Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íslandsmót í brids hefst í dag FJÖRUTÍU bridssveitir víðsvegar af landinu hefja í dag keppni um 10 sæti í úrslitum Islandsmótsins í sveitakeppni sem haldið verður um páskana. Sveitunum fjörutíu er skipt í fímm riðla og komast tvær efstu sveitir úr hvetjum riðli áfram í úrslitin. Dregið var í riðlana eftir styrkleika sveitanna en þó er ljóst að keppnin um úrslitasætin verður mjög tvísýn í þeim flestum. Undankeppnin, sem hefst í dag í húsnæði Bridssambands íslands við Þönglabakka 1. í Reykjavík, átti að vera fyrir hálfum mánuði en var þá frestað vegna ófærðar. Spilamennska hefst klukkan 15.10 í dag og lýkur síðdegis á sunnudag en úrslitakeppnin verður 12.-15. apríl. Núverandi íslandsmeistari í sveitakeppni er sveit Landsbréfa hf. Reykjavík. ♦ ♦ ♦---- Skipbrots- maður ákærður RÍKISSAKSÓKNARI hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness gegn skipstjóranum á Trausta KE 79, ellefu tonna trébáti, sem sökk við Eldeyjarboða 17. apríl 1994. Ákæruvaldið telur að skipstjórinn hafí gerst brotlegur við siglingalög með því að sigla óhaffærum bátinum til veiða. í ákærunni segir að auk þess að hafa verið óhaffær hafi báturinn ekki haft gilt haffæmiskírteini. Engu að síður hafí maðurinn haldið til veiða og þannig orðið váldur að því að báturinn sökk eftir að mikill leki kom að honum. Með þessu hafí niaðurinn unnið til refsingar fyrir brot á sigl- ingalögum. Skipstjórinn var einn á bátnum og komst í gúmmíbát. Honum var bjargað um borð í þyrlu Landhelgis- gæslunnar. ÁRMÚLI 5 • 108 RVK • SÍMI 568 6411 • Þvottamagn 1 til 5 kg. • Regnúðakerfi • 18 Þvottakerfi • Ullarkerfi • íslenskur leiðarvísir • Dýpt frá 33 cm ! • Frí heimsending í Rvk. og nágrenni VISA - EURO - RAÐGREIDSLUR /X RA RAFVORUR G,jaldsvæðum Pósts og síma verður fækkað úr átján í átta í apríl Aætlað að símakostnaður lækkí um allt að 100 míllj. Morgunblaðið/Margrét Þóra EFTIR hálfan mánuð verður 63% ódýrara fyrir Sigurjón Bene- diktsson að hringja frá Húsavík í Halldór Blölndal á Akureyri en þá verður gjaldsvæðum Pósts og síma fækkað um tíu. Isafjörðul \ Pafreks- fjörður f Siglufjörður 'T*'- v":: \ L ' • Húsavck Þórs- ,höfn »Sj \ ,v, '\ ' ^'Blönduós \ \ ;• Sauðár- ' krókur ^feyn ''l Stykkishólmur\.,;í VH , x Ólafsvik , V Egilsstaðir Reyðar- ••-<<; fjörður J Samanburður á verði þriggja mínútna símtals að degi til fyrir og eftir stækkun gjaldsvæða. GJALDSVÆÐUM Pósts og síma verður fækkað um tíu, verða átta en hafa verið 18 talsins. Síma- kostnaður lækkar verulega í kjöl- far þess að gjaldsvæðum fækkar, en lækkunin nemur allt frá 28% til 74%. Breytingin tekur gildi 15. apríl næstkomandi. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði er hann kynnti fyrir- hugaðar breytingar á Hótel Húsa- vík í gær að þær væru í samræmi við aðrar breytingar sem hann hefði beitt sér fyrir í samgöngu- ráðherratíð sinni, að jafna hlut þeirra sem á landsbyggðinni búa til samræmis við íbúa höfuðborg- arsvæðisins. Þá væru breytingam- ar í anda nýrra kjarasamninga, að jafna kostnað íslendinga, í þessu tilfelli símakostnað, hvar sem þeir búa á landinu. Jafnar aðstöðu milli landshluta og atvinnusvæða Breytingin verður á 6 númera- svæðum og kemur hún best út fyrir þá sem búa á svæðum númer 93, 96 og 97. Þrír gjaldflokkar eru fyrir símtöl innanlands, gjald- flokkur 1 er innan sama svæðis, flokkur 2 milli aðliggjandi svæða og flokkur 3 þegar lengra er á milli svæðanna. Fækkun gjald- svæðanna þýðir að öll símtöl innan svæðis verða í gjaldflokki 1. Með þessari breytingu eru tiltölulega afmörkuð landsvæði gerð að einu og um leið er tekið tillit til þróun- ar atvinnusvæða og samruna sveitarfélaga. Símnotendur geta eftir breytingu hringt til fleiri not- enda á staðartaxta sem jafnar aðstöðu milli landshluta og at- vinnusvæða. Kristján Indriðason aðstoðar- framkvæmdastjóri fjármálasviðs Pósts og síma sagði að jafnt og þétt hefði verið unnið að því að lækka símakostnað og þannig hefði á síðustu tíu árum tekist að lækka kostnað við símtöl til út- landa um 35-45% að raungildi. Húsavík — Akureyri Húsavík — Blönduós Húsavík — Dalvík Dalvík — Sauðárkrókur Blönduós — Akranes ísafjörður — Borgarnes Egilstaðir — Hella Selfoss — Hella Grímsey — Akureyri Grímsey — Húsavík Reykjavík — Hella Ólafsvík — Reykjavík Egilstaðir — Höfn í Homafírði Verð með virðisaukaskatti. Fyrir Eftir Lækkun Kr. Kr. % 15,75 5,80 63,17 22,00 15,75 28,41 22,00 5,80 73,64 22,00 15,75 28,41 22,00 15,75 28,41 22,00 15,75 28,41 22,00 15,75 28,41 15,75 5,80 63,17 15,75 5,80 63,17 22,00 5,80 73,64 22,00 15,75 28,41 22,00 15,75 28,41 22,00 5,80 73,64 Sama þróun hefði orðið innan- lands, langlínusamtöl hefðu lækk- að um 80% á 10 ára tímabili, en þessum árangri hefði verið náð án þess að til kæmi hækkun staðar- símtala. Kostnaður símnotenda lækkar um allt að 100 milljónir á ári Umrædd breyting á gjaldsvæð- um mun hafa þau áhrif að síma- kostnaður notenda muni lækka verulega, allt frá 28,41% upp í 73,64%. Áætlað er að þessi breyt- ing lækki kostnað símnotenda, miðað við óbreytta notkun um 90-100 milljónir króna á einu ári. Lækkunin kemur öðrum en íbúum höfuðborgarsvæðis og Reykjaness að mestu til góða. Samgönguráðherra sagði að til athugunar hefði verið að stíga skrefið til fulls, og gera landið að einu gjaldsvæði, en niðurstaðan orðið sú að gera það ekki að svo stöddu. Góð afkoma Pósts og síma hefði gefið mönnum svigrúm á að gera þessar breytingar nú, en til hefði þurft að koma hækkun t.d. staðarsímtala ef farið hefði verið út í svo róttæka breytingu eins og að gera landið að einu gjald- svæði. Þá hefði verið óhjákvæmi- legt annað en byija á að ná niður kostnaði við símtöl til útlanda sem voru óheyrilega dýr og á því verk- efni hefði verið byijað. Jón Birgir Jónsson ráðuneytis- stjóri í samgönguráðuneytinu sagði umrædda breytingu góðan áfanga að sinni og Kristján ítrek- aði að fyrirtækið væri ekki í stakk búið að svo komnu til að breyta landinu í eitt gjaldsvæði nema til kæmi hækkun annars staðar á móti. Pétur Þorsteinsson hjá íslenska menntanetinu og Guðmundur Guðmundsson hjá Intemetinu lýstu yfír mikilli ánægju með fyrir- hugaðar breytingar og nefndi Pét- ur að með þeim hefði stórt skref verið stigið í skynsemisátt. Vantraust á bæjarfulltrúa Kvennalistans í Kópavogi Hef skyldum að gegna við bæjarbúa KVENNALISTAKONUR í Kópa- vogi, sem skipuðu 2.-6. sæti á lista flokksins við sveitarstjómarkosn- ingamar 1994, hafa samþykkt van- traust á Helgu Siguijónsdóttur sem bæjarfulltrúa Kvennalistans og krefjast þess að hún víki úr sæti nú þegar. Helga segist munu sitja áfram og lítur svo á að hún hafí skyldum að gegna við upphaflegan málstað Kvennalistans. Hef ekki svikið málstaðinn „Ég mun sitja í mínu bæjarfull- trúasæti, sem ég er réttkjörin til,“ sagði Helga. „Mér fínnst þetta í raun fáheyrt og makalaust að það skuli koma fram svona krafa. Það sem á undan er gengið og hefur leitt til þess að ég fór úr samtökun- um er að það var brotið á mér. Ég hef ekki svikið málstað samtak- anna. Ég tel að þær konur sem stóðu að uppstillingarmálunum í Reykjaneskjördæmi hafí brotið á málstað Kvennalistans og ættu eig- inlega að biðja mig afsökunar og helst fyrirverða sig fyrir sínar gerð- ir. Þessar konur sem þama skrifa undir hafa frá upphafí snúist gegn mér. Þær vildu að ég sætti mig við endurtekið forval og léti gott heita en það gerði ég ekki. Þess vegna er málum komið svona. Ég lít svo á að ég hafí skyldum að gegna við bæjarbúa og skyldum að gegna við upphaflegan málstað Kvennalista þó ég sé ekki lengur í samtökun- um.“ Ekki í nafni Kvennalistans í yfírlýsingu frá Kvennalistakon- um í Kópavogi segir að þær Kópa- vogskonur sem samþykktu yfírlýs- inguna telji óviðunandi að bæjar- fulltrúi sem kjörinn er í nafni Kvennalistans sitji áfram í bæjar- stjóm þegar hún hafí sagt sig úr Samtökunum. Þá segir: „Formlega virðist sem bæjarfulltrúinn geti far- ið sínu fram og setið áfram. Hér er enn eitt dæmið um lögieg en siðlaus vinnubrögð í stjórnmálum. Framboð Kvennalistans í Kópavogi sl. vor byggðist ekki á persónu Helgu Siguijónsdóttur heldur á stefnu Kvennalistans og það var vegna máiflutnings og óeigingjarns starfs allra, sem stóðu að framboð- inu sem leiddi til þess að kvenna- listakona komst í bæjarstjóm Kópa- vogs.“ Þá segir að þær sem standi að yfíriýsingunni hafi treyst því að bæjarfulltrúinn hefði tekið þátt í starfi Kvennalistans af heilum hug. Yfírlýsingar og skrif hennar fram að úrsögninni hafí ekki gefíð annað til kynna en að hún fylgdi stefnu Kvennalistans. Annað hafí komið í ýós og því væri ljóst að hér eftir starfí hún ekki í nafni Kvennalist- ans. 642 án at- vinnu hálft ár eða lengur ALLS höfðu 642 einstaklingar í Reykjavík verið atvinnulausir í hálft ár eða lengur um seinustu mánaða- mót samkvæmt upplýsingum sem teknar hafa verið saman hjá Vinnu- miðlun Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið frá lokum maí 1987 til loka febrúar 1995. Greint er frá þessu í nýjasta tölu- blaði fréttablaðsins Gegn atvinnu- leysi. Þar kemur fram að alls höfðu 251 karl og 391 kona verði atvinnu- laus í 26 vikur eða lengur. „Á veg- um Reykjavíkurborgar er nú unnið að undirbúningi átaksverkefna, þar sem sérstök áhersla verður lögð á úrræði fyrir þennan hóp langtíma- atvinnulausra. Þá hefur Vinnumiðlun Reykja- víkurborgar einnig kannað aðstæð- ur þeirra einstaklinga sem verið hafa lengur en eitt ár samfellt á atvinnuleysisskrá, en 41% þeirra eru á aldrinum 61 til 70 ára. í við- tölum við þann aldurshóp kom í ljós að mikil þörf er á sérstökum at- vinnuúrræðum þessu fólki til handa, sem taka tillit til aldurs þeirra og starfsgetu, bæði hvað varðar störf og námsframboð," segir í blaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.