Morgunblaðið - 31.03.1995, Síða 16

Morgunblaðið - 31.03.1995, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI og Arnar Símonarson. Mávurinn á Dalvík Dalvík. LEIKFÉLAG Dalvíkur frum- sýndi Mávinn, gamanleik eftir Anton Tsjekhov í þýðingu Ingi- bjargar Haraldsdóttur, í gær- kvöld, fimmtudagskvöld, í leik- stjórn Arnar Jónssonar. Aðeins sex sýningar verða á Mávinum, önnur sýning verður í kvöld, föstudagskvöld og þriðja sýning á laugardags- kvöldið. Sýningar hefjast kl. 21.00 og er sýnt í Ungó. Skákfélag Akureyrar Útiskákmót fyrir við- haldsstyrk BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi í gær að veita Skákfélagi Akureyrar styrk að upphæð 150 þúsund krónur úr bæjarsjóði til viðhalds á hús- eign félagsins við Þingvalla- stræti. Bæjarráð veitti styrkinn að tillögu íþrótta- og tómstunda- ráðs en í staðinn skuldbatt Skákfélag Akureyrar sig til að halda að minnsta kosti tvö úti- skákmót í göngugötunni í Hafn- arstræti á Akureyri í tengslum við Listasumar á þessu ári. Iðunn sýnir í Norðurmynd IÐUNN Ágústsdóttir mynd- listarkona opnar sölusýningu í húsakynnum Ljósmyndastof- unnar Norðurmynda, Hafnar- stræti 90. Sýnd verða 20-25 mynd- verk, smámyndir málaðar á gullgrunna og margskonar listmunir og skartgripir úr postulíni. Sýningin verður opin frá kl. 14-18 alla daga til og með 9. apríl næstkomandi. Menntamálaráðherra setur Menningar- og menntadaga á morgun Styrlga á tengslin við Grænland og Færevjar MENNINGAR- og menntadagar heíjast á Akureyri á morgun, laug- ardaginn 1. apríl kl. 14.00. áLista- safninu á Akureyri. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkir dagar eru haldnir en tilgangur þeirra er að styrkja menningar- og mennta- tengsl Akureyrar, Grænlands og Færeyja. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra setur Menningar- og menntadagana í Listasafninu á Akureyri, en þeir standa út apríl- mánuð. Opnuð verður sýning á verkum frá Grænlandi og Færeyj- um bæði í Listasafninu og Deigl- unni. Grænlenska sýningin saman- stendur af málverkum sem máluð eru með olíulitum á striga, trérist- um, teikningum og vatnslitamynd- um og dæmum um útskurðarlist Grænlendinga í bein, tré og tálgu- stein. Færeyska sýningin samanstend- ur af verkum þriggja myndlistar- manna, Eyðun af Reyni, Amariel Norðoy, og Zacharias Heinesen en þeir sýna færeyska nútímamyndlsit eins og hún gerist best. Alls munu um 30 gestir frá Grænlandi og Færeyjum, þar á meðal er gert ráð fýrir menningar- málaráðherrum beggja landanna og helstu fulltrúum mennta-, lista- og menningarmála. Þeir munu meðal annars kynna sér starfsemi Leikfélags Akureyrar, Tónlistar- skólans, Myndlistarskólans og Háskólans á Akureyri ásamt ýmsu öðru sem til boða stendur á Ákur- eyri. Ennfremur er áætlað að fulltrú- ar atvinnulífsins hitti fulltrúa frá Grænlandi og Færeyjum til að ræða hvernig styrkja megi enn frekar samstarf Akureyrar, Græn- lands og Færeyja á því sviði. Grænlensk og færeysk list Emil Rosing, forstöðumaður grænlenska þjóðminja- og skjala- safnsins, og Bárður Jákupsson, forstöðumaður Listaskálans í Þórshöfn, halda fyrirlestra í Deigl- unni á sunnudag, 2. apríl og hefj- ast þeir kl. 14.00. Rætt verður um list og menningu í Grænlandi og myndlist í Færeyjum. Sýningarnar í Grófargili standa út aprílmánuð og verður efnt til margvíslegra atriða í tengslum við þær þann tíma. Morgunblaðið/Jónas Sú kollótta bar tveimur lömbum Grýtubakka. Morgunblaðið. SÁUÐBURÐUR hófst á bænum Grund í Höfðahverfi upp úr miðj- um mars þegar ung kollótt ær bar tveimur lömbum, einu hvítu og öðru svörtu, en það er ekki í fyrsta skipti sem kolla hefur sauðburð á bænum. Að sögn Valdimars Kristjáns- sonar, sem hefur umsjón með búfénaði á Grund ásamt sambýl- iskonu sinni, Claudiu Lubinsdzus, mun sauðburður ekki hafinn að fullu þó sú kollótta hafi brugðið á leik er hrútar voru teknir frá fénu í vetrarbyijun. Orku- og umhverfisráðherra Swazilands Talar á samkomum Hvítasunnukirkjuimar ORKU- og umhverfisráðherra Swazilands, Absalom Dlamini, er gestur Hvítasunnukirkjunnar á ís- landi um þessar mundir, en hann hefur dvalíð hér á landi frá 22. mars og verður til 4. apríl. Absalom talar á samkomum í Hvítasunnukirkjunni á Akureyri í dag, föstudag og morgun, laugar- dag kl. 20.30 og á sunnudag kl. 15.50 og eru þær öllum opnar. Hann hefur verið forstöðumaður í stórri Hvítasunnukirkju í Manz- ini, Swazilandi og skólastjóri Biblíuskólans sem íslenska og norska Hvítasunnuhreyfingin byggði og hefur stutt um árabil. Hann er eftirsóttur ræðumaður, kennari og fyrirlesari bæði á kristi- legum stórmótum, ráðstefnum og í sjónvarpi. Hann var kjörinn á þing lands síns árið 1993 en 3. mars síðastliðinn tók hann við embætti umhverfis- og orkumála- ráðherra. Hann hefur þegar átt fund með umhverfisráðherra ís- lands og mun ræða um orkumál á Akureyri við bæjarstjóra. Kennarar við Stórutjarnaskóla Skora á kennara að fella samn- inginn KENNARAR við Stóru- tjarnaskóla í Ljósavatns- hreppi lýsa í ályktun yfír megnri óánægju með nýgerða kjarasamninga. „Með þeim er vígstaða okkar gersamlega vonlaus gerð, nú og um langa fram- tíð. Árangur sex vikna verk- falls er algerlega óásættan- legur, smánarlega lítill og stórhættulegur sjálfsmati og sjálfsvirðingu stéttar okkar,“ segir orðrétt í ályktun kenn- ara við Stórutjarnaskóla sem jafnframt skora á félaga sína í kennarastétt að slíðra ekki sverðin, gefast ekki upp og segja nei við nýgerðum kjara- samningi. Hadda sýnir nælur í Kaffi Karólínu HADDA sýnir nælur unnar úr flóka, roði, hrosshári og kýrhalahári sem einnig eru ætlaðar sem lítil veggstykki á Kaffi Karólínu, en sýningin hennar verður opnuð á laug- ardag 1. apríl íd. 14.00 og stendur út aprílmánuð. Hadda lærði vefnað í Sví- þjóð ásamt ýmsu öðru hand- verki, síðan var hún í lista- deild Lýðháskólans í Eskilst- una 1986-1987 og málunar- deild Myndlistarskólans á Akureyri 1987-1991. Hún var ein af fyrstu leigendum húsnæðis í Gilinu, en hún opnaði þar Vinnustofuna Grófina, sem er opin vinnu- stofa með galleríi. Rauður sýnd- ur í Borg- arbíói KVIKMYNDAKLÚBBUR Akureyrar sýnir á sunnudag, 2. apríl, og mánudaginn 3. aprfl kvikmyndina Rauður í Borgarbíói. Fyrri sýningin hefst kl. 17 en sú síðari kl. 18.30. Myndin er sú síðasta í trí- lógíu þar sem leikstjórinn Úryzsztof Kieslowski sækir titla myndanna í liti franska þjóðfánans, sem tákna kjör- orð frönsku byltingarinnar; Frelsi, jafnrétti og bræðra- lag. lii— RESTAURANT OPIO ~ TIL KL. 22.00 ÖU KVÖLD B€ IfVAL cs. zs KAUPVANGSSTRÆTI 4 - SÍMI 96-26100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.