Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ / ÉS HELP AP ÉG SBTJt RROSj l A AMPLITIP a jo'ni .' > . I | PIB copeffíagen Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand VES MAAM..I WASTOLD TO SI6N UP FOR DANCE LE550NS BECAUSE I NEED TO 8E MORE OUT601N6.. Já, kennari ... mér var sagt að innrita mig í dansskóla af því ég þyrfti að vera fé- lagslyndari. Ef til vill verð ég ekki eins einmana ef ég er félagslyndari. Já, þetta er hundurinn minn, hann er mjög fé- lagslyndur. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ráðsfundur ITC Frá Guðlaugu Jónsdóttur: ÞÚ ÁGÆTI lesandi staldrar ef til vill við og spyrð: Hvað er ITC? Leyfðu mér að segja frá þessum samtökum! ITC stendur fyrir International Training in Communication, sem ég leyfí mér að þýða á íslensku Alþjóðleg þjálfunarsamtök. Þessi félagasamtök hafa starfað á íslandi síðan 1975 en voru upphaflega stofnuð í Bandaríkjunum 1938. Nú eru starfandi ITC-deildir víðs vegar um heiminn og á íslandi eru starfandi 18 deildir vítt og breitt um landið. Hvaða gagn má hafa af því að vera í ITC? ITC kennir aðilum sínum örugga framkomu og gefur þeim tækifæri til þess að æfa sig og læra í vinsam- legu og skilningsríku umhverfi. ITC hjálpar aðilum til að komast yfir þá hræðslu sem velflestir hafa fund- ið fyrir er þeir þurfa að tala fyrir framan hóp af fólki. Hvers konar leiðbeiningar fást hjá ITC? Hveijum aðila er í byijun séð fyrir námsvísi er samanstendur af handbók með ræðu, undirbúningi, vinnubók og ýmsum leiðbeiningum. Samskiptin við aðra aðila með svip- uð markmið hjálpa þér að ná fram- förum. Þar sem frammistaða þín er metin, til þess þú að náir betri tökum á framtíðarverkefni þínu. Þú tekur framförum með þeim hraða sem þér hentar. Mundu að þeir sem nú standa í ræðustólnum hafa eitt sinn bytjað með því skrefí sem þú kannski hugleiðir nú að þú ættir að taka. Hvernig starfar ITC? ITC starfar í deildum og hámark í hverri deild er 30 einstaklingar, svo hver og einn njóti þeirrar þjálf- unar sem boðið er upp á. Bæði konur og karlar geta gerst aðilar. Fundir í ITC eru haldnir tvisvar í mánuði frá september fram í maí og stendur hver fundur í allt að tvo tíma. Hvernig fara fundirnir fram? Efni fundanna er margvíslegt og engir tveir fundir eru eins þó upp- bygging þeirra sé í nokkuð föstu formi. Fundarsköp eru í heiðri höfð, ýmis verkefni sem úthlutað er fyrir- fram til aðila, fyrirlesarar fengnir með ýmiskonar fræðsluerindi, upp- lestur á ljóðum eða sögum úr bókum eða frumsamið, gaman og alvara í bland. Uppbygging ITC Deildir ITC skiptast niður í I., II. og III. ráð. Ráðin halda ráðs- fundi tvisvar til þrisvar á ári og öll ráðin eru aðilar að landssamtökum sem halda þing vor hvert. Nú á laugardaginn 1. apríl er ráðsfundur hjá III. ráði í félagsmiðstöð HK í íþróttahúsinu Digranesi. Því ekki að skreppa á fundinn á morgun kl. 9 og kynnast þessari starfsemi lítil- lega. GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR, ITC Fífu, Hraunbraut 10, Kópavogi. Lánin greiða þeir sem landið erfa Frá Ólafi Briem: ÞAÐ ER skammt til kosninga og því mætti álíta að fyrirsögn þessarar greinar sé vísbending til lesenda um það að efni hennar sé kosningabaráttunni tengt. Svo er þó alls ekki, nema að því leyti sem hún tengist baráttumáli allra stjórnmálaflokka og bar- áttumálið hafíð yfír sundrungu þá sem stundum einkennir stjómmálabaráttúna. Þess er oft getið í ræðu og riti hve skuldabyrði þjóð- félagsins er mikil og sífellt vaxandi sú skuld sem við ætlum þeim að axla sem á eftir okkur koma. Vissu- lega er Ijúft að geta notið ávaxta nútíðarinnar í boði framtíðarinnar. Þetta þýðir samt ekki að sumt það, sem gert hefur verið fyrir reikning þeirra sem við taka, hafí ekki verið í þágu þeirra sem skrifað hafa upp á skulda- bréfin, sem erfíngjunum er svo ætlað að greiða. Það hlýtur að vera ánægjuefni í hvert sinn þegar gerð er virð- ingarverð tilraun til að minnka þann skuldabagga sem ,ýtt er á undan, og er síðasta dæmið í því efni samkomu- lag það sem gert hefur verið milli Gigtarfélags íslands og Lionshreyfingar- innar um að koma á stofn Rannsóknar- stofnun Islands í gigt- arsjúkdómum. Ekki aðeins miðast rannsóknir að því að þeim sem landið erfa verði hlíft við þeim þjáningum sem gigtin veldur þeim sem hún sækir heim, heldur jafnframt að því að lækka útgjöld vegna hennar sem nú nema milljörð- um árlega. Það er því vissulega vonandi að landsmenn taki höndum saman við vísindamenn til lausnar gigtar- gá'tunni. ÓLAFUR BRIEM, formaður kynningarnefndar Lions- hreyfingarinnar á íslandi. Alit efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.