Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 47 MINNIIMGAR GUNNAR ÞORSTEINS SON OGBERGUR ÞORS TEINSSON + Gunnar Þorsteinsson fædd- ist á Litla-Hofi í Öræfasveit 20. september 1907. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 8. febrúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Hofskirkju 21. febrúar. Bergur Þorsteinsson fæddist á Litla- Hofi 22. júlí 1903. Hann lést á Skjólgarði 15. febrúar og fór útför hans fram frá Hofskirkju 21. febrúar. NÚ ER kveikur lífs Gunnars Þor- steinssonar uppbrunninn. Oft lá við að Gunnar yrði kvaddur héðan, en hans tími var ekki kominn. Þegar Gunnar var barn að aldri þá lagðist kíghósti mjög þungt á hann og var hann þá milli heims og helju í sjö vikur í gæslu móður sinnar. Þegar Gunnar var ungur maður kenndi hann sjúkdóms í skjaldkirtli og bar hann merki hans alla tíð. Eins og fram er komið annars staðar þá reyndi það mjög á Gunnar að lenda í snjóflóði með Sigga á Kvískeijum, en honum lánaðist að losna úr fióð- inu og sækja hjálp svo takast mætti að bjarga Sigurði, sem sat fastur í flóðinu, en söng sálma sér til dægra- styttingar, en björgunarmenn gátu runnið á hljóðið. Á efri árum bætt- ust sykursýki og gigtarsjúkdómar við. Þrátt fyrir þá heilsufarserfið- leika sem ég hef nú talið lét Gunnar ekki bugast og tók öllum erfíðleikum með æðruleysi og gerði jafnvel gys að öllu saman. Nú þegar ég spóla til baka, ef svo mætti segja, koma margar minning- ar upp í hugann. Ég minnist þess að í gamla torfbænum á Litla-Hofi bjó dæmigerð stórfjölskylda. Ef ég byija á að telja þá sem eldri voru vil ég nefna Sigrúnu móður þeirra systk- ina, Gunnars, Gróu og Jórunnar eldri (stóru). Þá vil ég nefna Jónsa gamla og dóttur hans Sigrúnu, konu Gunn- ars, og börn þeirra Höllu, Siguijón og Bryndísi. Loks vil ég nefna Jór- unni yngri (litlu), sem var á þessum tíma tilvonandi eiginkona mín. Ekki man ég lengur nákvæmlega hvenær Schram-börnin komu eða fóru. Þó veit ég að Bjöggi var í átta sumur á Litla-Hofi og Oli í sjö að ógleymdri Möllu heitinni, auk annarra barna. Síðar bættust börn okkar Jórunnar í hópinn, Jónas var oftast lengst, eða frá því að hann kom kornabarn með móður sinni fyrst, Rúnar heitinn var eitt sumar á Litla-Hofi og Bergur okkar dó fyrir austan 1960, þá á öðru ári. Valgerður og Bergþór hafa ekki látið sig vanta, en hafa haft styttri viðkomur. Nú, þeir eldri voru kallaðir yfir móðuna miklu hver af öðrum og aðrir fluttu burt. Þannig er gangur lífsins. Segja má að ég hafi orðið fyrir menningarsjokki eins og nú er sagt þegar ég kom fyrst í Öræfasveit 1954. Til að skýra þann heim sem ég er sprottinn úr vil ég vitna í bók Ása í Bæ, en þessi tilvitnuð orð hans gæti ég vel gert að mínum: „Loks þegar hafði tekist að reka fénaðinn inn í stofuna og setjast í bekki byijuðu hljómleikarnir: nokkr- ir lömdu í borðin, aðrir blístruðu, sumir spangóluðu, bauluðu og þeir sem músíkalskir voru sungu fullum hálsi, en þau sem ekki höfðust að verklega hlógu eins og idjótar." (Skáldað í skörðin.) Það voru önnur gildi í hávegum höfð í Öræfum, en Ási í Bæ lýsir í bók sinni. í sveitinni lærðu börnin lexíurnar sínar upp á tíu og fólk leysti störf sín af hendi af alúð og samviskusemi. Ráðdeildarsemi og nýtni var mikil, sem mér fannst á þessum tíma ganga úr hófí fram, en síðar lærðist mér að skilja gildi sparnaðar og ráðdeildarsemi. Það væri sennilega betur komið þjóðar- búskap íslendinga ef sjónarmið Ör- æfinga hefðu komist betur að. En þarna mættust ólíkir menningar- heimar. Sláninn úr Vestmannaeyj- um, grindhoraður eftir erfiða vertíð og nýtrúlofaður að auki en Gunnar í sínum Maójakka og á sínum gúmmískóm sem þá tíðkuðust í sveitinni (límdir úr bílslöngum og hafa verið nefndir dreifbýlistúttur eða framsóknarbullur í slangurorða- bókum). Gunnar fór hratt yfir þegar eitthvað stóð til en hann minnti mig oft á þekktan skopleikara þegar hann fór mikinn, en ég held að þeir hafi ekki vitað mikið hvor af öðrum. Ekki þarf að orðlengja það að með okkur Gunnari tókst ágætur vinskapur sem hélst alla tíð þó að ferðirnar austur yrðu stijálli með árunum. Ég fékk stundum að grípa í verk með heimilisfólkinu við hey- skap og annað. Gunnar var mikill verkmaður, en með honum fékk ég að kynnast byggingu útihúsa úr torfi og gijóti að gömlum sið. Ennfremur fengumst við við að rista og fletta rekaviðardrumbum með stórviðar- sög. Lengi var í gangi dráttarkerra á Litla-Hofi sem við Gunnar, Sigur- jón, ég o.fl. áttum mörg handtök í. Að fara í sel var sérstakt ævintýri, en ekki verður svo fjallað um verk- manninn Gunnar Þorsteinsson nema að geta þess hve gott lag hann hafði á að beita orfi og ljá. Ljáförin voru breið, en fremur stutt og þegar Gunnar var í góðu formi þá óð hann áfram. Það beit hjá honum. Það hefur komið fram að Gunnar gekk aldrei heill til skógar og hefur það plagað hann þó að hann væri ekki að kvarta, en konurnar og krakkarnir á Litla-Hofí stóðu þétt að baki bónda sínum og gengu í öll störf jafnt eftir því sem ástæða var til án þess að múðra. Hann var óá- rennilegur Litla-Hofsherinn þegar hann fór fram völlinn grár fyrir járn- um, vorpnaður sínum handverkfær- um. Gunnar og hans fólk reyndist minni ijölskyldu vel alla tíð. Þó er tvennt sem stendur upp úr, en það var þegar drengurinn okkar Jórunn- ar, Bergur, dó rúmlega ársgamall, en ég víðsfjarri á síldveiðum. Þá var það Gunnar og annað tengdafólk sem tóku að sér að sjá um það sem mér annars hefði borið. Ef til vill hef ég ekki gengið fast fram í því að fá mig leystan undan skyidum mínum á sjónum, eða mig hefur brostið kjark til að sjá á eftir barn- inu mínu ofan í gröfina. Þá vil ég nefna þegar Gunnar tók sér langa ferð á hendur til að styrkja okkur í sorg okkar og vera viðstaddur og fella tár yfír moldum sonar okkar Jórunnar, Rúnars, en hann fórst í slysi 1980, í blóma lífsins. Sagt er að tíminn græði öll sár, en það er ekki rétt, sum sár eru svo djúp að þau gróa aldrei til fulls. Gunnar hafði góðan smekk fyrir gamansögum og var ævinlega með eina góða þegar maður leit inn, en hann hafði nokkuð fyrir því að segja sögu vegna sjúkdóms sem' bagaði hann við frásögnina. En þegar Gunnar sagði sögur hló hann svo hjartanlega smitandi hlátri að hann var ekki kominn nema í miðja sögu þegar allir viðstaddir grétu af hlátri. Stundum svelgdist honum á og varð að taka sér hlé meðan hann jafnaði sig. Það er ekki laust við að þá hafí manni fundist gamanið vera farið að grána. En svo kom botninn í sög- una og allir skemmtu sér konung- lega. Fyrir mörgum árum leitaði Gunn- ar sér lækningar hér í Vestmanna- eyjum og hitti þá fyrir kunnan hrekkjalóm héðan úr Eyjum. Þeir drengirnir létu sér ekki leiðast þó að á sjúrahúsi væru og fundu sér ýmislegt til dundurs. Þeir gerðu tölu- vert af því að spila, en þriðji spilafé- laginn var eldri dama úr Eyjum, sem tapaði næstum alltaf. Hún var held- ur tapsár en þeir höfðu gaman af. Þetta hafði þann dapurlega enda að þeir félagarnir hlógu svo mikið að magasárið rifnaði upp á hrekkja- lómnum og þeir félagar voru settir í straff og sviptir fótavistarleyfi. Ég hef talað um valkyijurnar á Litla-Hofí, en þær sem yngri eru ætla ekki að verða neinir eftirbátar. Þær Sigrún Logadóttir og Sólrún Siguijónsdóttir, barnabörn Gunnars, hafa lagt fyrir sig sjómennsku og líkar vel að ég held. Það var fyrir nokkru að starfs- menn og vistmenn Skjólgarðs lyftu rauðvínsglösum við hátíðlegt tæki- færi. Þá hafði Gunnar orð á því að hann hefði sneitt hjá rauðvíninu í sjötíu ár vegna slæmrar reynslu sinnar þegar hann komst í rauðvíns- kútinn af fjörunni forðum. Ég tel að Gunnar hafi gert sér vel grein fyrir því að endalokin voru í nánd. Þegar hann frétti lát vinar síns Þórðar rakara varð honum að orði: „Nú, hann var nú miklu yngri en ég.“ Kæra Sigrún. Þú hefur lifað tímana tvenna. Margir vinir og venslamenn hafa nú farið yfír móð- una miklu, eða flutt brott og nú horfir þú á eftir þínum lífsförunaut sem þú hefur gengið með gegnum þykkt og þunnt. Það er mikil reynsla og hlýtur að snerta hvern mann djúpt sem fyrir verður, en það er fjöldi fólks sem hugsar hlýtt til þín og annarra aðstandenda Gunnars á þessum erfiðu tímum. Ég votta þér og öðrum aðstandendum Gunnars samúð mína. Eðli málsins samkvæmt umgekkst ég tengdaföður minn minna en Gunnar bróður hans, en fram er komið að Jórunn konan mín ólst upp frá tveggja ára aldri á heimili Gunn- ars. Má segja að í rauninni hafi Jór- unn átt tvö heimili. HALLUR GUÐMUNDSSON + Hallur Guðmundsson fædd- ist á Eyjólfsstöðum í Beru- neshreppi 8. maí 1926. Hann lést á Landspítalanum 21. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 28. mars. EINN AF velunnurum Þroskahjálp- ar á Suðurnesjum, Hallur Guð- mundsson, er látinn. Hann var ásamt konu sinni Karlottu einn af hvatamönnum að stofnun félagsins og einn þeirra frumheija sem höfðu forystu um að skapa skilyrði fyrir þroskahefta í heimabyggð. Þau hjónin hafa verið heiðursfélagar í Þroskahjálp um árabil og hafa unn- ið þar ómetanlegt starf á liðnum árum. Þegar félagið var stofnað árið 1977 var lítil og fábreytt þjónusta fyrir fatlaða hér á landi og lítill skilningur almennings og stjórn- valda á þörfinni. Frumheijarnir, sem allir voru foreldrar fatlaðra barna, urðu því að hafa kjark og úthald til að fá einhveiju um breytt. Með samtakamætti, framsýni og þrautseigju tókst að lyfta Grettis- taki í þessum málum, ekki síst við að vinna á fordómum og þekkingar- leysi sem einkenndi þennan mála- flokk. Hallur var einn af þessum frum- heijum og sýndi hann félaginu ávallt síðan tryggð og ræktarsemi. Bar hann hag þess mjög fyrir brjósti. Um árabil sinnti hann skóla- akstri með fötluð börn af Suðurnesj- um til Reykjavíkur, oft við erfiðar aðstæður. Margar voru líka rófu- sendingarnar i Ragnarssel frá Halli og fyrir hver jól seldi hann jólakort til styrktar vangefnum. Stjórn félagsins vottar eiginkonu Halls, börnum og öðrum aðstand- endum innilega samúð og þakkar störf hans í þágu félagsins og skjól- stæðinga þess. Blessuð sé minning hans. F.h. stjórnar Þroskahjálpar á Suðurnesjum, Eiríkur Hilmarsson. Auðvitað bar við að fundum okkar Bergs bæri saman, en ég hafði það á tilfínningunni að Bergur vildi helst vera útaf fyrir sig með sitt grúsk, sem fáum var hleypt í. Sem dæmi um ólík viðhorf okkar Bergs þá vildi hann skrúfa fyrir útvarp þegar ég kaus að hlusta á fjöruga tónlist, þá helst í stereó og stilla hátt, en oft hefur verið sagt við mann: „Er ekki hægt að lækka?“ Þó að Bergur væri heldur fáskiptinn, þá bjó hann fjöl- skyldu sinni barnabörnun og öðrum gott heimili, en fátt er kaupstaðar- börnum mikilvægara en að fá að komast til sumardvalar á góðu sveit- arheimili. Rúnar heitinn, sonur okkar Jór- unnar, fékk að dveljast mörg sumur heima á Bæ eins og sagt var á Litla- Hofi, um heimili Bergs og Pálu. Bróðir Bergs, Magnús, bjó með sinni fjölskyldu á sama hlaðinu og er óhætt að segja að oft hefur verið líflegt á Austurhúsahlaðinu þegar krakkaskarinn var að ærslast. Þó að Bergur hafi verið nokkuð alvörugefinn að ég tel, þá bættu þeir Magnús bróðir hans, sem bjó með honum félagsbúi, hvor annan upp, en Magnús var spaugsamur, þó að hann væri ekki jafn mikill sagnamaður og Gunnar. Mér er kunnugt um að Magnús var að pukr- ast við að kenna Rúnari stökur. Gullkornin skráði Rúnar í blokk sem hann geymdi vel. Ekki er ég viss um að allir hafi talið að þessar vísur hafi haft mikið uppeldislegt gildi, Ég tel að Bergur hafí átt vanda til að taka nokkuð inn á sig þegar aðr- ir fóru ógætilega. Þannig var þegar hann og Gunnar lentu í margfrægum rauðvínskút, Bergur grandvar að vanda gætti þess að halda sér mátu- legum og fara ekki yfír strikið, en litli bróðir af óvitaskap hafði sopið dijúgt á. Síðar kvartaði Gunnar und- an því að hann hefði verið sídettandi á heimleiðinni. Þá varð Bergi að orði: „Þér var nær.“ Þegar Gunnar var að gera sig kláran fyrir ættarmót afkomenda Sigrúnar Jónsdóttur og Þorsteinrf- Gissurarsonar, sem haldið var í fyrrasumar við mikinn fögnuð, sagði Bergur við „litla“ bróður: „Á nú að fara að drekka vín?“ Bömin níu: Öm, Helga, Þrúður, Guðjón, Stein, Jómnn, Guðrún, Sig- rún og Palli, bamabömin tuttugu og fimm, bamabamabömin níu, svilar, Gerða og Bryja og aðrir vandamenn. Ég votta ykkur samúð mína við frá- fall aldins höfðingja og ástvinar. Bjarni Jónasson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEINUNN GUNNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR frá Arnþórsholti, Lundarreykjadal, Vatnsstíg 10b, Reykjavík, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju í dag, föstudaginn 31. mars, kl. 13.30. Guðmundur H. Hafsteinsson, Karen Kristjánsdóttir, Hjalti S. Hafsteinsson, Sigríður Jónsdóttir, Jórunn Marfa Hafsteinsdóttir, Arnheiður Huld Hafsteinsdóttir, Linda Húmdís Hafsteinsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, ELINRÓS HELGA HARÐARDÓTTIR, Móasfðu 4a, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3. aprfl kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Gunnlaugur Höskuldsson, Hörður Þór Jóhannesson, Steingrfmur Jóhannesson, Hörður Þór Snorrason, Þórdfs Valdimarsdóttir, Guðrún Harðardóttir, Pálmi Viðar Harðarson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu, ERLU GUNNARSDÓTTUR, Svöluhrauni 9, Hafnarfirði. Margrét Halla Guðmundsdóttir, Jón Sigurðsson, Björg Guðmundsdóttir, Helgi Sverrisson, Elva Guðmundsdóttir, Eiríkur Sigurðsson og barnabörn, Hallbjörg Gunnarsdóttir, Guðni V. Björnsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS ÓFEIGSSONAR, Hæðargarði 33, Reykjavík. Judith Júlíusdóttir, Jón Björnsson, Jóhanna Björnsdóttir, Sigurjón Jónasson, Ófeigur Björnsson, Hildur Bolladóttir, Anna Lísa Björnsdóttir, Haukur Alfreðsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.