Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 64
MeWitöd -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTUÓLF 3040, NETFANG MBI(SCENTRUM.1S / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Aukin ferða- lög Islend- ingaum eigið land GISTINÓTTUM íslendinga hér fjölgaði um 17-20% árið 1994 miðað við 1993. Gistinóttum er- lendra ferðamanna fjölgaði um 9-10% á sama tíma. „íslendingar dvelja í auknum mæli utan höfuðborgarsvæðisins og gistinætur þeirra voru fleiri á Norðurlandi eystra og Suðurlandi en höfuðborgarsvæðinu," segir Magnús Oddsson, ferðamálastjóri. Að sögn Magnúsar mun Ferða- málaráð halda áfram kynningu undir heitinu Island sækjum það heim og gera það í samvinnu við ýmis fyrirtæki. ■ Ferðamál á föstudegi/D6 ÞESSI snjókarl stendur nú á Ráðhústorgi Akureyringa og býður til páska- hátíðar þar í bæ undir kjörorðun- um sól, snjór, skíði og skemmtun. Morgunblaðið/Rúnar Þór Stefndi í lausn Verslunarskóladeilunnar Lögð fram til- laga til sátta RÍKISSÁTTASEMJARI lagði seint í gærkvöldi fram sáttatillögu til lausn- ar Iq'aradeilu HÍK og Verslunarskól- ans. Þorvarður Elíasson, skólameist- ari Verslunarskólans, sagðist gera sér góðar vonir um að hún yrði til að leysa deiluna. Hann sagði að ef deilan leystist í nótt myndi kennsla hefjast í skólanum í dag. HÍK bauðí gær að gengið yrði frá samningum strax á grundvelli sátta- tillögu ríkissáttasemjara og að ágreiningi um réttindamál yrði vísað til samstarfsnefndar skipaðri fulltrú- um beggja aðila. Takist nefndinni ekki að útkljá deilumálin skipi ríkis- sáttasemjari oddamann. Þorvarður sagði um miðjan dag í gær að hann væri tilbúinn til að fela nefnd að fjalla um ágreiningsefnin, en skólinn vildi ekki að nefndin yrði úrskurðamefnd. Samkomulag er milli deiluaðila um að samið verði um sömu launahækk- anir og skipulagsbreytingar og ríkið og kennarasamtökin sömdu. Sömu- leiðis er samkomulag um skólalok á þessu skólaári og greiðslur fyrir aukavinnu kennara í vor. Að áliti HÍK njóta kennarar við Verslunarskólann að mörgu leyti lak- ari réttar- og ráðningarkjara en kennarar hjá ríkinu. Krafa félagsins er að kennarar við Verslunarskólann fái annaðhvort sömu réttindi og laun og kennarar hjá ríkinu eða lakari réttindi og hærri laun. Morgunblaðið/Kristinn Hæstiréttur hafnar verklagsreglum tryggingafélaganna 2,1 millj. í bætur fyrir líkamsljón Bónus lætur sérframleiða páskaegg BÓNUS hefur látið sérfram- leiða eina stærð; 375 g, af páskaeggjum fyrir verslanir sínar. Eggin eru framleidd af Sælgætisgerðinni Góu hf. og kosta 717 kr. Fyrr í vikunni kostuðu 425 g páskaegg frá Nóa-Síríus 1.359 kr. í Hagkaup og 1.295 í Fjarðarkaupum. Einnig fengust 400 g páskaegg frá Góu á 989 kr. í Hagkaup. ■ Páskaegg/Dl SFR krefst 20% launa- hækkunar AÐALFUNDUR Starfsmannafé- lugs ríkisstofnana (SFR) samþykkti í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum að krefjast 20% launa- hækkunar í kjaraviðræðum. Sigríður Kristinsdóttir formaður félagsins sagði í samtali við Morgunblaðið að ályktunin hafi verið lögð fram í kjölfar nýs kjara- samnings kennara. SFR og við- semjendur hittast í dag klukkan 14. HÆSTIRÉTTUR hafnaði í gær verk- lagsreglum tryggingafélaganna um bætur fyrir minniháttar Iíkamstjón og dæmdi ungum manni, sem hlotið hafði örorku sem metin var 10% vegna háls- og baktoghunar í um- ferðarslysi, og Sjóvá-Almennar töldu að ætti í mesta lagi að fá 500 þús- und króna bætur, 2,1 milljón króna í bætur auk vaxta. Þetta var fyrsta málið fyrir Hæstarétti þar sem reyndi á verklagsreglur sem tryggingafé- Iögin höfðu sett sér vegna uppgjörs bóta vegna minniháttar líkamstjóna en fjölmörg slík mál frá því fyrir gildistöku skaðabótalaganna hafa beðið óútkljáð eftir því að afstaða Hæstaréttar lægi fyrir. Með dóminum breytti Hæstiréttur einnig þeirri reglu sem gilt hefur hér á landi frá 1984 um að við útreikn- ing bóta fyrir líkamstjón skyldi miða við 6% ávöxtunarmöguleika. Í stað þess voru bætumar ákveðnar miðað við að 4,5% ávöxtunarmöguleikar bjóðist og leiðir sú breyting til þess að höfuðstóll bótanna hækkar um u.þ.b. 500 þúsund krónur. Breytingin er m.a. rökstudd með -tilvísun fíl vaxtaþróunar undanfarið. Um var að ræða eitt fjölmargra mála frá því fyrir gildistöku skaða- bótalaganna 1. júli 1993 þar sem deilt var um útreikning bóta fyrir afleiðinga slysa þar örorkutjón var metið minna en 15%. í tilviki unga mannsins, sem var 17 ára þegar slysið varð í febrúar 1991, vildi tryggingafélagið bæta hvert örorkustig með 50 þúsund krónum en ekki á grundvelli örorku- útreiknings þar sém lagt væri mat á áhrif slyssins á framtíðartekjumögu- leika hans. Áliti Læknaráðs hafnað Örorka piltsins hafði verið metin 10% af tryggingalækni en í málinu lá einnig frammi álit Læknaráðs um að örorkan skyldi einungis metin 5%. Samkvæmt áliti Læknaráðs taldi tryggingafélagið sér aðeins skylt að greiða þonum 250 þúsund krónur vegna áverkanna. Fram kemur í dömi Hæstaréttar að Læknaráð hefði ekki kynnt sér mál piltsins sérstaklega heldur byggt álit sitt á almennri umfjöllun um hálsáverka af því tagi sem hann hlaut. Af þeim sökum og þar sem læknaráð þótti ekki hafa upfyllt þá lagaskyldu að gefa lækninum færi á að rökstyðja örorkumat sitt nánar taldi Hæstiréttur að álitið dygði ekki til að hnekkja örorkumati læknisins. Því byggist niðurstaðan á því að ör- orka piltsins sé 10% eins og það mat gerði ráð fyrir. Bætur til piltsins voru því ákveðn- ar samkvæmt útreikningi trygginga- fræðingp á grundvelli 10% örorku og miðað við 4,5% vaxtafót en ekki 6% eins og tíðkast hefur. Að teknu tilliti til skattfrelsis bótanna og hag- ræðis af eingreiðslu þeirra voru pilt- inum ákveðnar 2.125.448 krónur í bætur og ber fjárhæðin vexti frá febrúar 1991. Góð mæting í framhalds- skólunum GÓÐ mæting var í framhalds- skólunum í Reykjavík að loknu tæplega sex vikna verkfalli kennara í gær. Nemendum var gerð grein fyrir því að kennslu- tapi vegna kennaraverkfalls yrði meðal annars mætt með kennslu á laugardögum og styttra páskafríi. Kennslutíma- bil lengist og próftími styttist og sýnir myndin þegar nemend- um í Menntaskólanum við Sund var gerð grein fyrir hvernig skólalokum yrði háttað í hádeg- inu í gær. í Menntaskólanum við Hamrahlíð fengust þau svör að mæting hefði farið fram úr björtustu vonum í gær. Nokkuð hafði verið um að nemendur segðu sig úr einstaka áföngum og innan við 20 nemendur höfðu sagt sig úr námi. Svipaða sögu var að segja í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Þau svör fengust að mæting hefði verið furðu góð. Töluvert hafði verið spurt um hvort í lagi væri að síeppa einstaka áfanga en ekki hefðu margir sagt sig úr námi. Sáralítið brottfall úr bekkjarskólum Enn minna brottfall virðist hafa orðið úr bekkjarskólunum. Fram kom að mæting hefði verið í góðu lagi í Menntaskól- anum í Reykjavík. Tveir til þrír hefðu tilkynnt um forföll vegna tafa í flugi. Hins vegar væri ekki vitað um að neinn hefði sagt sig úr námi. Nemendur voru svolítið „þungir" í fyrsta tíma í MS í gærmorgun. Engu að síður var mæting nokkuð góð, t.d. voru 20 af 24 mættir í eina kennslustund snemma í gærmorgun. Þrír nýnemar höfðu skráð sig úr skóla. ■ Skólastarf/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.