Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Borgarstjóri gagnrýnir ráðuneyti Efasemdir um uppsagnir sj úkraflutninga BORGARSTJÓRI dregur í efa að uppsögn samnings um framkvæmd og rekstur sjúkraflutninga í Reykja- vík, Kópavogi, Seltjamamesi og Mosfellsbæ sé lögleg. Jafnframt er því mótmælt að gengið sé framhjá borgaryfirvöldum með viðræðum við Rauða kross íslands um skipulag, stjómun og framkvæmd flutning- anna. í bréfí heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis til borgarstjóra kemur fram að uppsögnin er miðuð við 1. janúar 1996. Bréf borgarstjóra til heilbrigðis- °g tiyggingamálaráðherra hefur ver- ið lagt fram í borgarráði og þar kem- ur fram að fyrr í mánuðinum hafí slökkviliðsstjórinn í Reykjavík afhent ljósrit af bréfí til borgarstjóra dag- sett 5. desember síðastliðinn, þar sem tilkynnt er um uppsögn á samningn- um. Þá segin „Bréf þetta barst borg- arstjóra ekki í desember sl. og lýsi ég furðu minni á að uppsögn á jafn mikilvægum samningi sé ekki til- kynnt á öruggari hátt og dreg því í efa að uppsögnin sé gild.“ Viðræðurvið Rauða kross íslands Fram kemur að borgaryfírvöld hafí fengið staðfest að viðræður eigi sér stað milli ráðuneytisins og Rauða kross Islands um skipulag, stjóm og framkvæmd sjúkraflutn- inga og að meðal annars sé gert ráð fyrir að Rauði krossinn semji í um- boði ráðuneytisins við sveitarfélög um framkvæmd sjúkraflutninga. Bent er á að borgaryfírvöld hafi ekki verið þátttakendur í þessum viðræðum og hljóti að mótmæla því að framhjá þeim sé gengið í brýnu hagsmunamáli borgarbúa. Nauð- synlegt væri að tryggja framkvæmd sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæð- inu áður en ráðuneytið framseldi skyldur sínar til annarra aðila. Hætt að tvískatta lífeyri Ekki kjarabot fyr- ir þá tekjulæg’stu NOKKUR hluti fullorðinna íslend- inga greiðir hvorki tekjuskatt né útsvar vegna lítilla tekna. Þetta fólk nýtur því ekki góðs af þeim kjara- bótum sem samið var um í kjara- samningunum á dögunum, að því leyti sem þær fólu í sér að hætt yrði að skattleggja iðgjaldagreiðslur til íífeyrissjóða. í kjarasamningunum á almenna vinnumarkaðnum var meðal annars samið um að afnema tvísköttun Iíf- eyris. Verður þetta útfært þannig að iðgjaldagreiðslur til lífeyrissjóða eru skattfrjálsar. Aðspurður segir Gestur Steinþórsson skattstjóri í Reykjavík að þetta komi þó ekki öðrum til góða en þeim sem greiða skatt á annað borð. Hinir fá ekki þessa kjarabót. Og því hæni sem tekjur manna eru, því meira greiða þeir í Iífeyrissjóð og þeim mun meiri kjarabót er fyrir þá að skattlagning lífeyrisiðgjalda skuli afnumin. A landinu öllu voru rúmlega 200.000 manns framtalsskyldir árið 1994. Þar af hafa 103.988 nógu miklar tekjur til að þeir borgi tekju- skatt. Tæplega 10.000 manns greiða fullt útsvar en engan tekju- skatt. Tæplega 90.000 manns fá lækkun eða niðurfellingu útsvars vegna þess að þeir eiga ónýttan persónuafslátt. Ekki liggja fyrir töl- ur um hve margir greiða ekkert útsvar en áætla má að þeir séu 50.000-60.000 talsins á landinu öllu. í Reylqavík voru 78.739 skatt- skyldir einstaklingar árið 1994. Þar af greiða 42.627 tekjuskatt. 34.384 fá lækkun eða niðurfellingu útsvars vegna ónýtts persónuafsláttar. FRÉTTIR Fullkomn- asta skurð- stofan NÝ OG fullkomin skurðstofa Landspítalans var tekin í notkun á miðvikudag. Var það Sighvat- ur Björgvinsson heilbrigðisráð- herra sem opnaði stofuna form- lega. Heildarkostnaður vegna skurðstofunnar er 30 milljónir króna og verður hún einkum notuð fyrir bæklunaraðgerðir. Verið er að vinna að endur- byggingu skurðdeildar spítalans og munu verða átta skurðstofur á deildinni þegar því verki lýkur að tveimur árum liðnum. Skurð- stofan nýja er sú fullkomnasta á landinu og er flutt í heilu lagi frá Þýskalandi og byggð innan í húsnæðið. í henni er fullkominn loft- ræstibúnaður, svokallað iðulaust loftstreymi, sem dregur úr sýk- ingarhættu, og sérstakar tækja- súlur tíl að auðvelda starfsem- ina. Morgunblaðið/Sverrir Andlát ANNA JÓNSDÓTTIR Bjfirk. Mývatnssveit ANNA Jónsdóttir frá Höskuldsstöðum lést í sjúkrahúsinu á Húsa- vík miðvikudaginn 29. mars síðastliðinn. Anna var fædd á Breiðumýri í Reykja- dal 15. janúar 1891. Var hún 104 ára þejg- ar hún lést, elst Is- lendinga. Foreldrar hennar voru Jón 01- geirsson og Kristín Kristjánsdóttir og var hún næstelst níu systkina. Systkinin hafa flest náð háum aldri. Þijú þeirrá eru enn á lífí, Olgeir, Dórothea og Sigfríður, sem öll eru yfir áttrætt. Þegar Anna var sjö ára, eða árið 1898, settist fjöl- skyldan að á Hösk- uldsstöðum. Þar bjó hún til ársins 1952 er hún flutti til Akur- eyrar. Anna eignaðist eina dóttur 20. janúar árið 1920, Gerði Bene- diktsdóttur, og fluttist til hennar árið 1958. Bjó Gerður þá á Skútustöðum ásamt síðari manni sínum, Jóni Þorlákssyni. Var Anna vel hress allt undir það síðasta og hafði fulla sjón þótt heyrninni hefði hrakað nokkuð. Afkomendur Önnu eru átta tals- ins. Samkomulag ríkisins við sljórnir Ríkisspítalanna og Sjúkrahúss Reykjavíkur ^11111^16018- og trygginga- málaráðherra, Sighvatur Björgvinsson, og ijármála- ráðherra, Friðrik Sophusson, boð- uðu í gær til blaðamannafundar til að gera grein fyrir samkomulagi sem náðist milli ráðuneytanna ann- ars vegar og stjórna Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítalanna hins vegar um spamaðaraðgerðir á sjúkrahúsunum á þessu ári. Spam- aður á Sjúkrahúsi Reykjavíkur verður 130 milljónir á þessu ári í stað 180 milljóna. Landspítali fær íjárveitingar til að standa undir ýmissi aukinni starfsemi og ekki mun koma til jafn harkalegra lok- ana á deildum í sumar og áður hafði verið tilkynnt um. Sigfús Jónsson, formaður bráða- birgðastjómar Sjúkrahúss Reykja- víkur, gerði grein fyrir helstu að- gerðum á árinu. Tvær hæðir verða innréttaðar fyrir langlegudeildir aldraðra á Landakotsspítala með ijármagni sem fæst úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra og þangað verða aldraðir úr Hafnarbúðum færðir. Þangað verða einnig fluttir 13 sjúkiingar af öldmnarlækninga- deild B4 á Borgarspítala. Spamaður á einnig að nást með ýmsum aðgerðum í stjómun og rekstri og fækkun stöðuheimilda. Létt á spamaðarkröfu og fjármagni veitt til aukinnar starfsemi Þá á stofnun apóteks á Borgarspít- ala að færa honum sértekjur. Fallið frá flutningi af Heilsuverndarstöð Sigfús sagði að með því að létta af spamaðarkröfunni úr 180 millj- ónum í 130 milljónir hafí til dæmis verið hægt að falia frá því að flytja fólk af Heilsuvemdarstöðinni á Grensásdeild. Starfsemi Grensás- deildar verður óbreytt. Gert er ráð fyrir að deild B4 á Borgarspítala verði nýtt fyrir bamadeild sem nú er á Landakoti. „Gert er ráð fyrir hjartadeild B6 flytji upp á B7 sem verði innréttuð. Þar er verið að vinna að samkomu- lagi milli ríkisins og Reykjavíkur- borgar um að borgin íjármagni þær framkvæmdir. Verið er að ljúka framkvæmdum á A7, þannig að lyflæknisdeildin, sem núna er á Landakoti, flytur á Borgarspítala," sagði Sigfús. Sighvatur Björgvinsson sagði að í nóvember hefði verið gerður samn- ingur um að Landspítalinn fengi 575 milljóna króna aukaijárveit- ingu. Þar af hafí á annað hundrað milljónir verið viðurkenning á auknu rekstraramfangi spítalans. Á móti hafi verið gert ráð fyrir að spítalinn myndi spara 230 milljónir í rekstri á þessu ári. Rúmlega 200 miiy. króna framlag Sighvatur sagði að ríkisstjórnin legði spítalanum til rúmar 200 millj- ónir króna á þessu ári vegna ýmissa sérstakra verkefna. Sem dæmi um slíkt nefndi Sighvatur að heimilað hefði verið að bjóða út línuhraðal til nota á krabbameinslækninga- deild, afköst glasafrjóvgunardeildar yrðu tvöfölduð, Fæðingarheimilið hefði verið innréttað, 16 milljónum hefði verið veitt til að innrétta hús- næði fyrir göngudeild, ákveðin hefði verið áætlun um áfallahjálp og ákveðið hefði verið að auka biðlista- aðgerðir með 24 milljóna króna framlagi. Þá fengi Landspítalinn ákveðna Qárhæð fyrir hveija hjartaaðgerð sem gerð verður um- fram 240-250 aðgerðir frá Trygg- ingastofnun ríkisins og spítalanum verður gert kleift að gera álíka margar hjartaaðgerðir á bömum og gerðar voru á síðasta ári. Um tillögur stjómamefndar rík- isspítala til að ná tilætluðum spam- aði sagði Sighvatur að það sem erfiðast hefði verið í þeim væru meiri Iokanir á deildum en gert hefði verið ráð fyrir. Hann sagði að með framlagi frá Framkvæmda- sjóði aldraðra væri hægt að koma í veg fyrir Iokun einnar þriggja öldr- unardeilda og yrði hún rekin með eðlilegum hætti. Þá yrði einnig dregið úr öðrum lokunum. Mikilvægt tímasetning Friðrik Sophusson sagðist fagna því að hægt væri að greina frá að gott samkomulag hefði náðst í þess- um málum. Hann sagði mjög mikii- vægt að það næðist einmitt núna vegna kosninganna. Menn hefðu séð á undanfömum kosningaárum að viðkvæm starfsemi, eins og starfsemi spítala, hefði tilhneigingu til að fara úr böndum á kosninga- úram. Hann sagði að þegar farið væri yfír tillögur stjóma sjúkrahús- anna kæmi í ljós að ástæða væri til að setja örlítið meira peninga í suma hluti. „Það er gert í því skyni að þeir sem bera ábyrgð á rekstrin- um treysti sér fúllkomlega og séu ánægðir með starfsskilyrðin," sagði Friðrik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.