Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 43 - MINNINGAR við fólkið hér og umhverfið. í því eins og öðru fylgdi Svava bónda sínum fast eftir. Þegar börn þeirra Svövu og Árna höfðu aldur til komu þau hingað í sumardvöl til foreldra minna í átta eða níu sumur. Það var eins og hluti af vorkomunni þegar þeir bræður Matthías og Einar birtust um svipað leyti og farfuglamir. Þeir komu snemma og fóru seint en það helgaðist af því að dvöl þeirra bar upp á stríðsárin að hluta. Vegna þess ótrygga ástands sem þá ríkti var reynt að hafa sumar- dvölina sem lengsta. Þegar ég fór í Flensborgarskóla í Hafnarfirði sýndu þau Svava og Árni mér það vinarbragð að taka mig inn á heimili sitt meðan á skóladvölinni stóð. Leiddi það til þess að ég tengdist fjölskyldunni sterkum vináttuböndum svo að æ síðan hafa börn þeirra verið í mínum huga eins og mín eigin systkin. Dvöl mín á þessu heimili varð mér góður skóli sem ég hef búið að síðan, ekki síst að eiga Svövu að húsmóður. Aðalsmerki þessarar fjölskyldu er í mínum huga vin- átta, tryggð og reglusemi. Þegar ég kom í heimsókn til Svövu eftir skóladvölina þar, var það svipuð tilfinning og vera að koma heim, sem sannar betur en annað, að þar leið mér vel. Þess er vart að vænta, þegar fólk hefur náð háum aldri, að mót- læti hafi ekki einhvern tíma knúið dyra á vegferðinni. Það fór heldur ekki framhjá Svövu. Einmitt þegar börnin voru á því aldursskeiði að þau höfðu hvað mesta þörf fyrir umhyggju beggja foreldranna kom höggið þungt. Sláttumaðurinn var skemmra undan en nokkurn grun- aði og reiddi nú til höggs af fullum þunga — án fyrirvara. Árni lést 8. apríl 1946 á 43. ald- ursári. En oftar var reitt til höggs. Fyrir tæplega tveimur árum varð Svava að sjá á bak Einari syni sín- um, sem lést langt um aldur fram. Á sl. sumri lést svo Sigurður tengdasonur hennar, maður Ernu dóttur hennar. Alla erfiðleika og hverskyns mótlæti bar Svava með sinni hetju- lund. Hún var skaprík kona, en réttsýn og hafði vald á skapi sínu. í mínum huga var hún kona fárra orða en mikilla tilfinninga. En Svava átti líka sínar gleði- stundir með vinafólki og þó sér- staklega börnum sínum og fjöl- skyldum þeirra. Dugnaður, vel- gengni og vinsældir barna hennar voru henni gleðigjafi. Tryggð henn- ar við heimilið á Stóra-Ási, við okkur systkinin og fjölskyldur okk- ar var á því bjargi byggt, sem ekk- ert gat haggað. Fyrir það þökkum við heilshugar. Ég vil að leiðarlok- um votta ástvinum Svövu samúð okkar og við blessum minningu hennar. Magnús Kolbeinsson. LARA SIGRIÐUR SIG URÐARDÓTTIR + Lára Sigríður Sigurðardóttir fæddist 14. nóvem- ber 1915 að Hjalla- nesi í Landsveit, Rangárvallasýslu. Hún lést á Land- spítalanum 24. mars 1995. Foreld- ar hennar voru hjónin Sigurður Lýðsson og Ingiríð- ur Bergsteinsdóttir sem þar bjuggu góðu búi allt til árs- ins 1944, er þau hættu búskap og fluttu til Reykjavíkur. Sigurður Lýðsson var fæddur á Hjalla- nesi, en Ingiríður var fædd í Rafholti í Holtahreppi. Lára var elst fjögurra barna þeirra hjóna, næstelst var Margrét sem er látin, síðan Bergsteinn og Sigríður. Árið 1948 giftist Lára eftirlif- andi eiginmanni sínum Guð- mundi Ingvarssyni, ættuðum úr Holta- og Landsveit, og settust þau að í Reykjavík. Þau hjón byggðu sér hús á Básenda 2 þar sem þau bjuggu uns þau fluttu að Hof- teig 16. Árið 1991 vistuðust þau á heimili aldraðra á Dalbraut 27. Lára og Guðmundur eignuðust tvo syni: Lýður Sigurður sem á tvö böm: Ingvar Lýð frá fyrra hjóna- bandi, móðir hans er Ingibjörg Guð- mundsdóttir, og Lám Sigríði, sem hann eignað- ist með sambýliskonu sinni Guð- Iaugu Narfadóttur. Guðlaug á eitt bam fyrir. Ingi Karl, sem á þijú börn með eiginkonu sinni, Sigrúnu Viggósdóttur: Guð- mund Lár, Ásu Sigrúnu og Viggó Má, auk þess á Sigrún eina dóttur. Lára verður jarðsungin frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15.00. VEGNA andláts Láru systur minnar langar okkur hjónin til að minnast hennar með fáum orðum. Ung að árum fluttist Lára úr foreldrahúsum til Reykjavíkur. Þar starfaði hún mörg ár af dugnaði, en dugnaður einkenndi hana að hveiju sem hún vann. Hún var alin upp við að sinna almennum sveitastörfum og oft var vinnudagurinn langur. Lára var svo lánsöm að eignast fyrirmyndar eiginmann og heimili, þar sem samheldni fjölskyldunnar var í fyrirrúmi. Kynni okkar hjóna við Láru og fjölskyldu jukust með árunum og leiddu til vináttu. Við gleymum til dæmis ekki hvernig Lára brást við, er hún vissi um vandræði okkar vegna yngsta sonar okkar, sem var ungbarn, en kona mín var þungt haldin á sjúkrahúsi. Lára sagði ósköp blátt áfram: „Komdu bara með strákinn, ég mun hugsa um hann þar til mamma hans er fær um að koma heim og annast hann.“ Skapgerð Láru mótaðist af festu, tilfinningar sínar bar hún ekki á torg og þau góðverk sem hún gerði, talaði hún ekki um. Lára var vel gefin og víðlesin, einkum höfðuðu ljóð til hennar, og helst þau sem voru í hefðbundnu formi. Sem börn lærðum við gjarnan ljóð, einkum þó lausavísur, og við kváðumst gjarnan á sem kallað var. Þegar kunnáttuna þraut var gjarnan reynt að hnoða saman vísu. Eg vissi að Lára gat gert vísur, en ég varð mjög undrandi er hún sýndi mér ljóðasafn sitt á liðnu ári. Eg gladd- ist því þegar ákveðið var að gefa út þetta ljóðakver. Ljóðakverið var komið út fyrir síðustu jól og átti séra Árni Bergur Sigurbjörnsson sinn stóra þátt í því, ásamt sonum þeira Láru og Guðmundar. Ljóða- kverið ber nafnið Bláþræðir og er það kannski táknrænt, því um þess- ar mundir hékk í raun líf Láru á bláþræði. Lesi maður þessi ljóð og lausavísur eykur það skilning á lífs- viðhorfi og innsta eðli höfundar, en daglega var Lára dul. Hins vegar lýsa ljóðin bæði alvöru og gaman- semi, einnig gætir einlægrar trúar svo sem í kvæðinu Von: Ég krýp við klæðafaldinn þinn, kem þar með bænimar mínar,. og legg þær, ljúfi Drottinn minn, [ líknarhendur þínar. Ó, gef þú mér veikri von og trú ó, veittu mér náðina þína. Með blæju miskunnar breiðir þú á brestina stóru mína. Ó, gefðu mér lífsins ljósið milt er lýsi á dimmum vegi og dæmdu mér dýrðarriki þitt, Drottinn, á efsta degi. Undanfarin ár hafa þau Lára og Guðmundur dvalið á heimili aldraðra á Dalbraut 27 og unað vel hag sín- um, enda vel að þeim búið. Þar gátu þau sinnt hugðarefnum sínum og hlýhugur þeirra til Margrétar Ein- arsdóttur forstöðumanns og starfs- fólks leyndi sér ekki. Þrátt fyrir hrakandi heilsu stundaði Guðmundu rennismíði af hagleik, ásamt slípun eðalsteina, en Lára mál- un, leirvinnslu, ásamt ljóðagerð. Þann- ig liðu árin uns sjúkdómur Láru gerðu hana ófæra um að sinna sínum áhuga- málum, en ekki heyrðist hún kvarta og bar vanlíðan með meira þreki en almennt gerist. Seinustu lífdaga sína var hún vart í þessum heimi. Sjúkum og þreyttum er dauðinn velkominn og svo var um Láru, enda kveið hún ekki dauða sínum. Lára var svo lánsöm að eignast góðan lífsförunaut, mannvænlega syni og barnabörn og allt hennar nánasta fólk hlúði að henni eftir föngum svo að til fyrirmyndar var. Vissulega er Lára kvödd með söknuði, en henni fylgja óskir um velgengni á þeirri leið sem hún hef- ur nú hafið til hins eilífa ljóss. Blessuð sé minning Láru og bless- un fylgi eftirlifandi eiginmanni og hans nánustu. Unnur Malmquist, Bergsteinn Sigurðarson. Augún bera æskuskin. ,Já, takk,“ er kallað fram í til bílstjórans, þegar hann segir „Tunguvegur" og úr strætisvagnin- um er farið niður í Básenda, því nú skal haldið til veislu. Á heimilinu búa þau Lára og Guðmundur og synirnir tveir og allt- af nóg að gera. Húsmóðirin sinnir húsverkunum uppi við og í kjallaran- um er karlpeningurinn með aðstöðu, húsbóndinn með sitt herbergi og strákamir með sitt vinnupláss. Þar er verið að smíða og svo er líka kafarabúningur sem hægt er að máta með öllum þeim græjum sem því fylgir. Húsfreyjan býður upp á pönnu- kökur og vöfflur og svo er kakó með heila gillinu, en kökumar á borðum bera nöfn sem ungviðið þekkir ekki nema þá helst hjónabandssælu, sem átti vel við til borðs þar á bæ, því hjónabandið lukkaðist vel, eða svona hálfa öld. Lára sem nú er kvödd getur litið yfir farinn veg með nokkru stolti. Synirnir hafa komið sér vel áfram í lífinu og barnabörnin talaði hún um af mikilli gleði. Á síðasta ári gaf hún út ljóðabókina Bláþræði, sem var samansafn ljóða hin síðari ár og bera ljóðin vitni um að barnabörnin hafa gegnt stóru hlutverki hjá henni. Einnig samdi vinkona hennar, María Markan söngkona, nokkur lög við ljóð hennar. Á ferðalögum sínum um landið söfnuðu hjónin sjaldgæfum steinum og fékk ég að reka krumlurnar ofan í safnpokann og fá sýnishorn, og fyrir það ber að þakka. En hver var þessi kona sem geng- in er? Hún var trúhneigð, kona mik- illa gjörða, lítillát, skapgóð, kurteis eða eins og sagt er á vönduðu ís- lensku æskulýðsmáli: „Algert æði.“ Þó að leiðir aðskilji með miklum söknuði eru það samt minningarnar sem björtustu geislunum varpa fram þegar fram líða stundir. Þegar hún leggur núna upp í sína hinstu ferð, byijar hún á því að ganga á fund Maríu meyjar og flytja henni drápu að fomum íslenskum sið. Margt og mikið að þakka hef, en margir brestir mínir. Mig hafa leitt um langan veg ljúfir englar þínir. Ef að ætti óskastund, ég öllum laus frá pínum sofna vildi síðsta blund sæl í örmum þínum. Þá svarar María guðsmóðir að bragði: „Vel kveður þú, Lára frá Hjallanesi." — Þorsteinn Gíslason. Unga fólkið á sér framtíð! Margmiðlunarpakkar á fermingartilboði! Margmiðlunarpakkarnir vinsælu Tæknilegar upplýsingar SONY geisladrif (2ja hraða) Sound-Blaster 16 hljóðkortið 2 hátalarar i Tæknilegar upplýsingar • MITSUMI geisladrif (4ra hraða) ■ Sound-Blaster 16 hljóðkortiö ■ 2 hátalarar Þrælharóir pakkar sem munu opna unga fólkinu nýjan og skemmtilegan heim margmiðlunar. Hátækni til framfara Allt saman I elnum pakka: Staögreiösluverð m/vsk kr. 26.9 Listaverð kr. 29.889 Allt saman f einum pakka: Staðgreiðsluverð m/vsk kr. 34.900 Listaverð kr. 38.778 Sound H Tæknival Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664 Atvinna fyrir alla- vinna er velferö Við viljum skapa tólfþúsund ný störfmeð því að: veita einum milljarði króna til nýsköpunar í atvinnulífi ► veita hugmyndaríku fólki áhættulán til nýsköpunar í atvinnulífi ► veita fyrirtækjum sérstakan afslátt af orkuverði í því skyni aö efla nýsköpun í atvinnulífi ► veita nýjungum í atvinnulífi stuöning í formi launagreiöslna sem annars heföu fariö í atvinnuleysisbætur ► veita skattaívilnun vegna nýsköpunar í atvinnulífi. Finnur Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.