Morgunblaðið - 31.03.1995, Side 44

Morgunblaðið - 31.03.1995, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BERGRÚN ANTONSDÓTTIR + Bergrún Ant- onsdóttir fædd- ist í Reykjavík g. október 1956. Hún lést á Landakots- spítala 19. mars síðastliðinn og var jarðsungin frá Langholtskirkju 30. mars sl. KÆRA vinkona. Það er erfitt að setj- * 1 ast niður og skrifa minningargrein um þig. í mínum huga ert þú hetja. Þú háðir þína baráttu án þess að brotna. Baráttan varð löng og ströng, þú gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Ég dáðist að þér. Leiðir okkar lágu saman strax í æsku. Við vorum ungar að árum þegar við ákváðum að ganga í fóst- bræðralag. Höfðum lesið okkur til, skera átti á púls og láta blóðið bland- ast. Hnífar voru sóttir og þegar til átti að taka þótti okkur þetta full harkalegt. Ákváðum við þá að skera í fingur. Við enduðum með nál og stungum smá gat í putta og blönduð- um blóði. Við hétum hvor annarri ævarandi vináttu. Sú vinátta entist og er ég þakklát fyrir hana. Við brölluðum margt á þessum árum. I þessar ljúfu minningar sótt- um við oft á-erfiðum stundum. Við töluðum oft um það hvað það var gaman að vera til á þessum árum. Fjórtán ára fengum við að fara með ms. Dettifossi til Englands og Þýskalands, það var mikið ævintýri og við miklar heimskonur eftir þá t ferð. Árin liðu, samverustundunum fækkaði. Við bjuggum ekki alltaf í kallfæri hvor við aðra. Þú úti á landi á tímabili, ég síðan í útlöndum og þegar ég kom heim fluttir þú út. Svona liðu árin. Við eignuðumst böm og vorum á kafi í uppeldismál- um og að lifa eigin lífí hvor á sinn hátt. Þú valdir ekki alltaf auðveldustu leiðimar í lífinu. Þú varst engin hvunndagskona. Bömin þín, Ragnheiður og Sváfnir, hafa misst mikið, þau hafa einnig þurft að þola mikið á sinni stuttu ævi. Fyrir þau barðist þú. Mér finnst við svo ungar. Vomm búnar að ákveða að verða gamlar saman. Þú varst búin að ákveða að við myndum verða rosalega skemmtileg gamalmenni. Nú verð ég að láta mér nægja að líta yfir farinn veg. Þrátt fyrir ungan aldur höfum við upplifað svo margt saman. Minn- ingamar á ég og geymi í hjarta mínu. Ég kveð þig með söknuði og trega. Elsku Ragnheiður, Sváfnir, Jara, Toni, Guðrún, Eyrún, Amrún og aðrir aðstandendur, við Bergþór og dætur vottum ykkur samúð okkar og biðjum Guð að hugga okkur öll. Guðrún Stefánsdóttir. Það var haustið 1981 sem við hittum Bergrúnu fyrst, en hún var þá að byrja í Fósturskóla íslands ásamt u.m.þ.b. 70 öðmm nýnemum. Fljótlega varð okkur ljóst að Bergrún var sú í bekknum sem mestu reynsluna hafði. Hún hafði þá starfað um nokkurra ára skeið {leikskólum og svo mikill var áhug- inn á að mennta sig í starfinu að hún settist á skólabekk, tiltölulega nýbúin að eignast sitt fyrsta barn. Það er óhætt að segja það að kynni milli nema í Fósturskólanum verða mjög náin, því hluti af nám- inu er að læra samskipti, þ.e. að tjá sig og hlusta á aðra. Þar kynnt- umst við eiginleikum Bergrúnar vel. Hún var mjög opin og einlæg í samskiptum, eiginleiki sem nýtist vel I starfi með bömum. Fljótlega eftir útskrift fluttist Bergrún út á land og svo til Nor- egs. Við það minnkuðu tengslin, en þó fréttum við alltaf af henni og alltaf var jafn ánægjulegt að hitta Bergrúnu, því hún var svo einstak- lega glaðleg og hlý í viðmóti. Við söknuðum hennar mikið í fyrravor, þegar við héldum upp á 10 ára útskriftarafmælið, en þá var hún orðin of veikburða til að koma. Við viljum senda ættingjum hennar og þá sérstaklega börnum hennar Ragnheiði Kristínu og Sváfni Má ODDFRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR + Oddfríður Ing- ólfsdóttir fædd- ist í Haukabrekku á Skógarströnd 25. júní 1908. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 23. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingólfur Daðason, verk- stjóri hjá Alians, f. 22. des. 1886, og Lilja Halldórsdótt- ir, f. 7. júní. Odd- fríður flutti ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur árið 1911 og ólst þar upp. Oddfríður var tvígift. Fyrri maður hennar var Sig- í DAG kveðjum við hana Fríðu ömmu okkar. Hún var okkur sér- staklega nákomin þar sem faðir okkar var hennar eina bam. Hún bjó inni á heimilinu í yfír tuttugu ár og tók virkan þátt í uppeldi okk- ar allra. Amma Fríða var bamgóð og bar hag fjölskyldunnar ávallt fyrir brjósti og nutum við þess öll í æsku. Elstu systkinin muna vel eftir heim- ili hennar og Kristófers afa og eiga þaðan margar góðar minningar. Árið 1970 flutti svo amma til okkar urður Sigurðsson verslunarmaður, f. 20. október 1906, og áttu þau saman einn son, Orn N. Sigurðsson, f. 29. ágúst 1928, d. 10. febrúar 1980. Seinni maður henn- ar var Kristófer Eggertsson skip- sljóri, f. 28. nóvem- ber 1892, og voru þau barnlaus. Hún lifði báða eigin- menn sína. Odd- fríður verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. í Kelduhvamminn, en þá hafði hún venð ekkja í tæp tíu ár. Öll munum við eftir sögunum og söngvunum sem hún kenndi okkur í æsku og af þeim bmnni getum við miðlað til afkomenda okkar. Hún kunni mörg ævintýri sem í huga okkar allra eru tengd henni óijúfanlegum böndum. Einn- ig sagði hún okkur sögur frá æskuárum sínum í Reykjavík. Hún las fyrir okkur ævintýri af bókum og þýddi Andrés önd af stakri snilld. Henni þótti gaman að ferð- MINNINGAR okkar innilegustu samúðarkveðjur. Okkur langar að kveðja með ljóði Davíðs Stefánssonar sem börn í leikskólum landsins syngja oft. Snert hörpu mína himinboma dís svo hlusti englar Guðs í paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. F.h. hönd árgangs 1984 frá Fósturskóla íslands, Gunnhildur Sæmundsdóttir og Margrét Hákonardóttir. Við viljum minnast Bergrúnar Antonsdóttur sem lést langt um aldur fram aðeins 38 ára gömul. Kynni okkar af Bergrúnu hófust fyrir þijátíu og fjórum árum er mikill og góður vinskapur tókst með okkur og Eyrúnu sem er ein af systrum Bergrúnar. Við höfum fýlgst með lífshlaupi Bergrúnar og þeirri hetjulegu baráttu sem hún háði gegn þeim sjúkdómi sem varð henni yfirsterkari. Við viljum með þessum fátæklegu orðum votta fjöl- skyldu hennar okkar dýpstu samúð. Guð leiði þig, en líkni mér sem lengur má ei fylgja þér. En ég vil fá þér englavörð míns innsta hjarta bænar gjörð: Guð leiði þig. (M. Joch.) Hvíl þú í friði. Linda Róberts, Ásgerður Flosadóttir. Okkur langar með örfáum orðum að minnast æskuvinkoiiu okkar. Leiðir okkar lágu saman í gegn um skátahreyfínguna. Við stofnuðum dróttskátasveit 1. des. 1971. Þá gengum við til kirkju og fórum í gegnum alla serímóníuna. Á þess- um árum var margt skemmtilegt brallað. Margar ferðir voru famar á Hellisheiðina, kl. hálf tólf á föstu- dagskvöldi með rútu eða á puttan- um og leiðst í myrkrinu að negrun- um með tilheyrandi athöfn og síðan að skálunum. Þá var líka mikið spáð í hitt kynið. Bergrún hafði þrefaldan séns á við okkur hinar. Hún með sitt fallega yfirbragð. Hún var afskaplega falleg, en kunni með það að fara. Árin liðu og tengslin héldust. Við eigum margar góðar minningar frá okkar samverustundum. Okkar síð- asta sameiginlega samverustund nokkrum dögum fyrir jól einkennd- ist af glaðværð eins og alltaf. ast og eftir ferðalögin veitti hún okkur hlutdeild í þeim með frá- sögnum af ýmsum framandi stöð- um og atburðum. Þegar pabbi dó þurfti mamma að vinna mikið til að halda saman heimilinu. Þá var ómetanlegt, sér- staklega fyrir yngri systkinin, að hafa ömmu á heimilinu. Fríða amma átti því mikinn þátt í að milda áhrif þessa áfalls. Eftir fráfall pabba fór heilsufari ömmu smám saman að hraka og fyrir fímm árum var svo komið að hún varð að flytjast inn á Sólvang. Hún fylgdist þó alla tíð vel með fjölskyldunni og hafði mikið dálæti á yngstu meðlimum hennar enda hændust langömmu- og langa- langömmubömin að henni. Alla tíð reyndist tengdadóttirin henni mjög vel. Síðustu æviárin heimsótti hún ömmu nær daglega og annaðist hana á sinn einstaka hátt. Það fór ekki fram hjá neinum hversu mjög ömmu þótti vænt um tengdadóttur sína enda stóð henni enginn nær síðustu æviárin. Okkur langar því að færa mömmu þakkir okkar fyrir allt sitt óeigingjama starf, og þeim báðum fyrir það af- rek að ala upp þennan stóra systk- inahóp. Að lokum viljum við færa þakkir okkar til starfsfólksins á Sólvangi í Hafnarfirði fyrir gott starf og hversu vel þau hugsuðu um ömmu síðustu árin. Fríða, Ingó, Jonni, Siggi, Örn, Jóhanna og Erna Bima. Bergrún lét sig ekki vanta, þrátt fyrir ófærð og veikindi. Elsku Ragn- heiður, Sváfnir og aðrir aðstand- endur, við samhryggjumst ykkur innilega. Með þessum orðum úr bókinni „Orð um líf og dauða“ kveðjum við kæra vinkonu. Að liðnum öllum þessum þrautum þessum þrotlausu erfiðleikum þessum endurteknu vonbrigðum þessum hverfulu gleðistundum spyijum við þrátt fyrir allt þegar því er skyndilega lokið: Hvers vegna ekki einn dag enn aðeins einn dag? (Halldóra B. Bjömsson) Ds. Omega. Haustið ’74 mætti til náms við Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni á áttunda tug stúlkna til að eyða þar saman einum skóla- vetri. Bergrún eða Begga eins og við kölluðum hana var ein af þess- um stúlkum og vakti hún strax athygli fyrir svarta hárið, dökku augun og sérstaka fegurð. Begga er í langan tíma búin að há hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm en nú er þeirri baráttu lokið. Við skólasystur hennar minn- umst hennar eins og hún var, alltaf hress og kát og stutt í brosið. Við vitum að þar sem hún er núna líður henni vel og hún loksins laus við allar þrautir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briém.) Við færum börnunum hennar, þeim Ragnheiði og Sváfni, einlægar samúðarkveðjur, og biðjum þeim og öðrum aðstandendum Guðs blessunar um ókomin ár. Kveðja. Skólasystur og kennarar, Húsmæðraskólans á Laug- arvatni, veturínn 1974-75. Það er gult engi í hjarta mínu og það átt þú. ★ Það er gult engi í hjarta mínu og þar syngja fuglar. Og þar man ég þig þegar þú komst hlæjandi á hækjunum í heim- sókn til Dúu á Skeljagranda, settist niður og dæstir og sagðist ekki vera vitund þreytt, enda engin ástæða til, þú ætlaðir að vinna þennan bardaga og þú myndir gera það, dauðinn væri þér fjarlægari en allt fjarlægt og við skyldum ekki hafa áhyggjur af þér, miklu meira máli skipti hvemig við hefð- um það, hvemig allt gengi hjá okk- ur, vinum þínum og félögum. ★ Það er gult engi í hjarta mínu og þar er enginn sársauki til. Og ég man þegar við lágum sam- an og mig langaði að reykja en mátti ekki fara fram úr, hvað þú varst snöfurmannleg1 þegar þú haltr- aðir fram og sóttir hjólastólinn og dróst einhvern veginn með mig í lyftuna niður í Iqallara, fárveik með morfínið beint í æð, bara til að ég, sem átti lífið, gæti haft það betra en gott, og þú settist á móti mér við reykingaborðið, kveiktir þér í sígarettu og sofnaðir, allan kraftinn gastu gefið mér án þess að blikna, og svo hlóstu þegar þú vaknaðir og ég sagði að þú mættir þetta ekki og þá spurðirðu og hallaðir dálítið undir flatt þegar þú sagðir það: - Hvað er þetta manneskja, hvað heldurðu að haldi mér gangandi, heldurðu að það séu fjandans lyfin? Nei, það er viljinn, viljinn til að velja gleðina og hafna sorginni. Og ekki orð um það meir! Þannig varst þú. ' ★ Það er gult engi í hjarta mínu og þar erum við glaðar. Og ég man svo oft að hafa hugs- að hvað það væri sem sá almáttugi hefði gefið þér umfram aðra menn, þér sem varst dæmd kona með lífs- þorstann og dauðann í farteskinu, þokkalegt par það að togast á um daga þína og nætur, og þegar ég horfði í augu þín tilbúin að líta undan vegna einhvers sem fólk hefur oft kallað blekkingu, skyldi ég fyrst hver var raunveruleg merk- ing orðsins styrkur, og ég man líka að ég hugsaði að þú værir einmitt það sem í bíómyndum er kallað hetja hvíta tjaldsins, eini munurinn væri sá að hvíta tjaldið væri lífið sjálft og þú engin hetja sem lékir og spilaðir á fólkið í kringum þig, heldur kona sem barðist, en nauð- beygð hlaustu að tapa miklu fyrr en þú gast þolað. ★ Það er gult engi í hjarta mínu og þar syngur þú um réttlætið. Og það er engu um þig logið þótt ég segi að þú hafi elskað lífið af ástríðu og viljað ráða þínum dögum sjálf og njóta þeirra einsog þú ein taldir best þótt öðrum kynni að fmnast eitthvað annað. Þú varst ekki dóttir hennar móð- ur þinnar fyrir ekki neitt. Og arfinn sé ég í augum dóttur þinnar. Ekkert gastu gefið betra. ★ Það er gult engi í hjarta mínu og þar ert þú hamingjusöm. Og ég minnist þess hvemig þú fórst höndum um höfuð krakkanna þinna, óttaslegin að hafa aldrei ver- ið og geta aldrei orðið þeim það sem þig langaði til og fannst þau eiga kröfu á að þú værir besta mamma í heimi, einsog þú sagðir, ég man líka þegar ég horfði á þau stijúka veikar hendur þínar, kyssa þig og faðma að það var einmitt það sem þú hafðir alltaf verið þeim, alltaf best og alltaf vinur. ★ Það er gult engi í hjarta mínu og lífið nokkurs vert þrátt fyrir allt. Og ég veit að í hjarta allra sem elska þig er þetta sama gula engi og einn daginn þegar veður gefst leggjum við öll dúk á jörðina og þú kemur, léttklædd og hress, sest meðal okkar, og við sem hvorki trú- um á þennan heim né annan vitum þá, að það varst þú sem sigraðir og við sem unnum. ★ Það er gult engi í hjarta mínu og það átt þú. Vigdís Grímsdóttir. Til eru p sem alltaf verða blá, draumar sem rætast, trú og þrá. (K.K.) Elsku Bergrún mín. Þá ert þú farin í ferðina. Við því er ekkert að segja. Ég veit að hún hefur gengið að óskum og móttöku- nefndin hefur staðið á hafnarbakk- anum með dregilinn í réttum lit. Þú skilar kveðju til allra sem ég þekki. Ég reyni ekki að segja neitt um hið liðna. Til þess endist ekki blað. Ást- arþakkir, Iáttu þér nú líða vel. Elsku Ragnheiður mín, Sváfnir og allir. Ég hef lítið við ykkur að segja líka, en verum þakklát fyrir að hafa átt hana, þessa elsku. Ég elska ykkur öll. Kveðjur, ykkar Anna Helga Hilmars. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusctt. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er méttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.i8 en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.