Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Hvemig bætum við lífs- kjörín til lengri tíma? ISLENSKT efna- hagslíf er nú að kom- ast upp úr langvinnri og djúpri lægð sem hefur rýrt lífskjör í samanburði við önnur Evrópuríki. Mikilvægt er að treysta þann stöðugleika sem náðst hefur að undanfömu og skapa þannig skil- yrði fyrir auknum hag- vexti og batnandi lífs- kjörum. Til að ná ár- angri er nauðsynlegt að bæta samkeppnis- stöðu atvinnulífsins. Allir vilja bætt lífs- Friðrik Sophusson kjör, öruggari sjúkraþjónustu, betri skóla, hreinna umhverfí, stærri bókasöfn, fleiri listasöfn, stærri íþróttahallir o.s.frv. Betri lífskjör og sífellt meiri hagsæld eru hins vegar ekki sjálfsagðir hlutir sem ganga í arf frá einni kynslóð til annarrar. Þvert á móti má rekja batnandi lífskjör til þess að fyrir- tæki skapa ný störf, auka fram- leiðni, bæði heima fyrir og erlendis. Þau þjóðfélög sem búa fyrirtækjum o g fólki ákjósanlegt umhverfí standa betur að vígi í samkeppninni. Stefnumótun til lengri tíma Um langt árabil hefur stjóm efnahagsmála á Islandi, jafnt hjá fyrirtækjum sem opinberum aðilum, snúist um vandamál líðandi stund- ar. Óstöðugleiki setti svip sinn á efnahagsh'fið og stóð í vegi fyrir efnahagslegum framfömm. Okkur skorti sýn til framtíðar og þess vegna mótuðum við ekki framtíðar- stefnu. Við þessar aðstæður var ekki við því að búast að íslensk fyrirtæki gætu keppt á jafnréttis- gmndvelli við erlenda aðila. Sá stöðugleiki sem nú hefur náðst í efna- hagslífínu gjörbreytir hins vegar rekstramm- hverfí íslenskra fyrir- tækja. Afgangur er á viðskiptum við útlönd. Gengisskráningin er hagstæð. Þjóðin er að greiða niður erlendar skuldir. Hagvöxtur er svipaður og í ná- grannaríkjunum og nýjum störfum fjölgar. Afar mikilvægt er að við kunnum fótum okk- ar forráð og nýtum árangurinn í efnahags- Nilfisk hefur hreinna útblástursloft en nokkur önnur heimilisryksuga. Nýja HEPA-sían heldur eftir 99,95% rykagna - jafnvel þótt þær séu smærri ein 1/10.000 úr millim. VELDU UM 3 NILFISK GERÐIR NÚ Á HAGSTÆÐU TILBOÐSVERÐI GM-200E grá á 18.990 stgr. GM-200 blá á 23.640 stgr. GM-210 svört á 28.390 stgr. Sameiginlegt er 1 200W mótor, inndregin snúra, innbyggð sog- stykkjageymsla og aflaukandi kónísk slanga. GM-200 og GM-210 hafa rykmæli og stillanlega rörlengd. GM-210 að auki 2ja hraða mótor, HEPA-síu og TURBO-teppasogsstykki með snúningsbursta. NILFISK ÓMENGUÐ GÆÐI /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 málum á réttan hátt. Við þessar aðstæður er einnig brýnt að móta heildarstefnu um hvemig bæta megi samkeppnisstöðu íslensks at- vinnulífs og leggja þannig grunn að áframhaldandi hagvexti og bætt- um lífskjörum komandi kynslóða. Sterkari samkeppnis- staða íslenskra fyrir- tækja er besta trygging ungs fólks fyrir fleiri og fjölbreyttari störfum, segir Fríðrík Sop- usson, og batnandi kjörum landsmanna. Sterkari samkeppnisstaða Eins og starfsmenn og stjórnend- ur í fyrirtækjarekstri vita byggist árangur í rekstri fyrst og fremst á því að bæta og þróa framleiðslu á sviðum þar sem fyrirtækið hefur náð bestum árangri. Við þurfum að leggja áherslu á vel menntað og gott starfsfólk, skilvirka stjómun og trausta fjárhagsstöðu. Til að styrkja samkeppnisstöðuna þurfum við að leggja áherslu á: — Að stuðla að jafnræði milli fyrirtækja. Þetta kallar á heilbrigt og umfram allt stöðugt rekstra- rumhverfi. Hverfa ber frá mismun- andi skattareglum eftir atvinnu- greinum. Stjórnvöld eiga að beita almennum aðgerðum, ekki sértæk- um. Jafnframt þarf að tryggja að lög og regliir torveldi ekki eðlileg viðskipti. Á síðustu árum hefur sem betur fer skilningur vaxið á þessum atriðum. — Að bæta og þróa samkeppnis- hæfustu framleiðsluna. Við eigum að leggja áherslu á þau svið þar sem við höfum möguleika á að skara fram úr og nýta okkur þá sérþekkingu sem fyrir hendi er. Hér má sérstaklega nefna sjávarútveg, orkuiðnað og ferðaþjónustu. — Að efla menntun og rann- sóknir. Við þurfum að líta til lengri tíma við stefnumótun. Vöruþróun og markaðssókn krefjast oft margra ára undirbúningsvinnu áður en árangur kemur í ljós. Nauðsyn- legt er að sinna þessum þætti vel. Það kemur að því að rannsóknar- og þróunarstarfsemi skilar árangri. Sama gildir um menntun og starfs- þjálfun sem taka mið af breyttum aðstæðum og tækniþróun. — Að opna fyrir erlendar fjár- festingar. Ég hef áður lagt til að frelsi í fjárfestingum erlendra aðila, m.a. í vinnslu sjávarafurða, verði aukið. Stöðugleiki í efnahagsmálum hefur aukið áhuga erlendra fyrir- tækja á fjárfestingu hér á landi. Þann áhuga þarf að virkja með við- eigandi hætti. — Að treysta fjárhagsstöðu rík- isins. Þrálátur halli á ríkissjóði er skattur á framtíðina. Hallann þarf að auki að fjármagna með takmörk- uðu lánsfé. Það stuðlar að hærri vöxtum. Halli og skuldasöfnun rík- issjóðs vinna þannig beinlínis gegn markmiðinu um bætta samkeppnis- stöðu. — Að einfalda og bæta rekstur ríkissjóðs. Að undanförnu hefur margt verið gert til að koma ríkis- rekstrinum í nútímalegri búning. Mikið starf er þó óunnið, og víða má hagræða og spara til að draga úr ríkisútgjöldum og lækka síðan skatta. ‘t' ilf t : 4 Z 'Sf " ír'Vl'A ' t\'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.