Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ ísafjarð- arkirkja vígðá uppstign- ingardag ísafirði - Sóknarnefnd ísafjarðar- kirkju hefur ákveðið að hafa opið hús í kirkjunni nk. sunnudag frá kl. 14-17 og hvetur nefndin alla sem tök hafa á til að mæta og sjá hvernig framkvæmdum í kirkju- skipinu hefur miðað áfram. Ráðgert er að kirkjan verði vígð við hátíð- lega athöfn á uppstigningardag 25. maí og mun biskup Islands sjá um það verk. Þegar að vígslunni kemur á stein- lögn í gólf og rafmögnun að vera lokið og altari og predikunarstóll eiga að vera komin á sinn stað sem og ný afsteypa af Kristlíkneski Thorvaldsens. ísafjarðarsöfnuður hefur nú fengið loforð fýrir láni hjá Lífeyrissjóði Vestfirðiinga að fjár- hæð 14 milljónir króna og mun Isa- fjarðarkaupstaður leggja söfnun- inni til veðtryggingarbréf vegna lánsins. ísafjarðarkaupstaður hefur þegar greitt 5 milljónir króna til byggingarinnar vegna áranna 1994 og 1995 og hefur það framlag skipt sköpum fyrir framvindu byggingar- innar. Þó að 19 milljónir króna hafi fengist með tilstilli ísafjarðarkaup- staðar vantar enn talsvert fjármagn til þess að hægt verði að ljúka við bygginguna. Akveðið hefur verið að gefa fyrirtækjum og einstakling- um kost á að kaupa eikarstóla með áklæði í kirkjunni og mun hver þeirra kosta 17 þúsund krónur. ---» ♦ ♦-- Áfengi gert upptækt MÁLI litháískra sjómanna, sem á fimmtudag voru staðnir að því að selja unglingum á ísafirði áfengi, lauk á föstudag með lögreglu- stjórasátt. Litháarnir seldu 14 og 15 ára piltum 13 áfengisflöskur. Flö- skurnar voru gerðar upptækar ásamt söluhagnaði Litháanna, 130 Bandaríkjadölum. Leikskólinn Arborg opnaður á Selfossi Stofnunin í Skaftholti hefur sem heimili og vinnustaður sannað sig Körfu- bolti í 3 0 tíma Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Hluti hópsins sem spilaði körfubolta í 30 tíma í félagsheimilinu til að safna fjár til íþróttahússbyggingar. fréttaritari fylgdist með. Krakkarnir söfnuðu áheitum fyrir leikinn og náðu að safna 150 þúsundum. Peningana ætla þau að afhenda hreppsnefnd Höfðahrepps sem fyrsta fram- lag í byggingu íþróttahúss. Nú fara íþróttaæfingar og leikfimi- kennsla fram í félagsheimilinu við frumstæðar aðstæður. Vilja krakkarnir með þessu framtaki sínu ýta við sveitíirstj órninni og reyna að koma af stað bygg- ingu íþróttahúss. Selfossi - Nýr leikskóli að Kirkjuvegi 3 á Selfossi verður formlega opnað- ur í dag, föstu- daginn 31. mars. Leikskólinn er samstarfsverk- efni Selfosskaup- staðar og Ölfus- hrepps sem mynda byggða- samlag um rekst- urinn, Árbæ bs. Á nýja leikskó- lanum, sem fengið hefur nafnið Árborg, eru 48 hálfsdagspláss. Sveitarfélögunum í nágrenni Selfoss hefur verið boðin aðild að leikskóianum og hafa þrjú þeirra þegar tryggt sér pláss, Sandvíkurhreppur, Villinga- holts- og Gaulverjabæjarhrepp- ur. Leikskólastjóri við Árborg hefur verið ráðin Steinunn Guðmundsdóttir. Með opnun leikskólans Ár- borgar er þörf fyrir leikskóla fullnægt á Selfossi og hvað varðar Ölfushrepp, Sandvíkur- hrepp, Villingaholts- og Gaul- verjabæjarhrepp þá er með leikskólanum komið til móts við þarfir fólks sem starfar á Sel- fossi og er með börn á leik- Ahugi á að beita sömu úr- ræðum víðar Selfossi - „Aginn hjá okkur felst í því að hafa allt í föstu formi og að sem minnstar breytingar verði,“ sagði Atie Bakker sem ásamt Guðfinni Jakobssyni manni sínum rekur sambýli fyrir 8 ein- staklinga sem ekki hafa náð fót- festu á öðrum heimilum. 12 starfs- menn eru í Skaftholti og sex þeirra búa á staðnum. Sjálfsþurftarbú- skapur er stundaður á staðnum og lífræn ræktun höfð í heiðri ásamt því að unnið er eftir hug- myndum Rudolfs Steiners varð- andi alia uppbyggingu og umgjörð um starfið með vistmönnunum. Heimilið í Skaftholti hefur náð fullri stærð og starfsemin þar hef- ur sannað ágæti sitt og nýtur vax- andi virðingar. Starfsemin í Skaftholti hófst 1980 og hefur vaxið smátt og smátt síðan. Nú fer starfið fram í tveimur húsum, þar sem vist- menn og starfsfólk búa. Auk þess er unnið á verkstæðum í útihúsum og búskap sinnt í gripahúsum bæjarins. Unnið er að uppbygg- ingu á vinnu- og afþreyingarað- stöðu á neðri hæð annars hússins. Stofnunin starfar undir málefn- um fatlaðra og sinnir þar sérstök- um og þungum málaflokki. Eggert Jóhannesson, framkvæmdastjóri svæðisskrifstofunnar á Suður- landi, segir sérstaka ánægju vera með starfsemina í Skaftholti og að áhugi sé fyrir hendi að beita sömu úrræðum víðar. Fólkið verður virkara „Hér eru einstaklingar sem þurfa á vernduðu umhverfi að halda og starfsemin er byggð þannig upp að hér er heimili og vinnustaður þar sem fólkið býr og er stolt af sínum vinnustað. Við sem vinnum hér þurfum að vera nálæg til þess að fylgja meðferðinni eftir og við erum hér alla daga vikunnar, sem gefur ákveðna festu í starfið," sagði Atie Bakker. Auðveldara að fina tilgang í lífinu „Vistmenn vita alltaf af okkur og finna fyrir nærveru okkar. Við reynum að byggja á því heilbrigða í hveijum og einum og reynum að láta þá eiginleika njóta sín. Þetta er mjög þroskandi og maður verður að byggja upp þolinmæði og umburðarlyndi eins og í venju- legri fjölskyldu,“. sagði Guðfinnur Jakobsson. Þau hjónin segja árangur starfsins koma fram í daglegri hegðun fólksins, að það nái tökum á að lifa í samfélaginu sem byggt er upp í Skaftholti og það er í mestri snertingu við, enn- fremur samfélaginu í næsta ná- grenni, sem það kynnist með heim- sóknum. Þau Guðfinnur og Atie segja fólkið verða virkara með tímanum. Það sem ur.nið væri við væri svo augljóst og það væri auðveldara að finna tilgang í lífinu. „Hér finna þau að það er þörf fyrir þau og að það munar um þeirra störf við búið og annað sem gera þarf. Ef fólk hefur nóg að gera tekur það huga þess. Lífið hér býður fólkinu upp á fjölbreytni í einfaldieika sín- um og verður ekki einn hræri- grautur í huga þess, eins og vill oft verða í stærri samfélögum," sagði Guðfinnur og Atie sagðist leggja áherslu á að staðurinn væri alltaf í þróun og staðnaði ekki, sem væri alveg nauðsynlegur þáttur og hugsa þyrfti um. Morgunblaðið/Sig. Jóns. HLUTI starfsfólks í Skaftholti að loknum miðdegisfundi. I aft- ari röð eru Atie Bakker, Guðfinnur Jakobsson, Hákon Uzurau og Alexander Garðarsson. í fremri röð Karin Devos, Anne Kirst- ine Baktoft og Angela de Smidt. Skagaströnd - Mikill körfu- boltaáhugi er meðal unglinga í ungmennafélaginu Fram eins og víðar. 26 krakkar tóku sig til eina helgi og spiluðu maraþonkörfubolta sem stóð yfir í 30 klst. undir stjórn þjálfara síns Bjarna Þór- mundssonar. Varð aldrei hlé á leiknum nema rétt á meðan verið var að skipta um lið inn á vellinum. Þegar fréttaritari kom á stað- inn höfðu krakkarnir spilað í 25 tíma og voru enn á fullu þó það verði að viðurkennast að oft hefur sést betri varnar- leikur en þær mínútur sem Morgunblaðið/Sig. Jóns. skólaaldri. Ennfremur er með þessu samstarfsverkefni opnað fyrir þann möguleika að bjóða börnum í nágrannasveitar- félögum Selfoss upp á reglu- bundna leikskólavist óháð því hvort foreldrar stunda atvinnu á Selfossi. í framhaldi af formlegri opn- un Árborgar verður opið hús í leikskólanum laugardaginn 1. apríl klukkan 14.00-17.00. Þá eru allir boðnir velkomnir að koma og skoða leikskólann. Sérstaklega velkomnir eru boðnir íbúar nágrannasveitar- félaga Selfoss sem ekki hafa þegar tryggt sér pláss á leik- skólanum. Fyrstu börnin verða síðan tekin í leikskólann 3. apríl. Morgunblaðið/Sveinn Héldu markað vegna snjóflóðs FIMM börn úr Reykhólaskóla héldu flóamarkað í félags- heimilinu á Reykhólum fimmtu- daginn 13. mars. Þau söfnuðu 14.257 kr. og gáfu andvirðir Lilju Þórarinsdóttur og sonum hennar þeim Unnsteini Hjálm- ari Ólafssyni sem lenti í snjó- flóðinu á Grund í vetur og Guð- mundi Ólafssyni. Þau mæðgin hafa ekki flust heim til sín enn- þá'og búa niður á Reykhólum. Börnin sem stóðu að Flóamark- aðnum voru Anna Björg Þor- geirsdóttir, Pétur Stefánsson, Guðrún Ásta Bjarnadóttir, Una Gylfadóttir, Svavar Stefánsson. Þau eru öll frá Reykhólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.