðis- flokknum að málum? Og hvemig samrýmist það lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna? lokum þetta. Mér hefur Vonandi neyðir Ámi Sigfússon ekki núver- andi borgarstjómar- meirihluta, segir Alfreð Þorsteinsson, til að endurskoða afstöðu sína til borgarstarfsmanna sem fylgja Sjálfstæðis- flokknum að málum. gengið vel að starfa með sjálf- stæðismönnum, sem vinna hjá Reykjavíkurborg, ekki síður en fólki úr öðmm flokkum. Vonandi neyðir Ámi Sigfússon ekki núver- andi meirihluta til að endurskoða afstöðu sína til þessa ágæta fólks. Höfundur er borgarfulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.