Morgunblaðið - 31.03.1995, Page 26

Morgunblaðið - 31.03.1995, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tvítugsafmæli MYNDIJST Hafnarborg - Ilafn- arfirði TEXTÍLVERK SAMSÝNING TEXTÍLFÉ- LAGSINS Opið alla daga (nema þriðjud.) kl. 12-18 td 17. aprfl. Aðgangur ókeypis VEFNAÐUR hefur verið stund- aður hér á landi frá landnámi, eins og útsaumur og ptjón, en þar er að finna grunninn að textíllist sam- tímans. Þrátt fyrir þetta er aðeins aldarfjórðungur síðan farið var að kenna um þennan listmiðil í sér- stakri deild innan Myndlista- og handíðaskóla íslands, og í kjölfar þess var Textílfélagið stofnað haustið 1994. Hér er því á ferðinni síðbúin afmælissýning félags um öflugan miðil á sviði myndlistar- innar, sem á sér langa sögu með þjóðinni. í inngangsorðum einfaldrar sýn- ingarskrár er að finna áhugaverða hvatningu og áminningu um mikil- vægi þessa miðils, sem tengir flest- um betur saman þræði handverks, listiðnar og listsköpunar. Nýir straumar síðustu áratuga hafa síð- an orðið til að efla textfllistina enn frekar, svo nú má fremur tala um hönnun almennum orðum en þrengri merkingu vefnaðarins ein- göngu, þó hann sé vissulega enn mikilvægur hluti þeirrar listar sem sköpuð er í þessum miðli, eins og sést vel á sýningunni. Nú eiga alls þijátíu og sjö ein- staklingar aðild að Textflfélaginu, og á sýningunni getur að líta verk eftir tuttugu og einn félagsmann. Konur hafa ætíð verið mest áber- andi í þessum hópi, og svo er enn - aðeins einn karlmaður er hér nefndur til, og þá vegna samstarfs- verkefna. Þessi miðill krefst ómældrar þolinmæði og eljusemi af iistafólkinu, og gerir þannig miklar kröfur til þess; en þegar vel er að verki staðið, er afrakstur- inn þess virði. Hér er að finna rúmlega sextíu verk í báðum sölum Hafnarborgar, á göngum og í kaffistofu, og þar koma við sögu fjölbreytt efni og vinnubrögð í vef og þrykki, s.s. ull, hör, silki, hrosshár, viðartágar, sísal og bómull. Ekki er ástæða til að benda sérstaklega á eitt öðru fremur á svo stórri sýningu, en hér er hefðin vissulega sterk í vinnubrögðunum; vandað hand- verk kemur vel fram í ýmsum sýn- ingargripum, hvort sem um er að ræða vefnað veggverka (jafnvel úr viðartágum), þrykk á rúm- áklæði, pijónaðar peysur eða voð ofna úr mjúku silki. Á sýningunni er einnig að finna nokkur verk úr handgerðum papp- ír, litkrít og pastellitum. Þó þessi verk séu áhugaverð í sjálfum sér, er helst að setja megi spumingu um samhengi þeirra innan textíl- listarinnar; þau ættu ef til vill bet- ur heima á öðrum vettvangi. í Sverrissal er einnig að finna ljósmyndasyrpu og skýringar á til- raunum til línræktar hér á landi. Þetta er einkar áhugavert efni, og góð áminning um tengslin við lif- andi jörðina; þaðan er hráefnið komið, og mun um síðir molna og hverfa þangað aftur í hinni eilífu hringrás efnisheimsins. Um leið og hefðbundin og vönd- uð vinnubrögð em styrkur sýn- ingarinnar, er einnig rétt að benda á að þeirri lýsingu fýlgir viss hætta. Hér er þannig fátt sem telja má til nýrra sprota á meiði list- greinarinnar, sé til dæmis miðað við norræna textflþríæringinn, sem var haldinn á Kjarvalsstöðum fyrir tveimur ámm. Þar kenndi ýmissa ólíklegra grasa, og bar hátt ýmsar tilraunir, sem ef til vill eiga eftir að skila ríkulegri textfllist í fram- tíðinni. í þessu ljósi má ef til vill segja, að hér skorti nokkuð á ögrandi nýbreytni í notkun miðilsins. Fram- tíðin er ætíð óviss, en hér liggur hún í stöðugt öflugri hönnun og samþættingu ríkrar listhefðar og listiðnar. Þar byggir á sterkum gmnni, svo að loknu þessu tvítugs- afmælis félagsins má vænta þess að íslensk textíllist haldi áfram að eflast og dafna um ókomin ár. Eiríkur Þorláksson LISTIR FLYTJENDUR á æfingu. Tónlistarskóli Garðabæjar * Operan Hnetu- Jón og gullgæsin ÓPERAN Hnetu-Jón og gullgæs- in eftir Hildigunni Rúnarsdóttur verður frumflutt á vegum Tón- listarskóla Garðabæjar í nýja Hofstaðaskóla við Bæjarbraut í Garðabæ sunnudaginn 2. apríl næstkomandi kl. 16. Verkið er byggt á samnefndu þýsku ævin- týri og samið í tilefni af 30 ára afmæli skólans. Flytjendur eru einsöngvarar úr söngdeild skólans og 30 manna hljómsveit, ásamt Skóla- kór Garðabæjar. Kórstjóri er Guðfinna Dóra Ólafsdóttir. Leik- mynd og búninga annast Mynd- listarskólinn í Garðabæ í umsjá Ingibjargar Styrgerðar Haralds- dóttur og Margrétar Kolka Har- aldsdóttur. Lýsingu annast Guð- mundur Ingi Gunnarsson. Leik- stjóri er Þorsteinn Bachmann og höfundur texta Rúnar Einarsson. Hljómsveitarsljóri er Bernharð- urWilkinson. í kynningu segir: „Hildigunn- ur Rúnarsdóttir hóf tónlistarnám 7 ára gömul, sem fiðlunemandi í Tónlistarskóla Garðabæjar, og skömmu síðar í Skólakór Garða- bæjar. Hún lauk prófi frá Tón- fræðadeild Tónlistarskólans í Reylgavík vorið 1989 með tón- smíðar sem aðalgrein. Síðan nam hún tónsmíðar hjá professor Giinter Friedrichs í Hamborg og dr. Svend Hvidtfelt Nielsen í Kaupmannahöfn. Hildigunnur hefur starfað með ýmsum kór- um, þ.á m. sönghópnum Hljóm- eyki (sl. 8 ár) og Koncertforen- ingens Kor í Kauprnannahöfn. Hún vinnur nú við tónfræða- kennslu samhliða tónsmíðum. Helstu verk hennar eru m.a. barnaóperan Hnetu-Jón og gull- gæsin, Myrkvi fyrir hljómsveit, í Ulfdölum, fyrir sópran og barit- ón sóló, kór og kammersveit og Marr fyrir strengjakvartett, flautu og klarinett. Sumarið 1994 var verk Hildigunnar Syngur sumarregn fyrir kór og sópran sóló valið á geisladisk sönghátíð- arinnar Europa Cantat." Fyrirhugaðar eru alls 4 sýn- ingar, en aðrar sýningar verða á mánudags-, þriðjudags- og mið- vikudagskvöld, 3., 4. og 5. apríl kl. 20. Langur laugardagur Tvískiptir kjólar, dragtir, síðbuxur, pils og blússur, Gluggínn, Laugavegi 40. Allra síð- asta sýning á Alheims- ferðir, Erna ÞANN 3. febrúar síðastliðinn var verðlaunaleikrit Hlínar Agnarsdóttur, Alheimsferðir, Ema, frumsýnt í Kaffileikhús- inu í Hlaðvarpanum. í kynningu segir: „Leikritið hlaut fyrstu verðlaun í leik- ritasamkeppni Landsnefndar um alnæmisvarnir vorið 1993. Alls hefur verkið verið sýnt þrettán sinnum í Kaffileikhús- inu og í kvöld, föstudaginn 31. mars, verður allra síðasta sýningin. Leikhópurinn, sem í eru þau Ásta Arnardóttir, Anna Elísa- bet Borg, Steinunn Ólafsdóttir og Valdimar Örn Flygenring auk Hlínar Agnarsdóttur leik- stjóra, hefur í hyggju að bjóða skólum og félagasamtökum að fá sýninguna til sín.“ Síðasta sýn- ingarhelgi á Mjallhvíti og dverg- unum sjö SÍÐASTA sýningarhelgi á fjöl- skylduleikritinu Mjallhvít og dvergarnir sjö í nýrri leikgerð Guðrúnar Þ. Stephensen verð- ur næstkomandi laugardag og sunnudag kl. 15 í Bæjarleik- húsinu í Mosfellsbæ. Með hlutverk Mjallhvítar fer Dagbjört Eiríksdóttir, Gunn- hildur Sigurðardóttir fer með hlutverk drottningarinnar, en alls taka 24 leikarar þátt í sýningunni. Samhliða hefur verið gefin út hljóðsnælda með lögum og textum úr sýningunni. S O K l\l R E Konur, við ergum sam leið l\l E S I 9 5 1. sœti Siv Friðleifsdóttir Sjúk rafjjálfari 3. sœti Drífa Sigfúsdóttir Forseti hœjarstjórnar Ó. sœti Sigurhjörg Björgvinsdóttir 7. sœti Jóhanna Engi/hcrtsdóttir Forstö&ukona Fjármá/astjóri 4. sœti Unnur Stcfánsdóttir Leikskólakennari s o K A/ R E A A/ E S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.