Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI og Arnar Símonarson. Mávurinn á Dalvík Dalvík. LEIKFÉLAG Dalvíkur frum- sýndi Mávinn, gamanleik eftir Anton Tsjekhov í þýðingu Ingi- bjargar Haraldsdóttur, í gær- kvöld, fimmtudagskvöld, í leik- stjórn Arnar Jónssonar. Aðeins sex sýningar verða á Mávinum, önnur sýning verður í kvöld, föstudagskvöld og þriðja sýning á laugardags- kvöldið. Sýningar hefjast kl. 21.00 og er sýnt í Ungó. Skákfélag Akureyrar Útiskákmót fyrir við- haldsstyrk BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi í gær að veita Skákfélagi Akureyrar styrk að upphæð 150 þúsund krónur úr bæjarsjóði til viðhalds á hús- eign félagsins við Þingvalla- stræti. Bæjarráð veitti styrkinn að tillögu íþrótta- og tómstunda- ráðs en í staðinn skuldbatt Skákfélag Akureyrar sig til að halda að minnsta kosti tvö úti- skákmót í göngugötunni í Hafn- arstræti á Akureyri í tengslum við Listasumar á þessu ári. Iðunn sýnir í Norðurmynd IÐUNN Ágústsdóttir mynd- listarkona opnar sölusýningu í húsakynnum Ljósmyndastof- unnar Norðurmynda, Hafnar- stræti 90. Sýnd verða 20-25 mynd- verk, smámyndir málaðar á gullgrunna og margskonar listmunir og skartgripir úr postulíni. Sýningin verður opin frá kl. 14-18 alla daga til og með 9. apríl næstkomandi. Menntamálaráðherra setur Menningar- og menntadaga á morgun Styrlga á tengslin við Grænland og Færevjar MENNINGAR- og menntadagar heíjast á Akureyri á morgun, laug- ardaginn 1. apríl kl. 14.00. áLista- safninu á Akureyri. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkir dagar eru haldnir en tilgangur þeirra er að styrkja menningar- og mennta- tengsl Akureyrar, Grænlands og Færeyja. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra setur Menningar- og menntadagana í Listasafninu á Akureyri, en þeir standa út apríl- mánuð. Opnuð verður sýning á verkum frá Grænlandi og Færeyj- um bæði í Listasafninu og Deigl- unni. Grænlenska sýningin saman- stendur af málverkum sem máluð eru með olíulitum á striga, trérist- um, teikningum og vatnslitamynd- um og dæmum um útskurðarlist Grænlendinga í bein, tré og tálgu- stein. Færeyska sýningin samanstend- ur af verkum þriggja myndlistar- manna, Eyðun af Reyni, Amariel Norðoy, og Zacharias Heinesen en þeir sýna færeyska nútímamyndlsit eins og hún gerist best. Alls munu um 30 gestir frá Grænlandi og Færeyjum, þar á meðal er gert ráð fýrir menningar- málaráðherrum beggja landanna og helstu fulltrúum mennta-, lista- og menningarmála. Þeir munu meðal annars kynna sér starfsemi Leikfélags Akureyrar, Tónlistar- skólans, Myndlistarskólans og Háskólans á Akureyri ásamt ýmsu öðru sem til boða stendur á Ákur- eyri. Ennfremur er áætlað að fulltrú- ar atvinnulífsins hitti fulltrúa frá Grænlandi og Færeyjum til að ræða hvernig styrkja megi enn frekar samstarf Akureyrar, Græn- lands og Færeyja á því sviði. Grænlensk og færeysk list Emil Rosing, forstöðumaður grænlenska þjóðminja- og skjala- safnsins, og Bárður Jákupsson, forstöðumaður Listaskálans í Þórshöfn, halda fyrirlestra í Deigl- unni á sunnudag, 2. apríl og hefj- ast þeir kl. 14.00. Rætt verður um list og menningu í Grænlandi og myndlist í Færeyjum. Sýningarnar í Grófargili standa út aprílmánuð og verður efnt til margvíslegra atriða í tengslum við þær þann tíma. Morgunblaðið/Jónas Sú kollótta bar tveimur lömbum Grýtubakka. Morgunblaðið. SÁUÐBURÐUR hófst á bænum Grund í Höfðahverfi upp úr miðj- um mars þegar ung kollótt ær bar tveimur lömbum, einu hvítu og öðru svörtu, en það er ekki í fyrsta skipti sem kolla hefur sauðburð á bænum. Að sögn Valdimars Kristjáns- sonar, sem hefur umsjón með búfénaði á Grund ásamt sambýl- iskonu sinni, Claudiu Lubinsdzus, mun sauðburður ekki hafinn að fullu þó sú kollótta hafi brugðið á leik er hrútar voru teknir frá fénu í vetrarbyijun. Orku- og umhverfisráðherra Swazilands Talar á samkomum Hvítasunnukirkjuimar ORKU- og umhverfisráðherra Swazilands, Absalom Dlamini, er gestur Hvítasunnukirkjunnar á ís- landi um þessar mundir, en hann hefur dvalíð hér á landi frá 22. mars og verður til 4. apríl. Absalom talar á samkomum í Hvítasunnukirkjunni á Akureyri í dag, föstudag og morgun, laugar- dag kl. 20.30 og á sunnudag kl. 15.50 og eru þær öllum opnar. Hann hefur verið forstöðumaður í stórri Hvítasunnukirkju í Manz- ini, Swazilandi og skólastjóri Biblíuskólans sem íslenska og norska Hvítasunnuhreyfingin byggði og hefur stutt um árabil. Hann er eftirsóttur ræðumaður, kennari og fyrirlesari bæði á kristi- legum stórmótum, ráðstefnum og í sjónvarpi. Hann var kjörinn á þing lands síns árið 1993 en 3. mars síðastliðinn tók hann við embætti umhverfis- og orkumála- ráðherra. Hann hefur þegar átt fund með umhverfisráðherra ís- lands og mun ræða um orkumál á Akureyri við bæjarstjóra. Kennarar við Stórutjarnaskóla Skora á kennara að fella samn- inginn KENNARAR við Stóru- tjarnaskóla í Ljósavatns- hreppi lýsa í ályktun yfír megnri óánægju með nýgerða kjarasamninga. „Með þeim er vígstaða okkar gersamlega vonlaus gerð, nú og um langa fram- tíð. Árangur sex vikna verk- falls er algerlega óásættan- legur, smánarlega lítill og stórhættulegur sjálfsmati og sjálfsvirðingu stéttar okkar,“ segir orðrétt í ályktun kenn- ara við Stórutjarnaskóla sem jafnframt skora á félaga sína í kennarastétt að slíðra ekki sverðin, gefast ekki upp og segja nei við nýgerðum kjara- samningi. Hadda sýnir nælur í Kaffi Karólínu HADDA sýnir nælur unnar úr flóka, roði, hrosshári og kýrhalahári sem einnig eru ætlaðar sem lítil veggstykki á Kaffi Karólínu, en sýningin hennar verður opnuð á laug- ardag 1. apríl íd. 14.00 og stendur út aprílmánuð. Hadda lærði vefnað í Sví- þjóð ásamt ýmsu öðru hand- verki, síðan var hún í lista- deild Lýðháskólans í Eskilst- una 1986-1987 og málunar- deild Myndlistarskólans á Akureyri 1987-1991. Hún var ein af fyrstu leigendum húsnæðis í Gilinu, en hún opnaði þar Vinnustofuna Grófina, sem er opin vinnu- stofa með galleríi. Rauður sýnd- ur í Borg- arbíói KVIKMYNDAKLÚBBUR Akureyrar sýnir á sunnudag, 2. apríl, og mánudaginn 3. aprfl kvikmyndina Rauður í Borgarbíói. Fyrri sýningin hefst kl. 17 en sú síðari kl. 18.30. Myndin er sú síðasta í trí- lógíu þar sem leikstjórinn Úryzsztof Kieslowski sækir titla myndanna í liti franska þjóðfánans, sem tákna kjör- orð frönsku byltingarinnar; Frelsi, jafnrétti og bræðra- lag. lii— RESTAURANT OPIO ~ TIL KL. 22.00 ÖU KVÖLD B€ IfVAL cs. zs KAUPVANGSSTRÆTI 4 - SÍMI 96-26100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.