Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÞANN 21, febrúar
ár hvert halda leið-
sögumenn um allan
heim Alþjóðlegan dag
leiðsögumanna. Þá
taka þeir höndum sam-
an og kynna starf sitt
í fjolmiðlum, bjóða
löndum síniim upp á
skoðunarferðir eða
óvæntar uppákomur
sem allar stuðla á ein-
hvem hátt að fram-
gangi í ferðaþjónustu.
Fyrir nokkmm
ámm buðu t.d. kýp-
verskir leiðsögumenn
framámönnum í ferða-
þjónustu þar í landi í
skoðunarferð um eyjuna (sem er á
stærð við Vatnajökul). Einnig vom
í för fulltrúar frá eldvamaeftirlit-
inu. Astæðan var sú að kýpverskir
leiðsögumenn og hópferðabílstjórar
höfðu lengi óskað eftir að eigendur
hópferðabíla yrðu skyldaðir til að
hafa litla hamra í bílunum svo að
hægt væri að bijóta sér leið út ef
upp kæmi eldur í bílnum eða annað
aftraði farþegum útgöngu um
dymar. Þessi ábending hafði ekki
verið tekin til greina fram að þessu.
í umræddri boðsferð stöðvaðist bíll-
inn allt í einu, bílstjórinn hrópaði
að eldur væri kominn upp í bílnum,
ekki væri hægt að opna dyrnar og
því yrðu allir að koma sér út um
gluggana hið snarasta. Uppi varð
fótur og fit meðal boðsgestanna,
en illa gekk að komast út þar sem
ekkert áhald var tiltækt til að bijóta
rúðumar með. Leiðsögumaðurinn
reyndi að stilla ákafa gestanna og
bað þá að vera rólega. Enginn eld-
ur væri í bflnum, en þama hefðu
gestimir sjálfir séð þær aðstæður
sem gætu myndast ef eldur kæmi
upp í hópferðabfl. Næsta dag var
gefín út reglugerð um að í öllum
hópferðabflum skyldu vera áhöld
(hamrar) til að auðvelda fólki.út-
göngu ef eldur brytist út.
í 23 ár hafa íslenskir leiðsögu-
menn bent á ýmiskonar fyrirstöður
sem hindra umferð ferðamanna um
landið og einnig hættur sem leyn-
ast á mörgum íjölsóttum ferða-
mannastöðum hérlendis. Leiðsögu-
menn hafa farið í
hreinsunarferðir til að
tína upp rasl sem safn-
ast hefur á ferða-
mannastöðum. Lengi
vel gerðu leiðsögu-
menn líka skýrslu á
hverju hausti og sendu
m.a. ýmsum forráða-
mönnum ferðamála og
vegagerðar með
ábendingum um úr-
bætur sem ekki þyrftu
að kosta háar fjárhæð-
ir, en gætu komið í veg
fyrir óhöpp og jafnvel
dauðaslys. Ótrúlega
margir töldu þessar
ábendingar hags-
munapot leiðsögumanna eins og
gera ætti þessar úrbætur fyrir leið-
sögumennina sjálfa.
Ferðamálaráð íslands reyndi af
miklum vanefnum að gera úrbætur
á nokkram stöðum og Vegagerð
ríkisins tók tillit til fáeinna ábend-
inga leiðsögumanna við gerð út-
skota á vegum. Að öðra leyti taldi
enginn sér skylt að lagfæra eða
endurbæta svo að leiðsögumenn
hættu allri slíkri skýrslugerð. Með-
al staða sem leiðsögumenn höfðu
bent á var Bólstaðarhlíðarbrekka
(eins og hún er oftast nefnd) svo
og Gullfoss, en á báðum þessum
stöðum urðu slys sl. sumar. Margir
aðrir staðir vora nefndir sem enn
standa opnir sem slysagildrar og
hættusvæði.
í rúma tvo áratugi hafa íslensk-
ir leiðsögumenn bent, á ýmsar
hindranir og aðstöðuleysi sem verð-
ur á vegi þeirra sem fara í skoðun-
arferð um Reykjavík. Allt eru það
hindranir sem bitna illilega á ferða-
mönnunum, teija för og bjóða
hættu heim. Allt era það hindranir
sem auðvelt væri að laga, ef vilji
eða skilningur væri fyrir hendi.
Margsinnis hafa leiðsögumenn boð-
ið ráðamönnum innan férðaþjón-
ustunnar og innan borgarkerfísins
í skoðunarferð um borgina til að
sýna þeim hvað megi betur fara.
Síðast var slík ferð farin 18. maí
1994, rétt fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar, og var frambjóðend-
um frá bæði R-lista og D-lista boð-
ið í ferðina. Nokkram dögum síðar
var ein hindranin flarlægð. En það
var aðeins ein hindran af mörgum
sem auðvelt væri að laga.
Þegar leiðsögumenn benda á það
sem betur má fara í ferðunum hafa
þeir ekki eigin hagsmuni í huga
heldur hagsmuni ferðaþjónustunn-
ar í heild. Þeir hafa í huga velferð
farþega sinna, að farþegarnir verði
ekki fýrir óþarfa óþægindum, að
farþegarnir séu ánægðir í ferðalok
og geti því mælt með íslandsferð
við vini sína og ættingja þegar
heim kemur. í ljós hefur komið að
stærsti hluti ferðamanna ákveður
í hvaða ferð eða til hvaða lands
þeir fara eftir að hafa heyrt um-
mæli vina og ættingja sem hafa
farið í slíka ferð. Það skiptir því
miklu máli að skila ánægðum far-
þegum.
Og hver er það sem stendur hjá
ferðamanninum á augnabliki sann-
leikans þegar hann upplifír ferðina?
Hver er það sem farþeginn leitar
til ef sú þjónusta sem hann hefur
keypt stenst ekki kröfur, hvort sem
sú þjónusta felst í veitingum, gist-
ingu, leiðsögu eða akstri og hvort
sem ferðamaðurinn upplifir þjón-
ustuna inni í hópferðabílnum, grill-
staðnum, bankanum eða í göngu-
ferðinni, sjóferðinni, hestaferðinni
eða einhvers staðar annars staðar?
Það er einmitt leiðsögumaðurinn.
Það er leiðsögumaðurinn sem þarf
að leysa úr málum á augnabliki
sannleikans. Farþeginn lítur á leið-
sögumanninn sem starfsmann
þeirrar ferðaskrifstofu sem hefur
selt honum ferðina og enginn ann-
ar er viðstaddur frá ferðaskrifstof-
unni sem farþeginn getur snúið sér
til. Leiðsögumanninum ber að skila
þessum farþega ánægðum í ferðar-
lok.
Leiðsögumenn koma á sömu
ferðamannastaðina ár eftir ár. Þeir
þekkja aðstöðuna, aðkomuna og
aðstæðumar. Þeir vita hvaða staðir
era traustir og hverjir ekki, hvar
búast má við að hlutimir séu í lagi
og hvar ekki. Þeir þekkja óskir
ferðamannanna betur en nokkrir
aðrir. Leiðsögumenn sem hafa ver-
ið lengi í starfí búa yfir mikilli þekk-
ingu og reynslu sem lengi var illa
Leiðsögumenn eru yfir-
leitt lausráðnir, segir
Birna G. Bjarnleifs-
dóttir, og því var lengi
ekki litið á þá sem al-
vörustarfsmenn.
nýtt til framdráttar ferðaþjón-
ustunni í heild. Það var mikil
skammsýni að notfæra sér ekki
þessa reynslu og þekkingu fyrr,
hvort sem það er við landkynningu
erlendis eða annars konar undir-
búning hér heima. Hugsanlega var
það af óútskýranlegri hræðslu eða
var það einfaldlega hugsunarleysi?.
Eða ef til vill þekkingarleysi? Af
einhverri óskiljanlegri ástæðu var
lengi reynt að halda leiðsögumönn-
um í eins konar öskustó ferðaþjón-
ustunnar. En nú hefur þetta breyst.
Áður var það oft svo að eftir að
farþegamir höfðu borgað farseðil-
inn og vora komnir af stað í ferð-
ina virtist enginn bera ábyrgð á
framhaldinu. Leiðsögumaður og
bílstjóri áttu að sjá um afganginn
og „redda“ því sem þurfti. Leið-
sögumenn fengu sjaldan að vita
um hól eða þakklæti farþeganna
sem barst ferðaskrifstofunum eftir
á, aðeins ef eitthvað fór úrskeiðis.
Nú er þetta breytt og ábyrgðar-
fullt ferðaskrifstofufólk fylgist með
framvindu mála í ferðum. Margir
leiðsögumenn fá send þakklætis-
bréf beint frá farþegum sínum og
myridskreyttar ferðasögur sem far-
þegarnir gera um ferðina. Ættingj-
ar og vinir fá einnig eintök af ferða-
sögunni (oft í jólagjöf) og því er
vart til betri landkynning - og það
ókeypis. Sumir ferðamannahópar
hittast aftur þegar heim er komið
og sýna litskyggnur sem teknar
hafa verið í ferðinni. Oft slæðast
með ættingjar og vinir sem hafa
hug á að feta í fótsporin. Enn
meiri ókeypis lándkynning! Stund-
um óska þeir eftir að leiðsögumað-
ur þeirra úr ferðinni komi og verði
viðstaddur líka. Þá er tækifærið
notað til að pumpa hann um stað-
reyndir sem hafa gleymst. Aftur
ókeypis landkynning!
Leiðsögumenn era yfirleitt laus-
ráðnir og því var lengi ekki litið á
þá sem alvörastarfsmenn þeirrar
ferðaskrifstofu sem þeir unnu fyr-
ir. Ef erlendur farþegi vildi koma
aftur til landsins og bað um að
fara með sama leiðsögumanni sem
hann hafði haft áður var reynt að
sjá svo um að svo yrði ekki. Ástæð-
an var sögð sú að ekki mættu skap-
ast of náin tengsl milli leiðsögu-
manns og farþega. Erlendar ferða-
skrifstofur gera einmitt hið gagn-
stæða. Þær riotfæra sér vinsældir
leiðsögumanna sinna og farar-
sljóra, búa til fleiri ferðir með þeim
og auglýsa þá upp. Þannig safna
þær saman ánægðu farþegunum
og auka viðskiptin.
í þeim löndum þar sem ferða-
þjónusta á sér lengri sögu en hér
á landi hefur mikilvægi leiðsögu-
starfsins fyrir löngu verið viður-
kennt. Þar er t.d. löng hefð fyrir
því að ráða aðeins sérþjálfað fólk
til leiðsögustarfa, fólk sem hefur
lokið tilskyldu leiðsögunámi. Hér á
landi hefur það tekið óskiljanlega
langan tíma að viðurkenna nauðsyn
sérstakrar leiðsögumenntunar.
Lengi réð kunningsskapur ferðinni
við ráðningar í leiðsögustörf. Nú-
orðið ræður engin ábyrg ferðaskrif-
stofa hér óþjálfaða leiðsögumenn
til starfa nema í algjörri neyð. Einn-
ig hafa reyndir leiðsögumenn verið
ráðnir til starfa í ýmsum öðrum
starfsgreinum ferðaþjónustunnar.
Hefur menntun þeirra og reynsla
sem leiðsögumenn skilað sér vel
og að því er virðist ferðaþjón-
ustunni í heild til heilla. Þeir hafa
víða innsýn og hafa haft puttann
á púlsi ferðaþjónustunnar á mörg-
um sviðum.
íslenskir leiðsögumenn hafa
þurft að taka á þolinmæðinni í
nokkra áratugi, en hafa sýnt og
sannað að þeir eru, ekki síður en
annað starfsfólk atvinnugreinar-
innar, gildir þátttakendur í upp-
byggingu og þróun ferðaþjón-
ustunnar. Þetta hefur gerst þótt
leiðsögunámið hafí í raun verið
homreka allan þennan tíma. Mikil-
vægt er því að Leiðsöguskóla ís-
lands verði í framtíðinni búinn ör-
uggur starfsgrandvöllur svo að ís-
lenskir leiðsögumenn geti enn betur
en áður lagt sitt af mörkum í upp-
byggingu gæðaþjónustu við ferða-
menn á íslandi.
Höfundur er leiðsögumaður og
forstöðumaður Leiðsöguskóla
íslands.
_____________AÐSEIMDAR GREINAR_
Leiðsögumaðurinn
og augnablik sannleikans
Birna G.
Bjarnleifsdóttir
Hópþjálfun gigtsjúkra
EINN þáttur í því
að bæta líðan gigt-
sjúkra og spyma gegn
afleiðingum gigtar-
innar er líkamsþjálf-
un. Flestir gigtsjúk-
dómar leggjast á stoð-
kerfið, þ.e. liðamót,
vöðva, sinar og bein,
auk þess sem sumir
þeirra leggjast einnig
á innri líffæri. Með
líkamsþjálfun er hægt
að hamla gegn stirðn-
un liða og aflögun,
auka styrk vöðva og
þol.
Undanfama ára-
tugi hefur þjálfun gigtarfólks farið
fram í einstaklingsmeðferð hjá
sjúkraþjálfuram og hefur farið
vaxandi með fjölgun starfandi
sjúkraþjálfara í landinu og aukinni
viðurkenningu á því að gigtsjúkir
hafí verulegt gagn af réttri þjálf-
un.
Einstaklingsmeðferð gigtsjúkra
hjá sjúkraþjálfara er m.a. fólgin í
kennslu æfínga við hæfí hvers og
eins og brýnt er fyrir hinum gigt-
sjúka að halda áfram reglubund-
inni þjálfun. Okkur
sjúkraþjálfuram hefur
hins vegar lengi verið
Ijóst að heimaæfinga-
prógrammið fer von
bráðar ofan í skúffu,
þegar meðferð er lok-
ið, og minna verður
af áframhaldandi
þjálfun en til stóð, með
nokkrum undantekn-
ingum þó. Leið því oft
ekki á löngu þar til
viðkomandi var kom-
inn aftur til sjúkra-
þjálfarans þjáður og
þjakaður. Það var því
til að bæta úr brýnni
þörf, að Gigtarfélag íslands hóf
hópþjálfun fyrir gigtsjúka haustið
1993.
í hverju er hópþjálfun fyrir gigt-
arfólk fólgin? Það er fyrst og
fremst reglubundin líkamsþjálfun
við hæfí þeirra sem haldnir era
gigt og ekki geta stundað almenna
líkamsrækt. Meginmarkmiðin eru:
Að auka liðleika, styrk, jafnvægi,
samhæfíngu, þol og líkamsvitund.
Auk þess er fræðsla um sjúkdóm-
ana og hvemig hægt er að takast
Rannsóknir eru mikil-
vægar, segir Erna Jóna
Amþórsdóttir, til að
gera meðferð gigtsjúkra
markvissari.
á við þá mjög mikilvæg. Þá hefur
þjálfun í hópi jákvæð sálræn og
félagsleg áhrif. Margir þeir, sem
þjást af langvinnum sjúkdómum,
eins og gigtarsjúkdómar era, ein-
angrast vegna þess að sjúkdómur-
inn heftir þá. Sem dæmi má taka,
að erfitt getur verið að sitja lengi
í einu og því veigrar fólk sér við
að sitja fundi og jafnvel fara í bíó
eða leikhús. í hópþjálfun mætir
fólk a.m.k. tvisvar í viku, hittir
þar aðra sem eru á sama báti og
getur skipst á góðum ráðum varð-
andi það, hvemig kljást megi við
gigtina og gera lífið með henni
bærilegra. Hópþjálfun Gigtarfé-
lagsins fer ekki aðeins fram í leik-
fímisölum, heldur era einnig hópar
sem æfa í sundlaug og þar er
Ema Jóna
Amþórsdóttir
mikið skrafað í heitu pottunum.
Gigtsjúkdómar eru fjölmargir
og hafa mismunandi afleiðingar.
Áherslur í þjálfun verða því ólíkar
eftir því hve sjúkdómurinn er.
Gigtarfélagið reynir því að bjóða
upp á sérhæfða þjálfun fyrir hina
ýmsu gigtsjúkdóma. Til að skýra
betur þann áherslumun, sem er á
milli sjúkdómahópa má til dæmis
taka hrygggigt og vefjagigt. Aðal-
einkenni hrygggigtar er, að
hryggurinn stirðnar og bognar ef
ekkert er að gert. Þeir sem haldn-
ir era þessum sjúkdómi verða stöð-
ugt að vinna í því að viðhalda
hreyfingum hryggjarins og reyna
að halda honum beinum. Þar sem
þessum einstaklingum er leiðbeint
saman í hópi er því lögð mikil
áhersla á liðkun hryggjarins og
vöðvastyrking og teygjur taka mið
af því að viðhalda eðlilegri stöðu
líkamans. Vefjagift veldur síður
stirðleika í liðum, en lýsir sér frem-
ur í vöðvaverkjum, úthaldsleysi og
þreytu. Það má því Ijóst vera að
í þjálfun vefjagigtarfólks eru
áherslur nokkuð aðrar en hjá
hrygggigtarfólki. Einnig vil ég
nefna slitgigtina, sem við fáum
sennilega öll, ef við náum nógu
háum aldri, þó að hún komist ekki
á það hátt stig hjá öllum að hún
valdi veralegum óþægindum.
Styrkir vöðvar og rétt álag á liði
geta hamlað framgangi hennar sé
nógu snemma í taumana tekið.
Nauðsynlegt er, að þeir sem
leiðbeina gigtarfólki um þjálfun
þekki sjúkdómana og afleiðingar
þeirra og viti hvað þarf að varast.
Þess vegna era allir leiðbeinendur
í hópþjálfun Gigtarfélagsins
sjúkraþjálfarar. Einnig er þess
gætt að fjöldi í hópunum sé ekki
meiri en svo að leiðbeinandi hafí
yfírsýn. Við sem störfum við þjálf-
unina teljum þörf á að rannsaka
áhrif og gagnsemi hennar til að
hún verði enn markvissari en hún
þegar er.
Frá upphafí hefur hópþjálfun
GÍ leigt aðstöðu í sundlaug Sjálfs-
bjargar, Hátúni 12, í Mætti, Faxa-
feni 14 og síðan í haust einnig í
Skipholti 50. Á síðasta ári festi
Gigtarfélagið kaup á 2. hæð í
Ármúla 5 (á 3. hæðinni er gigt-
lækningastöð og skrifstofa félags-
ins til húsa). Þar mun verða að-
staða til hópþjálfunar: tveir æf-
ingasalir, salur fyrir tæki til þol-
þjálfunar, gufubað, sturtur og
búningsklefar. Þetta húsnæði
verður væntanlega tekið í notkun
í haust og vonast er til að það
auðveldi þróun starfseminnar til
hagsbóta og betra lífs fyrir gigt-
sjúka.
Höfundur er sjúkraþjálfari.