Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 33
32 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 33~ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BJARTSYNI - MEÐ ALLRIVARÚÐ UMMÆLI Jóhannesar Nordals, stjórnarformanns Lands- virkjunar, í viðtali við Morgunblaðið í gær gefa tilefni til ákveðinnar bjartsýni á möguleika á nýrri erlendri fjárfest- ingu hér á landi á næstu árum. Jóhannes segir, að nú sé réttur tími til samninga við erlend fyrirtæki um fjárfestingu í orkufrekum iðnaði hér á landi. Löngu samdráttarskeiði sé lokið og ýmsir erlendir aðilar sýni nú áhuga á ijárfestingum. Jóhannes nefnir einkum stækkun álverksmiðjunnar í Straumsvík og járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Hann segir þetta tiltölulega litlar fjárfestingar, sem fyrir- tæki geti ráðizt í þótt batinn í afkomu þeirra sé aðeins nýlega hafinn. Þá sé góð aðstaða á báðum stöðum. Tals- vert sé til af ónotaðri orku og hagkvæmir og hæfilega stór- ir virkjunarmöguleikar fyrir verksmiðjur af þeirri stærð. Stjórnarformaður Landsvirkjunar færir einnig rök að því, að ísland sé nú eina Evrópuríkið, sem boðið geti alþjóð- legum fjárfestum samkeppnishæft orkuverð, jafnframt ná- lægð við markaði og stöðugleika í efnahagslífi og stjórnmál- um. Miklu máli skiptir í því sambandi, að afar ólíklegt er að til pólitískra átaka komi nú um stækkun núverandi stóriðju- fyrirtækja eða byggingu nýrra verksmiðja. Áratugum sam- an stóðu harðvítugar pólitískar deilur um erlenda fjárfest- ingu í stóriðju. Nú taka hins vegar flestir undir að reynslan af henni hefur í alla staði verið góð. Stóriðjan hefur skapað aukna fjölbreytni í annars einhæfu atvinnulífi, skilað þjóðar- búinu tekjum, veitt hundruðum íslendinga atvinnu og gert okkur kleift að nýta verðmæta auðlind, orkuna í fallvötnun- um. Umhverfisáhrif stóriðjunnar hafa verið hverfandi. Hins vegar ætti enginn að fá glýju í augun. íslendingar hafa of oft orðið fyrir vonbrigðum, þegar hillt hefur undir ný stóriðjuáform, sem síðan hafa að engu orðið. Bezt er að sýna alla varúð og forðast að gera ráð fyrir stórum bitum á silfurfati. Mestu máli skiptir að skapa almenn, jákvæð skilyrði fyr- ir alla erlenda fjárfestingu. Þannig geta orð stjórnarfor- manns Landsvirkjunar orðið að veruleika: „Ég tel að við höfum unnið heimavinnuna vel og okkur muni takast að nýta tækifærin þegar þau koma.“ „ÚTLENDINGADEKRIÐ" KRISTJÁN Loftsson, stjórnarformaður Olíufélagsins hf., gagnrýndi í ræðu sinni á aðalfundi félagsins viðbrögð Reykjavíkurborgar við umsókn kanadíska olíufélagsins Irv- ing Oil um aðstöðu fyrir birgða- og benzínstöðvar. „Þá skulu nú heldur betur hendur standa fram úr ermum svo þessir aðilar fái óskir sínar uppfylltar - skítt með land- ann. Þetta endalausa útlendingadekur gengur ekki Iengur,“ sagði Kristján. „Ef á að vera hægt að stunda viðskipti á samkeppnisgrundvelli til dæmis í olíuvörum þá verður að gera þá kröfu til yfirvalda að aðilar sitji við sama borð við úthlutun á lóðum og aðstöðu til að stunda þessi viðskipti." Viðbrögð borgaryfirvalda í Reykjavík voru ekkert „útlend- ingadekur" eins og stjórnarformaður Olíufélagsins heldur fram. Þvert á móti hefðu önnur viðbrögð en sýnd voru, verið alvarlegrar'gagnrýni verð. Erlend íjárfesting hefur átt erfitt uppdráttar hér á landi, meðal annars vegna neikvæðra viðhorfa. Þegar erlent fyrir- tæki býður fram umfangsmikla fjárfestingu, sem mun stuðla að hagvexti og atvinnusköpun, hljóta yfirvöld að bregðast við og reyna að skapa skilyrði fyrir slíka fjárfestingu. Það er hárrétt að til þess að samkeppni sé virk, þurfa fyrirtæki að sitja við sama borð. En ekki verður annað sagt en að innlendu olíufélögin hafi forskot á Irving Oil í því efni. Ekki veitir heldur af erlendri samkeppni á olíumarkaðn- um, þar sem því verður tæplega haldið fram að samkeppni hafi verið virk. Viðhorfið til erlendrar fjárfestingar er breytt. Samkvæmt alþjóðasamningum og íslenzkum lögum eiga íslenzk og er- lend fyrirtæki sama rétt á mörgum sviðum. Nánast hvaða fyrirtæki sem er getur staðið frammi fyrir erlendri sam- keppni - olíufélag, tryggingafélag, banki eða dagblað. Þá þýðir ekki að hrópa „útlendingadekur“ þegar reynt er að skapa slíkri samkeppni sanngjörn skilyrði, heldur verða ís- lenzk fyrirtæki að standa sig í samkeppni, sem verður æ alþjóðlegri. Sjávarútvegsmálin standa uppúr í kosningaumræðunni á Vestfjörðum SÉRFRAMBOÐ HAFA OFT VALDEÐ UMRÓTI Sjávamtvegsmálin ber hæst í kosningabarátt- unni á Vestfjörðum. Sjö framboðslistar bjóða fram að þessu sinni en í yfírliti Omars Frið- rikssonar kemur fram að ýmis sérframboð og klofningslistar hafa oft náð umtalsverðu fylgi í kjördæminu, sem í em 6.334 kjósendur. SJÖ framboðslistar standa kjósendum á Vestfjörðum til boða í Alþingiskosningunum en þeir eru bomir fram af Alþýðuflokki, Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki, Alþýðubandalagi og óháðum, Þjóðvaka, Kvennalista og Vestfjarðalistanum, samtökum stuðn- ingsmanna Péturs Bjamasonar, sem skipaði annað sæti á lista framsóknar- manna fyrir kosningar 1987 og 1991. Kosið er um fimm þingsæti á Vest- fjörðum en eftir kosningalagabreyt- ingu hefur fimmta þingsætið verið jöfnunarsæti sem úthlutað er eftir úrslitum á landinu öllu. í seinustu kosningum lenti flökkusætið svokall- aða, sem færist á milli kjördæma, á Vestfjörðum og kom í hlut Kvennalist- ans, þannig að Vestfirðingar áttu sex þingmenn á seinasta kjörtímabili. Kjósendur á Vestfjörðum em nú 6.334 eða 3,3% kjósenda á landiiiu og hefur fækkað um 230 frá seinustu kosning- um. Kosningaþátttaka ' í seinustu kosningum var 87,9%, sem er nálægt landsmeðaltali. Ný framboð og klofningsframboð hafa verið áberandi í alþingiskosning- um á Vestfjörðum á undanfömum áratugum og hafa stundum haft um- talsverð áhrif á atkvæðadreifmgu og skiptingu þingsæta í kjördæminu. Samtök fijáislyndra og vinstri manna fengu þannig nær fjórðung atkvæða eða 24,7% í kosningum 1971 og tvo menn kjöma (Hannibal Valdimarsson og Karvel Pálmason) og 14,2% fylgi árið 1974 og einn þingmann (Karvel Pálmason). Sérframboð Karvels árið 1978 fékk 14,6% atkvæða, sem dugði honum þó ekki til að ná þingsæti. Sérframboð Sigurlaugar Bjamadóttur fyrir kosningamar 1983 (en hún hafði skipað eitt af efstu sætum á lista Sjálf- stæðisflokksins) fékk 11,6% atkvæða en náði ekki þingsæti. Þjóðarflokkurinn fékk 11,1% í kosningunum 1987, sem dugði heldur ekki til að ná manni á þing. Alþýðuflokkurinn hefur ýmist átt einn eða tvo þing- menn á Vestfjörðum en fylgið hefur sveiflast umtalsvert milli kosninga. Árið 1978 fékk flokkurinn 15,3% og eitt þingsæti og 22,1% árið 1979 en þá bauð flokkurinn fram óskiptur og fékk tvo þingmenn kjöma, Sighvat Björgvinsson og Karvel Pálmason. 1983 var Karvel kjörinn á þing fyrir Alþýðuflokkinn með 16,8% atkvæða og 1987 jók flokkurinn fylgi sitt á ný, fékk 19,1% og tvo menn kjöma. í seinustu þingkosningum fékk Al- þýðuflokkurinn 15,8% atkvæða á Vestfjörðum og einn mann kjörinn, Sighvat Björgvinsson. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur áttu lengi tvo þingmenn hvor flokkur á Vestfjörðum. Á síðari ámm hefur fylgi Framsóknarílokksins hins vegar sveiflast meira og flokkurinn ýmist komið einum eða tveimur mönn- um_ að í kjördæminu. Árið 1974 fékk Sjálfstæðisflokkur- inn 35,8% atkvæða og þijá þingmenn kjöma á Vestfjörðum en flokkurinn hefur haldið tveimur þingmönnum í kjördæminu í öllum þingkosningum sem fram hafa farið frá 1978. í kosn- ingunum 1983 bauð Sigurlaug Bjamadóttir hins vegar fram sérlista á Vestijörðum og dróst þá fylgi Sjálf- stæðisflokksins saman, fór niður í 27,5%. 1991 fengu sjálfstæðismenn 34,7% atkvæða á Vestfjörðum. Framsóknarflokkurinn hefur í þrennum kosningum frá 1974 fengið tvo þingmenn lcjöma á Vestfjörðum en það var árin 1974, 1979 og 1983. Flokkurinn náði hins vegar aðeins einu þingsæti í kosningunum 1978, 1987 og 1991. Hefur fylgi flokksins sveifl- ast verulega á þessu tímabili eða frá 20-21% í kosningunum 1978 og 1987 og upp í 30,6% í kosningunum 1979. í seinustu kosningum fengu fram- sóknarmenn 27,9% atkvæða og einn mann kjörinn. Alþýðubandalagið hefur aðeins tví- vegis fengið mann kjörinn á Vestfjörðum í þeim sjö alþingiskosningum sem fram hafa farið frá árinu 1967, þegar Steingrímur Pálsson var landskjörinn þingmaður flokksins, en það var í kosningunum 1978 og 1991. Fylgi flokksins hefur sveiflast talsvert og flokkurinn oft verið nálægt því að ná manni inn. 1978 fékk Alþýðu- bandalagið 17,7%, 15% 1979, 13,1% 1983, 11,3% 1987 og 10,9% 1991 en þá náði Kristinn H. Gunnarsson jöfn- unarþingsætinu. Bandalag jafnaðarmanna bauð fram á Vestfjörðum 1983 en hafði ekki árangur sem erfiði og fékk 3,6% atkvæða. 1987 bauð Þjóðarflokkurinn fram í kjördæminu og var Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir í efsta sæti framboðslistans en hún skipaði efsta sæti Kvennalistans fyrir seinustu kosningar. Þjóðarflokkurinn fékk 11,1% atkvæða í kosningnunum, sem dugði þó ekki til að ná þingsæti. Kvennalistinn bauð fram á Vestfjörð- um 1987 og fékk 5,3% atkvæða og í kosningunum 1991 fékk listinn 7,8% atkvæða og fór Jóna Valgerður inn á þing í flökkusætinu. Onnur stjómmálasamtök sem boðið hafa fram á Vestfjörðum í tvennum seinustu kosningum hafa fengið tak- markað fylgi. Borgaraflokkurinn fékk 2,6% í kosningunum 1987, Þjóðar- flokkurinn og flokkur mannsins buðu fram sameiginlega 1991 og fengu 2,3% og Frjálslyndir fengu 0,5% at- kvæða í seinustu kosningum. í fyrsta sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi fyrir komandi kosningar er Einar K. Guðfinnsson alþingismaður en Einar var í öðru sæti fyrir seinustu kosning- ar á eftir Matthíasi Bjamasyni. Matth- ías, sem verið hefur þingmaður Vest- fírðinga í 32 ár, gefur ekki kost á sér aftur til þingmennsku. Einar Oddur Kristjánsson skipar annað sætið. Kjör- dæmisráð flokksins ákvað að Ólafur Hannibalsson skyldi skipa þriðja sæti framboðslista flokksins í komandi þingkosningum, en Guðjón A. Krist- jánsson sem hafnaði í því sæti í próf- kjöri, færðist niður í Ijórða sætið. Sigurður Pétursson, fyrrv. formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, skipar fyrsta sæti á lista Þjóðvaka. í öðm sæti er Brynhildur Barðadóttir og Júlíus Ól- afsson í þriðja sæti. Kristinn H. Gunn- arsson alþingismaður skipar fyrsta sæti á lista Alþýðubandalagsins eins og í seinustu kosningum, í öðru sæti er Lilja Rafney Magnúsdóttir, og í þriðja sæti er Bryndís Friðgeirsdóttir. Jón Valgerður Kristjánsdóttir alþing- ismaður er í efsta sæti á lista Kvenna- listans eins og 1991, Björk Jóhanns- dóttir er í öðra sæti og Ágústa Gísla- dóttir í þriðja. Sighvatur Björgvinsson, ráðherra, skipar efsta sæti á lista Alþýðuflokksins, Ægir Hafberg annað sæti og Kristln Jóh. Bjömsdóttir þriðja. Breytingar verða á skipan efstu sæta á framboðslista Framsóknar- flokksins frá seinustu kosningum. Gunnlaugur M. Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, skipar fyrsta sætið og Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður skipar annað sætið en hann skipaði fyrsta sætið við seinustu þingkosningar. Anna Jensdóttir er í þriðja sæti. Pétur Bjamason sóttist eftir efsta sæti á listanum í prófkjöri, en lenti í öðru sæti, á eftir Gunnlaugi og hafnaði síðan sæti á listanum. Pétur ákvað síðan að bjóða fram sér- lista og er sjálfur í fyrsta sæti listans, í öðra sæti er Stefán Gíslason og í þriðja sæti Konráð Eggertsson. Ótíð og ófærð hafa sett sitt mark á kosningabaráttuna á Vestijörðum. Talsmenn framboðanna segja að held- ur dauft yfirbragð hafl verið á barátt- unni framan af en telja þó að áhugi almennings sé að vakna. „Sjávarútvegsmálin era eina kosn- ingamálið, kvótatapið er það mál sem brennur heitast á Vestfirðingum,“ segir talsmaður eins framboðslistanna og mælir þar fyrir munn flestra við- mælenda blaðsins sem segja að at- vinnumálin, einkum sjávarútvegsmál, standi upp úr I kosningaumræðunni. Flestum ber saman um að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna á Vestfjörðum. Sérframboð Péturs Bjarnasonar og framboð Þjóðvaka kunni að hafa áhrif á útkomu allra framboða. Samkvæmt skoðanakönn- un Bæjarins besta á ísafirði fyrir skömmu yrði skipting fimm þingsæta kjördæmisins milli flokka óbreytt frá seinustu kosningum. A-listinn fengi einn mann kjörinn, B-listinn einn, D-listinn tvo og G-listinn einn mann. Könnunin bendir þó til þess að lítill munur geti orðið á milli efsta manns G-lista, þriðja manns á D-lista og Péturs Bjamasonar á M- listanum. Nokkrir viðmæ- lenda töldu líklegast að sérframboð Péturs gæti höggvið skörð í raðir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en Vest- fjarðalistinn á hins vegar ekki mögu- leika á jöfnunarþingsætinu þar sem hann er ekki boðinn fram á landsvísu. Þá era taldar veralegar líkur á að Sigurður Pétursson, Þjóðvaka, og Jóna Valgerður, Kvennalista, sem er sögð njóta töluverðra persónuvin- sælda, muni blanda sér í baráttuna um jöfnunarþingsætið. Fá atkvæði geta skipt sköpum eins og reynslan sýnir þegar mörg framboð takast á um atkvæðin í þessu fámennasta kjör- dæmi landsins og óvissan er mikil því samkvæmt fyrmefndri skoðanakönn- un hefur stór hluti Vestfirðinga ekki enn gert upp hug sinn. Mikil óvissa um jöfnunar- saétí Vest- fjarða Ófærð hefur sett mark á kosningabar- áttuna Mið-Austurlönd Óvissa um Óslóar- samninginn ÞÁÐ virðist vera fátt sem getur komið í veg fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á Vestur- bakkanum og Gasasvæðinu. Á næstu mánuðum er ráðgert að halda fyrstu lýðræðislegu kosningarnar á arabísku sjálfstjómarsvæðunum. Ýmsir ráðherrar í ríkisstjórn ísraels og talsmenn Frelsishreyfíngar Pal- estínu (PLO) hafa lýst því yfir að næsta skrefið verði sjálfstætt ríki araba, þótt hvorki sé tekið til yfir hvaða landsvæði það muni ná né hvernig stjómskipun þess verði. Valdabarátta á meðal Palestínumanna Þótt slíkt sambandsríki verði að veraleika eru erfiðleikar Palestínu- manna aðeins að byija. Þótt al- Fatah, hreyfíng Yassers Arafats formanns PLO, muni vafalaust verða stærsti stjórnmálaflokkur landsins ríkir djúpstæður klofningur innan hreyfingarinnar. Farouk Khadummi, leiðtogi stjórnmálaarms al-Fatah og einn af „sjömenninga- klíkunni“ sem stofnaði hreyfmguna árið 1954, hefur lýst sig andsnúinn stefnu Arafats í öllum helstu málum sem snerta samskiptin við ísrael og Vesturlönd. Þótt hann hafi dregið sig úr kastljósinu hefur það verið í þeim eina tilgangi að halda friðinn innan al-Fatah. Að baki honum stendur, að því að sagt er, um það bil helmingur fulltrúa hreyfíngarinn- ar á þingi Palestínumanna (PNC) og hefur Khaddaumi þar að auki vísan stuðning margra minni hreyf- inga innan PLO. Önnur leiðtogaefni eru til að mynda Abu Abbas, leið- togi Frelsisfylkingar Palestínu (PLF), og Faisal Husseini, leiðtogi Palestínumanna á Vesturbakkanum, en talið er ólíklegt að þeir. geti ógn- að Arafat, þótt þeir vildu. Annað helsta stjórnmálaaflið í hópi Palestínumanna er Harakat al-Muqawama al-Islamiyya, betur þekkt sem Hamas-samtökin. Þau samtök hafa, samkvæmt skoðana- könnunum frá því í febrúar, um 25-35% fylgi á meðal Palestínu- manna en hafa alla burði til að auka fylgi sitt. Samkvæmt heimildum frá sjálfstjórnaryfirvöldum Palestínu- manna (PA), sem birtust nýlega í The Jerusalem Post, hafa þeir yfir að ráða gífurlegum fjölda vopna, sem eru jafnvel betri og fullkomnari en búnaður palestínsku lögreglunn- ar. Að auki, hafa þeir vel metta bankareikninga í mörgum arabaríkj- um, Bandarílqunum og Sviss, sem notaðir hafa verið til vopna- og landakaupa, i mútufé og félagslega aðstoð á Gasasvæðinu. ------------- Hryðjuverk Hamas og Hins íslamska Jihad hafa orðið vatn á myllu þess- ara og annarra öfgasam- taka. Palestínska lög- reglan virðist ekki geta ráðið við starfsemi þeirra og palest- ínska dómskerfið er vanmegnugt að dæma þá sem staðnir hafa verið að slíkum "Verkum. Þeir sem þessa stundina bíða dóms eru yfirleitt pal- estínskir verkamenn sem stunduðu vinnu í ísrael og eru grunaðir um samstarf við „síoníska óvininn". Leiðtogar og aðrir meðlimir Hamas eru yfirleitt látnir lausir fljótlega eftir handtökuna, því palestínskir dómarar hafa hingað til ekki haft þor eða vilja til að leiða þá fyrir rétt. Gegn hryðjuverkum íslamskra öfgahópa hefur ríkisstjórn Yitzaks Reuter YITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi PLO, innsigla sögulegt friðarsam- komulag þessara fornu fjenda með handabandi í september 1993. Bill Clinton Bandaríkjaforseti leiðir þá saman. Á þeim 18 mánuðum sem liðnir eru hefur fylgismönnum samkomulagsins fækkað í röðum Palestínumanna og sýnt þykir að ríkisstjórn Rabins haldi ekki velli í kosningunum á næsta ári. Náðst hefur samkomulag um lýðræðislegar þingkosningar á sjálfstjómarsvæðum Palest- ínumanna, sem taldar eru nauðsynlegur und- anfari sjálfstæðs ríkis þeirra. Enn fer því þó fjarri að gert hafí verið út um ágreiningsmál á þessu eldfíma svæði. Snorri G. Bergsson greinir frá átökum innan PLQ og veikri stöðu ísraelsku ríkisstjómarinnar, sem skapar óvissu um framhald friðarþróunarinnar. Rabins gripið til skyndilokana á landamærum ísraels og hemumdu svæðanna. Hefur það orðið til þess að auka fylgi við öfgahreyfingar, því þúsundir verkamanna hafa ekki komist til vinnu sinnar í ísrael og þegið styrktarfé frá Hamas til lífs- • viðurværis. í síðustu viku var endan- lega ákveðið að reisa rafmagnsgirð- ingu á milli ísraels og Vesturbakk- ans. Það vekur sérstaka athygli að samkvæmt skipulagi verða nokkrar stærstu landnemabyggð- ir gyðinga á Vesturbakk- anum innan ,járntjalds- ins.“ Til að greiða fyrir þessum framkvæmdum _______ hefur ísraelska ríkis- “““““ stjómin fækkað í herliði sínu á Vesturbakkanum og dregið úr öryggisgæslu á ýmsum stöðum. Stjórnarskipti yfirvofandi í Israel Yitzak Rabin, forsætisráðherra ísraels og formaður Verkamanna- flokksins, tilkynnti þann 16. mars að hann mundi sækjast eftir endur- kjöri í ísraelsku þingkosningunum sem fara fram í júní 1996. Sam- kvæmt óstaðfestum heimildum hafa félagar í Verkamannaflokknum tekið þeim fréttum með fyrirvara og óvíst er að hann hljóti stuðning Ólíklegt aö friðardúfan sitji lengi um kyrrt flokksmanna sinna til áframhald- andi setu. Sagt er að helsti stuðn- ingsmaður framboðs hans sé Benj- amin Nethanayu, formaður Likud- bandalagsins, sem telji fullvíst að óvinsældir Rabins muni tryggja ör- uggan sigur stjórnarandstöðunnar. Á síðustu mánuðum hefur hvert hneykslismálið rekið annað innan raða Verkamannaflokksins, meðal annars ásakanir um spillingu, mútuþægni, „einkavinavæðingu“ og brot gegn stjórnskipan landsins. Helsta vígi flokksins, verkalýðssam- tökin Histadrut, gekk úr greipum hans þegar nú- verandi forseti samtak- anna, Y. Ramon, var rek- inn úr flokknum eftir að hafa boðið sig fram og haft sigur gegn fram- bjóðanda flokksstjórnarinnar. Auk þess hefur Yisrael Kessar, fyrrver- andi forseti Histadrut og núverandi samgönguráðherra, verið ásakaður um að hafa dregið fé úr sjóðum samtakanna til að fjármagna kosn- ingabaráttu sína árið 1992. Óvinsældir ríkisstjórnarinnar hafa ekki síst komið fram í skoð- anakönnunum. Samkvæmt nýleg- um tölum fengi Verkamannaflokk- urinn aðeins um 30% fylgis, sem er fall um rúm 10%. Hins vegar Djúpstæður klofningur innan hreyf- ingarinnar hefur Likud-bandalag Benjamins Nethanayus aukið fylgi sitt um tæp 5%, frá 40% í 44,5%, auk þess sem persónulegt fylgi Nethanayus mæl- ist næstum tvöfalt á við fylgi Rab- ins. Almenningur hefur ekki komist hjá því að verða óþyrmilega var við þá vaxandi óánægju með rfkis- stjórnina sem kraumar undir yfir- borði stjómmála í ísrael. Mánu- dagskvöldið 20. mars voru haldin fjölmenn mótmæli fyrir utan emb- ættisbústað Rabins og næstu ná- ' grannar hans, þeirra á meðal undir- ritaður, voru lokaðir inni eins og fuglar í búri. Þótt erfitt sé að venj- ast því að sjá tugi hermanna á stjái fyrir utan heimili sitt, má það nú kallast regla fremur en undantekn- ing. Staðreyndin er sú, að það er nánast útilokað að Verkamanna- flokkurinn muni halda völdum eftir þingkosningarnar í júní 1996. Frek- ari friðarviðræður og framkvæmd Óslóarsamkomulagsins gætu dreg- ist á langinn af þeim sökum. Friðarverðlaunahafar Nóbels, þeir Rabin, Shimon Peres, utanrík- isráðherra ísraels, og Arafat, eru engan veginn öruggir um að við- halda þeim árangri sem leiddi til -------- verðlaunaveitingarinn- ar. Rabin hefur sett það skilyrði fyrir áframhald- andi framkvæmd friðar- samkomulagsins að Arafat stöðvi hryðju- verk íslömsku hópanna. Staðreyndin virðist vera sú, að óvíst er að honum sé það mögulegt, ef hann á annað borð hefur vilja til þess. Á hinn bóginn, er ekki víst að Rabin hafi stuðning til að hald^. áfram á friðarbraut. Stuðnings- menn Óslóarsamningsins virðast vera í töluverðum minnihluta, bæði í ísrael og á meðal Palestínumanna, og því virðist ólíklegt að friðardúfan sitji lengi um kyrrt fyrir botni Mið- jarðarhafs. Höfundur er sagnfræðingur og stundar framhaldsnám í Jerúsalem.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.