Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR STEINUNN GUNNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR + Steinunn Gunn- hildur var fædd í Arnþórsholti Lundarreykjadal 6. apríl 1934. Hún lést í Borgarspítalanum 24. mars sl. For- eldrar hennar voru Magnús Sigurðs- son, bóndi í Arn- þórsholti, f. 30. mars 1890 á Vil- mundarstöðum Reykholtsdal, d. 2. september 1968, og Jórunn Guðmunds- dóttir, f. 9. júlí 1887 á Laugabóli við ísafjarðardjúp, d. 1. maí 1967. Gunnhildur var yngst sjö systkina, elstur var Sigurður Ragnar, f. 11. apríl 1913, d. 9. janúar 1939, Hildur, f. 1914, dó nokkurra vikna, Andrés, f. 25. nóvember 1916, Ragnhildur Kristín, f. 7. mars 1922, Kristrún, f. 29. júlí 1923, og Guðmundur, bóndi í Arn- þórsholti, f. 14. desember 1929. Gunnhildur lauk námi frá Tóvinnuskólanum Svalbarða á Svalbarðsströnd 1950 og frá Húsmæðraskólanum á ísafirði 1954. Hún giftist Hafsteini Pálssyni sjómanni 26. desember 1959,og eignuðust þau fimm börn. Þau eru: 1) Jórunn Mar- ía, f. 14. ágúst 1959, hún var í sambúð með Sigurði Árna- syni og átti með honum tvö börn, Daníel Sindra og Steinunni Önnu. Þau slitu samvistir. 2) Hjalti Svanberg, sjómaður, f. 4. des- ember 1960, kvænt- ur Sigríði Jónsdótt- ur, f. 27. október 1957. Börn þeirra eru Steinar Nóni, Unnar Már, Gunnhildur Rán, Særún Eva og stjúpdóttir Hjalta, Hrefna Björk. 3) Guðmundur Haf- steinn, vélsljóri, f. 11. júlí 1962, kona hans er Karen Kristjáns- dóttir hjúkrunarfræðingur, f. 15. janúar 1965. 4) Linda Húm- dís, hárgreiðslusveinn, f. 2. nóv- ember 1965. 5) Arnheiður Huld, fótaaðgerðafræðingur, f. 21. júlí 1969. Hafsteinn og Gunn- hildur slitu samvistir 1983. Útför Gunnhildar fer fram frá Lágafellskirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30. MIG langar að minnast elskulegrar systur minnar sem svo skyndilega kvaddi þennan heim 24. mars sl., alltof snemma að mati okkar sem eftir lifum, dauðinn kemur okkur alltaf í opna skjöldu. Nú þegar hug- urinn reikar til baka renna minning- arnar gegnum hugann, allt frá bernskuárum okkar í Borgarfirði fram á þennan dag. Margs er að minnast, söknuðurinn mikill og sorgin sár og svo myndast þetta tómarúm í sálinni sem enginn ann- ar getur fyllt. Gunnhildur var glæsileg kona og fjölhæf. Hún var ákaflega listfeng og hafði næmt auga fyrir öllu fögru. Það lék allt í höndunum á henni hvort sem hún saumaði föt, málaði myndir, skar út í tré eða mótaði í leir, allt var þetta mjög fallegt og fagmannlega gjört þó leikmaður væri þar að verki. Hún var ævin- lega hress og bar með sér þennan hlýja og svalandi blæ, hvar sem hún kom, hún var gamansöm og fljót að sjá spaugilegu hliðarnar á tilver- unni, enda kát að eðlisfari. Gunnhildur og Hafsteinn bjuggu lengst af á Bjargi á Stokkseyri. Til þeirra var ævinlega gott og gaman að koma, þá var oft mikið hlegið og spjallað. Þó þau slitu samvistir hittist fjölskyldan alltaf á stórhátíð- um, fyrst hjá Hafsteini á Bjargi, seinna hjá einhverju barnanna. Eins á afmælum innan fjölskyldunnar komu þau öll saman, skemmtu sér konunglega og bar aldrei neinn skugga þar á, fjölskyldan var ein- staklega samrýnd. Gunnhildur vildi veg barna sinna sem mestan og bestan, hún studdi þau með ráðum og dáð og vildi allt fyrir þau gera, þau kunnu líka að meta það og voru henni einstaklega góð og hjálpsöm. Gunnhildur sagði líka oft „ég á indæl börn, barnabörn og tengdadætur svo ég hef ekki yfir neinu að kvarta, enda er ég ham- ingjusöm". Það voru allir velkomnir til Gunnu, vinir barna hennar gengu þar inn eins og þeir væru hennar eigin börn. Fyrir fimm árum kynntist hún Ragnari Péturssyni frá Bolungar- vík, ágætis manni, tókst með þeim góð vinátta og reyndist hann henni mjög vel. Þau ferðuðust mikið, fóru saman út að skemmta sér, á skíði á veturna og á sumrin voru þau oft í sumarbústaðnum hans við Meðal- fellsvatn. Hann veitti hlýju og birtu inn í líf hennar og er góður vinur allra hennar barna, þökk sé honum. Gunnhildur reyndist mér einstök hjálparhella þegar ég missti son minn Sigmar í fyrra. Hún kom á hveijum degi og reyndi að rífa mig úr doðanum upp í birtuna, fyrir það og marga aðra hjálp þakka ég henni hjartanlega. Nú er sár söknuður og sorg kveð- in að börnum hennar og fjölskyldum þeirra, systkinum og vinum. Eg bið algóðan Guð að hugga þau og styrkja og hjálpa í þeirri sáru sorg. Þér, kæra systir mín, óska ég Guðs blessunar í ríki ljóss og friðar. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir vort líf sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Börnum hennar, fjölskyldum þeirra, öðrum aðstandendum og vinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur. Ragnhildur. Aðeins fátækleg kveðjuorð til þín, hjartkær móðir okkar. Nú er andi þinn kominn til æðri heima og við trúum því að þér líði vel og faðir ljóssins gæti þín. En okkur er orða vant og þvi látum við sálma- skáldið Matthías segja það sem við vildum sagt hafa. Guð blessi þig og minningu þína, hún mun lifa. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó móðir góð? - upp þú minn hjartans óður! því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr Paradís, hjá góðri’ og göfugri móður? (Matthías Jochumsson) María, Hjalti, Guðmundur, Linda og Arnheiður. Mig langar að minnast tengda- móður minnar Gunnhildar Magnús- dóttur með nokkrum orðum. Árið 1984 urðu kaflaskipti í lífi okkar beggja. Það ár byrjuðum við að vera saman ég og Guðmundur yngri sonur hennar, eða Gússi eins og hún kallaði hann alltaf, og hún fluttist til Reykjavíkur. Hún var þá nýlega skilin við mann sinn Haf- stein Pálsson eftir nærri 25 ára hjónaband. Gunnhildur varð því að fara út á vinnumarkaðinn, en lengst af hafði hún verið heimavinnandi húsmóðir enda fimm barna móðir. Þó vann hún öðru hverju í fiski á meðan hún bjó á Stokkseyri. Ég sá tengdamömmu mína fyrst þegar til stóð að við færum á ball, Gússi, ég og Hulda vinkona. Gússi hringdi til mín og spurði hvort við ættum ekki að hittast hjá mömmu hans, því hann væri þar. Ég var auðvitað til í það en var samt með smáhnút í maganum að hitta tilvon- andi tengdamömmu í fyrsta skipti, þannig að það var gott að hafa Huldu mér til halds og trausts. En ég hefði ekki þurft að kvíða okkar fyrsta fundi því hún tók á móti okkur hress og elskuleg eins og hún var alltaf. Við vorum varla sestar niður þegar hún spurði okkur hvort ekki mætti bjóða okkur eitthvað, við hlytum að vera svangar. Þannig var það alltaf þegar maður kom í heimsókn, það var alltaf reynt að koma einhveiju í mann og gekk það nú yfirleitt vel. Stundum hringdi hún í mig ef hún vissi að ég var ein heima og spurði hvort ég vildi ekki kíkja í heimsókn og sagðist skyldi baka nokkrar pönnsur. Þessu boði gat ég aldrei hafnað því hún bakaði bestu pönnukökur í heimi og návist hennar hafði alltaf góð áhrif á mig. Gunnhildur var um margt sérstök manneskja. Það virtist ekki vera til sá hlutur sem hún ekki gat. Ef ein- hver þurfti aðstoð við t.d. að parket- leggja, teppaleggja, yfirdekkja hús- gögn, mála eða sauma þá var leitað til hennar. Hún var mjög flink saumakona og saumaði hún m.a. á mig glæsilegan kvöldkjól sem ég þurfti að nota við sérstakt tæki- færi. Enda var það svo ef gera þurfti við, sauma nýja flík eða breyta þá var leitað til tengda- mömmu sem alltaf gat leyst úr málunum á einfaldan og ódýran hátt. Einnig skar hún út í tré, bjó til hluti úr leir, málaði og teiknaði. í fyrra þegar hún varð 60 ára gaf fjölskyldan henni tæki til að búa til hluti úr steindu gleri og fengu svo allir fallega hluti úr steindu gleri í jólagjöf frá henni. Það sem mér fannst alltaf sér- stakt við tengdamömmu var hvað hún var mikill félagi og vinur barn- anna sinna. Ef eitthvað stóð til ein- hversstaðar þá var hún látin vita bg það borið undir hana. Hún fylgd- ist vel með börnunum sínum og bamabörnum og þau með henni. Það var líka gaman að hlusta á hana tala því hún hafði góðan og skemmtilegan orðaforða og mikinn húmor þannig að það var jafnan glatt á hjalla og mikið hlegið í heim- sóknum til hennar á Vatnsstíginn. Síðustu mánuðina sem tengda- mamma lifði hafði hún verið að teikna krítarmyndir og hafði hún hugsað sér að halda sýningu á þeim og hefði það orðið hennar fyrsta einkasýning. Pyrir u.þ.b. fimm árum kynntist Gunnhildur góðum manni, Ragnari Péturssyni vélstjóra. Þau bjuggu aldrei saman en samband þeirra var traust. Þau lifðu hvort sínu lífi að hluta, en hins vegar var margt sem þau gerðu saman. Ragnar gaf henni gönguskíði og kom henni í þá skemmtilegu útivist. Þau ferðuðust um landið, en oftast voru þau þó á sumrin í sumarbústað Ragnars upp við Meðalfellsvatn, þar leið þeim báðum vel og þar voru allir alltaf velkomnir. Þangað var yndislegt að koma, drekka kaffi og aldrei voru pönnukökurnar hennar tengda- mömmu langt undan. Stundum var farið út á vatn með Ragnari og veiddir nokkrir fiskar. Tengdamamma var oftast frísk nema hvað hún var veil í baki. Hún gekk mikið og var kvik á fæti og mér fannst að þarna færi kona sem yrði fjörgömul og aldrei veik. En þá kom reiðarslagið. Aðfaranótt föstudagsins 24. mars hringdi Linda og sagðist vera á slysadeild- inni því mamma sín hefði fengið slag og að hún væri í rannsókn. Við báðum Lindu um að hringja ef eitthvað breyttist. Tveimur tímum seinna hringir siminn aftur og þá biður Linda Gússa um að koma strax, þá er Arnheiður komin þang- að. Læknirinn útskýrði fyrir okkur að Gunnhildur hefði fengið mikla FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 45 heilablæðingu og ekkert hefði verið hægt að gera, hún væri í öndunar- vél en engin heilastarfsemi greinan- leg. Tengdamamma hafði margsagt að hún myndi aldrei vilja láta halda sér lifandi í vél og kom það því ekki til greina. Læknirinn orðaði við okkur líffæragjöf og þegar öll systkinin vorum komin saman ákváðu þau að verða við þeirri bón. Öll voru þau viss í þessari ákvörðun sinni, því tengdamamma vildi öllum hjálpa. í dag þegar tengdamamma verð- ur jörðuð erum við ekki enn búin að átta okkur á því að hún sé dáin, svo snögglega var hún kölluð burt frá okkur. Ég votta öllum aðstandendum hennar mína dýpstu samúð. Vertu sæl elsku tengdamamma. Guð blessi minningu þína. Karen. Mig langar að minnast Gunnhild- ar Magnúsdóttur með nokkrum orð- um. Gunnhildur var móðir einnar af mínum bestu vinkonum en samt var hún svo miklu miklu meira. Hún var líka vinur minn. Gunnhildur var alltaf eins, maður vissi alltaf hvar maður hafði hana, og hún kom til dyranna eins og hún var klædd. Hún sagði það sem henni bjó í huga og lá ekki á meiningu sinni. Maður gat líka sagt allt við hana og virtist aldursmunurinn ekki skipta neinu máli. Það var notalegt að ramba inn hjá henni og enda svo við eldhús- borðið í sviðaveislu eða pönnukökum og kakói. Þar var oft glatt á hjalla og mikið spjallað. Minnisstæðast er mér þó síðastliðið gamlárskvöld. Þegar Gunnhildur frétti að ég ætl- aði að vera í Reykjavík yfir áramót- in, bauð hún mér strax að vera hjá þeim Ragnari. Þar var okkur boðinn ótrúlega bragðgóður svínahryggur með öllu tilheyrandi og við Jón Þór áttum yndislega stund með þeim, Arnheiði og Lindu við útsýnis- gluggana í Hraunbænum. Eg minnist Gunnhildar sem sanns vinar og viturrar konu. Missir bam- anna hennar og ástvina er mikill og votta ég þeim mína dýpstu sam- úð. Ingveldur B. Jónsdóttir. Ein af annarri birtast okkar samfylgdarstundir, hlýjar í huga mér. (Jakobína Sigurðardóttir) Með fátæklegum orðum kveðjum við nú góða konu, og finnum jafn- framt vanmátt okkar gagnvart því sem verða vill. Þau ár sem liðin eru síðan við kynntumst Gunnhildi hafa liðið alltof hratt. Þannig er það einmitt með tímann að þegar okkur líður vel og höfum nóg fyrir stafni líður hann of hratt. Auðvelt var að hrífast með í því sem Gunnhildur var að gera, slíkur var áhugi hennar. Einna best naut hún sin þó úti í náttúrunni, því hún var mikill náttúruunnandi og sýndi sérstaka natni í umgengni sinni við landið. Þær eru margar dagsferðirnar og útilegurnar sem hún hefur farið, í góðra vina hópi, og notið þeirrar fegurðar og frið- sældár sem landið hefur upp á að bjóða. I sumarbústaðnum við Með- alfellsvatn gat hún sameinað áhuga- málin, útiveru og garðrækt. Með söknuði sjáum við á eftir kærri vinkonu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skait. (V. Briem.) Börnum Gunnhildar, tengda- börnum og barnabörnum viljum við votta dýpstu samúð. Megi Guð veita þeim huggun í sorginni. Ragnar og fjölskylda. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 567-1800 MMC Lancer GLXi Hlaðbakur 4x4 ’90, blár, 5 g., ek. 78 þ. km. V. 890 þús. r\ Daihatsu Feroza EL II ’94, blár, 5 g., ek. aðeins 11 þ. km., tveir dekkjagangar. V. 1.490 þús. Grand Cherokee Limited V-8 ’94, græns- ans., sjálfsk., ek. aðeins 9 þ. km., leður- innr., álfelgur, geislasp., einn m/öllu. Sem nýr, V. 4.550 þús. Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Opið laugard. kl. 10-17 sunnudag kl. 13-18 Chevrolet Pick Up 1500 ’91, 8 cyl., sjálfsk., ek. 55 þ. km, klædd skúffa, far- angurskistur á palli o.fl. V. 1.490 þús. •v'*' ?■ I Nissan Sunny 1600i SR ’94, steingrár, sjálfsk., ek. 15 þ.km. Rafm. í rúðum, álfelg- ur, spoiler (2). Einn með öllu. V. 1.260 þús. Nýr bfll: Dodge Dakota Sport V-6 4x4, '95, sjálfsk., álfelgur.rafm. í rúðum o.fl. V. 2,5 millj. Nissan Patrol diesel (langur) '89, grár, 5 g., ek. 167 þ. km., álfelgur, 33“ dekk. V. 1.950 þús. MMC Lancer EXE '92, sjálfsk., ek. 51 þ. km., samlitir stuðarar o.fl. V. 990 þús. Sk. ód. Cherokee Country 4.0 L '94, sjálfsk., ek. aðeins 11 þ. km., álfelgur, cruiscontr., viðarinnréttingar o.fl. (svipuð útfærsla og á LTD). V. 3,3 millj. BMW 520i '84, sjálfsk., ek. 165 þ. km., sóllúga o.fl. Skoðaður '96. V. 430 þús. Nissan Sunny 1,6 SLX Sedan ’90, 5 g., ek. 60 þ., hiti í sætum o.fl. V. 680 þús. Dodge Aries LE '84, sjálfsk., ek. 74 þ. km. V. 360 þús. Hyundai Sonata GLSi '94, sjálfsk., ek. áðeins 11 þ. km., álfelgur o.fl. V. 1.550 þús. M. Benz 200 '86, sjálfsk., ek. 163 þ. km. (upptekin vél), sóllúga o.fl. V. 1.390 þús. V.W Golf GTi '92, 5 g., ek. 42 þ. km„ sóllúga, álfelgur o.fl. MMC Pajero V-6 '90, hvítur, 5 g., ek. aðeins 54 þ. km., krómfelgur, 33“ dekk, brettakantar. Gott útlit. V. 1.590 þús. Toyota Corolla GLi 1600 Liftback '93, hvítur, sjálfsk., ek. 35 þ.km., spoiler, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.290 þús. Subaru Legacy station '91, Ijósbrúnn, 5 g., ek. 42 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.280 þús. Tilboðsv. á fjölda bifreiða Sýnishorn: Citroen BX 16 TRS '85, 5 g., ek. 130 þ. km, rafm. í rúðum, samlæs. V. 250 þús. Tilboðsverð 140 þús. Suzuki Swift Geo Metro '92, hvítur, 5 dyra, 5 g., ek. 50 þ. km. V. 620 þús. Til- boðsverð 550 þús. Suzuki Swift GL ’88, 5 g., ek. 105 þ. km., skoðaður '96. V. 350 þús. Tilboðsverð 270 þús. Daihatsu Rocky diesel '95, uppt. vél o.fl. V. 590 þús. Tilboðsverð 480 þús. Toyota Ex Cap '87, 8 cyl., 38“ dekk, læst drif o.fl., verklegur jeppi. V. 1.080 þús. Tilboðsverð 890 þús. Vantar góða bfla á skrá og á staðinn. \V\RE mu7 5 88 55 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.