Morgunblaðið - 31.03.1995, Page 29

Morgunblaðið - 31.03.1995, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 29 LISTIR Norræna húsið Sýningar- loká tveimur sýningum SÝNINGARLOK eru á tveim- ur sýningnm í Norræna hús- inu nú um helgina. Sýningu á verkum finnska hönnuðar- ins Antti Nurmesniemi og danska ljósmyndarans Nönnu Bisp Búchert. Yfirlitssýning á verkum finnska hönnuðarins Antti Nurmesniemi í sýningarsal Norræna hússins lýkur nú sunnudaginn 2. apríl. Sýning þessi er farandsýning á veg- um Design Forum Finland, sem sett var saman í tilefni af 40 ára starfsafmæli Nurm- esniemis 1992. Sýningin spannar verk hans á þessu tímabili og gefur góða yfirsýn yfir fjölbreytni og hæfileika hans. Sýningu Nönnu Bisp Búchert ljósmyndara „Síð- degi — ljósmyndir frá Anda- lúsíu“ í anddyri Norræna hússins lýkur einnig á sunnu- dag. Ljósmyndirnar eru tekn- ar í gömlu andalúsísku fjalla- þorpi í Granadahéraði. Nanna leitast við að koma því hugar- ástandi sem skila sem húsið, staðurinn og ekki síst þögnin koma henni í, segir í kynn- ingu. Sýningarsalur Norræna hússins er opinn daglega kl. 14-19. Sýning Nönnu í and- dyri Norræna hússins er opin daglega kl. 9-19, nema á sunnudag kl. 12-19. Ljóða- og tón- listarkvöld í Hafnarfirði LJÓÐA- og tónlistarkvöld verður haldið í kvöld, föstu- dagskvöld, í kaffihúsinu Súf- istanum, Strandgötu 9, Hafn- arfirði, og hefst það kl. 21. Fram koma Birgir Svan Símonarson, Hjörtur Pálsson, Anna S. Björnsdóttir, Eiríkur Brynjólfsson, Þorgerður Sig- urðardóttir og Helga Bach- mann. Um tónlistina sjá Þorvald- ur Öm Árnason og Ragnheið- ur Elísabet Jónsdóttir og er fólk hvatt til að mæta og taka með sér gesti. Kynnir verður Starkaður Öm Amarson. Frá Monte- verdi til Heklu SÖNGLEIKHÚSIÐ víðkunna Drottningholms Slottsteater í Svíþjóð hefur birt sumardag- skrá sína og er sala að- göngumiða hafin. Sýningar og konsertar verða 37 í sum- ar. Listrænn stjórnandi er söngkonan Elisabeth Söd- erström. Meðal þess sem boðið er upp á í vor, nánar tiltekið 17. júní, em tónleikar sem nefn- ast Frá Monteverdi til Heklu- fjalls (Frán Monteverdi till Monte Hekla). Á tónleikunum koma fram Sverrir Guðjóns- son kontratenór og hljóð- færaleikararnir Snorri Örn Snorrason og Guðrún Óskars- dóttir. Sameiginleg- ir strengja- tónleikar Húsavík. Morgunblaðið. STRENGJASVEITIR Tónlistarskól- anna á Akureyri, Húsavík, Egils- stöðum og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í Reykjavík, héldu um síðustu helgi sameiginlega tónleika á Akureyri og Húsavík. Þar létu 80 nemendur til sín heyra í fyrsta skipti, en strengjaleikaram- ir vom á aldrinum 8-14 ára. Hljóm- sveitimar enduðu tónleikana á sam- leik allra sveitanna sem spiluðu og sungu, ljóð Huldu og lag Emils Thoroddsen „Hver á sér fegra föður- land“. HARPA Harðardóttir, Reynir Jónasson og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir. Gömul ís- lensk dægur- lög í Kaffi- leikhúsinu ÍSLENSK „gullaldar“dægurlög verða í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum næstkomandi sunnudagskvöld kl. 21 þar sem sópransöngkonumar Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Harpa Harð- ardóttir ásamt harmonikuleikaranum Reyni Jónassyni koma fram. Á söngdagskránni er að fínna lög sem urðu vinsæl um miðbik aldarinn- ar í íslenskri dægurlagatónlist. Söngdagskráin hefst eins og fyrr segir kl. 21 en húsið opnar kl. 20 og verður boðið upp á veitingar. Jafnar greiðslur Óverðtryggð lán til allt að 5 ára með jöfnum greiðslum allan lánstímanni íslandsbanki vill stuðla að stöðugleika í fjármálum heimilanna og býður nú nýjan lánamöguleika. Óverðtryggð lán til allt að 5 ára með jöfnum greiðslum allan lánstímann. Leitaðu upplýsinga í ncesta útibúi bankans. ÍSLAN DSBAN Kl - / takt við nýja tíma! *Um er oð rœba jafngreibslulán. Greibslubyrbi þessara lána verbur jöfn út lánstímann á meban vextir breytast ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.