Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BARNAKÓR Biskupstungna. Nemenda- tónleikar Söngsmiðj- unnar NEMENDATÓNLEIKAR: Söng- smiðjunnar verða haldnir laugardag- inn 1. apríl kl. 17 í Bústaðakirkju. Á annað hundrað nemendur úr byijenda-, framhalds-, unglinga- og söngleikjahópum koma fram. Einnig mun „gospel" sönghópur Söngsmiðj- unnar syngja. Á efnisskrá eru íslensk og erlend kórlög. Börnin flytja atriði úr söng- leiknum Grease, unglingamir flytja lagasyrpur frá hippatímabilinu og eldri nemendur flytja lög úr ýmsum söngleikjum. A þriðja hundrað nemendur stunda nám að staðaldri í skólanum í hinum ýmsu deildum. ----» ♦ Lína langsokk- ur í Norræna húsinu SÆNSKA myndin „Pá rymmen med Pippi Lángstrump" eftir sögu Astrid Lindgren verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 2. apríl kl. 14. í kynningu segir að „Anna og Tommi séu orðin þreytt á þessu ei- lífa nöldri í mömmu sinni. Þau ákveða að stijúka að heiman. En að stijúka án Línu er ekki gaman, þannig að Lína slæst í för með þeim. Og hvert sem Lína fer gerast ævin- týrin.“ Myndin er 93 mín. að lengd og er með sænsku tali. Allir eru vel- komnir og aðgangur ókeypis. ♦ ♦ ♦ „Egvilfá minn mann u Neskaupstað. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Neskaupstaðar frum- sýndi síðastliðinn föstudag gaman- leikinn „Ég vil fá minn mann“ eftir breska gamanleikjahöfundinn Philip King, Leikstjóri er Jón Júlíusson. Næstu sýningar verða á laugar- dag og sunnudag og hefjast kl. 20.30 í félagsheimilinu Egilsbúð. Bamakór Biskups- tungna syng- ur á Selfossi BARNAKÓR Biskupstungna syng- ur í Selfosskirkju laugardaginn 1. apríl ki. 14. I kórnum eru 22 börn á aldrin- um 9-13 ára. Söngstjóri er Hilmar Örn Agnarsson. Auk kórsins úr Biskupstungum koma fram á tónleikunum; Sverrir Örn Hlöðversson píanóleikari, söngkonurnar Katrín I. Kristó- fersdóttir og Magnea Gunnars- dóttir, barnakór og unglingakór Selfosskirkju undur sljórn Glúms Gylfasonar og Stefáns Þorleifs- sonar. Barnakór Biskupstungna hefur æft mikið í vetur og mun kórinn taka þátt í keppni barna- og ungl- ingakóra í Danmörku dagana 21. til 23. apríl. Kór í framför TONUST Langholtskirkja SÖNGSVEITIN FÍLHARM- ÓNÍA OG KAMMERSVEIT Messías eftir G.F. Hándel Söngsveitin Fflharmoma og kamm- ersveit. Stj. Úlrik Ólason, konsertm. Szsymon Kuran. Eins. Elisabet F. Erlingsdóttir, Alina Dubik, Kolbeinn Ketilsson, Bjarni Kristinsson og Xu Wen. Laugardagur 25. mars og sunnudagur 26. mars. ENGINN guðspjallamaður, eng- inn sögumaður, engir eiginlegir samsöngvar utan kórar, texti tíndur saman úr hinni helgu bók, sumar heimildir segja af Hándel sjálfum, handrit ófullkomið og takandi breytingum Hándels sjálfs, allt til dauðadags, með nýjum innskotum, aríumar ýmist sungnar af karl- manni eða kvenmanni, upphaflega skrifað fyrir mjög fámennan kór, nokkra strengi og ásláttarhljóðfæri, söguþráður nánast enginn og þó vinsælasta verk höfundar, enn þann dag í dag. Útgáfumar af nótnanið- urskrift svo ólíkar, að algjör fmm- skógur er framundan ef maður ætlar að reyna að finna mun á réttu og röngu og minnir gjarnan á tíma- bil í ítalskri ópemsögu, þegar söngvararnir sjálfir settu fram skil- yrði um það hvernig aríurnar þeirra skyldu skrifaðar og lifði sú óreiða þar fram á tuttugustu öld, en Hánd- el var, eins og kunnugt er, hallur undir ítölsku óperana. Hraðatákn- um ber ekki alltaf saman í hinum ýmsu útgáfum og hvað þýðir svo allegretto, andantíno, allegro o.s.frv. hjá Hándel? Skapast hafa Tveir sópranar TONLIST Hljómdiskur ÆTTI ÉG HÖRPU Ætti ég hörpu Fríður Sigurðardóttir, sópran Halla Soffía Jónasdóttir, sópran Kári Gestsson, píanó Harpa 1 ÞESSI síðbúna um- sögn hefði átt að birt- ast á jólavertíðinni, en af einhveijum ástæð- um barst hljómdiskur- inn ekki í hendur réttra aðila. Hér er um að ræða safn vel þekktra sönglaga eft- ir íslenska höfunda og erlenda (m.a. Mend- elssohn og Sibelius), sem sungin eru af ágætum sópran- söngkonum, þeim Fríði Sigurðar- dóttur og Höllu Soffíu Jónasdóttur. Þeim er fleira sameiginlegt en radd- f RÍÐlíR SIGURDARDÖTTiR SOPRAN HAUA SOffÍA JÓNASOÖn IR SOÞRAN KÁRÍ GESTSSON, PÍANÓ LEIKFÉLAG Neskaupstaðar sýnir nú gamanleikinn „Ég vil fá minn mann“ og verður næsta sýning á laugardag. gerðin, því þær stunduðu báðar nám hjá Sigurði Demetz í Nýja tónlistar- skólanum í Reykjavík, auk þess sem Halla Soffía sótti söngtíma hjá hon- um meðan hann bjó og kenndi á Akureyri en hún sjálf var nemandi í Tónlistarskóla Dalvíkur (’78-79). Hér er oftast um tvísöng að ræða, og skipta þær með sér hlutverki alt-raddarinnar og verður ekki séð að hún fari þeim ver en sópraninn, raddsviðið m.ö.o. breitt og raddimar „þroskaðar“ og vel skólaðar, svo sem vænta mátti. Ein- staka sinnum gætir nokkurs hijúfieika á hæstu tónum, en yfir- leitt er söngurinn góður, stundum mjög ____________ góður og innlifaður eftir efninu. í raun og vem finnst mer ekki ástæða til samanburðar eða umfjöllunar á ein- staka lagi, enda eru þau æði mis- jöfn að gæðum einsog við er að búast í „prógrammi" sem á að höfða til margra. En innan um eru marg- ar gullfallegar perlur, á ýmsum nótum, sem reyna á raunvemlega getu og fjölhæfni söngvaranna. Það hvarflar að manni að Fríður hefði að ósekju mátt hefja sitt söngnám fyrr (útskrifast ’92) og báðar mættu hafa haft tækifæri til að koma oft- ar fram, ekki sagt til að gera minna úr hæfni þeirra heldur til að benda á hvers hefði mátt vænta. En hvað um það, þetta em „alvöru“ söng- konur, einsog bömin segja, og hljómdiskurinn því fagnaðarefni. Kári Gestsson (starfar nú sem píanókennari við Tónlistarskóla Kópavogs) annast ágætan undir- leik. Hljóðritun er góð, en nánari upplýsingar um hana vantar í bæk- Oddur Björnsson og venjur (tradition) sem bæði geta verið slæmar eða góðar, réttar eða rangar og hvað er það svo sem maður er að dæma? Éinstaka hlut- um er þó hægt að fóta sig á. Taktur, eða riðmi, þarf yfírleitt að vera nákvæmur í þessari tegund tónlistar t.d. púnteraður rytmi og þar var svolítið ábótavant, nokkuð sem bæði má kenna hljóðfæraleik- umm og stjórnanda. Hraðaval getur m.a. farið eftir möguleikum flytj- andans, í þessu tilfelli söngvarans, og fyrir kom að söngvarar réðu ekki fyllilega við hraðann. Ánægju- legast var að heyra að kómum fer fram. Eftir að kórinn hefur náð í nokkra bjarta tenóra og nokkra bjarta bassa er takmarkinu náð, kórinn náði sinni fyrri reisn, með hljómandi þroskaðar raddir, sem þarf tl að skila mörgum stórverkum tónbókmenntanna. Hitt er svo ann- að mál hvort Messías skilar sér kannski best með fámennum kór þar sem hægt er að koma við enn- þá meiri nákvæmni í rytma, ennþá skýrari kontrapunkti. Kannski er þetta ekki tískan í dag, en svona færði Hándel sjálfur upp þennan Messías sinn ár eftir ár. Ánægjulegt var að heyra Elísa- betu F. Eiríksdóttur syngja eftir nokkurt hlé. Nokkurs óöryggis gætti í byijun, en Elísabet hefur fallega tónlistarlínu, þarf aðeins að koma miklu oftar fram, en mjög fallega söng hún aríuna í lok ann- ars hlutans. Kolbeinn Ketilsson er nýlegt nafn meðal íslenskra söngv- ara. Kolbeinn er vel músíkalskur, á framtíðina fyrir sér og verður hans vandinn að velja og hafna. Eitt af því sem hann gæti gert vel er óra- tóríusöngur, en hraðaval flúrsöngs- ins var a.m.k. á mörkum þess að vera um of að þessu sinni, en spenn- andi verður að fylgjast með Kol- beini. Bjami Thor Kristinsson er einnig nýtt nafn, er reyndar enn í skóla að mér skilst. Eins fór fyrir honum að flúrsöngurinn, á stund- um, lenti í of hröðu tempói, en hér virðist mjög efnilegur söngvari á ferð og var Sarastro auðheyrilega stutt undan. Xu Wen, úr kórnum, hafði nokkrar strófur, er í námi og á töluvert í land. Hlutur Alinu Dub- ik var að þessu sinni stærstur ein- söngvaranna, enda látin syngja ar- íur sem ætlaðar eru (a.m.k. stund- um) öðmm raddgerðum. Því miður missti ég af tónleikum sem hún hélt í Víðistaðakirkju nýlega og mér er sagt að hafi verið óvenju glæsi- legir. Alína hefur sérlega fallega söngrödd og vel skólaða svo tæp- lega fínnst á veikur hlekkur. í efnis- skrá er hún kynnt sem alt-rödd, hvað ég held vafasamt, mezzo-sópr- an hefði ég haldið að væri hennar svið. En hvað um það, hér er óvenju glæsilegt „material", en meira þarf til, eitthvað örlítið sem á vantar og hrífur mann úr skónum, svo að betur verði ekki gert og ég held að þetta örlitla sé þor, að þora að sleppa beislinu lausu, allt hitt er til staðar. Benda má á mjög fallega spilað trompet-sóló í þriðja hluta. Hljómur og raddfátækt litla orgels- ins var nær því stuðandi, þótt varla heyrðist og mismunar á skrifuðum og nauðsynlegum styrkleikabreyt- ingum í hljómsveitinni saknaði mað- ur, þótt spilið væri vel hreint. En Úlrik skal óskað til hamingju með, ekki hvað síst ánægjulegar framfar- ir kórsins. Ragnar Björnsson. ♦ ♦ ♦ Háskólakór- inn í tón- leikaferð um Vesturland HÁSKÓLAKÓRINN heldur þrenna tónleika á Vesturlandi nú um helg- ina. Kórinn mun syngja í Borgar- nesi, Akranesi og Stykkishólmi. Efnisskráin er að mestu íslensk, og kórinn syngur m.a. íslenska kór- slagar'a frá því fyrr á öldinni eftir höfundana Pál ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns, Friðrik Bjamason, Sig- fús Einarsson og fleiri. Þá verða flutt nýrri verk eftir Jón Ásgeirs- son, Leif Þórarinsson, Hákon Leifs- son og Hjálmar H. Ragnarsson. Kórinn hefur magvíslegu hlut- verki að gegna í menningarflóra okkar lands. Félagar úr kórnum tóku síðastliðið haust þátt í upp- setningu Svöluleikhússins á dans- leikhúsverkinu „Jörfagleði“ í Borg- arleikhúsinu. Þá er það bundið í lög kórsins að frumflytja nýtt kórverk á hveiju vori. Kórinn fór í tónleika- för á síðastliðnu sumri til Lettlands og Litháen og heimsótti háskóla þessara landa. Háskólakórinn var fyrsti vestræni háskólakórinn sem heimsótti háskóla beggja þessara landa. Kórinn skipa í dag liðlega fjöratíu manns, flestir nemar í Há- skóla íslands. Kórinn syngur í Borgameskirkju, föstudaginn 31. mars í Borgarnes- kirkju kl. 20.30, Akraneskirkju, laugardaginn 1. apríl kl. 15.00 og Stykkishólmskirkju, kl. 16 á sunnu- daginn 2. apríl. Nýjar bækur Hvar er land drauma eft- ir Rögnvald Finnbogason UÓÐABÓKIN Hvar er land drauma eftir Rögn- vald Finnbogason er komin út. Bókin skiptist í fímm kafla sem nefnast; Snæ- fellsnes, Norðurlönd, Rússland, Japan og Líf og dauði. Ljóðin eru sprottin upp úr minn- ingum og reynslu séra Rögnvalds, heima og erlendis. „Hver kafli hefur sína sérstöðu, markaða af þeim vett- vangi sem þau lýsa, en saman mynda ljóðin sterka heildarmynd af lífsskoðun sem hefur mótast á æviferli skáldsins," segir í kynningu. Rögnvaldur Finnbogason er fædd- ur 1927. Hann Iauk cand. theol.- prófi frá H.í. árið 1952. Lengst hef- Rögnvaldur Finnbogason ur séra Rögnvaldur ver- ið sóknarprestur í Staðarprestakalli, eða frá 1973. Rögnvaldur hefur áður sent frá sér bókina Jerúsalem - Borg hinna talandi steina, dagbókarbrot frá Landinu helga (1990). Árið 1988 komu út minningar hans, Trúin, ástin og efinn, skráðar af Guð- bergi Bergssyni rithöf- undi. Útgefandi er Foriag- ið. Hvar er land minna drauma er fyrsta Ijóða- bókRögnvalds. Tryggvi Ólafsson listmálari gerði málverk á kápu og teikningar við kaflaskil. Bókin er innbundin, 107 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Bókin kostar 2.680 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.