Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 23
FRÉTTIR: EVRÓPA
Islendingar undanþegnir hertu ytra
eftirliti Schengen-ríkja vegna EES
„Norræn lausn“
enn ófundin
ÍSLENZKIR og norskir ríkisborgarar eru undanþegnir strangara vegabréfa-
eftirliti, sem tekið var upp á ytri landamærum aðildarríkja Schengen-sam-
komulagsins um leið og þau afnámu eftirlit á innri landamærum sínum.
Þessi undanþága er til komin vegna samningsins um Evrópskt efnahags-
svæði, en ekki vegna sérstaks samkomulags við Schengen-ríkin. Enn hefur
enginn árangur náðst við að hrinda í framkvæmd yfirlýsingum forsætisráð-
herra Norðurlandanna í Reykjavík í síðasta mánuði, um að Norðurlöndin
myndu aðlaga sig að Schengen-samkomulaginu til að geta varðveitt nor-
ræna vegabréfsfrelsið.
Samkvæmt EES-samningnum er
fijálst flæði vinnuafls á milli aðild-
arríkja EES, sem þýðir að til dæmis
íslendingar fá sjálfkrafa atvinnuleyfí
í löndum Evrópusambandsins, geti
þeir á annað borð fengið vinnu, og
þeir njóta margvíslegra réttinda,
sem borgarar viðkomandi ríkis njóta.
Þetta hefur í för með sér að til
dæmis í Bretlandi þurfa íslendingar
ekki lengur að gangast undir tíma-
freka yfirheyrslu um það hversu
lengi þeir hyggist vera í landinu,
hvert erindið sé, hvort þeir séu með
næga peninga og svo framvegis.
EES kveður á um
einfaldara eftirlit
I EES-samningnum er jafnframt
yfírlýsing um að til þess að efla frelsi
fólks til flutninga, skuli aðildarríki
ESB og EFTA „hafa samvinnu, í
samræmi við framkvæmdarreglur
sem kveðið verður á um á viðeig-
andi vettvangi, um að auðvelda eftir-
lit á landamærum sínum með borg-
urum hvers annars og aðstandend-
um þeirra.“
í sumum ESB-ríkjum hefur þetta
verið framkvæmt þannig að borgarar
EFTA-ríkja fara um sama hlið í vega-
bréfsskoðun og ESB-borgarar. Ólaf-
ur W. Stefánsson, skrifstofustjóri í
dómsmálaráðuneytinu, segir að segja
megi að vegabréfaeftirliti, þ.e. grand-
skoðun á vegabréfum og yfirheyrsl-
um um tilgang fararinnar, hafi verið
hætt gagnvart EFTA-borgurum á
ytri landamærum ESB, en vegabréfs-
skylda sé áfram í gildi, þ.e. að menn
verði að hafa vegabréf meðferðis.
Enn engir sameiginlegir
fundir
Á Norðurlöndunum ríkir hins veg-
ar vegabréfsfrelsi; norrænir rík-
isborgarar þurfa ekki að hafa vega-
bréf á sér til að ferðast á milli Norð-
urlandanna. Ef Svíþjóð, Finnland og
Danmörk gerðust aðilar að Scheng-
en-samKomulaginu án þess að Nor-
egur og ísland tækju jafnframt að
sér gæzlu ytri landamæra Schengen-
svæðisins, yrði vegabréfsskylda tek-
in upp gagnvart síðarnefndu ríkjun-
um.
Ólafur segir að enn hafí ekki ver-
ið boðað til neinna sameiginlegra
funda Norðurlandanna og Scheng-
en-ríkja til að ræða um „norræna
lausn“ á framkvæmd Schengen-
samkomulagsins. Aðildarríki
Schengen hafí frestað eigih ráð-
herrafundum fram í lok apríl eða
byijun maí. Á þeim tíma sé hins
vegar rætt um að hægt yrði að halda
sameiginlegan ráðherrafund Norð-
urlandanna og Schengen-ríkja, og
sé í undirbúningi að danski dóms-
málaráðherrann skrifí Schengen-
ráðinu og reifí hugsanlegar Ieiðir til
lausnar á vandanum.
Rættum
Schengen í
Noregi
• HANS-Friedrich Plötz, ráðu-
neytisstjóri í þýska utanríkisráðu-
neytinu, átti á miðvikudag fund
með norskum ráðamönnum,
þ.á.m. Gro Harlem Brundtland
forsætisráðherra, Thorbjorn Jag-
land, formanns Verkamanna-
flokksins og Grete Knudsen við-
skiptaráðherra. í viðræðunum
kom m.a. fram að ekki væri til
neinn „nyúkur“ norskur valkostur
við Schengen-aðild. Von Plötz
sagði tvær leiðir færar til að
tryggja aðild Norðmanna að
Schengen-samkomulaginu. Ann-
ars vegar væri hægt að breyta
þeirri reglu að einungis aðildar-
ríki ESB gætu tekið þátt og hins
vegar væri hægt að gera sérstakt
samkomulag við Noreg.
Hægrimenn undirbúa
ríkjaráðstefnu
ALOIS Mock, utanríkisráðherra
Austurríkis, heldur ræðu í upp-
hafi fundar Evrópuþingmanna úr
röðum íhaldsmanna og kristilegra
demókrata, sem hófst í Brussel í
fyrradag. Fundurinn er haldinn
til undirbúnings ríkjaráðstefn-
unni, sem haldin verður á næsta
ári og mun fjalla um framtíðar-
skipulag Evrópusambandsins.
Búizt er við að kristilegir demó-
kratar frá öðrum Evrópuríkjum
muni þrýsta mjög á brezka íhalds-
menn að samþykkja stefnuplagg,
þar sem kveðið verði á um að
pólitískum og efnahagslegum
samruna ESB-ríkja verði hraðað.
Til hægri situr Wilfried Martens,
formaður þingflokks hægrimanna
á Evrópuþinginu, en hann kallast
Evrópski alþýðuflokkurinn
(European People’s Party).
Tilboðsda
Itölsk
hjólaborð,
speglar og
blómasúlur í
miklu úrvali.
Lampar yfir
100 gerðir
m
^KRISTALL
^RISTALL
Faxafeni v/Suöurlandsbraut
Kringlunni
Opnum stórglæsilega verslun
á 1. hæð í Kringlunni í dag kl. 10.00.
Mikið úrval af dularfullum og
spennandi varningi og pottaplöntum.
Verið velkomin.
jón Indíafari
KRINGLUNNI
SÍMI 588 5111
V X
'miwiLL/ B 88 55
P9írV0ílTOl>ilílíiiíb
- kjarni málsins!