Morgunblaðið - 31.03.1995, Síða 30

Morgunblaðið - 31.03.1995, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Hvemig bætum við lífs- kjörín til lengri tíma? ISLENSKT efna- hagslíf er nú að kom- ast upp úr langvinnri og djúpri lægð sem hefur rýrt lífskjör í samanburði við önnur Evrópuríki. Mikilvægt er að treysta þann stöðugleika sem náðst hefur að undanfömu og skapa þannig skil- yrði fyrir auknum hag- vexti og batnandi lífs- kjörum. Til að ná ár- angri er nauðsynlegt að bæta samkeppnis- stöðu atvinnulífsins. Allir vilja bætt lífs- Friðrik Sophusson kjör, öruggari sjúkraþjónustu, betri skóla, hreinna umhverfí, stærri bókasöfn, fleiri listasöfn, stærri íþróttahallir o.s.frv. Betri lífskjör og sífellt meiri hagsæld eru hins vegar ekki sjálfsagðir hlutir sem ganga í arf frá einni kynslóð til annarrar. Þvert á móti má rekja batnandi lífskjör til þess að fyrir- tæki skapa ný störf, auka fram- leiðni, bæði heima fyrir og erlendis. Þau þjóðfélög sem búa fyrirtækjum o g fólki ákjósanlegt umhverfí standa betur að vígi í samkeppninni. Stefnumótun til lengri tíma Um langt árabil hefur stjóm efnahagsmála á Islandi, jafnt hjá fyrirtækjum sem opinberum aðilum, snúist um vandamál líðandi stund- ar. Óstöðugleiki setti svip sinn á efnahagsh'fið og stóð í vegi fyrir efnahagslegum framfömm. Okkur skorti sýn til framtíðar og þess vegna mótuðum við ekki framtíðar- stefnu. Við þessar aðstæður var ekki við því að búast að íslensk fyrirtæki gætu keppt á jafnréttis- gmndvelli við erlenda aðila. Sá stöðugleiki sem nú hefur náðst í efna- hagslífínu gjörbreytir hins vegar rekstramm- hverfí íslenskra fyrir- tækja. Afgangur er á viðskiptum við útlönd. Gengisskráningin er hagstæð. Þjóðin er að greiða niður erlendar skuldir. Hagvöxtur er svipaður og í ná- grannaríkjunum og nýjum störfum fjölgar. Afar mikilvægt er að við kunnum fótum okk- ar forráð og nýtum árangurinn í efnahags- Nilfisk hefur hreinna útblástursloft en nokkur önnur heimilisryksuga. Nýja HEPA-sían heldur eftir 99,95% rykagna - jafnvel þótt þær séu smærri ein 1/10.000 úr millim. VELDU UM 3 NILFISK GERÐIR NÚ Á HAGSTÆÐU TILBOÐSVERÐI GM-200E grá á 18.990 stgr. GM-200 blá á 23.640 stgr. GM-210 svört á 28.390 stgr. Sameiginlegt er 1 200W mótor, inndregin snúra, innbyggð sog- stykkjageymsla og aflaukandi kónísk slanga. GM-200 og GM-210 hafa rykmæli og stillanlega rörlengd. GM-210 að auki 2ja hraða mótor, HEPA-síu og TURBO-teppasogsstykki með snúningsbursta. NILFISK ÓMENGUÐ GÆÐI /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 málum á réttan hátt. Við þessar aðstæður er einnig brýnt að móta heildarstefnu um hvemig bæta megi samkeppnisstöðu íslensks at- vinnulífs og leggja þannig grunn að áframhaldandi hagvexti og bætt- um lífskjörum komandi kynslóða. Sterkari samkeppnis- staða íslenskra fyrir- tækja er besta trygging ungs fólks fyrir fleiri og fjölbreyttari störfum, segir Fríðrík Sop- usson, og batnandi kjörum landsmanna. Sterkari samkeppnisstaða Eins og starfsmenn og stjórnend- ur í fyrirtækjarekstri vita byggist árangur í rekstri fyrst og fremst á því að bæta og þróa framleiðslu á sviðum þar sem fyrirtækið hefur náð bestum árangri. Við þurfum að leggja áherslu á vel menntað og gott starfsfólk, skilvirka stjómun og trausta fjárhagsstöðu. Til að styrkja samkeppnisstöðuna þurfum við að leggja áherslu á: — Að stuðla að jafnræði milli fyrirtækja. Þetta kallar á heilbrigt og umfram allt stöðugt rekstra- rumhverfi. Hverfa ber frá mismun- andi skattareglum eftir atvinnu- greinum. Stjórnvöld eiga að beita almennum aðgerðum, ekki sértæk- um. Jafnframt þarf að tryggja að lög og regliir torveldi ekki eðlileg viðskipti. Á síðustu árum hefur sem betur fer skilningur vaxið á þessum atriðum. — Að bæta og þróa samkeppnis- hæfustu framleiðsluna. Við eigum að leggja áherslu á þau svið þar sem við höfum möguleika á að skara fram úr og nýta okkur þá sérþekkingu sem fyrir hendi er. Hér má sérstaklega nefna sjávarútveg, orkuiðnað og ferðaþjónustu. — Að efla menntun og rann- sóknir. Við þurfum að líta til lengri tíma við stefnumótun. Vöruþróun og markaðssókn krefjast oft margra ára undirbúningsvinnu áður en árangur kemur í ljós. Nauðsyn- legt er að sinna þessum þætti vel. Það kemur að því að rannsóknar- og þróunarstarfsemi skilar árangri. Sama gildir um menntun og starfs- þjálfun sem taka mið af breyttum aðstæðum og tækniþróun. — Að opna fyrir erlendar fjár- festingar. Ég hef áður lagt til að frelsi í fjárfestingum erlendra aðila, m.a. í vinnslu sjávarafurða, verði aukið. Stöðugleiki í efnahagsmálum hefur aukið áhuga erlendra fyrir- tækja á fjárfestingu hér á landi. Þann áhuga þarf að virkja með við- eigandi hætti. — Að treysta fjárhagsstöðu rík- isins. Þrálátur halli á ríkissjóði er skattur á framtíðina. Hallann þarf að auki að fjármagna með takmörk- uðu lánsfé. Það stuðlar að hærri vöxtum. Halli og skuldasöfnun rík- issjóðs vinna þannig beinlínis gegn markmiðinu um bætta samkeppnis- stöðu. — Að einfalda og bæta rekstur ríkissjóðs. Að undanförnu hefur margt verið gert til að koma ríkis- rekstrinum í nútímalegri búning. Mikið starf er þó óunnið, og víða má hagræða og spara til að draga úr ríkisútgjöldum og lækka síðan skatta. ‘t' ilf t : 4 Z 'Sf " ír'Vl'A ' t\'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.