Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Listar Náttúru- laga- flokksins FRETTIR Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks með starfsmönnum Eimskips Öll skilyrði fyr- ir hendi til framfarasóknar Morgunblaðið/Kristinn STARFSMENN Eimskips við Sundahöfn létu ekki heimsókn Guð- mundar og Geirs raska ró sinni í matartímanum í gær. Engu að síður höfðu þeir ýmislegt til málanna að leggja og snerust flestar fyrirspumir um skattamál og skuldastöðu heimilanna. „VIÐ sjálfstæðismenn segjum stundum að kosningarnar snúist um hvort kjósendur vilji sterka tveggja flokka ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða hætta á 4 tii 5 flokka ríkisstjórn vinstri- aflanna. Hver er munurinn á þessu? Annars vegar er um að ræða stöð- ugt stjórnarfar tveggja flokka og hins vegar óvissu, óstöðugleika rifr- ildisríkisstjórnar þar sem allur tíminn fer í að ná sáttum innbyrð- is,“ sagði Geir Haarde, 4. maður á framboðslista Sjálfstæðisflokks, á vinnustaðafundi með starfsmönnum Eimskips í Sundahöfn í gær. Hann sagði öll skilyrði til framfarasókn- ar. Því tækifæri mætti ekki glutra niður. Með Geir á fundinum var Guðmundur Hallvarðsson, 7. maður á listanum. Geir sagði vitað að á lýðveldistím- anum hefði engin ríkisstjórn setið út heilt kjörtímabii nema undir for- ystu sjálfstæðismanna. Staðreynd- irnar töluðu skýrustu máli. „Við erum búnir að ganga í gegnum erf- iða tíma hér á Islandi á kjörtímabil- inu. Mótbyr hefur verið í efnahags- máiunum. En það er búið að snúa þessu við og leggja grunninn að nýju framfaraskeiði. Eg hitti hér mann sem sagði við mig áðan: „Hvað ætlið þið að gera fyrir okk- ur?“ og við ætlum auðvitað að reyna að tryggja að fyrirtækið sem þið vinnið hjá geti haldið áfram að dafna og þar af leiðandi að fjár- festa og halda áfram að bæta kjör- in í landinu og kjör ykkar í leið- inni. Um þetta snýst málið. Að hafa hér áframhaldandi stöðugt efna- hagsumhverfi, lækkandi vexti, lækkandi matarkostnað og margt fleira se_m hefur áunnist á kjörtíma- bilinu. Ég segi því við ykkur: Við skulum ekki hætta á að fórna þess- um árangri og eina leiðin til að koma í veg fyrir að það gerist er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kosn- ingunum," sagði hann. Skattamál Geir og Guðmundur fengu fjöl- margar spurningar um skattamál. Geir sagðist ekki vilja lofa öðru en hann gæti staðið við og vildi ekki lofa því að skattar yrði lækkaðir á næstunni. Hann sagðist hins vegar tilbúinn til að lofa að skattar hækk- uðu ekki og tók fram að fullnýting persónuafsláttar milli hjóna væri forgangsmál þegar svigrúm skapað- ist til skattalækkana. Þegar spurt var hvort til stæði að veita foreldrum heimild til að nýta persónuafslátt 16 til 20 ára ungmenna minnti Geir að mikill kostnaður, um tveir og hálfur milljarður, fælist í fullri nýt- ingu afsláttarins. Hins vegar kæmi til greina að skoða einstaka hópa í þessu sambandi „Ég lofa ekki öðru í þessum efnum en að skoða málið af opnum hug og af velvilja.“ Skuldastaða heimilanna brann á mörgum og sagði Geir að samræmt átak lánastofnana, Húsnæðisstofn- unar og hins opinbera þyrfti til að hjálpa fjölskyldum í greiðsluvanda. Hann sagði að þó húsbréfakerfið væri að mörgu leyti ágætt þyrfti kerfið að vera sveigjanlegra og lengri lánstími gæti hjálpað einhvetj- um. Hann tók fram að ríkisstjórnin hefði meðal annars aflétt aðstöðu- gjaldi og lækkað virðisaukaskatt á matvælum. Hvort tveggja hefði komið til góða og matarlækkunin hefði sérstaklega komið sér vel fyrir láglaunafólk. Sá hópur eyddi meira fé í mat en ,jeppakallarnir“ sagði Geir og vitnað með því í orð eins fundarmannanna. Ráðdeildar þörf Guðmundur Hallvarðsson sagði að vísa Hjálmars Jónssonar, varaþing- manns Sjálfstæðisflokks, segði allt sem þyrfti í kosningabaráttunni. Vís- an er svona: íhaldið með þrek og þor/á þjóðarráðum lumar/en ef það kemur vinstra vor/þá verður ekkert sumar. Guðmundur minnti á að ekki hefði í áraraðir gerst að verðbólga væri nokkur ár í röð undir 5%. Hann sagði að atvinnuleysi væri langtum minna en spáð hefði verið við upphaf kjörtímabilsins og haldið yrði áfram að minnka það. Guðmundur sagðist fínna að almenningur hefði skilning á því að stjórna þyrfti af ráðdeild í ríkisrekstrinum eins og á öðrum heimilum. NÁTTÚRULAGAFLOKKURINN hefur skilað inn framboðslistum í fjórum kjördæmum, Reykjavík, Reykjanesi, Suðurlandi og Vestur- landi. Reykjavíkurlistinn hefur birst í Morgunblaðinu og hér birt- ast hinir framboðslistarnir: Reykjaneskjördæmi: 1. Aðal- heiður Einarsdóttir, húsmóðir, Kópavogi, 2. Sigríður Bachmann, húsmóðir, Reykjavík, 3. Úlfur Ragnarsson, læknir, Reykjavík, 4. Kristín Björg Guðmunsdóttir, dýralæknir, Reykjavík, 5. Geir Sig- urðsspn, kafari, Kópavogi, 6. Katr- ín Hrafnsdóttir, kennari, Kópa- vogi, 7. Edda Jónsdóttir, sjúkra- liði, Kópavogi, 8. Þorgeir Þor- bjömsson, verkfræðingur, Kópa- vogi, 9. Atli Bergþórsson, nemi, Hafnarfirði, 10. Jakobína Gunn- þórsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Kópavogi, 11. Gissur Guðmunds- son, matreiðslumeistari, Reykja- vík, 12. íris Þorkelsdóttir, nemi, Reykjavík. Vesturlandskjördæmi: 1. Þor- varður Björgúlfsson, myndatöku- maður, Reykjavík, 2. Sigfríð Þóris- dóttir, framkvæmdastjóri, Reykja- vík, 3. Benedikt Kristjánsson, húsasmíðameistari, 4. Leifur Leop- oldsson, garðyrkjumaður, 5. Pétur Pétursson, sölumaður. Suðurlandskjördæmi: 1. Inga Lúthersdóttir, húsmóðir, Reykja- vík, 2. Andrés Úlfarsson, garð- yrkjumaður, Hveragerði, 3. Sigur- björg Björgúlfsdóttir, skrifstofu- maður, Hellu, 4. Halldór Gíslason, kerfisfræðingur, Hellissandi, 5. Bjarki Björgúlfsson, nemi, Hellu, 6. Aðalsteinn Pétursson, landpóst- ur, Egilsstöðum. Framsóknarmenn afar andvígir hugmyndum Alþýðubandalags um hækkun tekjuskatta á fyrirtæki Vilja fara varlega í fjármagnstekjuskatt Morgunblaðið/Kristinn SIV Friðleifsdóttir og Halldór Ásgrímsson á fundinum í Hafnarfirði. FRAMSÓKNARFLOKKURINN gæti ekki fall- ist á hugmyndir Alþýðubandalagsins um að hækka tekjuskatt á þau fyrirtæki sem skila miklum hagnaði, kæmi til ríkisstjómasamstarfs milli þessara flokka að loknum kosningum. „Þama myndi alveg bijóta á stefnu þessara flokka,“ sagði Siv Friðleifssdóttir, efsti maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjaneskjör- dæmi, á fundi þeirra Halldórs Ásgrímssonar formanns flokksins í Hafnarfirði í gær. Siv sagði að hvergi í heiminum þekktust tvö tekjuskattsþrep á fyrirtæki, og slíkt væri óframkvæmanlegt. Fyrirtæki myndu einfald- lega deila sér upp í einingar og dreifa þannig hagnaði sínum og lækka til að sleppa við þenn- an skatt. „Við teljum að fyrirtækin verði að hafa afkomu til þess að hækka laun í land- inu,“ sagði Siv. Halldór tók í sama streng og sagði að til að fjármagna velferðarkerfíð mætti ekki gera neitt til að draga úr vilja fólks til verðmætasköpunar. „Það þýðir ekk- ert að tala um einhveija útflutningsleið og segjast um leið ætla að hækka tekjuskatt á fyrirtæki þannig að tekjuskattur hér á landi verði mun hærri heldur en annars staðar. Stjómarflokkarnir lofuðu skattalækkunum fyrir seinustu kosningar en þeir hækkuðu skattana. Við erum ekki að tala um að lækka skatta á fyrirtæki að neinu marki, heldur að beita meiri skattívilnunum til þeirra sem vilja leggja í áhættu í atvinnurekstri. Þetta mun ekki kosta mjög mikið og er spuming um nokkur hundruð milljónir króna," sagði Hall- dór. Fyrst rætt við stjórnarandstöðu Hann útiloki þó ekki stjórnarsamstarf með Alþýðubandalaginu og fái Framsóknarflokk- urinn góða útkomu í kosningunum, verði fyrst rætt við stjórnarandstöðuna og reynt að mynda ríkisstjórn með henni. „Við göngum hins vegar óbundnir til þessara kosninga, alveg eins og aðrir flokkar nema Þjóðvaki." Hann sagði flokkinn gera ráð fyrir að fyrsta skrefið í sambandi við fjármagnseignir verði samræming eignarskatts. Framsóknarmenn vilji hins vegar fara varlega í fjármagnstekju- skattinn til að byija með. „Við getum ekki hugsað okkur að vextirnir hækki því þá kyrkj- um við atvinnulífíð," sagði Halldór en sann- gimissjónarmið væri þó að leggja skatt á fjár- magnstekjur. Ekki eignarrétt á kvóta Álit Ríkisendurskoðunar þess efnis að greiða skuli erfðafjárskatt af kvóta barst í tal og dómur Hæstaréttar árið 1993 þess efnis að kaupanda kvóta beri að eignfæra og af- skrifa hann um 20% á ári. „Kvótinn fylgir bátnum og mér finnst eðlilegt að erfðafjár- skattur sé greiddur af þessum afnotarétti, en í því felst ekki viðurkenning á eignarrétti," sagði Halldór. „Eignarréttur og afnotaréttur era ólík fyrirbæri. Því er alveg Ijóst í mínum huga, að handhafar kvótans í dag era ekki eigendur hans, en þeir hafa afnot af auðlind- inni. Vel getur verið að sá dagur komi að menn vilji breyta því öllu og löggjafinn hefur fullt svigrúm til þess.“ Algjört lykilatriði sé að koma í veg fyrir að slíkur eignarréttur geti myndast. Siv sagði að framsóknarmenn í Reykjanes- kjördæmi vilji að allur afli verði settur á fisk- markað. Slíkt sé.til bóta því hægt sé að fá betra verð fyrir fiskinn og auðveldara sé fyr- ir fyrirtæki að stunda góða fullvinnslu. „Rök- in á móti þessu fyrirkomulagi hafa verið á þá leið að ekki sé hægt að aðskilja útgerð og fiskvinnslu o.s.frv., en við teljum það al- veg hægt,“ sagði Siv. Halldór kvaðst vel gera sér grein fyrir mismunandi sjónarmiðum í landinu sökum tíðra ferða sinna um það, og skoðanir framsóknarmanna í Reykjanesi um fiskmarkaði séu ekki yfirgnæfandi ann- ars staðar í landinu. „Ég tel ekki tímabært á þessu stigi að skylda hvern einasta aðila að fara með afla sinn á fiskmarkað. Ég held að slíkur ófriður yrði um það, að ég treysti mér ekki til að standa fyrir því á þessu stigi, en mér finnst áherslan eðlileg og svo verður örugglega áfram í Reykjanesi. Fiskmarkaðir eru að þróast og ég vil leyfa þeim það og vil helst ekki vera með boð og bönn í meira lagi en þörf er á. Ég tel þó að smám saman muni fiskurinn að mestu leyti verða boðinn upp.“ „Stefna dauðans“ Halldór sagði að íslendingar ættu að gera kröfu um veiðiheimildir í Barentshafi, en óraunhæft væri að halda að þær veiðiheimild- ir yrðu óskaplega miklar. Langtímahagsmunir íslendinga lægju ekki í veiðum í Smugunni, heldur á Reykjaneshrygg og í Síldar-Smug- unni. „Ég er andvígur þessu stríði sem hefur verið að blása upp gagnvart Norðmönnum og Rússum og tel nauðsynlegt að hafa vinsamleg samskipti við þessar þjóðir. Ég er líka andvíg- ur þeim djöfulgangi sem hefur verið þyrlað upp gagnvart Kanadamönnum," sagði Halldór og bað fundarmenn að gera sér í hugarlund ef íslendingar stæðu i í sporum Kanada- manna: „Hrygningarstofn gráðlúðu hjá þeim er trúlega kominn niður í næstum ekki neitt. Haldið þið að íslendingar sætu undir þessu? Nei, ætli við tækjum ekki fram klippurnar og reyndum að gera eitthvað, hvort sem einhver alþjóðalög segðu annað.“ ísland eigi að standa með Kandamönnum í þessum málum og efla samstöðu með þeim, Norðmönnum, Rússum, Grænlendingum og Færeyingum. „Þar felast langtímahagsmunir okkar en ekki með fisk- veiðistefnu ESB, því að það er stefna dauð- ans,“ sagði Halldór og Siv ítrekaði að Fram- sóknarflokkurinn hafnaði algjörlega aðild að ESB. Halldór sagði að Framsóknarflokkurinn myndi beita sér fyrir því að hvalveiðar hæf- ust að nýju og að áhersla yrði lögð á m.a. að flokkurinn fengi sjávarútvegsráðuneytið til umráða, fari flokkurinn í stjórn að loknum kosningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.