Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bílaþjófur dettur í lukkupott London. Reuter. ATVINNULAUS Breti hef- ur unnið 6,5 milljónir punda, jafnvirði 660 millj- óna króna, í happdrætti, en á yfir höfði sér fangelsis- dóm fyrir meintan bílastuld. Bretinn er 31 árs og verð- ur dreginn fyrir rétt á næst- unni fyrir að stela bílum og selja þá í júlí. Hann hefur keypt Jaguar XJR fyrir sem svarar 4,6 milljónum króna og pantað Ferrari Testa- rossa fyrir rúmar 13 milljónir eftir að hann datt í lukkupottinn fyrr í mánuð- inum. Býst við sýknudómi Vinningshafinn hefur flutt úr íbúð sinni, sem er metin á tæpar þrjár milljón- ir króna, í 17 milljóna íbúð og ætlar að búa þar meðan verið er að byggja reisulegt einbýlishús fyrir hann. Maðurinn kveðst ætla að halda fram sakleysi sínu í réttarhöldunum. „Það er kviðdómurinn sem ákveður það, en ég er sannfærður um að ég haldi frelsinu og geti notið peninganna." Finnland Lipponen fær um- boðið Helsinki. Morgnnblaðið. PAAVO Lipponen, formaður finnska Jafnaðarmannaflokksins, fékk í gær umboð til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn. Lipponen sagði er hann kom af fundi með Martti Ahtisaari Finn- landsforseta að hann myndi gefa skýrslu um gang viðræðna eigi síð- ar en á miðvikudag. Ahtisaari ákvað af einhverjum ástæðum að veita Lipponen ekki umboð til stjórnarmyndunar strax að loknum kosningum. Umboð það sem hann hefur fengið er takmark- að og felur ekki í sér að hann verði sjálfkrafa næsti forsætisráðherra Finnlands. Flestir eru þó þeirrar hyggju að sú verði raunin. Lipponen ræddi við blaðamenn á tröppum forsetahallarinnar í gær. Hann sagði að á þessari stundu væru þrír málaflokkar efst í huga hans; efnahagsmál, ríkisfjármálin og ESB-stefna Finna. Verðandi stjómarflokkar þurfa að leggja mesta áherslu á að ná sáttum um þessi atriði, að mati hans. Lipponen sagði að hvorki hann né forsetinn hefðu ákveðna sam- steypustjóm í huga að svo komnu máli. Leynileg tilraunastofa sértrúarsafnaðar finnst í Japan Áform um eitrun matvæla afhjúpuð Tókíó, Moskvu. The Daily Telegfraph. JAPANSKA lögreglan hefur fundið bótulín-næringarvökva í tilrauna- stofu sértrúarsafnaðarins Aum Shinri Kyo. Þykir það gefa til kynna, að söfnuðurinn hafi áform- að að eitra matvæli fyrir fólki, að sögn vikuritsins Mainichi. Við rannsókn á starfsemi sér- trúarsafnaðarins hefur jafnframt komið í ljós, að fyrirtæki, sem talið er að hafi verið skálkaskjól fyrir viðskipti á vegum safnaðarins, keypti mikið af sperðilsýkli, ban- vænni bótúlín-bakteríu sem finna má í illa niðursoðnum mat. Bakter- ían ræðst á miðtaugakerfið og veld- ur öndunarlömun. Sýking leiðir oft til dauða. Ennfremur fann lög- reglan 160 tunnur af pep- tóni, næringarefni sem notað er til sýklaræktar. Áður höfðu fundist ýmiss konar eiturefni í húsa- kynnum safnaðarins víðs vegar um landið, sem m.a. var hægt að nota til að framleiða taugagasið sarin, sem varð tíu manns að bana í gassprenging- um ájámbrautarstöðvum í Tókíó í síðustu viku. Talið er að Aum Shinri Kyo beri ábyrð á sprengj- utilræðunum. Maður, sem talinn er hafa verið í hópi þeirra sem komu sprengjum fyrir, liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Vonast er til að hann nái sér svo hægt verði að yfirheyra hann. Leynileg tilraunastofa Liðsmenn sértrúarsafnaðarins, sem hlaupist hafa undan merkjum og gefið sig fram undanfarna daga, hafa skýrt frá því að þeir hafí ver- ið sprautaðir eða neyddir til að taka inn efni með þeim afleiðingum að þeir veiktust. Grunur leikur á að þeir hafi verið tilraunadýr við eitur- efnaframleiðslu. Fimm hundruð lögreglumenn leituðu sjöunda daginn í röð í kommúnu safnaðarins í þorpinu Kamikuishiki við rætur Fuji-fjalls í gær. Þar kom i ljós leynileg til- raunastofa er höggmynd af Síva, guði ógnana, sótta, slysa og dauða í hindúasið, var færð úr stað. Hermt er að þar hafi starfað vel menntaðir vísindamenn að efnatil- raunum en brotthlaupinn safnaðar- maður hefur sagt, að söfnuðurinn hafi aflað sér fylgjenda með því að leggja gildrur fyrir afburða námsmenn og gáfumenni sem voru óánægð með samfélagið. Þar vann sveit vísindamanna að því að finna leiðir til að sigr- ast á geislavirku ofanfalli sem safnaðarstjórinn Shoko Asahara taldi að fylgja mundi heimsstyrj- öld sem hann spáir árið 1997. Góð sambönd í Moskvu Oleg Lobov helsti tengiliður safnað- arins við stjórnvöld en hann hefur verið samverkamaður Borís Jeltsíns forseta um 30 ára skeið og er nú framkvæmdastjóri rússneska ör- yggisráðsins. Stærstu byggingar heims TVÆR hæstu byggingar heims rísa nú í miðborg Kuala Lumpur í Malasíu. Um er að ræða svo- kallaða Petronias tvíburaturna en þeir verða 88 hæðir hvor og upp af þeim rís gríðarmikið loft- net. Er fullyrt að hér sé um að ræða umfangsmestu byggingar- framkvæmdir í heimi en lán vegna þeirra nema um 1,65 milljörðum ringgit, sem svarar 41 milljarði króna. Asahara náði persónu- Reuter legu sambandi við hátt- Safnaðarmeð- setta valdamenn í limur með höf- Moskvu er hann fór uðbúnað sem þangað vorið 1992 til sagður er taka á þess að stofnsetja safn- móti heilabylgj- aðárútibú. Naut hann um frá leiðtoga þessa sambands og kom safnaðarins. fótum undir safnaðar- deildina á örskömmum tíma. Áður en varði fékk hann að senda út boðskap sinn í útvarpi og sjónvarpi. Einnig fékk söfnuðurinn sérstök kjör sem góðgerðarsamtök, m.a. undanþágu frá skatti. Aukinheldur fékk Asahara ótak- markaða vegabréfsáritun sem þýddi að hann gat komið og farið úr landi hvenær sem hann vildi. Fékk hann áheyrn bæði hjá Alex- ander Rútskoj og Rúslan Khasbúl- atov, sem urðu síðar forsprakkar misheppnaðs valdaráns harðlínu- manna. Að sögn blaðsins Ízvestía var Reuter Stjórnmálamaður vekur hneykslun á Nýja Sjálandi Wanganui. Reuter. KUNNUR stjórnmálamaður á Nýja Sjálandi bauðst nú í vik- unni til að segja af sér vegna ásakana um kynþáttahatur en þá hafði hann viðurkennt að hafa villt á sér heimildir þegar hann hringdi í sinn hvorn út- varpsþáttinn. Þóttist hann vera atvinnulaus Maóri og harð- ánægður með það „ljúfa líf“, sem fylgdi því að vera á at- vinnuleysisbótum. John Carter, gjaldkeri þing- flokks Þjóðarflokksins, sem fer með sljóm á Nýja Sjálandi, við- urkenndi á miðvikudag að hafa hringt inn I útvarpsþátt, sem umdeildur ráðherra, John „LjÚft líf“ að vera á bótum Banks, var með um síðustu helgi, og þóst vera af ættflokki Maóra en þeir eru frumbyggjar Nýja Sjálands. Kvaðst hann vera atvinnulaus og líka það vel að lifa bara á bótunum. f gær játaði hann svo að hafa leikið þennan leik áður í öðrum þætti. Afsögn hafnað Carter bauðst til að segja af sér vegna þessa máls en ríkis- sljórnin hafnaði því. Brást stjórnarandstaðan hart við og Helen Clark, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sagði það nú ljóst, að ríkisstjórnin teldi sér sæmandi siðleysi af þessu tagi. Maórar eru líka ævareiðir og talsmaður þeirra sagði, að John Carter hefði sýnt hvaða augum ríkisstjórnin liti frumbyggjana. Maórar eru 13% 3,5 milljóna íbúa Nýja Sjálands. Vilja refsa Kanadamönnum Brussel, Ottawa. Reuter. SPÆNSKA stjórnin tilkynnti í gær, að kæmi aftur til átaka milli kanadískra varðskipa og spænskra togara, myndi hún krefjast tafarlausra refsiaðgerða af hálfu Evrópusambandsins, ESB. Eitt spænskt skip hefur aftur hafið veiðar á umdeilda svæðinu á Mikla banka en hugsanlegt er, að Kanadamenn láti það óátalið meðan við- ræður þeirra og ESB fara fram í Brussel. Javier Elorza, sendiherra Spánar hjá ESB, sagði að loknum fundi með sendiherrum annarra aðildarríkja, að þeir hefðu verið sammála um að grípa strax til aðgerða, jafnvel um helgina, gerðu kanadísk varðskip atlögu að spænskum togurum. Kanadísk varðskip hafa látið til skarar skríða um helgi, jafnt þegar togarinn Estai var tekinn og þegar trollið var klippt aftan úr öðrum togara. Binda vonir við viðræðurnar Innan ESB er mikil andstaða við refsiaðgerð- ir gegn Kanada en samkvæmt heimildum gáfu sendiherrarnir Spánverjum einhvem ádrátt um aðgerðir ef Kanadamenn sýndu á sér klærnar enn einu sinni. Flestir binda vonir við, að viðræð- umar í Bmssel gangi vel en þar er rætt um stóraukið eftirlit með veiðunum fyrir utan kana- dísku lögsöguna. Meðal fyrirhugaðra aðgerða er að fylgjast með fiskiskipum frá gervihnetti, bæta eftirlit við löndun, koma á föstu eftirlitsmannakerfi og fylgjast miklu betur með möskvastærð. Er von- ast til, að samkomulag um þetta náist á næstu dögum. Tsjemo- myrdín sér fram á efna- hagsbata Moskvu. Reuter. AÐHALDSAÐGERÐIR í efnahags- lífi Rússa hafa skilað árangri og gert er ráð fyrir að verðbólgan, sem nú er 11% á mánuði, muni fara niður í 8,5-9% í mars, að sögn for- sætisráðherra landsins, Viktors Tsjemomyrdíns. „Fyrsti fjórðungur ársins 1995 sýnir að við getum lifað samkvæmt strangri dagskrá, og viðhaldið takti efnahagslegs endurbata. Það er ógerlegt að hunsa þær jákvæðu breytingar sem orðið hafa í efna- hagslífinu,“ sagði forsætisráðherr- ann. Fréttastofan Itar-Tass hafði þetta eftir Tsjernomyrdín á ríkis- stjórnarfund. Fundur með IMF í næsta mánuði eru væntanlegir háttsettir embættismenn frá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum til Moskvu til að kynna sér stöðu mála. Per- sónuleg tengsl Tsjernomyrdíns og Michel Camdessus, starfandi fram- kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, hafa tryggt Rússum vil- yrði fyrir láni upp á rúma 6 millj- arða dala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.