Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tvítugsafmæli MYNDIJST Hafnarborg - Ilafn- arfirði TEXTÍLVERK SAMSÝNING TEXTÍLFÉ- LAGSINS Opið alla daga (nema þriðjud.) kl. 12-18 td 17. aprfl. Aðgangur ókeypis VEFNAÐUR hefur verið stund- aður hér á landi frá landnámi, eins og útsaumur og ptjón, en þar er að finna grunninn að textíllist sam- tímans. Þrátt fyrir þetta er aðeins aldarfjórðungur síðan farið var að kenna um þennan listmiðil í sér- stakri deild innan Myndlista- og handíðaskóla íslands, og í kjölfar þess var Textílfélagið stofnað haustið 1994. Hér er því á ferðinni síðbúin afmælissýning félags um öflugan miðil á sviði myndlistar- innar, sem á sér langa sögu með þjóðinni. í inngangsorðum einfaldrar sýn- ingarskrár er að finna áhugaverða hvatningu og áminningu um mikil- vægi þessa miðils, sem tengir flest- um betur saman þræði handverks, listiðnar og listsköpunar. Nýir straumar síðustu áratuga hafa síð- an orðið til að efla textfllistina enn frekar, svo nú má fremur tala um hönnun almennum orðum en þrengri merkingu vefnaðarins ein- göngu, þó hann sé vissulega enn mikilvægur hluti þeirrar listar sem sköpuð er í þessum miðli, eins og sést vel á sýningunni. Nú eiga alls þijátíu og sjö ein- staklingar aðild að Textflfélaginu, og á sýningunni getur að líta verk eftir tuttugu og einn félagsmann. Konur hafa ætíð verið mest áber- andi í þessum hópi, og svo er enn - aðeins einn karlmaður er hér nefndur til, og þá vegna samstarfs- verkefna. Þessi miðill krefst ómældrar þolinmæði og eljusemi af iistafólkinu, og gerir þannig miklar kröfur til þess; en þegar vel er að verki staðið, er afrakstur- inn þess virði. Hér er að finna rúmlega sextíu verk í báðum sölum Hafnarborgar, á göngum og í kaffistofu, og þar koma við sögu fjölbreytt efni og vinnubrögð í vef og þrykki, s.s. ull, hör, silki, hrosshár, viðartágar, sísal og bómull. Ekki er ástæða til að benda sérstaklega á eitt öðru fremur á svo stórri sýningu, en hér er hefðin vissulega sterk í vinnubrögðunum; vandað hand- verk kemur vel fram í ýmsum sýn- ingargripum, hvort sem um er að ræða vefnað veggverka (jafnvel úr viðartágum), þrykk á rúm- áklæði, pijónaðar peysur eða voð ofna úr mjúku silki. Á sýningunni er einnig að finna nokkur verk úr handgerðum papp- ír, litkrít og pastellitum. Þó þessi verk séu áhugaverð í sjálfum sér, er helst að setja megi spumingu um samhengi þeirra innan textíl- listarinnar; þau ættu ef til vill bet- ur heima á öðrum vettvangi. í Sverrissal er einnig að finna ljósmyndasyrpu og skýringar á til- raunum til línræktar hér á landi. Þetta er einkar áhugavert efni, og góð áminning um tengslin við lif- andi jörðina; þaðan er hráefnið komið, og mun um síðir molna og hverfa þangað aftur í hinni eilífu hringrás efnisheimsins. Um leið og hefðbundin og vönd- uð vinnubrögð em styrkur sýn- ingarinnar, er einnig rétt að benda á að þeirri lýsingu fýlgir viss hætta. Hér er þannig fátt sem telja má til nýrra sprota á meiði list- greinarinnar, sé til dæmis miðað við norræna textflþríæringinn, sem var haldinn á Kjarvalsstöðum fyrir tveimur ámm. Þar kenndi ýmissa ólíklegra grasa, og bar hátt ýmsar tilraunir, sem ef til vill eiga eftir að skila ríkulegri textfllist í fram- tíðinni. í þessu ljósi má ef til vill segja, að hér skorti nokkuð á ögrandi nýbreytni í notkun miðilsins. Fram- tíðin er ætíð óviss, en hér liggur hún í stöðugt öflugri hönnun og samþættingu ríkrar listhefðar og listiðnar. Þar byggir á sterkum gmnni, svo að loknu þessu tvítugs- afmælis félagsins má vænta þess að íslensk textíllist haldi áfram að eflast og dafna um ókomin ár. Eiríkur Þorláksson LISTIR FLYTJENDUR á æfingu. Tónlistarskóli Garðabæjar * Operan Hnetu- Jón og gullgæsin ÓPERAN Hnetu-Jón og gullgæs- in eftir Hildigunni Rúnarsdóttur verður frumflutt á vegum Tón- listarskóla Garðabæjar í nýja Hofstaðaskóla við Bæjarbraut í Garðabæ sunnudaginn 2. apríl næstkomandi kl. 16. Verkið er byggt á samnefndu þýsku ævin- týri og samið í tilefni af 30 ára afmæli skólans. Flytjendur eru einsöngvarar úr söngdeild skólans og 30 manna hljómsveit, ásamt Skóla- kór Garðabæjar. Kórstjóri er Guðfinna Dóra Ólafsdóttir. Leik- mynd og búninga annast Mynd- listarskólinn í Garðabæ í umsjá Ingibjargar Styrgerðar Haralds- dóttur og Margrétar Kolka Har- aldsdóttur. Lýsingu annast Guð- mundur Ingi Gunnarsson. Leik- stjóri er Þorsteinn Bachmann og höfundur texta Rúnar Einarsson. Hljómsveitarsljóri er Bernharð- urWilkinson. í kynningu segir: „Hildigunn- ur Rúnarsdóttir hóf tónlistarnám 7 ára gömul, sem fiðlunemandi í Tónlistarskóla Garðabæjar, og skömmu síðar í Skólakór Garða- bæjar. Hún lauk prófi frá Tón- fræðadeild Tónlistarskólans í Reylgavík vorið 1989 með tón- smíðar sem aðalgrein. Síðan nam hún tónsmíðar hjá professor Giinter Friedrichs í Hamborg og dr. Svend Hvidtfelt Nielsen í Kaupmannahöfn. Hildigunnur hefur starfað með ýmsum kór- um, þ.á m. sönghópnum Hljóm- eyki (sl. 8 ár) og Koncertforen- ingens Kor í Kauprnannahöfn. Hún vinnur nú við tónfræða- kennslu samhliða tónsmíðum. Helstu verk hennar eru m.a. barnaóperan Hnetu-Jón og gull- gæsin, Myrkvi fyrir hljómsveit, í Ulfdölum, fyrir sópran og barit- ón sóló, kór og kammersveit og Marr fyrir strengjakvartett, flautu og klarinett. Sumarið 1994 var verk Hildigunnar Syngur sumarregn fyrir kór og sópran sóló valið á geisladisk sönghátíð- arinnar Europa Cantat." Fyrirhugaðar eru alls 4 sýn- ingar, en aðrar sýningar verða á mánudags-, þriðjudags- og mið- vikudagskvöld, 3., 4. og 5. apríl kl. 20. Langur laugardagur Tvískiptir kjólar, dragtir, síðbuxur, pils og blússur, Gluggínn, Laugavegi 40. Allra síð- asta sýning á Alheims- ferðir, Erna ÞANN 3. febrúar síðastliðinn var verðlaunaleikrit Hlínar Agnarsdóttur, Alheimsferðir, Ema, frumsýnt í Kaffileikhús- inu í Hlaðvarpanum. í kynningu segir: „Leikritið hlaut fyrstu verðlaun í leik- ritasamkeppni Landsnefndar um alnæmisvarnir vorið 1993. Alls hefur verkið verið sýnt þrettán sinnum í Kaffileikhús- inu og í kvöld, föstudaginn 31. mars, verður allra síðasta sýningin. Leikhópurinn, sem í eru þau Ásta Arnardóttir, Anna Elísa- bet Borg, Steinunn Ólafsdóttir og Valdimar Örn Flygenring auk Hlínar Agnarsdóttur leik- stjóra, hefur í hyggju að bjóða skólum og félagasamtökum að fá sýninguna til sín.“ Síðasta sýn- ingarhelgi á Mjallhvíti og dverg- unum sjö SÍÐASTA sýningarhelgi á fjöl- skylduleikritinu Mjallhvít og dvergarnir sjö í nýrri leikgerð Guðrúnar Þ. Stephensen verð- ur næstkomandi laugardag og sunnudag kl. 15 í Bæjarleik- húsinu í Mosfellsbæ. Með hlutverk Mjallhvítar fer Dagbjört Eiríksdóttir, Gunn- hildur Sigurðardóttir fer með hlutverk drottningarinnar, en alls taka 24 leikarar þátt í sýningunni. Samhliða hefur verið gefin út hljóðsnælda með lögum og textum úr sýningunni. S O K l\l R E Konur, við ergum sam leið l\l E S I 9 5 1. sœti Siv Friðleifsdóttir Sjúk rafjjálfari 3. sœti Drífa Sigfúsdóttir Forseti hœjarstjórnar Ó. sœti Sigurhjörg Björgvinsdóttir 7. sœti Jóhanna Engi/hcrtsdóttir Forstö&ukona Fjármá/astjóri 4. sœti Unnur Stcfánsdóttir Leikskólakennari s o K A/ R E A A/ E S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.