Morgunblaðið - 31.03.1995, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 31.03.1995, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 25 STUTT Lögreglu- stjóri skotinn JAPANSKRI sjónvarpsstöð barst í gær nafnlaust símtal þar sem fullyrt var að sértrú- arsöfnuð- urinn Aum Shinri Kyo bæri ábyrgð á skotárás á yfirmann japönsku lögreglunn- ar, Takaji Kunimatsu, í gær. Maður með grímu fyrir andlitinu skaut á Kunimatsu sem særð- ist alvarlega en er nú úr lífs- hættu. Sagði sá sem hringdi að næst yrði ráðist á yfirmann japönsku leyniþjónustunnar og undirmann Kunimatsus. Kunirnat.su Vilja sendi- ráð fyrir geimverur ALÞJÓÐASAMTÖK áhuga- manna um fljúgandi furðuhluti gerðu það að tillögu sinni á ársfundi samtakanna í Jó- hannesarborg að komið yrði á fót sendiráði fyrir geimverur nærri Jerúsalem. Segja þeir þetta ósk geimveranna, sem þurfí á öruggum stað að halda. Jerúsalem ætti að verða fyrir valinu vegna sögulegra tengsla borgarinnar við krist- inilóm og gyðingdóm. Að sögn funáarmanna var töluverð umferð fljúgandi furðuhluta yfír Jóhannesarborg daginn áður en ársfundur þeirra hófst. Páfi á móti dauða- refsingum KAÞÓLSKA kirkjan hefur aldrei verið jafn nærri því að hvetja til banns við dauðarefs- ingum og í nýju umburðar- bréfi Jóhannesar Páls II. páfa. í tilkynningu embættismanna Vatikansins segir að kafli um dauðarefsingar verði endur- skrifaður til að hvetja til þess að menn taki hugmyndir um slíkt bann til alvarlegrar skoð- unar. ísbjörn drep- ur mann á Svalbarða ÍSBJÖRN varð fjallgöngu- manni að bana á Svalbarða í gær. Félagi mannsins komst til byggða en þegar þyrla kom á staðinn og fældi ísbjörninn á brott var maðurinn þegar látinn. Pólveijar reiðir Kohl UTANRÍKISRÁÐHERRA Póllands, Wladyslaw Bart- oszewski, gagnrýnir Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, harðlega fyrir að bjóða Pól- verjum ekki að senda fulltrúa á minningarathafnir í maí í tilefni þess að hálf öld er liðin frá stríðslokum. Einungis Rússum, Bandaríkjamönnum, Bretum og Frökkum er boðið til Bonn af þessu tilefni. Kínversk yfirvöld reyna að koma í veg fyrir mótmæli námsmanna í Peking Andófsmaður hverfur Peking. Reuter. KÍNVERSKI andófsmaðurinn Wei Jingsheng, sem hefur verið nefndur faðir lýðræðishreyfmg- arinnar í Kína, hefur horfíð og yfírvöld hafa aðeins gefið þá skýringu að hann sé undir eftir- liti. Hópur danskra þingmanna hefur tilnefnt Wei til friðarverðlauna Nóbels í ár. Wei, sem er 45 ára fyrrverandi rafvirki, var látinn laus úr fangelsi til reynslu í september 1993. Hann hafði þá afplánað 14% ár af 15 ára fangelsisdómi vegna tilraunar til „gagnbylt- ingar“ þegar hann gagnrýndi kínversk stjóm- völd og Deng Xiaoping á árunum 1978 og 1979. Hann hélt áfram að gagnrýna kommúnista- stjómina eftir að hann var látinn laus og hvarf eftir fund með bandarískum embættismanni sem rannsakar ástandið í mannréttindamálum í Kína. Yfírvöld sögðu að Wei væri undir eftirliti vegna þess að hann hefði „margsinnis gerst brotlegur við lögin“ og væri grunaður um að hafa framið „nýja glæpi“ eftir að honum var sleppt. Wei hefur þó ekki verið ákærður enn og yfir- völd neita að skýra frá því hvar hann er. Oryggiseftirlitið hert Kínversk yfírvöld hafa hert öryggiseftirlitið við háskóla í Peking til að hindra að til mót- mælá komi meðal námsmanna. Slíkar öryggis- ráðstafanir hafa verið gerðar árlega á tímabilinu frá apríl til júní frá blóðsúthellingunum árið 1989 þegar kínverski herinn kvað niður mót- mæli námsmanna og stuðningsmanna þeirra á Torgi hins himneska friðar. Lögreglan hefur þegar komið upp varðstöðv- um á háskólasvæðunum í Peking og leiðtogi kommúnistaflokksins í borginni, Chen Xitong, sagði stjórnendum Qinhua-háskóla að ekki væri nóg að öryggisnefndir skólans héldu uppi eftir- liti. „Ef íjöldinn er virkjaður geta hundruð þús- unda augna og eyrna séð og heyrt hin illu verk og tryggt öryggi samfélagsins,“ sagði hann. Geta nýfædd böm sigr- ast á alnæmisveiruimi? Barn sem fæddist smitað var laust við veiruna ársgamalt Boston. Reuter. SVO virðist sem nýfædd börn geti unnið bug á alnæmisveir- unni. Komið hefur í ljós, að barn, sem sannanlega var með veiruna tveggja mánaða gamalt, hafði los- að sig við hana fyrir ársafmælið. Bamið, sem er orðið fímm ára gamalt, er hraust og laust við veiruna en vísindamenn skilja ekki hvemig það sigraðist á henni. í grein um þetta mál í bandaríska læknablaðinu New England Jo- urnal of Medicine er því hins veg- ar haldið fram, að hugsanlega séu mörg önnur dæmi um, að börn hafi unnið bug á veirunni. Hafí það raunar komið fram við rann- sóknir en verið útskýrt þannig, að fyrri niðurstöður hafi verið rangar. Getur auðveldað leit að bóluefni Höfundar greinarinnar, vís- indamenn við læknadeild Kalifor- níuháskóla, segja, að þessar nið- urstöður kunni að skýra hvers vegna 70-80% barna, sem eiga alnæmissmitaða móður, fæðast ósmituð og þær eru einnig taldar geta auðveldað leitina að bóluefni við alnæmi. Börn alnæmissmitaðra kvenna hafa oft mótefni í blóði sínu við fæðingu þótt þau séu ekki smituð sjálf en síðan hverfa þau smám saman. Læknar hafa því talið, að bömin hafí fengið mótefnin frá móðurinni meðan á meðgöngunni stóð en nú þykir ástæða til að skoða það nánar. I baminu fyrrnefnda fannst alnæmisveiran í tvígang, 19 dög- um og 51 degi eftir fæðingu, en það varð aldrei sjúkt. Á ársafmæl- inu gekkst það undir venjulegt alnæmispróf en veiran var þá hvergi fínnanleg. Var hennar þá leitað enn betur með fullkomnustu aðferðum en útkoman var sú sama. Önnur tilfelli Læknamir Kenneth Mclntosh og Sandra Burchett á bamaspíta- lanum í Boston segja, að fyrri skýrslur um sams konar tilfelli hafí líklega verið ranglega af- greiddar með því, að um mistök hafi verið að ræða í greiningu. Nú bendi hins vegar margt til, að böm geti sigrast á alnæmis- veirunni, ýmist í móðurkviði eða skömmu eftir fæðingu. Á flótta til Tansaníu Genf. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 11.000 rúand- ískir flóttamenn hafa flúið úr búð- um í norðurhluta Búrúndí til Tansa- níu síðustu daga. Flóttamennirnir era flestir hútú- ar og óttuðust að verða fyrir árásum tútsa eftir morð á 12 flóttamönnum á mánudag og 150 hútúum í Buj- umbura á föstudag. Flóttamannahjálp , Sameinuðu þjóðanna kvaðst hafa sent eftirlits- menn til móts við flóttamennina og komið upp sjúkraskýlum til að hlynna að veikasta og þreyttasta fólkinu eftir tveggja daga göngu. ---------♦-------- Fiskmarkað- ur brennur ÞYKKAN reyk lagði yfír stóran hluta Wall Street I New York á miðvikudag er hinn sögufræði fisk- markaður í Fulton-stræti brann til ösku. Markaðurinn var sá stærsti í Bandaríkjunum en fyrr í vikunni hafði Rudolph Giuliano borgarstjóri kynnt áætlanir um að ráðast gegn spillingu á markaðnum, sem Giul- iano sagði hafa verið undir stjórn skipulagðra glæpasamtaka í ára- tugi. EYÐILEGT var um að litast á lestarstöðvum í París í gær en samgöngur í borginni voru lam- aðar vegna eins dags verkfalls starfsmanna flugfélaga, járn- brauta og strætisvagna en þeir Samgöngur lamaðar krefjast launaliækkana og að uppsögnum í þessum atvinnu- geira linni. Á myndinni bíður maður eftir lest á St. Lazare- brautarstöðinni i París en að- eins gengu örfáar lestir í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.