Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Lengsta
skip flotans
Sæplast á Dalvík
Seldu 900 fiski-
ker á sýningu
í Skotlandi
AKUREYRIN EA 110 er nú
lengsta íslenzka fiskiskipið, 72
metrar, ef frá eru talin skip á
b-skráningu. Miklar endurbætur
voru gerðar á skipinu í Póllandi
og er það nýkomið heim eftir
þær. Auk lengingarinnar, var
millidekk hækkað upp, skutur
breikkaður og endurnýjaður, mót-
taka stækkuð og klædd innan með
stáli og nýr toggálgi settur á skip-
ið, sem nú getur dregið tvö troll
í einu. Þá voru togvindur og
grandaravindur endumýjaðar.
Vistarverur skipverja vom stækk-
ar fyrir framanb brú, en þar er
setustofa og aðstaða til líkams-
ræktar. Þá var afl ^ðalvélar einn-
ig aukið. Nú er unnið að breyting-
um og niðursetningu vinnsluvéla
á millideki og er áætlað að Akur-
eyrin haldi tii veiða í lok næstu
viku. Akureyrin, sem áður hét
Guðsteinn, var upphaflega smíðuð
í Póllandi 1974 og var 53 metrar
á lengd fyrir lengingu. Akureyrin
er einn af fyrstu frystitogumm
landsmanna og hefur verið eitt
aflasælasta skip íslenzka flotans.
SÆPLAST hf. á Dalvík samdi um
sölu á 900 fiskkerum á alþjóðlegri
sjávarútvegssýningu í Aberdeen í
Skotlandi nú í mánuðinum og fyrir
liggja fyrirspumir um annað eins
magn. Sæplast hefur selt til Skot-
lands í nokkur ár, að sögn Krist-
jáns Aðalsteinssonar fram-
kvæmdastjóra, en ekki áður náð
þeim árangri að ganga frá stórum
samningum á sýningu.
Kristján sagði að Sæplast hefði
byijað að taka þátt í sýningum í
Skotlandi árið 1988 og sú vinna
sem fyrirtækið hefði sett í mark-
aðssetningu þar væri nú að skila
sér. í fyrra seldi Sæplast 1.000
ker til Skotlands fyrir um 15 millj-
ónir króna, en útlit er fyrir að sal-
an tvöfaldist í ár.
Sýningin í Aberdeen er árleg
útgerðarsýning og sagði Kristján
að um tveir þriðju hlutar sölunnar
væru til skipa en afgangurinn til
fiskvinnslufyrirtækja. Langstærsti
einstaki markaður Sæplasts fyrir
fiskiker er í Danmörku en Skotland
og eyjamar þar í kring era einnig
mikilvægur markaður ásamt Hol-
landi og Frakklandi.
Iceland Seafood Corporation:
Kynntu fimm
nýjar fiskaf-
urðir í Boston
ICELAND Seafood Corporation, dótturfyrirtæki íslenzkra sjávaraf-
urða í Bandaríkjunum er um þessar mundir að kynna 5 nýjar fiskaf-
urðir á markaðnum vestan hafs. Sjávarafurðasýningin Boston Sea-
food Show var meðal annars notuð til þessarar vörakynningar, en á
sýningunni brögðuðu um 4.000 manns á fískinum frá Iceland Seafood.
„Þetta er mjög góð
sýning og nú var mikið
um alvöru sýningargesti
sem eru komnir til að
leita að vöru til að verzla
með,“ segir Elvar Ein-
arsson, framkvæmda-
stjóri innkaupasviðs
sjávarfangs. „Við vor-
um mjög ánægðir með
þessa sýningu og þær
undirtektir sem við
fengum á vörurnar sem
við vorum að kynna. Við
kynntum 5 nýjar afurð-
ir, en það eru „poppkom
fiskur", smábitar í
brauðmylsnum, sem eru
síðan djúpsteiktir. Þá
erum við með „Iceland
Delight" sem er fiskur
sem stefnt er inn á heil-
brigðisgeiran síðan fisk-
ur að suðrænum hætti
fyrir þann markað sem
notar vatnasteinbít þá
vorum við með vöru sem
heitir „Country
Classics" sem er ætluð
fyrir veitingahús og loks
vorum við með for-
grillaða ufsabita.
Um það bil 4.000
manns smökkuðu hjá okkur og við
fengum mjög góðar undirtektir og
virðist töluvert af viðskiptum að vera
að koma út úr því.
Við eyðum töluverðum tíma til
funda með kaupendum og seljendum
víða að úr heiminum á þessum sýn-
ingum. Kosturinn við þessar sýning-
ar er sá að þar hittast nánast allir
og mikið er um mikilvæga fundi.
Margir starfsmanna okkar meira og
Morgunblaðið/Stefanía
HILMAR B. Jónsson, matreiðslumeistari,
eldaði fyrir um 4.000 manns á sýningunni.
minna fastir á fundum allan sýning-
artímann.
Okkur hefur gengið vel að selja
afurðir okkar á föstunni, en okkur
skortir ufsa til sölu. Við gætum selt
mun meira af ufsa hefðum við hann
og verð á honum hefur farið hækk-
andi. Það er því orðið vænlegri kost-
ur að framleiða ufsaflök á Bandarík-
in en verið hefur að undanförnu,"
segir Elvar Einarsson.
Aófara á morgunjundgefurgull í mundl
Taktu laugardaginn sncmma og komdu á skemmtilegan morgunfund
þar scm Geir og Lára Margrét ræða vítt og breitt um stöðuna í
stjórnmádunum nú þegar vika er til kosninga.
Stutt ávörp, skeleggar spurningar og snjöll svör.
Fundurinnhefst kl. 10.30 ogstendurtil kl. 12.
Allir velkomnir.
Landsmálafélagið Vörður
og Óðinn
BETRA
ÍSLAND