Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 23 FRÉTTIR: EVRÓPA Islendingar undanþegnir hertu ytra eftirliti Schengen-ríkja vegna EES „Norræn lausn“ enn ófundin ÍSLENZKIR og norskir ríkisborgarar eru undanþegnir strangara vegabréfa- eftirliti, sem tekið var upp á ytri landamærum aðildarríkja Schengen-sam- komulagsins um leið og þau afnámu eftirlit á innri landamærum sínum. Þessi undanþága er til komin vegna samningsins um Evrópskt efnahags- svæði, en ekki vegna sérstaks samkomulags við Schengen-ríkin. Enn hefur enginn árangur náðst við að hrinda í framkvæmd yfirlýsingum forsætisráð- herra Norðurlandanna í Reykjavík í síðasta mánuði, um að Norðurlöndin myndu aðlaga sig að Schengen-samkomulaginu til að geta varðveitt nor- ræna vegabréfsfrelsið. Samkvæmt EES-samningnum er fijálst flæði vinnuafls á milli aðild- arríkja EES, sem þýðir að til dæmis íslendingar fá sjálfkrafa atvinnuleyfí í löndum Evrópusambandsins, geti þeir á annað borð fengið vinnu, og þeir njóta margvíslegra réttinda, sem borgarar viðkomandi ríkis njóta. Þetta hefur í för með sér að til dæmis í Bretlandi þurfa íslendingar ekki lengur að gangast undir tíma- freka yfirheyrslu um það hversu lengi þeir hyggist vera í landinu, hvert erindið sé, hvort þeir séu með næga peninga og svo framvegis. EES kveður á um einfaldara eftirlit I EES-samningnum er jafnframt yfírlýsing um að til þess að efla frelsi fólks til flutninga, skuli aðildarríki ESB og EFTA „hafa samvinnu, í samræmi við framkvæmdarreglur sem kveðið verður á um á viðeig- andi vettvangi, um að auðvelda eftir- lit á landamærum sínum með borg- urum hvers annars og aðstandend- um þeirra.“ í sumum ESB-ríkjum hefur þetta verið framkvæmt þannig að borgarar EFTA-ríkja fara um sama hlið í vega- bréfsskoðun og ESB-borgarar. Ólaf- ur W. Stefánsson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að segja megi að vegabréfaeftirliti, þ.e. grand- skoðun á vegabréfum og yfirheyrsl- um um tilgang fararinnar, hafi verið hætt gagnvart EFTA-borgurum á ytri landamærum ESB, en vegabréfs- skylda sé áfram í gildi, þ.e. að menn verði að hafa vegabréf meðferðis. Enn engir sameiginlegir fundir Á Norðurlöndunum ríkir hins veg- ar vegabréfsfrelsi; norrænir rík- isborgarar þurfa ekki að hafa vega- bréf á sér til að ferðast á milli Norð- urlandanna. Ef Svíþjóð, Finnland og Danmörk gerðust aðilar að Scheng- en-samKomulaginu án þess að Nor- egur og ísland tækju jafnframt að sér gæzlu ytri landamæra Schengen- svæðisins, yrði vegabréfsskylda tek- in upp gagnvart síðarnefndu ríkjun- um. Ólafur segir að enn hafí ekki ver- ið boðað til neinna sameiginlegra funda Norðurlandanna og Scheng- en-ríkja til að ræða um „norræna lausn“ á framkvæmd Schengen- samkomulagsins. Aðildarríki Schengen hafí frestað eigih ráð- herrafundum fram í lok apríl eða byijun maí. Á þeim tíma sé hins vegar rætt um að hægt yrði að halda sameiginlegan ráðherrafund Norð- urlandanna og Schengen-ríkja, og sé í undirbúningi að danski dóms- málaráðherrann skrifí Schengen- ráðinu og reifí hugsanlegar Ieiðir til lausnar á vandanum. Rættum Schengen í Noregi • HANS-Friedrich Plötz, ráðu- neytisstjóri í þýska utanríkisráðu- neytinu, átti á miðvikudag fund með norskum ráðamönnum, þ.á.m. Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra, Thorbjorn Jag- land, formanns Verkamanna- flokksins og Grete Knudsen við- skiptaráðherra. í viðræðunum kom m.a. fram að ekki væri til neinn „nyúkur“ norskur valkostur við Schengen-aðild. Von Plötz sagði tvær leiðir færar til að tryggja aðild Norðmanna að Schengen-samkomulaginu. Ann- ars vegar væri hægt að breyta þeirri reglu að einungis aðildar- ríki ESB gætu tekið þátt og hins vegar væri hægt að gera sérstakt samkomulag við Noreg. Hægrimenn undirbúa ríkjaráðstefnu ALOIS Mock, utanríkisráðherra Austurríkis, heldur ræðu í upp- hafi fundar Evrópuþingmanna úr röðum íhaldsmanna og kristilegra demókrata, sem hófst í Brussel í fyrradag. Fundurinn er haldinn til undirbúnings ríkjaráðstefn- unni, sem haldin verður á næsta ári og mun fjalla um framtíðar- skipulag Evrópusambandsins. Búizt er við að kristilegir demó- kratar frá öðrum Evrópuríkjum muni þrýsta mjög á brezka íhalds- menn að samþykkja stefnuplagg, þar sem kveðið verði á um að pólitískum og efnahagslegum samruna ESB-ríkja verði hraðað. Til hægri situr Wilfried Martens, formaður þingflokks hægrimanna á Evrópuþinginu, en hann kallast Evrópski alþýðuflokkurinn (European People’s Party). Tilboðsda Itölsk hjólaborð, speglar og blómasúlur í miklu úrvali. Lampar yfir 100 gerðir m ^KRISTALL ^RISTALL Faxafeni v/Suöurlandsbraut Kringlunni Opnum stórglæsilega verslun á 1. hæð í Kringlunni í dag kl. 10.00. Mikið úrval af dularfullum og spennandi varningi og pottaplöntum. Verið velkomin. jón Indíafari KRINGLUNNI SÍMI 588 5111 V X 'miwiLL/ B 88 55 P9írV0ílTOl>ilílíiiíb - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.