Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Til fermingccrgjctfa; Samstarf og þátttaka almennings Til að ná árangri þurfa allir að leggja sitt af mörkum, einstakling- ar, fyrirtæki og stjórnvöld. Hlutverk einstaklinga og fyrirtækja er afar mikilvægt í þessu sambandi. Hversu skilvirkt og samkeppnishæft sem við viljum t.d. að skólakerfið sé getur ekkert komið í staðinn fyrir aukna þátttöku foreldra í skóla- starfinu. Hversu öflug sem rann- sókna- og þróunaraðstoð stjórn- valda verður getur hún aldrei kom- ið í staðinn fyrir þann áhuga sem þarf að vera hjá fyrirtækjum til nýsköpunar. Hlutverk ríkisvaldsins er að setja almennar leikreglur í efnahags- og atvinnulífínu og sjá um að þeim sé fylgt, en forðast beina íhlutun eða þátttöku. Einmitt þannig hafa mis- tökin verið gerð eins og svokallaður fortíðarvandi minnir okkur á. Aðal- atriðið er að afstaða stjórnvalda hvetji og virkji áhuga einstaklinga á ýmsum sviðum. Lokaorð í þessari grein hef ég lagt áherslu á nauðsyn almennrar stefnumótunar og skýrrar framtíð- arsýnar. Ég tel afar mikilvægt að stjórnvöld móti og skýri heildar- stefnuna þannig að fólki sé ljóst hvert sé stefnt og af hveiju. Það tryggir að samhengið sé ljóst og að fólk hafi trú á nauðsynlegum aðgerðum sem grípa þarf til. Á vegum fjármálaráðuneytis hefur verið unnið að greinargerð um bætta samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja og þjóðfélagsins í heild. Þar er horft til stefnumótunar til lengri tíma í skatta- og viðskipta- málum, rannsókna- og menntamál- um. Þær þjóðir, sem mestum árangri hafa náð, leggja áherslu á mikil- vægi almenns viðskiptafrelsis og markaðssóknar. Það þurfum við einnig að gera. Um leið og við ósk- um eftir að lönd opni landamæri sín fyrir vörum okkar og þjónustu verðum við að gera slíkt hið sama. Þetta viðhorf á að vera ríkjandi m.a. í framkvæmd GATT-samn- ingsins hérlendis. Markaðssókn á að beinast í ríkari mæli en nú að nýju iðnríkjunum í austri. Þar eru að opnast stórir markaðir sem nauðsynlegt er að rækta og nýta. Sterkari samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja tryggir ungu fólki fy'öl- breytt atvinnutækifæri og góð lífs- kjör. Nú þegar betur horfír í efna- hagsmálum er rétti tíminn til að gefa framtíðinni meiri gaum og leita svara við spurningunni: Hvem- ig getum við aukið hagsæld til lengri tíma? Höfundur er fjármálaráðherra. Ný lína á handsmíðuðum silfur- og gull- skartgripum Gott verð FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 31 fOuM H0nse bouillon VANTAR SKAPARYMI? Þetta er íboði: F • Ný fataskápalína sem nýtir týmið til fulls. • Hver skápur eftir máli. • Margvíslegt útlit og speglar. • Mældu rýmið sem þú hefur til ráðstöfunar og komdu til að fá tilboð í nýjan skáp. • Þú getur einnig fengið nýjar hurðir lýrir gamla skápinn. Svine íj kodkraft Nýbýlavegi 12200 Kópavogur Slmi55-mi1 PósthóH 167. 0kse kódkraft mér er alvara Alþýðuflokkurinn vill sækja um aðild að Evrópusambandinu og kanna hvaða kjör íslendingum bjóðast við inngöngu. Náist góðir samningar við Evrópusambandið er enginn vafi á því að framtíð íslands er best borgið með fullri þátttöku í bandalagi lýðræðissþjóða Evrópu. Umsókn um aðild og endanleg ákvörðun um inngöngu eru tvær aðskildar ákvarðanir. Engar kvaðir íylgja umsókn. Við getum ekki tapað á því að ganga úr skugga um það hvers konar samningum má ná. Það er ekkert að óttast. Þjóðin mun svo taka endanlega ákvörðun um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort gengið verður inn eða ekki. Innganga í Evrópusambandið kemur ekki til greina nema forræði þjóðarinnar yfir fiskimiðunum verði tryggt. Aðild að Evrópusambandinu er uppspretta nýrra tækifæra. Unga fólkið, best menntaða kynslóð íslandssögunnar, sættir sig ekki við einangrað ísland. Unga fólkið vill fjölþættara atvinnulíf; erlendar fj árfestingar, alþjóðlegt samstarf, — vel launuð störf! Tækifærin eru til staðar, ef við höfum kjark til að bera okkur eftir þeim. Öll ríki Evrópu hafa hagnast á aðild að Evrópusambandinu. Tökum Dani sem dæmi. Hugvit og áræðni Dana hefur nýst þeim vel. Heimamarkaður þeirra eru 380 milljónir manna. Fáar þjóðir stunda jafn fjörleg viðskipti á alþjóðlegum mörkuðum og Danir gera. Þetta á ekki síst við um Japan og önnur Asíulönd. Danir eru sjálfstæð þjóð, það vita allir íslendingar. íslendingar vilja sömu lífskjör og velferðarþjóðfélög Evrópu bjóða þegnum sínum. Með aðild að Evrópusambandinu mun íslenskt atvinnulíf öðlast sömu kjör og atvinnulíf nágranna okkar. Erlend fjárfesting mun aukast og fjölbreyttari störf skapast handa ungu og vel menntuðu fólki. Heimilin í landinu munu njóta aðildar með lægra matarverði. Mér er alvara. Spurningin um aðild Islands að Evrópusambandinu er ekkert dægurmál. Stjórnmálaflokkum ber að móta framtíðarsýn. Alþýðuflok kurinn vill sjá ísland til borðs með lýðræðisþjóðum Evrópu. Aðild íslands að ESB varðar framtíð þjóðarinnar og velferð við upphaf 21. aldarinnar. s j j /uanþ Íftf/SM': Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands Hægt er aö nálgast eftirtalin upplýsingablöð hjá kosningamiðstöðvum Alþýðuflokksins um land allt: Evrópumál, Sjávarútvegsstefha ESB, Atvinnumál, Iðnaðarmál, Matarverð og lífskjörin, Sjávarútvegsmál, Jöfhun kosningaréttar, Fjölskyldumál, Húsnæðismál, Menntamál, Landbúnaðarmál, Umbótastefha jafnaðarmanna, Heilbrigðismál, Umhverfismál, Ungir jafnaðarmenn, Jafnaðarstefnan - mannúðarstefna okkar tíma. Upplýsingasímar: 552 92 44 og 552 80 17. Alt-i-én teming -med smag, kulor og jævning bouillon bouillon Sveppa- kraftur Alltaf uppi á teningnum! kraftmikið og gott bragð! YODA F 14, t 7/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.