Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 53 BRÉF TIL BLAÐSINS BÓKA- og- byggðasafn Norður-Þingeyinga. Nokkur orð til Norður-Þingeyinga I tilefni kosninga Frá Sigurði Gunnarssyni: í ÁGÚSTMÁNUÐI á síðasta ári gaf stjórn Bóka- og byggðasafns Norður-Þingeyinga á Kópaskeri út myndarlegan kynningarbækl- ing og dreifði honum víða. Tilgangurinn með því var tví- þættur. I fyrsta lagi að fræða flesta sem ekki vissu um það, hve safnið væri þegar orðin mikil menningarstofnun og héraðsprýði fyrir sýsluna. Á það bæði við um bókasafnið sem hefur að geyma hið fágæta og frábæra einkabóka- safn Helga og Andreu í Leirhöfn og byggðasafnið sem búið er að koma þar einkar vel og snyrtilega fyrir, en er því miður í alltof þröng- um húsakynnum. í öðru lagi var tilgangurinn sá að vekja athygli á því, að húsa- kynni safnsins væru orðin svo lít- il, að brýn nauðsyn væri á að bæta við þau sem allra fyrst með viðeigandi byggingu. Einnig var Þingeyingum, ætt- ingjum þeirra og vinum, send myndarleg kynningar- og hvatn- ingargrein með mynd af safnhús- inu í tveimur útbreiddustu dag- blöðum landsins. Þar var sagt stutt ágrip af sögu safnsins og stöðu þess nú, og Þingeyingar og vinir þeirra hvattir til að leggja sem fyrst fram einhveija fjárhæð, eftir efnum og ástæð- um, til þess að hægt yrði að byggja við safnið og búa því framtíðaraðstöðu. Kynningin á þessari merku menningarstofnun sýslunnar með fræðslubæklingum og kynn- ingar- og hvatningargreininni í dagblöðunum, var því raunar ágæt og gaf forstöðumönnum safnsins og öðrum áhugamönn- um góða von um glæsilegar und- irtektir margra sýslunga fyrir áramót. Þegar komið var fram yfir miðj- an mars á þessu ári, lék mér hug- ur á sem Þingeyingi og áhuga- manni málsins að fá fréttir af því, hveijar undirtektir sýslunga og vina þeirra hefðu verið fyrir áramótin, hvort margir hefðu ekki sent myndarleg framlög í bygging- arsjóðinn, eins og áhugamenn hefðu vonast til. Því miður varð ég fyrir ákaflega miklum vonbrigðum, gat raunar ekki trúað fregninni í fyrstu og lét segja mér hana þrisvar. Aðeins tveir Þingeyingar höfðu veitt athygli hinni ágætu kynningu málsins, - að vísu báðir myndar- lega með 15 og 100 þúsund króna framlagi hvor. En - takið eftir: Aðeins tveir. Af einhveijum ástæðum, sem ekki er hægt að átta sig á, hefur kynning þessa merka menningar- máls, er ekki verður leyst nema með sameiginlegu átaki, farið fram hjá sýslubúum, vinum þeirra og ættingjum. Um leið og þeim er flutt þessi furðulega fregn, eru þeir minntir á að muna eftir framlagi sínu sem fyrst á þessu ári. „Margt smátt gerir eitt stórt,“ eins og einn af okkar ágætu talsháttum segir réttilega. Með því að vinna sameiginlega sem fyrst að framtíðarhúsnæði fyrir þetta merka safn, eru Þingey- ingar að byggja upp afar mikil- væga og varanlega menningar- stofnun fyrir sýslu sína. Einn úr hópi áhugamanna. SIGURÐUR GUNNARSSON, fv. skólastjóri. Frá Valdimar Þorkelssyni: ÁGÆTU kjósendur. Nú dregur til tíðinda 8. apríl í næsta mánuði. Kosningadagurinn rennur upp og loforðarullur og loforðaflaumur streymir til okkar úr öllum áttum. Erum við í takt við raunveruleikann eða lifum við í draumum um þessa dýrðardaga sem við eigum í vænd- um með loforðaflaumi þess flokks sem við sjáum í skærasta ljósi okk- ar væntinga. Lengi má spyija en helsta spurning á mínum vörum er sú hvort ekki þurfi ábyrgð á bakvið allt glæsimynstrið og þá um leið raunsæi. Er ekki gott að reyna að rifja upp í hugskotssjónum okkar síð- ustu fjögur ár þessarar stjórnar svokallaðs „Viðeyjarundurs". Hver er helsti árangur þessa mikla und- urs. Jú, nefnilega sá helst að þetta tímabil hefur gert ríka ríkari og fátæka fátækari. Hvað veldur því að ekki hefur verið möguleiki á að taka upp fjármagnstekjuskatt sem tíðkast alstaðar í kringum okkur? Hugsið ykkur, hann er ekki nefnd- ur á nafn fyrr en eftir áramót og þá þegar Alþýðuflokkurinn var far- inn að skjálfa vegna mikils niður- streymis í skoðanakönnunum og þá fyrst þrýsta þeir á „flokk allra stétta" til að koma þessu í fram- kvæmd og hvenær, jú á næsta ári. Hvernig stendur á því að enginn flokkur né einstaklingur hefur látið kanna hve miklu ríkið, „sameign okkar allra“, hefur tapað á því að þessi réttláti skattur hefur ekki verið settur á. í stað þess eru skatt- rannsóknir stórlega efldar því rík- issjóð vantar alltaf tekjur og ýmsir skuldarar fá að kenna á svipu rétt- lætisins sem reynt hafa allt til að halda í horfinu hversu óraunsæis- legt það hefur verið. Siðblinda stjórnmálamanna er nú alveg gleymd hjá almenningi, eitt- hvað sem var í gær en er ekki í dag. Þessir sömu menn sem hyglað hafa sínum og misnotað almannafé eru nú orðnir menn vonarinnar. Er ekki kominn tími til breytinga í íslenskri pólitík? Hefur íslensk þjóð efni á að halda þessu stjórnmála- bákni uppi í óbreyttri mynd með öllum þessum spillingum og loforða- flaumi? Þarf ekki bráðum að moka flórinn og það vel? Hefur íslensk alþýða stöðugt efni á að lifa á sult- arlaunum langt í takt við aðrar vestrænar þjóðir? Þarf ekki að kalla til menn með ábyrgð sem standa og falla með sínu til að takast á við stjórnmál vorra tíma en ekki menn með stöðnun sem hafa leitt yfir okkur einhæfni í íslensku efna- hagslífi með sjávarútveg einan að leiðarljósi og allt hagkerfið stendur og fellur með því sama en helst að sægreifarnir tútna um leið og þeim fækkar? Lengi mætti við þetta bæta en ég tel mál að linni. Kæru kjósend- ur, kosningaréttur er stórt atriði hvað mannréttindi áhrærir hjá hverri manneskju. Einn þáttur þeirrar tjáningar er að skila auðu á kosningardag. Með því móti ber- um við fram mótmæli við allri þeirri spillingu og óréttlæti sem viðgengst í íslensku samfélagi og leitt hefur af sér siðblindu og ábyrgðarleysi. Með von um breytt og bætt stjómarfar. VALDIMAR ÞORKELSSON, Jakaseli 27, Reykjavík. HEILBRIGÐISRAÐUIMEYTIÐ heldur því fram að tilvísanaskyldan muni spara ríkissjóði 120 milljónir á ári ÞETTA E i---------------------------- Ráðuneytið sleppir því vísvitandi að reikna með kostnaði við að byggja og reka heilsugæslustöðvarnar. Allur sá kostnaður fellur á skattborgarana. Tilvísanaskyldan mun kosta ríkissjóð á annað hundrað milljónir króna á ári EFTIRTALDIR LÆKNAR MUNU EKKI STARFA SAMKVÆMT TIL VÍSA N A S KYLD U: AUGNLÆKNAR Ámi B. Stefánsson Brynhildur higvarsdóttir Einar Stefánsson Eiríkur Bjarnason Eirikur Þorgeirsson EmilAls Friðbert Jónasson Guðmundur Viggósson Guðrún J. Guðmundsdóttir GunnarÁs Vilhjálmsson Gunnar Sveinbjömssoti Haraldur Sigurðsson Hörður Þorleifison Ingimundur Gíslason Jens Þórisson Kristján Þórðarson Ólafur B. Guðmundsson Óli B. Hannesson ÓlöfK. Ólafidóttir Pétur Traustason Vésteinti Jónsson Þórður Sverrisson Þorkell Sigurðsson Öm Sveinsson KVENSJÚKDÓMALÆKNAR AnnaM. Helgadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.